Morgunblaðið - 14.03.2003, Síða 47

Morgunblaðið - 14.03.2003, Síða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2003 47 TÚRBÍNU- ÞJÓNUSTA Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 • www.velaland velaland@velaland.is d es ig n. is 2 00 3 KEPPNI framhaldsskólanemenda í eðlisfræði lauk í 20. sinn um síðustu helgi. Í forkeppninni 11. febrúar kepptu samtals 154 nemendur í 11 skólum um allt land. Fjórtán nem- endur voru svo boðaðir í úr- slitakeppni í Háskóla Íslands 1. og 2. mars. Fimm þessara keppenda munu keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíu- leikunum í eðlisfræði sem fram fara í Taivan 12.–21. júlí. Eðlisfræðifélag Íslands og Félag raungreinakennara standa að Lands- keppni í eðlisfræði sem fram fer ár- lega til að efla raungreinaáhuga framhaldsskólanemenda undir for- ystu Viðars Ágústssonar, fram- kvæmdastjóra, sem stýrt hefur Landskeppninni frá upphafi. Félagar í Stigli, félagi eðlis- og stærð- fræðinema við Háskóla Íslands, sem margir hafa keppt fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í eðlisfræði, sömdu fræðileg verkefni í forkeppni og úrslitakeppni og fóru yfir úrlausn- irnar. Ellefu framhaldsskólar óskuðu eftir að fá að taka þátt og skiluðu þeir samtals 154 úrlausnum frá nem- endum sínum. Að teknu tilliti til ár- angurs í forkeppninni og aldurs kepp- enda voru 14 nemendur boðaðir í úrslitakeppnina sem fram fór í tveim- ur hlutum. Í fræðilega hlutanum var glímt við að setja upp jöfnur í 6 dæm- um úr aflfræði og rafsegulfræði. Ari Ólafsson dósent og nokkrir nemendur hans sömdu tvö verkleg verkefni sem fjölluðu um segulsvið á skábretti og greiningu á litrófi kvika- silfurs. Aldrei áður hafa nemendur frá jafnmörgum skólum verið í úr- slitakeppninni því 6 skólar áttu full- trúa í henni; Menntaskólinn í Reykja- vík, Menntaskólinn á Akureyri og Verslunarskóli Íslands, hver með 3 nemendur, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Menntaskólinn við Sund, hvor með 2 nemendur og Menntaskólinn í Kópavogi með 1 nemanda. Yngsti keppandinn í úr- slitakeppninni kom frá Mennta- skólanum á Akureyri, Haukur Sig- urðarson, 18 ára, og hefur hann aðeins stundað eðlisfræðinám á fram- haldsskólastigi á 1 önn. Af keppend- unum 14 í úrslitakeppninni voru að- eins 2 stúlkur og er það svipað og áður hefur verið og sama hlutfall og raunin er á Ólympíuleikunum í eðl- isfræði. Fimm manna keppnislið Íslend- inga keppir á 34. Ólympíuleikunum í eðlisfræði sem haldnir verða í Taipei á Taívan síðari hluta júlímánaðar, en liðið verður valið í næstu viku þegar úrslit stærðfræðikeppninnar verða ljós. Þeir munu njóta þjálfunar í Há- skóla Íslands um fjögurra vikna skeið fyrir keppnina undir stjórn far- arstjóranna Ingibjargar Haralds- dóttur, deildarstjóra í eðlisfræði við Menntaskólann í Kópavogi, og Krist- jáns Rúnars Kristjánssonar, nema í meistaranámi við Háskóla Íslands. Það er Morgunblaðið sem veitir bóka- og peningaverðlaun fyrir góðan árangur í Landskeppninni en menntamálaráðuneytið greiðir far- arkostnað á Ólympíuleikana. 154 nemendur í 20. landskeppn- inni í eðlisfræði Nemendur frá 6 skólum í úrslitakeppni Í úrslitakeppninni tóku þátt frá Menntaskólanum í Reykjavík Eyvindur Ari Pálsson, Benedikt Skúlason og Magnús Bergur Magnússon, frá Mennta- skólanum á Akureyri Shlok Smári Datye, Einar Hrafn Hjálmarsson og Haukur Sigurðarson, frá Verslunarskóla Íslands Eysteinn Helgason, Jón Karl Sigurðarson og Elísabet G. Björnsdóttir, frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Wing Wa Yu og Líney Halla Kristinsdóttir og frá Menntaskól- anum í Kópavogi Ari Þórðarson. Þau fengu öll bókagjöf fyrir góðan árang- ur í forkeppninni. Fimm manna lið fer á Ólympíuleikana í eðlisfræði. VIKTOR Orri Valgarðsson, Selja- skóla, Baldur Árnason, Seljaskóla og Miriam Laufey Gerhardsdóttir, Hólabrekkuskóla sigruðu í Stærð- fræðikeppni grunnskólanema í Breiðholti sem Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hélt fyrir skömmu. Hvorki fleiri né færri en 222 grunnskólanemendur úr Breiðholti tóku þátt í keppninni að þessu sinni og komu verðlaunahafar úr öllum grunnskólunum 5 í Breiðholti. Grunnskólanemendur í 8., 9. og 10. bekk í skólunum 5 sem eru staðsettir í Breiðholti, Breiðholts- skóla, Fellaskóla, Hólabrekku- skóla, Seljaskóla og Ölduselsskóla tóku þátt í keppninni sem fram fór sjötta árið í röð. Fjöldinn skiptist þannig að 66 nemendur komu úr 8. bekk, 73 nemendur komu úr 9. bekk og 83 nemendur komu úr 10. bekk. Keppt var í þremur flokkum og voru veitt glæsileg verðlaun í þeim öllum. Bræðurnir Ormsson og Ís- landsbanki voru aðalstyrktaraðilar keppninnar, segir í fréttatilkynn- ingu. Stærðfræðikeppni grunnskólanema í Breiðholti Verðlauna- hafar úr öll- um skólum Efstu keppendurnir í hverjum flokki ásamt fulltrúum FB. Frá vinstri: Sveinn Ingi Sveinsson, kennslustjóri stærðfræðideildar FB, Viktor Orri Valgarðsson, Baldur Árnason, Miriam Laufey Gerhardsdóttir, Stefán Benediktsson aðstoðarskólameistari og Kristín Arnalds skólameistari. LÍKNAR- og vinafélagið Bergmál býður langveikum, blindum og krabbameinssjúkum til einnar viku dvalar í sumar að Sólheimum í Grímsnesi, þeim að kostnaðarlausu. Fyrri vikan verður 29. maí til 5. júní nk. en síðari vikan verður 21.– 28. ágúst nk. Á dagskrá verða m.a. kvöldvökur þar sem listafólk kemur fram. Skráning er hafin í fyrri vik- una. Umsóknir þurfa að berast stjórn félagsins fyrir 10. maí nk. Nánari upplýsingar á netfangi elfab@li.is og hjá Kolbrúnu Karlsdóttur, Fjarð- arási 10, Reykjavík. Sumarhátíð Bergmáls verður haldin 1. maí nk. kl. 16 í Hamrahlíð 17. Hátíðin verður með sama sniði og undanfarin ár og opin öllum vinum og velunnurum félagsins, segir í fréttatilkynningu. Orlofsvikur Bergmáls HINN 11. mars sl. milli kl. 11.30 og 11.50 var ekið utan í gráa Ford Sierra-fólksbifreið. Bifreiðin stóð í bifreiðastæði á Frakkastíg rétt norð- an við Hverfisgötu. Tjónvaldur fór af vettvangi og er hann og þeir sem veitt geta upplýsingar um málið beðnir að hafa samband við lögregl- una í Reykjavík. Lýst eftir vitnum Aðalfundur Félags frönskumæl- andi á Íslandi verður í dag, föstu- daginn 14. mars kl. 18.30 í Alþjóða- húsinu, 3. hæð. Kosin verður ný stjórn félagsins og heiðurgestur kvöldsins verður Clément Bertrand konsull. Boðið verður upp á léttar veitingar. Tilgangur félagsins er að sameina Frakkar búsettir á Íslandi og styðja þá sem eru að flytja til landsins. Félagið er opið fyrir alla ríkisborgara frá frönskumælandi löndum sem búsettir eru á Íslandi. Vorgleði Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi verður í dag, föstudaginn 14. mars kl. 20.30, að Salavegi 2 í Salahverfi í Kópavogi (Glerhúsið). Söngkvartettinn Rúdólf skemmtir og Steinn Ármann fram- bjóðandi flytur erindi. Aðgangseyrir er kr. 2003. Allir velkomnir, hægt er að nálgast miða og/eða skrá sig á kosningaskrifstofu Samfylking- arinnar í Hafnarfirði í síma eða á netfangi sudvestur@xs.is. Í DAG SVERRIR Haukur Gunnlaugsson- sendiherra afhenti 12. mars sl. Beatrix Hollandsdrottningu trúnað- arbréf sitt sem sendiherra Íslands í Hollandi með aðsetur í London. Afhenti trúnaðarbréf STOFNFUNDUR Feministafélags Íslands verður haldinn í kvöld kl. 20 í sal Miðbæjarskólans, Fríkirkjuvegi 1. Áætlað er að Feministafélagið verði umræðuvettvangur og baráttu- tæki íslenskra feminista. Félagið verður frjáls og óháður vettvangur með það markmið að gagnrýna um- ræðu á öllum sviðum þjóðlífisins. Í fréttatilkynningu frá Rannsókn- arstofu í kvennafræðum Háskóla Ís- lands segir að feministar vilji upp- ræta þær goðsagnir um hlutverk og eðli kvenna og karla sem næra það bakslag sem nú er í jafnréttismálum. Þar með talin er klámvæðingin, lít- ilsvirðandi auglýsingar, vændi og of- beldi gegn konum og börnum. Þá hafi feministar áhyggjur af at- vinnumálum, þar sem þær telja gam- aldags atvinnustefnu vera í gildi. Feministafélag stofnað í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.