Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ EF íraska stjórnin kemst í heilu lagi frá fyrstu orrustunni í Persaflóa- stríðinu hinu síðara getur svo farið að bandarískir hermenn þurfi að berjast hús úr húsi við hættulegar aðstæður í Bagdad, og óbreyttir borgarar lendi í kúlnahríðinni. Slíkt væri það versta sem Bandaríkja- menn gætu lent í, en um leið væri það besta tækifæri Saddams Huss- eins Íraksforseta til að breyta inn- rás ofureflis óvinaliðs í banvænt kviksyndi og pólitíska martröð fyrir George W. Bush Bandaríkjaforseta. Sé svo blandað saman við þetta atlögum hryðjuverkamanna að baki víglínunnar, hugsanlegum árásum með efna- og lífefnavopnum og óbreyttum borgurum sem notaðir eru sem skildir fær maður tilfinn- ingu fyrir þeim martröðum sem fylgt geta því sem sérfræðingar hafa kallað „ósamhverf stríðsátök“. Segjast vel undirbúnir Þrátt fyrir að mikil hætta sé á að bandarískir hermenn og óbreyttir borgarar falli segja embættismenn í bandaríska hernum að bandaríski heraflinn sé vel þjálfaður og tilbúinn til átaka í Bagdad og öðrum íröskum borgum. Muni þeir koma í veg fyrir að íraska stjórnin geti leitað þar skjóls. „Ef maður ætlar að afvopna þjóð þarf að afvopna hvarvetna. Því er óhjákvæmilegt annað en að afvopn- un fari fram í Bagdad líka,“ sagði embættismaður í bandaríska varn- armálaráðuneytinu, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Höfuðborgin er sá staður í Írak sem best er varinn, umkringd ein- hverjum þéttustu loftvörnum í heiminum og gætt af best þjálfuðu hermönnum Saddams. Umhverfis borgina hafa verið gerðar skotgrafir sem hægt er að fylla af brennandi olíu. Búist er við að íraskar her- sveitir taki sér stöðu nærri moskum og skólum og í íbúðahverfum. En jafnvel áður en bandarískir hermenn koma að borgarhliðum Bagdad þurfa þeir ef til vill að gæta sín á árásum með efna- og lífefna- vopnum, og mæta flóðbylgju flótta- fólks. Stjórnarhermenn sem hafa bækistöðvar suður af borginni kunna líka að reyna að tefja framrás Bandaríkjamanna, en myndu sæta gífurlegum loftárásum geri þeir það. Mikið lið í Bagdad Borgin sjálf er morandi í sérsveit- arliðum sem valdir hafa verið ein- mitt vegna dyggs stuðnings við Saddam. Aðalherinn sem gætir Bagdad og ríkisstjórnarinnar fyrir uppreisn eða árás er sérsveit rík- ishersins – um 15 þúsund hermenn í fjórum árásarherdeildum og sér- þjálfaðir í borgarhernaði. Önnur sérsveit gætir úthverfa borgarinnar. Og þriðja sérsveitin hefur verið köll- uð norðan úr landi og hefur nú bækistöð nær Bagdad, sem frétta- skýrendur segja vera til marks um aukinn vígbúnað umhverfis höfuð- borgina og Tikrit, heimabæ Sadd- ams. Svona öryggissveitir og íraska leyniþjónustan hafa alls á að skipa um 25 þúsund manns í Bagdad. En Saddam hefur fleiri sérþjálfaðar hersveitir á sínum snærum, svo- nefnda fedayeen, sem er 15 þúsund manna her undir stjórn sonar Sadd- ams, Udays, og er þessum mann- skap einnig beitt til að kæfa hvers konar uppreisnir og andstöðu sem upp kann að koma meðal almenn- ings á þéttbýlum svæðum. Írösk yfirvöld hafa komið höndum yfir breska og bandaríska einkenn- isbúninga, að því er talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytis- ins segir, og varaði hann við því að Írakar myndu slátra óbreyttum borgurum og kenna innrásarhern- um um. Síðan í seinni heimsstyrjöld hefur bandaríski herinn forðast að berjast í borgum og haldið sig fjarri þétt- býlissvæðum sem auðvelt er að verja en erfitt að hertaka. William Wallace undirhershöfðingi og yfir- maður bandarísku herdeildarinnar í Kúveit sagði við The New York Times fyrir skömmu að menn myndu ekkert vera að flýta sér til borgarinnar. Hann útlistaði hvernig ráðist yrði gegn mikilvægum skotmörkum í Bagdad með flugvélum, þyrlum og atlögum léttra herdeilda inn í borg- ina. „Ég á við að gerðar verði árásir á þá staði sem stjórnvöld þurfa á að halda en að farið verði mjög varlega svo að ekki muni margir Banda- ríkjamenn falla í bardögum hús úr húsi, líkt og var algengt í seinni heimsstyrjöld,“ sagði Wallace. Hert þjálfun í borgarátökum Bandaríski herinn hefur hert þjálfun í borgarátökum og haldið æfingar í tilbúnum borgum. Áætlun Bandaríkjamanna hljóðar upp á að einangra óvinina, króa þá af bakvið „þagnarmúr“ með því að trufla fjar- skipti og koma síðan í veg fyrir að þeir fái liðsauka og stuðning, segja bandarískir herforingjar. En forskot Bandaríkjamanna í hátæknisamskiptabúnaði, leyniþjón- ustu og nákvæmum vopnabúnaði nýtist ekki sem skyldi í borgarum- hverfi, sem er vilhallt þeim sem verjast þar. Árið 1998 króuðust 18 bandarískir hermenn af og voru drepnir í Mogadishu er misheppnuð tilraun var gerð til að handtaka sómalskan stríðsherra. „Hvers vegna ætti nokkur maður að vilja fara til Bagdad og berjast í borginni?“ spyr William Odom, fyrr- verandi herforingi. „Það eina sem þarf að gera er að umkringja stað- inn, skrúfa fyrir rafmagn og vatn og bíða.“ Aðrir telja að langdregið umsátur geti reynst hættulegt. „Ég held að það væri óráðlegt að bíða þarna til eilífðarnóns og láta Saddam einráð- an um hversu marga óbreytta borg- ara hann drepur, eða hversu lengi hann er tilbúinn til að bíða eða hvers konar veðri hann lætur okkur berj- ast í eða hvers konar viðbrögð hann getur fengið frá aröbum.“ Möguleikar Saddams sagðir mestir í Bagdad Washington. AFP. ’ Það eina sem þarfað gera er að um- kringja staðinn, skrúfa fyrir rafmagn og vatn og bíða. ‘ Reuters Íbúi í Bagdad býr sig undir stríð og gerir skotgröf við hús sitt. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), greindi frá því í gær að hann hefði fyrirskipað öllu starfsfólki samtakanna í Írak að yfirgefa landið, bæði vopnaeftirl- ismönnum og þeim sem vinni að neyðaraðstoð. Friðargæsluliðar sem framfylgja vopna- hléssáttmálanum eftir Persaflóastríðið á landa- mærum Íraks og Kúveit hafa líka verið kallaðir á brott. Ótti við að stríð kunni að skella á alveg á næstunni hefur valdið því að flestir sem það geta reyna nú að forða sér út úr Írak. Borg- urum vestrænna ríkja hefur verið ráðlagt að halda sig fjarri Persaflóasvæðinu öllu. Banda- rískir og brezkir borgarar fengu í gær áskorun frá stjórnvöldum landa sinna um að yfirgefa Kúveit, og var hættan á yfirvofandi hryðju- verkaárásum tilgreind sem ástæða. Í kjölfar þess að George W. Bush Bandaríkja- forseti gaf á sunnudagskvöld öryggisráði SÞ sólarhringsfrest til að lýsa stuðningi við hern- aðaríhlutun eða sitja annars hjá, ráðlagði Bandaríkjastjórn vopnaeftirlitsmönnum SÞ að yfirgefa Írak. Yfir 165.000 bandarískir og brezkir hermenn standa nú gráir fyrir járnum í eyðimörkinni í norðurhluta Kúveit, tilbúnir til innrásar í Írak. Um 100.000 til viðbótar eru í vígstöðu um borð í herskipum og annars staðar á svæðinu. Írösk stjórnvöld kröfðust þess í gær að SÞ hættu að draga saman seglin í landinu og sök- uðu samtökin um að svíkja „ábyrgð sína á að viðhalda friði og öryggi í heiminum“. Erindrekar hinna ýmsu landa biðu heldur ekki boðanna að koma sér frá Bagdad í gær. Þjóðverjar, Kínverjar og Svisslendingar voru meðal þeirra. Erindrekar Frakklands og Grikk- lands sögðust ætla að bíða þess hvaða fyr- irmæli vopnaeftirlitsmennirnir fengju. En rússneski sendiherrann í Bagdad, Vladim- ír Titorenko, kvaðst ætla að fara hvergi. Rúss- neska utanríkisráðuneytið ráðlagði hins vegar rússneskum borgurum að yfirgefa landið. Bandaríska utanríkisráðuneytið skipaði öllu öðru starfsliði en því bráðnauðsynlegasta í sendiráðum og ræðisskrifstofum Bandaríkjanna í Kúveit, Sýrlandi, Ísrael, á Vesturbakkanum og Gaza að fara þaðan og bandarískum borg- urum ráðið frá því að dvelja þar eða ferðast þangað. Allt starfsfólk SÞ fari frá Írak Sameinuðu þjóðunum, Dubai, Kúveitborg. AFP, AP. Reuters Kofi Annan greinir fréttamönnum frá boðum sínum til starfsfólks SÞ í Írak í gær. ÞESSI ónafngreinda stúlka í Skotlandi með orðið „friður“ ritað á ennið og friðarmerki á kinninni var meðal um eitt hundrað skólabarna sem komu saman í Edinborg í gær til að mótmæla yfirvofandi herför á hendur Írökum. Stríð mikil mistök VLADIMIR Pútín Rússlands- forseti skar í gær formlega á öll tengsl Rússa við yfirvofandi árás á Írak. Sagði Pútín að her- för „yrði mistök sem myndi hafa hinar alvarlegustu afleið- ingar og leiða til óstöðugleika í heiminum öllum“. Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að Bandaríkjamenn hefðu engan lagalegan grundvöll til að fara út í slíkt stríð. Segir stríðið löglegt LÖGFRÆÐIRÁÐGJAFI bresku ríkisstjórnarinnar, Pet- er Goldsmith lávarður, sagði í yfirlýsingu í gær að stríð gegn Írak ætti sér lagalegan grunn í röð ályktana Sameinuðu þjóð- anna aftur til ársins 1990. Heimiluðu þær „beitingu valds í því tiltekna skyni að koma aft- ur á friði og öryggi í heimin- um“. Í ályktun öryggisráðsins númer 1441, sem samþykkt var í nóvember í fyrra, væri kveðið á um að ráðið fengi tilkynning- ar um óhlýðni Íraka og ræddi hana, en ekki um að frekari ákvarðana væri þörf um heim- ild til vopnabeitingar. Kínverjar vongóðir LI Zhaoxing, utanríkisráð- herra Kína, hvatti í gær utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna og Bretlands til að leysa Íraks- deiluna með friðsamlegum hætti. Lét hann í ljósi þá von, að friðsamleg lausn fyndist. Áttu gereyð- ingarvopn SADDAM Hussein Íraksfor- seti sagði í gær að Írakar hefðu átt gereyðingarvopn í því skyni að verjast Írönum og Ísraelum, en ættu þau ekki lengur, að því er opinber fréttastofa Íraks greindi frá. Hefði þetta komið fram í viðræðum Saddams við sendimann Túnis. Búnir efna- vopnum BANDARÍKJAMENN segj- ast hafa undir höndum upplýs- ingar um að sumum meðlimum sérsveita íraska hersins, er hafa það hlutverk að verja höf- uðborgina Bagdad fyrir innrás- arherjum, hafi verið úthlutað efnavopnum. Sé þetta í fyrsta sinn sem upplýsingar berist um að hermenn fái slík vopn í hend- ur. STUTT Mótmæla stríði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.