Morgunblaðið - 14.03.2003, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 14.03.2003, Qupperneq 46
46 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Barnafataverslun Óskum eftir þjónustulunduðum starfsmanni í barnafataverslun. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af verslunarstörfum. Vinnutími frá kl. 13—19 og aðra hverja helgi. Yngri en 25 ára koma ekki til greina. Umsóknir berist til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is, merktar: „B — 13434“, fyrir 17. mars. Húsavík Grunnskólakennarar Húsavík er 2.500 manna bæjarfélag. Þar er öflugt félags- og menning- arlíf, aðstæður til uppeldis barna hinar ákjósanlegustu og vegalengdir litlar. Í bænum er framhaldsskóli, grunnskóli, tveir leikskólar, tónlist- arskóli og öflug heilbrigðisstofnun (sjúkrahús og heilsugæsla) auk allrar almennrar þjónustu. Við bjóðum fyrirgreiðslu vegna húsnæðis og flutnings. Borgarhólsskóli er 415 nemenda einsetinn, heildstæður grunnskóli í glæsilegu og að hluta nýju húsnæði. Tónlistarskóli er í skólahúsinu og er samstarf grunn- og tónlistarskóla mikið. Nýjar list- og verkgreinastofur voru teknar í notkun haustið 2000. Nýleg og vel búin að- staða til heimilisfræðikennslu. Áhersla lögð á umbóta- og þróunarstarf og samvinnuverk- efni af ýmsu tagi. Veffang er: http:// bhols.ismennt.is og þar er að finna upplýsingar um skólann. Næsta skólaár eru eftirtaldar stöður lausar: Staða íþróttakennara(100%), staða heimilis- fræðikennara (100%), staða eðlis-, efna- og náttúrufræðikennara (100%), umsjónarkennar- astaða á miðstigi (100%), umsjónarkenn- arastaða á yngsta stigi (100%), kennsla á ungl- ingastigi með ensku sem aðalkennslugrein (100%). Auk þess er 80% staða námsráðgjafa laus til umsóknar. Nánari upplýsingar veita: Halldór Valdimars- son, skólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1974 hvald@ismennt.is og Gísli Halldórsson, að- stoðarskólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1631, netfang: gislhald@ismennt.is Umsóknum skal skilað til skólastjóra fyrir 1. apríl. Skólastjóri. Ungt fólk í Evrópu Styrkjaáætlun ESB Næsti umsóknarfrestur er 1. apríl 2003. Hægt er að sækja um styrk hjá UFE fyrir 1. apríl vegna verkefna, sem eiga að hefjast á tímabilinu 1. júlí til 30. nóvem- ber 2003. UFE styrkir fjölbreytt verkefni, má þar nefna ungmennaskipti hópa, sjálfboðaþjónustu einstaklinga og frum- kvæðisverkefni ungmenna. Öll umsóknarform er að finna á www.ufe.is . Landsskrifstofa Ungs fólks í Evrópu, Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, sími 520 4646 - ufe@itr.is Bókasafn Kópavogs 50 ára – laugardaginn 15. mars Laugardaginn 15. mars nk. heldur Bókasafn Kópavogs upp á 50 ára afmæli sitt. Allir eru velkomnir að taka þátt í afmælisdagskránni og njóta veitinga í boði safnsins. Dagskráin er sem hér segir: Kl. 12:45 – 13:30: Skólahljómsveit Kópavogs leikur undir stjórn Össurar Geirssonar. Kl. 13:30 – 14:00: Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur Kl. 14:00: Ávarp: Sigurrós Þorgrímsdóttir forseti bæjarstjórnar. Sigurður Geirdal bæjarstjóri opnar sýningu um skáldið Jón úr Vör og ljóðaflokk hans Þorpið. Boðið verður upp á kaffi, afmælistertu og drykki fyrir börnin. Kl. 15:00 – 15:30: Trúðurinn Barbara skemmtir börnum og fullorðnum. Kl. 15:30: Kórar úr Kársnesskóla koma í heimsókn og syngja undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Sunnudaginn 16. mars kl. 14 – 15:30: Rappsmiðja fyrir áhugasama Erpur Eyvindarson kennir börnum og fullorðnum að rappa. Í tilefni afmælisins verða sektalausir dagar frá 15. til 31. mars. KÓPAVOGSBÆR Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að deiliskipulagsáætlunum og breytingum á deiliskipulagsáætlunum og afturköllun á auglýsingum, fyrir eftirtalin svæði í Reykjavík: Reitur 1.180.2. Tillaga að deiliskipulagi reits 1.180.2, sem afmarkast af Bergstaðastræti, Spítalastíg, Ingólfsstræti og Hallveigarstíg og auglýst var frá 13. des. 2002 til 24. janúar 2003, er auglýst að nýju, vegna eftirfarandi breytinga sem gerðar voru á deiliskipulagstillögunni, að ósk hagsmunaaðila á reitnum. Heimild er gefin til hækkunar húsanna Bergstaðastræti 10, 10a, 10b og 12a um eina hæð og ris sem og fyrirhugðrar viðbyggingar við suðurgafl hússins að Bergstaðstræti 10b. Enn fremur er heimiluð hækkun hússins að Ingólfsstræti 21d um eina hæð og viðbyggingar við húsin Bergstaðastræti 12 og 12b. Reitur 1.174.3. Tillagan tekur til reits sem afmarkast af Laugavegi, Barónsstíg, Grettisgötu og Snorrabraut (Stjörnu- bíósreitur). Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt var til auglýsingar í borgarráði 4. mars 2003. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að húsaraðirnar við Barónsstíg, Grettisgötu og Snorrabraut, ásamt húsunum nr. 82, 84, 98 og 100, taki sem minnstum breytingum. Þó er gert ráð fyrir að vegghæð götumegin geti hækkað um eina hæð á húsunum nr. 23 og 25 við Barónsstíg og nr. 67 og 69 við Grettisgötu. Hæð þaks og lögun skal taka mið af húsinu við Barónsstíg 27. Gert er ráð fyrir að byggja megi útbyggingar eða svalir á garðhliðum allmargra húsa. Einnig gerir tillagan ráð fyrir að fjarlægja megi hús nr. 86 við Laugaveg og byggja nýbyggingu á lóðinni sem má vera 4 hæðir og efsta hæð inndregin. Undir húsinu og á baklóð Reykjavíkurborgar er heimilt að byggja bílgeymslu á allt að 4 hæðum neðanjarðar. Kvöð er á lóðinni nr. 86-94 við Laugaveg (samþ. í borgarráði 18.12.01 að sameina þær) um göngustíg og akstursleið að bílastæði á baklóð og bílageymslu. Einnig er göngukvöð um undirgöng um lóðina nr. 73 við Grettisgötu. Smiðshöfði 19. Tillagan er auglýst að nýju vegna breytinga, fyrri auglýsing dags. 21. febrúar 2003 afturkölluð. Tillagan leitast m.a. við að loka horninu sem mest og veita hverfinu snyrtilegri og virðulegri ásýnd. Með þessu styrkist það hlutverk sem þessi gatnamót hafa í auknu mæli fengið, sem vettvangur verslunar og þjónustu. Auk þess verður sá léttiðnaður sem ríkjandi er í hverfinu skermaður af frá gatnamótunum með byggingu fyrir verslun og þjónustu. Gert er ráð fyrir þriggja hæða verslunar-, þjónustu- og skrifstofuhúsnæði á lóðinni. Tillagan felur í sér breytingu á byggingareit, auk þess sem nýtingahlutfall er aukið. Nýr byggingareitur liggur meðfram útmörkum lóðar til suðurs og vesturs, en núverandi reitur er L-laga og liggur frá suð-austur horni lóðar og inn á miðju lóðar. Á fyrstu hæð byggingarinnar er gert ráð fyrir verslunar og þjónusturýmum með aðkomu frá Stórhöfða. Á annarri og þriðju hæð er hins vegar gert ráð fyrir skrifstofurýmum með aðkomu frá Smiðshöfða. Aðkoma á annari hæð er í tengslum við útirými (á annari hæð) sem nýtt er fyrir bílastæði, og býður þessi lausn upp á verulega aukningu bílastæða, auk þess að bjóða upp á tvær aðskildar aðkomur að byggingunni. Reiknað er með að bílastæði á landi norðan við bygginguna (við Stórhöfða) þjóni verslunar- og þjónusturýmum á fyrstu hæð, en bílastæði annarar og þriðju hæðar verða á annari hæð í útirými, með aðgengi frá Smiðshöfða. Áætlað heildarbyggingamagn Smiðshöfða 19 er 2.450 m2, og nýtingahlutfallið 0,94. Bílastæði verða alls 70, eða eitt stæði fyrir hverja 35 m2 húsnæðis. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 – 16.00 frá 14.03.2003 - til 25.04.04. 2003. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 25. apríl 2003. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 14. mars 2003. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ RAÐAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.