Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 37 ✝ Sigurður Sig-geirsson fæddist að Baugsstöðum í Gaulverjabæjar- hreppi 10. mars 1918. Hann lést á Kanaríeyjum hinn 5. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Jó- hannsdóttir og Sig- geir Guðmundsson. Eldri systkini Sig- urðar voru Guð- mundur, Jóhann, Ás- mundur og Sigurlaug. Þau eru öll látin nema Sigurlaug. Yngri hálfsystur Sigurðar sammæðra voru Kristín Ísleifsdóttir sem er látin og Aðalheiður Ísleifsdóttir. Sigurður kvæntist Helgu Hjartardóttur árið 1971. Hún lést 24. ágúst 1986. Fóstursonur þeirra er Guðmundur Jón- asson. Eftirlifandi sambýliskona Sig- urðar er Fjóla Ósk- arsdóttir. Sigurður ólst að mestu upp að Læk í Ölfusi, þar sem hann síðar tók við búi af móður sinni og fósturföður og rak það til ársins 1961 er hann flutti til Reykjavíkur. Starfaði þar við byggingavinnu, lengi sem verk- stjóri hjá Breiðholti hf. Útför Sigurðar verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það gustaði aldrei mikið af honum Sigga afa eins og barnabörnin henn- ar mömmu kölluðu hann flest, alla vega þau yngstu. Hann kom hægt og hljótt, á réttum tíma, inn í fjölskyld- una, ekki allt of löngu eftir að pabbi dó, fyrir ellefu árum. Sigurður og mamma kynntust á gömlu dönsun- um. Fljótt varð hann einn af okkur og varð senn ómissandi hluti fjöl- skyldunnar. Hann var svo vinalegur og þægilegur í alla staði, viljugur og vel inni í öllum hlutum, hvort sem það voru atvinnumálin, pólitíkin eða stórir sem smáir viðburðir sem voru að gerast innan fjölskyldunnar. Hann kunni vel að hlusta. Tók af- stöðu og hafði skoðanir á málum en að jafnaði hafði hann ekki hátt um þær, alla vega viðraði hann þær sjaldnast að fyrra bragði. Hann var alltaf kurteis og yfirvegaður og aldr- ei man ég eftir að hann hafi haft ástæðu til að taka eitthvað til baka eða biðjast afsökunar á orði sínu eða athöfn, öðru nær. Við virtum hann öll mikils. Sigurður varð einlægur vinur okkar allra. Þar á meðal eru yngstu börnin en þótt hann eignaðist ekki börn sjálfur á sinni nærri 85 ára ævi náði hann einstöku sambandi við börnin, ekki síst þau yngstu sem hann gaf ómældan hluta af tíma sín- um af mikilli þolinmæði og fórnfýsi. Ef Siggi afi og amma ætluðu að passa, þá var auðvelt að skreppa frá börnunum, þau sóttust eftir að vera í umsjá þeirra gömlu. Það var mikið lán fyrir þau Sigurð og mömmu að hafa kynnst. Bæði höfðu misst maka sinn en voru lífs- glöð, heil heilsu og vildu taka fullan þátt í lífinu áfram. Þau bættu svo sannarlega hvort annað upp, voru frábær saman ef ekki bara fullkom- in. Oft kölluðum við þau „ung- lingana“, þau voru svo hress og gerðu svo margt skemmtilegt, voru út um allt og nýttu árin tíu saman svo vel. Ferðalög innanlands og ut- an, spilakvöld, leikfimi og söngstarf að ógleymdum danskvöldunum er meðal þess sem kemur upp í hug- ann. Dvöl þeirra í hjólhýsinu á Laug- arvatni á sumrin og öll jarðræktin sem þau unnu svo vel þar og víðar var mikilvægur þáttur í lífi þeirra þessi ár. Þau nutu alls þessa svo vel saman og meira til. Við systkinin nutum samveru þeirra svo sannar- lega líka. Við vissum að mömmu leið vel með Sigurði og hafði alltaf nóg fyrir stafni. Við vorum áhyggjulaus. Þar að auki voru þau alltaf boðin og búin að snúast fyrir okkur og börnin okkar þegar á þurfti að halda. Sig- urður var svo laghentur og viljugur og það kom sér oft vel fyrir okkur. Þau tóku þátt í svo mörgu með okk- ur. Þau voru sannarlega heppin að kynnast, bara að árin hefðu getað orðið örlítið fleiri. Þau hugsuðu svo vel hvort um annað. Það er alveg öruggt að samveran hefur bætt lífi við árin þeirra sennilegast líka árum við lífið. Sigurður hafði lengi verið nokkuð veill fyrir hjarta og þurfti að fara varlega sem hann og gerði. Og mamma hjálpaði til með að passa upp á mataræðið og hvetja hann og taka þátt í fyrirbyggjandi leikfimi. En viljinn hans Sigurðar var líka svo mikill. Þau voru í einni af sínum mörgu Kanaríeyjaferðum og nutu lífsins eins og fyrr. Fóru út að borða og dönsuðu á kvöldin. Sigurður vildi ekki missa af leikfimitímanum þótt um nokkra vegalengd væri að ræða og stutt í að tíminn byrjaði þennan örlagaríka morgun, 5. mars sl. Það var skundað af stað en hann komst aldrei alla leið því hjartað gaf sig. Það er komið að kveðjustundinni í dag. Við fáum seint fullþakkað Sig- urði fyrir allt það sem hann gerði og hvernig hann reyndist henni mömmu og okkur. Megi góður Guð hugga alla þá sem eiga um sárt að binda eftir þennan skyndilega og sársaukafulla missi. Sigurður Sig- geirsson, hvíl þú í friði, við söknum þín. Óskar Gísli og Ómar Sævar Karlssynir. Elsku Siggi. Gaman er að minnast þess er þú og mamma voruð að draga ykkur saman. Það var nú ekki hoppað út í djúpu laugina. Enginn ungæðisháttur. Fljótlega kom líka í ljós að hér var ekki um að ræða neitt sófasamband, þvert á móti, þið urð- uð algert þotufólk í orðsins fyllstu merkingu. Keypt var hjólhýsi við Laugarvatn og þar var plantað trjám, runnum og blómum, settar niður kartöflur og grasflöturinn ræktaður. Um þetta leyti var orðið erfitt að ná af ykkur tali en skánaði þegar farsíminn kom til sögunnar. Sem sagt, þið voruð á ferð og flugi. Þið dvölduð langtímum saman fyrir austan á sumrin, fóruð til Kan- arí og/eða Barcelona til Óskars og fjölskyldu. Þið fóruð í gönguferðir, stundum oft í viku, sömuleiðis danskennslu, dansleiki, spilakvöld og öll ferðalög- in innanlands. Settuð niður kartöflur (á nokkrum stöðum) og þær teknar upp. Allir snúningarnir fyrir skylda og óskylda. Nú er ekki aldeilis allt upp- talið, en verður látið duga. Dugnaður ykkar var slíkur að vakti aðdáun allra sem til þekktu. Hvaðan kom þessi kraftur og þitt góða skap? Við höfum öll misst góð- an vin en erum þakklát fyrir tímann sem við áttum þig að. Sérstaka þökk fyrir það að kenna okkur sem yngri erum að halda áfram að vera til. Ástarkveðja. Bára og Andri. Nú er góður vinur og yndislegur maður kvaddur, hann Siggi. Það voru forréttindi að fá að kynnast honum svona jákvæðum, skemmti- legum og viljugum manni. Handtak- ið hans var þétt og traust og brosið ósvikið. Þannig maður var þessi öð- lingur í allri umgengni. Hann var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd. Hann var mikill vinur og félagi hvort sem var við börn eða fullorðna. Ekki var hægt að hugsa sér betri afa. Hann hafði alltaf nógan tíma til að taka í spil og hvað eina sem barna- börnin langaði að gera. Hann kom fram og lék við þau eins og besti afi gat gert. Aðfangadagskvöld verða ekki eins þegar hann vantar. Það var virkilega gott að vera nálægt hon- um, hann var ræðinn og skemmti- legur á alla lund. Það einkenndi allt hans tal að nánast allir hlutir voru ræddir út frá jákvæðu sjónarmiði. Hann var einnig fróður og fylgdist vel með þannig að hann gat tekið virkan þátt í öllum samræðum við hvern sem var. Ekki er hægt að hugsa sér betri mann.Við sem áttum því láni að fagna að kynnast Sigga erum svo miklu ríkari á eftir. Hans verður sárt saknað og lengi minnst. Mamma missir líka yndislegan fé- laga. Hún var heppin að kynnast Sigga. Þau pössuðu mjög vel saman. Hún með sinn mikla jákvæða kraft og Siggi með sinn mikla vilja til að gera allt eins skemmtilegt og gott eins og hægt var. Hann var líka mjög heppinn að kynnast henni. Betri konu gat hann ekki fengið. Þau tóku virkan þátt í tómstundastarfi eldri borgara, dansi, söng, göngum, leikfimi, spilakvöldum og ferðalög- um. Einnig voru þau mikið samvist- um við fjölskyldu hennar. Þau höfðu unun af sumardvölum sínum á Laug- arvatni. Nutu þau elliáranna til fulls saman. Fékk hann að fara frá okkur í fullu fjöri með henni á Kanaríeyj- um í tilefni 85 ára afmælis síns. Við að fylgjast með þeim mömmu og Sigga má segja að ný sýn hafi vaknað á hversu gott og skemmti- legt líf fólk á þeirra aldri getur átt. Við getum hlakkað til að verða göm- ul, ef við höfum vit á að taka þau okkur til fyrirmyndar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Við kveðjum nú Sigga og þökkum Guði innilega fyrir að fá að kynnast og njóta samvista við svona yndis- legan mann sl. tíu ár. Guð blessi hann. Sólbjörg, Tómas, Guðrún og Kristín Fjóla. Elsku Siggi afi minn, ég trú því ekki að þú sért dáinn. Ég var að vona að þetta væri bara slæmur draumur. Þú komst inn í fjölskyldu okkar rétt áður en ég fæddist. Þótt þú vær- ir ekki alvöru afi minn, þá gat ég ekki fengið betri afa. Þú varst svo þolinmóður, kenndir mér að spila, kubbaðir með mér og last fyrir mig þegar ég var ólæs. Það var svo gam- an að heimsækja ykkur í hjólhýsið á Laugarvatni. Ég var farinn að hlakka til að heimsækja ykkur í sumar en ég vona að þú, amma mín, verðir þar til að ég getir heimsótt þig. Það var líka gaman þegar þið amma heimsóttuð okkur til Spánar, þá gerðum við ýmislegt saman, fór- um í skoðunaferðir og fleira. Þú varst yndislegur afi, ég á eftir að sakna þín. Elsku amma mín, ég finn til með þér. Guð geymi þig, elsku afi minn. Alexander Ágúst. Stundin líður tíminn tekur toll af öllu hér. Sviplegt brotthvarf söknuð vekur, sorg í hjarta mér. Þú veittir yl í veröld kaldri, vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (H.A.) Jón Óskarsson, Arna Óskarsdóttir. SIGURÐUR SIGGEIRSSON  Fleiri minningargreinar um Sig- urð Siggeirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg móðursystir mín, UNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Furugerði 1, sem lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtu- daginn 13. mars sl., verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 20. mars kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Guðmundsdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNAR JÚLÍUSDÓTTUR, Hringbraut 84, Reykjavík. Árni Theodórsson, Þorsteinn Guðlaugsson, Sigurrós Helgadóttir, Emanúel Ragnarsson, Jófríður Ragnarsdóttir, Rebekka Ragnarsdóttir, Ævar Þórhallsson, Guðlaugur Ragnarsson, Rósmary Ragnarsson, Sæunn Ragnarsdóttir, Uffe Balslev, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar og tengda- móður, SIGRÚNAR JÓNSDÓTTUR frá Ölvaldsstöðuðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi fyrir einstaka umhyggju og góðvild. Jón Ragnar Björnsson, Guðrún Jónína Magnúsdóttir, Gylfi Björnsson, Guðrún Þórðardóttir. SIGURÐUR JÓNSSON, Ystafelli, Þingeyjarsýslu, verður jarðsunginn frá Þóroddsstaðarkirkju laugardaginn 22. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba- meinsfélag Íslands. Kolbrún Bjarnadóttir og fjölskylda. Okkar ástkæri, SIGURÐUR SIGGEIRSSON frá Læk, Ölfusi, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju, Hafnar- firði, í dag, þriðjudaginn 18. mars, kl. 15.00. Fyrir hönd ástvina, Fjóla Óskarsdóttir, Aðalheiður Ísleifsdóttir, Kári S. Kristjánsson, Sigurlaug Siggeirsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BORGHILDAR HJARTARDÓTTUR veitingakonu frá Bjargi, Búðardal, Kópavogsbraut 1a, Kópabogi. Elísabet Á. Ásgeirsdóttir, Hilmar S. Ásgeirsson, Huldís Ásgeirsdóttir, Geir Þórðarson, barnabörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.