Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 9 úrskeiðis hjá flutningabíl með elds- neytisfarm í göngunum gæti það haft hræðilegar afleiðingar. „Eng- inn mannlegur máttur gæti grípið mikið til varna ef eitthvað slíkt gerðist og afleiðingarnar yrðu mikl- ar.“ Hann segir að til þessa hafi bæj- aryfirvöld ekki fengið mikil við- brögð frá dómsmálaráðuneyti við BÆJARRÁÐ Akraneskaupstaðar hefur skorað á dómsmálaráðherra að banna bensín-, olíu og gasflutn- inga um Hvalfjarðargöng. Þetta er í þriðja sinn sem bæjarráð ályktar um málið og segir Gísli Gíslason bæjarstjóri að sama viðhorf sé uppi í Borgarbyggð. Í dag eru eldsneyt- isflutningar um göngin bannaðir frá hádegi á föstudegi til hádegis á mánudegi og aðra frídaga þegar mikið er um ferðalög. „Það er sjónarmið þessara sveit- arstjórna að það sé skynsamlegra að flytja olíu og bensín með öðrum hætti en í gegnum göngin. Við höf- um líka bent á að það hefur ekki verið bannað að flytja gas í gegnum göngin þótt það hafi ekki ekki verið framkvæmt af olíufélögunum,“ seg- ir Gísli. Nefnd á vegum dómsmála- ráðuneytisins hefur skilað áliti um málið. Vill hún takmarka eldsneyt- isflutninga enn frekar, en leyfa þá áfram á ákveðnum tímum. Gísli segir að Akraneskaupstaður og Borgarbyggð vilji þó ganga enn lengra og banna flutningana algjör- lega. „Bílar sem olíufélögin nota í þessa flutninga eru í fínu lagi og öryggisatriða er gætt í hvívetna. Hins vegar benda menn á að afleið- ingar slyss væru langt yfir því sem menn fá ráðið við. Ætli það sé ekki skynsamlegra að gefa ekki færi á því að slíkt gæti komið upp,“ segir Gísli og bendir á að færi eitthvað fyrri áskorunum um að banna elds- neytisflutninga. „Við höfum vitað að það hefur verið unnið að þessu en málið hefur gengið ansi hægt fyrir sig. Menn hafa beðið lengi eft- ir því að nefnd sem var skipuð skil- aði niðurstöðu, nú þegar þessi nið- urstaða liggur fyrir finnst mönnum heldur súrt að ekki skuli tekið á málinu í framhaldinu,“ segir Gísli. Vilja banna eldsneytisflutn- inga um Hvalfjarðargöng Morgunblaðið/Júlíus Bæjarráð Akraneskaupstaðar hefur skorað á dómsmálaráðherra að banna bensín-, olíu og gasflutninga um Hvalfjarðargöng. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun sýslu- mannsins í Reykjavík um kyrrsetn- ingu fasteignar í eigu Guðmundar Franklín Jónssonar, verðbréfasala í New York. Kyrrsetning var gerð að kröfu Lífeyrissjóðs Austurlands. Kröfur lífeyrissjóðsins byggðust á því að árið 1999 hafi sjóðurinn gefið út skuldabréf til 10 ára að andvirði tæplega 88 milljóna króna sem Guðmundur sé skuldari að. Skuldabréfin hafi verið tryggð með handveði í Handsali hf. sem síðar hafi verið breytt í Burnham Int- ernational á Íslandi hf. Guðmundur átti 40% hlut í Burnham og var stjórnarformaður. Haustið 2001 afturkallaði fjár- málaeftirlitið starfsleyfi Burnhams og var félagið í kjölfarið tekið til opinberra skipta. Lífeyrissjóður Austurlands gjaldfelldi bréfin og sendi Guðmundi greiðsluáskorun í desember og óskaði jafnframt eftir því að fasteignin yrði kyrrsett, enda tæki birting á áskoruninni mánuð. Af hálfu Guðmundar var því m.a. haldið fram að sjóðnum hafi verið óheimilt að gjaldfella bréfin og af þeim sökum ætti að fella niður kyrrsetningaraðgerð sýslumanns. Á það féllst Logi Guð- brandsson, héraðsdómari, ekki og staðfesti aðgerðina. Lögmaður líf- eyrissjóðsins var Hulda Rós Rú- riksdóttir hdl. en Guðjón Ármann Jónsson hdl. var til varnar. Kyrrsetningaraðgerð sýslumanns staðfest Nýr listi www.freemans.is Í ferðalagið Mikið úrval af bolum, stuttbuxum, bermúdabuxum og kvartbuxum Str. 36—42 og 44—56 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Bankastræti 14, sími 552 1555 Svartar og bláar dragtir úr polyester Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardag frá kl. 10-14. Sendum lista út á land Sími 567 3718 Vorfatnaður Frábært úrval Str. 36-52 (S-3XL) Þri 18/3: fylltar paprikur & hvítlaukskartöflur m/fersku salati hrísgrjónum & meðlæti Mið 19/3: rauðrófupottur & kartöflukrókettur m/fersku salati hrísgrjónum og meðlæti Fim 20/3: suður-amerískur pottréttur m/fersku salati hrísgrjónum og meðlæti Fös 21/3: dahl & samósur & dahl & samósur m/fersku salati hrísgrjónum & meðlæti Helgin 22/3 & 23/3: grískt & gómsætt Mán 24/3: spínatlasagna & fleira gott Matseðill www.graennkostur.is Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán. - fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-14 Ný sending sérverslun. Sérhönnun st. 42-56 í mörgum litum og góðum stærðum. Einnig leðurtöskur Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 Glæsilegur rúskinns- og ferðafatnaður Fataprýði Verið velkomnar FERMINGARGJAFIR Gullsmiðja Hansínu Jens Laugaveg 20b, v/ Klapparstíg, sími 551 8448Laugavegi 63, sími 551 4422 Glæsilegt úrval Sumarfrakkar með og án hettu Nýtt kortatímabil Útsölulok kvenfataverslun, Skólavörðustíg 14, sími 551 2509. Góðar dragtir 44-46 Stakir jakkar 44-48 Síðir kjólar og silkisjöl Ýmislegt fleira vandað og gott Afsláttur 60-80%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.