Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞRJÁR tvítugar stúlkur hafa í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdar til greiðslu 30 þúsund króna sektar vegna fíkniefnabrots. Stúlk- urnar þrjár voru ákærðar fyrir að hafa 1,71 gramm af tóbaksblönduðu hassi í bifreið sem þær voru í og var stöðvuð á Ólafsfjarðarvegi í desem- ber á liðnu ári. Einnig voru þær ákærðar fyrir að hafa skömmu áður í sameiningu neytt hassefna í bifreið- inni. Tveir karlmenn hafa einnig verið dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra til greiðslu 37 þúsund króna sektar vegna fíkniefnabrots, þeir eru á þrítugsaldri. Einn karlmaður til, um þrítugt, var og dæmdur til að greiða 30 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa fíkniefni undir höndum. Karlarnir þrír voru handteknir í bíl á Akureyri síðastliðið sumar og hafði einn þeirra í fórum sínum 0,1 gramm af amfetamíni en hann hafði keypt 0,5 grömm af efninu í miðbæ Akur- eyrar. Annar hafði keypt 1 gramm af amfetamíni og var með 0,13 grömm af því á sér en sá þriðji var með 1,72 grömm af hassi í sínum fórum þegar hann var handtekinn. Efnið var gert upptækt. Um 200 þúsund í sektir BJÖRN Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju, sagði að gjaldþrot Íslandsfugls í Dalvíkurbyggð væri mikið áfall en lang flestir 45 starfsmenn fyrirtæk- isins eru félagsmenn í Einingu-Iðju. „Þar fyrir utan hefur atvinnuástand á Dalvík ekki verið verra í mörg ár en þar eru rúmlega 30 manns á at- vinnuleysisskrá í dag.“ Björn sagði að atvinnuástandið á Dalvík hefði allajafna verið gott og frekar vöntun á fólki en hitt. Hann sagði að ef þetta yrði niðurstaðan með Íslandsfugl og fyrirtækið ekki reist við aftur, gæti atvinnulausum í bæjarfélaginu fjölgað upp í 60–70 manns. „Það er þá fjöldi á atvinnuleys- isskránni sem menn hafa ekki séð áður í sveitarfélaginu, nema þá í stoppi vegna verkfalla sjómanna. Þetta er því mikið áfall, því þarna eru tæplega 10% félagsmanna okk- ar á Dalvík að missa vinnuna.“ Einnig hafa nokkrir Akureyringar verið í vinnu hjá Íslandsfugli. Björn sagði að starfsfólk hefði verið í vinnu í gær mánudag og í dag þriðjudag, við að bjarga verðmæt- um – en með framhaldið væri mikil óvissa. Atvinnuástandið í Eyjafirði slæmt Björn sagði að atvinnuástandið í Eyjafirði væri almennt mjög slæmt og aðeins Grenivík stæði upp úr en þar væri frekar vöntun á fólki. Um síðustu mánaðamót voru rúmlega 350 manns á atvinnuleysisskrá á Akureyri og hafði fjölgað um 17 frá mánuðinum á undan og um rúmlega 50 frá sama tíma í fyrra. Í Dalvík- urbyggð og Ólafsfirði voru rúmlega 30 manns á atvinnuleysisskrá um síðustu mánaðamót og hafði fjölgað á skránni á báðum stöðum frá mán- uðinum á undan. Hins vegar eru mun færri á skrá í Ólafsfirði nú en á sama tíma í fyrra og munar þar rúmlega 20 manns. Gjaldþrot Íslandsfugls í Dalvíkurbyggð mikið áfall Atvinnuástandið hefur ekki verið verra í mörg ár NOKKUR erill var um helgina hjá lögreglunni á Akureyri sem einkum tengdist dýrkun Bakk- usar. Skráðar eru átta kærur fyrir ölvun á almannafæri, þrjár líkamsárásir og fimm ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Tilkynnt var um átta eigna- spjöll og tvö minniháttar fíkni- efnamál komu til kasta lögregl- unnar. Sjö umferðaróhöpp urðu um helgina og í tveimur þeirra urður minniháttar meiðsl. Fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Erill hjá lögreglu UM ÁTTATÍU manns á öllum aldri komu saman á Ráðhústorgi á Akur- eyri á sunnudagskvöld og mótmæltu yfirvofandi árás Bandaríkjanna á Írak. Aðgerðin var þáttur í alþjóðlegum mótmælum sem fram fóru í um 130 löndum klukkan 19 að staðartíma. Mótmælin voru þögul en kveikt var á friðar- kertum til að sýna samstöðu gegn yf- irvofandi stríði. Mótmæltu stríði ÞRÍR urðu efstir og jafnir í ung- lingaflokki á Akureyrarmóti yngri flokka í skák, en það fór fram um helgina. Þetta voru þeir Ágúst Bragason, Davíð Arnarson og Jón Birkir Jónsson, allir með 7 vinninga af 8 mögulegum. Þeir munu tefla aukakeppni um titilinn. Ólafur Ólafsson varð efstur í drengjaflokki, hlaut 5 vinninga af 8. Auðunn Skúta Snæbjarnarson varð annar með 4 vinninga og Eyþór Gylfason fékk 3 vinninga. Alexander Arnar Þórisson varð efstur í barna- flokki, fékk 10 vinninga af 10 mögu- legum, þá komu Mikael Jóhann Karlsson með 8 vinninga og Steinar Marínó Hilmarsson með 7,5 vinn- inga. Í telpnaflokki varð Tinna Skúladóttir í fyrsta sæti með 5 vinn- inga af 10 og þá Bergdís Bjarnadótt- ir. Akureyrarmót yngri flokka í skák Þrír efstir og jafnir í ung- lingaflokki ♦ ♦ ♦ SKRIFAÐ hefur verið undir fram- haldssamning vegna verkefnis sem snýst um að þróa rafræna lyfseðla, en það voru þeir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Tómas Her- mannsson framkvæmdastjóri Doc- .is sem skrifuðu undir. Verkefnið hófst árið 2001, en meginmarkmið þess er að kanna hagkvæmni raf- rænna lyfseðla, öryggi þeirra og öryggisþætti hugbúnaðarins, veita læknum og lyfjafræðingum fagupp- ýsingar um lyf og lyfjamál um leið og þeir aðstoða sjúklinga og að gera heilbrigðisstarfsmenn meðvit- aðri um lyfjakostnað og stuðla þannig að því að hagkvæmustu leiða verði leitað í lyfjameðferð sjúklinga. Þátttakendur í verkefn- inu eru Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri, Heilsugæslan á Akureyri, Lyfja, Lyf og heilsa, Doc, verkefn- isstjórn íslenska heilbrigðisnetsins og Eyþing. Niðurstöður tilraunaverkefnis sem unnið var á Húsavík þóttu gefa tilefni til áframhaldandi tilrauna og skoðunar á kostum og hagkvæmni rafrænna lyfseðla og því verður haldið áfram með þetta verkefni, en stefnt er að því að því verði end- anlega lokið 30. júní á komandi sumri. Gert er ráð fyrir að kostnaður við verkefnið nemi 5 milljónum króna. Hagkvæmni rafrænna lyfseðla skoðuð Morgunblaðið/Kristján Skrifað undir framhaldssamning um rafræna lyfseðla, f.v. Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra, Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Ey- þings, og Tómas Hermannsson, framkvæmdastjóri Doc hf. SAMNINGUR um rekstur og uppbyggingu Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands á Akureyri var undirritaður í flugstöðinni í gærmorgun af þeim Tómasi Inga Olrich menntamálaráðherra og Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra. Samn- ingurinn gildir til ársins 2008 en tilgangur hans er að styðja við uppbyggingu mannvirkja á vegum miðstöðvarinnar í í því skyni að efla iðkun vetraríþrótta fyrir almenning og íþrótta- fólk. Framkvæmdafé á samningstímanum er um 360 milljónir króna, þar af er framlag rík- issjóðs 180 milljónir króna. Meðal verkefna sem ráðist verður í á næstu árum er uppsetn- ing nýrrar lyftu í Strýtu, ný togbraut verður sett upp í Hjallabraut og eins verður nýrri barnalyftu komið upp. Flóðlýsing verður aukin, aðbúnaður fyrir vetraríþróttir fatlaðra bættur, sem og aðstaða fyrir brettafólk og vél- sleðamenn. Loks verður aðstaða til vetr- aríþrótta í Kjarnaskógi bætt og tækjakostur í Skautahöllinni aukinn. Samningur um rekstur Vetraríþrótta- miðstöðvar Íslands var einnig endurnýjaður við þetta tækifæri, en menntamálaráðuneyti og Akureyrarbær standa sameiginlega að rekstri miðstöðvarinnar. Loks var undirrituð viljayfirlýsing þess efnis að á samningstímanum verði unnið að stofnun vetraríþróttabrautar við Verkmenntaskólann á Akureyri, sem tilraun til þriggja ára. og er stefnt að því að starfsemi hennar hefjist næsta haust. Uppbygging sem nýtist landinu öllu Menntamálaráðherra sagði fjölda ferða- manna leggja leið sína í höfuðstað Norðurlands yfir vetrartímann til að stunda skíði í Hlíð- arfjalli og njóta þeirrar menningar sem bærinn hefði upp á að bjóða. Uppbygging undanfar- inna ára hefði því ekki einungis nýst heima- mönnum og nágrannabyggðarlögum heldur landinu öllu. Uppbygging vetraríþrótta- miðstöðvarinnar á Akureyri yrði því raunveru- legur valkostur fyrir unnendur vetraríþrótta í samanburði við alþjóðlega skíðastaði. Menntamálaráðherra sagði það einnig ánægjulegt að skrifa undir viljayfirlýsingu um að stefna að stofnun vetraríþróttabrautar við VMA. „Ég er þess fullviss að þörf er fyrir slíka námsbraut og tíminn mun leiða í ljós að hér hefur verið stigið stórt skref í þjálfun ungra afreksmanna í vetraríþróttum sem mun skila okkur lengra á alþjóðavettvangi.“ Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri kvaðst þess fullviss að samningurinn um Vetr- aríþróttamiðstöðina, rekstur hennar og upp- byggingu myndi skila Akureyri fram á veginn. Miðstöðin þjónaði fleirum en Akureyringum og Eyfirðingum og með aukinni uppbyggingu yrði hún ferðamannaparadís sem þjónaði landinu öllu. Samningur um rekstur og uppbyggingu Vetraríþróttamiðstöðvar Nýjar skíðalyftur og betri aðstaða til vetraríþrótta Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjöldi fólks var á skíðum í Hlíðarfjalli um helgina í fallegu veðri og góðu skíðafæri. Eins og sést á myndinni er ekki mikill snjór í fjallinu en aðstæður engu að síður alveg ágætar. Morgunblaðið/Kristján Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri undirrita samninginn í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.