Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ frá 27.510 kr. á mánuði í 3 ár Innifalið: Leiga til 36 mánaða, akstur allt að 20.000 km á ári, auka dekkjagangur, umfelgun, smur- og þjónustueftirlit samkvæmt þjónustubók. frá 25.924 kr. á mánuði í 3 ár Innifalið: Leiga til 36 mánaða, akstur allt að 20.000 km á ári, auka dekkjagangur, umfelgun, smur- og þjónustueftirlit samkvæmt þjónustubók. Sævarhöfða 2a · sími 525 9000 · bilheimar@bilheimar.is · www.bilheimar.is Komdu í Bílheima og kynntu þér Opel á rekstrarleigu! F í t o n / S Í A F I 6 4 1 3 Það þarf nú líka að gefa þessum villuráfandi gamlingjum eldnsöggt kikk í hausinn með þeirri Bláu, Davíð minn. Fjallað um feminisma Að vekja og efla umræðuna KvenréttindafélagÍslands er meðmorgunverðar- fund nk. fimmutdag 20.mars klukkan 8.30 á Grand hótel. Fundurinn fjallar um feminisma, hvað í honum felst og hvaða hlutverki hann gegnir í jafnréttisbaráttunni. Yfir- skrift fundarins er Femin- ismi til frambúðar og í henni felst, að sögn Þor- bjargar Ingu Jónsdóttur formanns Kvenréttinda- félags Íslands, að femin- ismi eigi bæði að vera hluti af lífi okkar í dag og í fram- tíðinni. „Þannig er KRFÍ með yfirskrift fundarins að segja að feminismi hafi ekki aðeins verið verkfæri og aflvaki kvenréttinda- baráttu á síðustu áratugum, held- ur sé mikið starf enn óunnið á sviði jafnréttismála og þar komi feminismi til góða eins og áður,“ segir Þorbjörg. – Hver er annars tilgangur fundarins og hverjar verða helstu áherslur hans? „Tilgangur fundarins er að vekja og efla umræðu um femin- isma og jafnréttismál almennt. Kvenréttindafélag Íslands hefur unnið að jafnréttismálum hér á landi síðan 1907 og er það mat þeirra sem starfa innan Kvenrétt- indafélagsins að mikil þörf sé ennþá fyrir félag sem vinnur að réttindamálum kvenna og jafn- réttismálum. Þótt mikið hafi áunnist í jafnréttismálum frá stofnun KRFÍ þá eru konur eng- an veginn komnar með sömu rétt- indi og stöðu og karlar í þjóðfélag- inu. T.d. eru heildartekjur kvenna samkvæmt skattframtölum að- eins 20–30% af tekjum karla, það eru mjög fáar konur í æðstu stöð- um hjá atvinnufyrirtækjum og auk þess eiga konur mun minna af eignum en karlar. Þannig er ekki hægt að segja að jafnrétti sé náð. Þar til það næst er brýn þörf fyrir áframhaldandi jafnréttisumræðu, eða eins og einkunnarorð Kven- réttindafélagsins segja, „…þar til jafnrétti kynjanna næst.“ – Hverjir taka til máls á fund- inum? „Á fundinum verður Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræð- um við HÍ, með framsögu um fem- inisma og Edda Jónsdóttir al- mannatengslafulltrúi frá tikin.is með erindi um hægri feminisma. Þá er gert ráð fyrir umræðum eft- ir framsöguerindi.“ – Er meðbyr með feministum þessi misserin? „Það er meðbyr með feminist- um þessi misseri, a.m.k. meðal þeirra aðila sem hafa látið sig jafnréttismál skipta. Það er auk- inn áhugi, sérstaklega meðal kvenna á að vinna að jafnréttis- málum og veitir ekki af vegna þeirra vandamála sem er enn við að eiga á þessu sviði. Þennan aukna áhuga má m.a. sjá í stofnun nýrra félaga og umræðuvettvanga um feminísk sjónar- mið, s.s. Bríeturnar, tikin.is, tölvupóstlista um feminisma og Fem- inistafélagið. Aftur á móti teljum við hjá KRFÍ að meiri áhuga vanti hjá stjórnvöldum og al- menningi til að fjalla um jafnrétt- ismál og einnig skilning á því að jafnréttisbaráttunni er alls ekki lokið. Við höfum oft fengið spurn- inguna til hvers er Kvenréttinda- félagið ennþá til? Það er auðvitað vegna þess að jafnréttið er ekki enn orðið og mikið verk óunnið, þó svo stórum áföngum hafi verið náð í þá átt á síðustu árum, t.d. með nýjum fæðingarorlofsdögum og hlutfalli kvenna á Alþingi við síðustu þingkosningar.“ – Hvað er dæmigerður femin- isti? „Ég tel að hinn dæmigerði fem- inisti sé einstaklingur sem hefur skilning á því að réttlæti felst í jöfnum rétti og tækifærum fyrir bæði kynin og að það sé í þágu samfélagsins alls að konur hafi jafna möguleika á við karla. Því það er aðeins með að fullnýta þeirra hæfileika og getu sem við getum náð því fyrirmyndarþjóð- félagi sem við viljum auðvitað öll búa í.“ – Hver verða helstu baráttu- tæki feminista í náinni framtíð? „Það er aldrei gott að gefa upp hernaðaráætlunina alla fyrirfram, en það sem við stefnum að er við- horfsbreyting bæði meðal stjórn- valda og almennings. Þannig hljóta helstu baráttutækin að vera opinber umræða, hvort sem er í fjölmiðlum eða með ráðstefnum og fundum. Til að koma á raun- verulegu jafnrétti þurfa allir að viðurkenna að það sé nokkuð sem við höfum ekki náð ennþá og að taka höndum saman og ákveða virkar aðgerðir til að komast að þessu markmiði.“ – Svona í lokin, segðu okkur eitthvað sögulegt um KRFÍ. „Kvenréttindafélag Íslands var stofnað 27. janúar 1907 og átti þar af leiðandi 95 ára afmæli á síðasta ári. Kvenréttindafélagið er vett- vangur fyrir jafnréttisumræðu og hefur það að markmiði að jafna stöðu karla og kvenna, bæði lagalega og að ná fram raunverulegu jafnrétti. Félagsmenn í KRFÍ eru alls um 700 en auk þess eru fjöl- mörg félög með aðild að KRFÍ. KRFÍ lýtur 13 manna stjórn. Þar af eru 8 kosnir á aðal- fundi sem haldinn er ár hvert, til tveggja ára í senn, en fimm eru til- nefndir af þeim flokkum sem sæti eiga á Alþingi hverju sinni. Þann- ig er tryggt að starfið sé þverpóli- tískt og unnið í þágu jafnréttis án tillits til stjórnmálaskoðana.“ Þorbjörg Inga Jónsdóttir  Þorbjörg Inga Jónsdóttir er formaður Kvenréttindafélags Ís- lands frá mars 2001 og í stjórn frá 1999. Hún er hæstaréttar- lögmaður og rekur lögmanns- stofuna Lagaþing. Í forsvari fyr- ir Kvennaráðgjöfina undanfarin 5 ár sem er ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur. Sam- býlismaður er Ólafur Kristinsson og eiga þau tvö börn, Kristínu Arndísi 5 ára og Jón Kristin sem er 8 mánaða. Aldrei gott að gefa upp hernaðar- áætlunina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.