Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
bætir við sig fylgi upp á 3,8 prósentu-
stig og Frjálslyndi flokkurinn nær
manni á þing, samkvæmt niðurstöð-
um skoðanakönnunar sem Frétta-
blaðið birti í gær. Þá missir Vinstri-
hreyfingin – grænt framboð fylgi upp
á 4,5 prósentustig. Sjálfstæðisflokk-
urinn fengi 36,9% atkvæða sam-
kvæmt könnuninni nú, Samfylkingin
35,9%, Framsóknarflokkur 13,5%,
Vinstri grænir 9% og Frjálslyndi
flokkurinn 4,7%. Í síðustu könnun
blaðsins var Samfylkingin með 1%
meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn
en nú snýst þetta við.
Í Fréttablaðinu segir að skv. sam-
andregnum könnunum blaðsins verði
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra
eini þingmaður Framsóknarflokks í
þéttbýli og þótt Frjálslyndi flokkur-
inn fái kjördæmakjörinn mann þá
nægir fylgið ekki til þess að fá upp-
bótarþingsæti. Halldór Ásgrímsson,
formaður Framsóknarflokksins, nær
ekki inn samkvæmt samandregnum
könnunum blaðsins og Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir, talsmaður Samfylk-
ingarinnar, næði kjöri sem uppbótar-
þingmaður í Reykjavík norður.
Úrtak blaðsins var sex hundruð
manns og var svarhlutfallið 66,8%.
Fylgiskönnun Fréttablaðsins
Framsókn styrkist
„ÞÓTT saga Ungverja og Íslendinga að
fornu og nýju sé á margan hátt ólík varð-
veitir hún samt merkilegar hliðstæður sem
endurspegla sameiginlegar evrópskar rætur,
hliðstæður sem eru okkur hugleiknar þegar
við í upphafi nýrrar aldar erum orðnir
bandamenn á vettvangi Atlantshafs-
bandalagsins og munum í sameiningu leitast
við að færa Evrópu farsæld og framfarir á
komandi tímum,“ sagði Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, við hátíð-
arkvöldverð forseta Ungverjalands í fyrstu
opinberu heimsókn sinni til landsins. Þessi
orð gefa tóninn að þeim umræðum sem áttu
sér stað á milli íslensku sendinefndarinnar
sem er í för með Ólafi Ragnari og þeim að-
ilum sem fundað var með í gær á fyrsta degi
heimsóknarinnar.
„Fundir sem við höfum átt hafa verið mjög
gagnlegir og árangursríkir,“ sagði Ólafur
Ragnar við Morgunblaðið í gærkvöldi en
hann fundaði þá m.a. með forseta landsins og
forsætisráðherra. Á fundunum var m.a. rætt
um stöðu mála í Írak, Evrópusambandið og
NATO auk þess sem löndin er bæði hafa yfir
jarðhita að ráða geta miðlað af reynslu sinni
við nýtingu hans hvort til annars. Þá gafst
tækifæri til að kynna hugbúnað íslenska fyr-
irtækisins GoPro Landsteina en búnaðurinn
miðar að því að auka upplýsingaflæði og er
notaður nú þegar af sveitarstjórnum, ráðu-
neytum og opinberum aðilum á Íslandi sem
og á öðrum Norðurlöndum, í Skotlandi og
Eistlandi. Telur Ólafur að viðræður við full-
trúa ráðuneyta og stofnana um hugbúnaðinn
hafa verið árangursríkar. Þá lýstu forseti og
forsætisráðherra yfir ríkum vilja til að nýta
hugbúnaðinn. „Þeir gera sér grein fyrir því
að ef Ungverjar eiga að geta nýtt sér aðild að
Evrópusambandinu og geta styrkt stöðu sína
í alþjóðlegri samkeppni þurfa þeir að upplýs-
ingavæða stjórnsýsluna mjög hratt.“
NATO verði ekki vettvangur átaka
Ólafur telur heimsóknina almennt hafa
skilað árangri fyrir viðskiptahagsmuni Ís-
lendinga í Ungverjalandi og einnig fyrir auk-
in tengsl landanna á alþjóðavettvangi.
„Það var mjög fróðlegt að eiga viðræður
við æðstu menn þessa lands um framtíð Atl-
antshafsbandalagsins og tengsl Evrópu við
Bandaríkin og hvernig við Íslendingar leggj-
um áherslu á það að bandalagið verði ekki
vettvangur átaka milli ríkja því það mundi
ganga þvert á tilgang bandalagsins. Það var
mjög merkilegt að heyra þá útskýra það að
sú hugsun væri í samræmi við ætlun Ung-
verja því það hefði ekki verið tilgangur
þeirra með aðild að bandalaginu að þurfa að
velja milli valdablokka.“
Þá ræddi Ólafur um stöðu mála í Írak við
forsætisráðherra landsins. „Það var mjög
fróðlegt að heyra sjónarmið hans. Ungverjar
ætla sér ekki að verða aðilar að stríði. Þótt
að þeir leyfðu flug yfir landið yrði Ungverja-
land ekki aðili að átökunum og yrði ekki knú-
ið til þess að taka formlega afstöðu með
deiluaðilum.“
Nýting jarðvarma
Í för með forsetanum eru fulltrúar Orku-
veitu Reykjavíkur og Enex hf og var á fund-
um með ýmsum aðilum í gær rætt um sam-
starf ríkjanna um nýtingu jarðvarma.
„Íslendingar hafa aflað sér víðtækrar
reynslu á því sviði og Ungverjar hafa mikinn
jarðhita en hafa nýtt hann á einhæfari hátt.
Ég tel að niðurstaða þessara viðræðna verði
að það muni fara fram víðtækar viðræður
milli stjórnvalda í Ungverjalandi og íslensku
orkufyrirtækjanna um hvernig hægt verði að
koma á árangursríku samstarfi varðandi nýt-
ingu jarðhitans. Á fundinum með forsætis-
ráðherranum kom fram eindreginn vilji til
þess að skoða þetta gaumgæfilega.“ Ólafur
sagði einnig hafa komið fram að Íslendingar
hefðu e.t.v. vanrækt möguleika á nýtingu
jarðhitans til heilsuþjónustu. „Það getur orð-
ið ríkuleg tekjulind. Ungverskir sérfræð-
ingar hafa gefið Náttúrulækningafélaginu í
Hveragerði og Reykjavíkurborg ýmis góð
ráð í þessum efnum. Ungverjar hafa þróað
mikla baðmenningu sem er þeim umtalsverð
tekjulind. Við munum á sama hátt og við
ræðum við þá um tæknilega nýtingu jarðhit-
ans reyna að leggja grundvöll að því að þeir
haldi áfram að gefa okkur góð ráð.“
Morgunblaðið/Sunna Ósk Logadóttir
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff ásamt ungversku forsetahjón-
unum Ferenc og Dalma Mádl, heilsa gestum í heiðurskvöldverði forseta Ungverjalands.
Ólafur Ragnar Grímsson segir gagnlegt að taka mið af afstöðu Ungverja til Íraksdeilunnar
„Ungverjar ætla
ekki að verða
aðilar að stríði“
Búdapest. Morgunblaðið
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, ætlar ekki að gera hlé á ferð sinni til
Ungverjalands og Slóveníu þó að stríð
brjótist út í Írak í vikunni. Forsetinn var
spurður að því í gær hvaða áhrif það myndi
hafa á heimsóknina til Ungverjalands og
Slóveníu ef stríð skylli á í Írak í vikunni.
„Í sjálfu sér munum við halda áfram
heimsókn til Ungverjalands og Slóveníu,“
sagði Ólafur Ragnar. „Ég held að það sé
mjög upplýsandi og gagnlegt fyrir okkur
íslensku fulltrúana að fá að heyra sjónar-
mið og afstöðu fulltrúa Ungverja og Sló-
vena. Ef stríð skellur á tel ég að það sé
gagnlegt fyrir okkur Íslendinga að taka
mið af því hvernig ráðamenn ríkja sem
leggja mikið upp úr samvinnu við Atlants-
hafsbandalagið og aðild að því, aðild að
Evrópusambandinu og góðri samvinnu við
Bandaríkin munu bregðast við.“
Heldur áfram
ferðinni þótt stríð
brjótist út
SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað
hefur stefnt kvikmyndafélaginu Sögn
ehf. og Tryggingamiðstöðinni hf.
(TM) vegna 76 milljóna króna tjóns
sem varð þegar efri hæð gamla frysti-
hússins á Neskaupstað eyðilagðist í
eldsvoða 8. desember 2001. Tjónið
varð þegar eldur sem verið var að
kvikmynda fyrir kvikmyndina Hafið
fór úr böndunum.
Lögmaður Síldarvinnslunnar, Gísli
Baldur Garðarsson hrl., segir að kröf-
ur fyrirtækisins byggist á því að tjón-
ið hafi orðið vegna þess að starfs-
menn kvikmyndafélagsins kveiktu
eld inni í húsinu í sterkum vindi. Í
stefnunni kemur fram að skv. mæli
Veðurstofunnar var meðalvindur 15
m/sek. þegar tökur hófust en gekk á
með hviðum. Gísli segir að leiða megi
að því sterkar líkur að óforsvaranlegt
hafi verið að kveikja eldinn við þessar
aðstæður. Um þetta sé þó deilt í mál-
inu.
Íkveikjuatriðið var tekið upp
snemma morguns en Gísli bendir á að
tökum hafi ítrekað verið frestað
vegna of mikils vinds. Ákvörðun um
að hefja tökur hafi alfarið verið í
höndum kvikmyndagerðarmanna og
forsvarsmenn Síldarvinnslunar ekki
hafðir með í ráðum. Húsið var bruna-
tryggt hjá TM en Gísli segir að það sé
lögfræðilegt álitaefni hvort því beri
að greiða tjónið. Í raun hafi ekki verið
hjá því komist að fara með málið fyrir
dómstóla.
Aðspurður segir Gísli að þegar
Síldarvinnslan veitti leyfi fyrir kvik-
myndtökum hafi forsvarsmenn kvik-
myndafélagsins lagt fram yfirlýsingu
um að félagið væri tryggt fyrir tjón-
um hjá Sjóvá-Almennum. Af hálfu
Sagnar hafi því verið lýst yfir að fé-
laginu verði stefnt til réttargæslu.
Notkun fellur ekki
undir skilmála
Hjálmar Sigurþórsson, deildar-
stjóri tjónadeildar Tryggingamið-
stöðvarinnar hf., segir að TM hafi selt
Síldarvinnslunni lögbundna bruna-
tryggingu fyrir húsið. Sú trygging
hafi miðast við notkun hússins sem
frystihúss, ekki sem kvikmyndavers,
og iðgjöld verið í samræmi við það.
„Menn settu upp kvikmyndaver í
húsinu og þetta íkveikjuatriði, án
þess að nokkuð hafi verið talað við
okkur,“ segir Hjálmar. Tjónið hefði
ekki orðið, nema vegna þess að húsið
var notað sem kvikmyndaver og sú
notkun falli ekki undir tryggingaskil-
málana. Hjálmar minnir á að af hálfu
kvikmyndafélagins hafi forsvars-
mönnum Síldarvinnslunnar verið tjáð
að kvikmyndafélagið væri tryggt fyr-
ir öllum tjónum. Síðar hafi komið á
daginn að tryggingafélag þess, Sjóvá-
Almennar, hafi ekki talið sig hafa
tryggt fyrir því tjóni sem varð.
Hjálmar segir að það gagnkvæman
skilning hjá TM og Síldarvinnslunni
að málið þurfi að fara fyrir dómstóla.
Deilt um 76 milljóna tjón á frystihúsinu í Neskaupstað
Brann frystihús eða
kvikmyndaver?
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Gamla frystihús Síldarvinnslunnar á Neskaupstað þar sem eldur kom upp
við tökur á Hafinu árið 2001. Húsið skemmdist mjög mikið í brunanum.
FYRSTI íslenski hesturinn sem flutt-
ur hefur verið út til Ungverjalands,
Sindri frá Bakka í Austur-Landeyj-
um, var væntanlegur á áfangastaðinn,
Búdapest í Ungverjalandi, í gær.
Honum verður væntanlega ekki í kot
vísað þar sem það er borgarstjórinn í
Búdapest sem keypti Sindra handa
konunni sinni.
Að sögn Gunnars Arnarsonar,
hestamanns og hestaútflytjenda, var
hesturinn sendur utan fyrir rúmri
viku og hafði viðkomu í Austurríki áð-
ur en hann var fluttur til Ungverja-
lands. „Guðfaðir íslenska hestsins,
Gunnar Bjarnason, sagði fyrir löngu
síðan að framtíð íslenska hestsins yrði
stór í baltnesku löndunum þegar fram
liðu stundir. Ég er viss um að sú spá á
eftir að ganga eftir. Það er gríðarleg
hefð fyrir hestum og hestamennsku á
þessu svæði þannig að þetta er von-
andi byrjunin á einhverju meira.
Þetta er mjög skemmtilegt og hefur
raunar heilmikið markaðslegt gildi.“
Gunnar segir að þetta ár fari ágæt-
lega af stað í útflutningi á hestum.
„Auðvitað er þetta ekki eins mikið og
þegar mest var en það er komið meira
jafnvægi á útflutninginn. Ég hugsa að
1.500 til 2.000 hestar sé svona raun-
hæfur útflutningur.“
Gunnar segir að það séu bein
tengsl á milli hagvaxtar og horfna í
heimsmálum og eftirspurnar eftir ís-
lenskum hestum erlendis. Um leið og
efnahagshorfur batni, hlutabréfa-
markaðir fari að taka við sér og bjart-
sýni á framtíðina aukist sé þess að
vænta fólk leyfi sér meira.
Bandaríkjamenn héldu til dæmis
að sér höndum. Að vísu hefði verið
send út ein sending, en óvissa í þess-
um viðskiptum væri mikil vegna
hugsanlegs stríðs í Mið-Austurlönd-
um.
Hesturinn Sindri er
kominn til Búdapest