Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 45 HILMAR Þórlindsson, handknatt- leiksmaður hjá Cangas á Spáni – fyrrverandi leikmaður hjá Gróttu/ KR og Stjörnunni, verður ekki lán- aður til liðs í annarri deildinni eins og til stóð. Hilmar er kominn til Cangas á ný og sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann ætlaði að vera áfram hjá félaginu og reyna að ná sér góðum af meiðsl- unum sem hafa þjakað hann und- anfarnar vikur. „Það er auðvitað ljóst að ef ég get ekki spilað hér í Cangas vegna meiðsla þá get ég ekkert frekar spilað með hinu liðinu. Ég verð því hérna áfram og reyni að ná mér góðum af þessum meiðslum sem eru að verða ansi þreytandi,“ sagði Hilmar. Hann lék fjóra leiki í haust með liðinu en hefur ekkert getað leikið síðan þá utan tíu mínútur á móti Ademar Leon í lok febrúar. „Sjúkraþjálfarinn sagði að ég væri tilbúinn í þann leik en bæði ég og þjáflarinn vorum ósammála honum. En hann vildi endilega að ég próf- aði og það var auðvitað tómt rugl og gekk ekkert upp, ég lék í ein- hverjar tíu mínútur,“ sagði Hilmar, sem stefnir að því að ná síðustu sex leikjum liðins í vor en síðasta um- ferðin er 24. maí.  MASSIMO Moratti, forseti Inter í Mílanó, sagði í gær að það væri ekki rétt að Inter væri tilbúið að kaupa David Beckham frá Manchester United. Heldur væri sá orðrómður að hann hafi hitt Victoria, eiginkonu Beckham, til að ræða við hana um komu þeirra hjóna til Ítalíu, rangur.  NORSKA knattspyrnuliðið Lyn, sem Teitur Þórðarson þjálfar og Helgi Sigurðsson og Jóhann B. Guð- mundsson leika með, hefur ákveðið að leika heimaleiki sína á hinum fræga Bislett-leikvangi í stað Ulle- vaal þar sem liðið hefur leikið heima- leiki sína undanfarin 70 ár en Ulle- vaal er þjóðarleikvangur Norð- manna og landsliðið leikur þar sína leiki. Há vallarleiga er ástæða þess að Lyn hefur ákveðið að yfirgefa Ullevaal.  ÓLAFUR Stefánsson er í 15. sæti á listanum yfir markahæstu leik- menn í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik. Ólafur hefur skorað 126 mörk fyrir Magdeburg og marka- hæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni en næstur á eftir honum er Frakkinn Joel Abati með 118 mörk. Danski landsliðsmaðurinn Lars Christian- sen, Flensburg, er markahæstur í deildinni með 212 mörk, Kórerumað- urinn Kyung-Shin Yoon hjá Gumm- ersbach er annar með 187 mörk og Jan Filip, Nordhorn, þriðji með 176.  EINAR Karl Hjartarson, Íslands- meistari í hástökki, hafnaði í 17. sæti í hástökki á bandaríska háskóla- meistaramótinu í frjálsíþróttum inn- anhúss sem fram fór í Fayetteville í Arkansas um helgina. Einar stökk 2,09 m og var nokkuð frá sínu besta, en Íslandsmet hans í hástökki innan- húss er 2,28.  CHRIS Iwelumo leikur að öllum líkindum ekki meira með Stoke á leiktíðinni. Þessi 24 ára gamli fram- herji meiddist á hné í leiknum við Sheffield United um helgina auk þess sem hann á við meiðsl að stríða í mjöðm.  THOMAS Sørensen, landsliðs- markvörður Dana í knattspyrnu, er á meðal þeirra leikmanna sem settir verða á sölulista í vor falli Sunder- land úr ensku úrvalsdeildinni eins og flest bendir til. Félagið ætlar að selja nokkra leikmenn til að skera niður kostnað en það verður af miklum tekjum við fall úr úrvalsdeildinni, einkum vegna minni tekna af sölu sjónvarpsréttar frá kappleikjum.  AÐRIR leikmenn Sunderland sem reynt verður að selja eru m.a. Kevin Phillips, Claudio Reyna og Emerson Thome.  PATRICK Vieira verður klár í slaginn með Arsenal gegn Valencia í Meistaradeildinni annað kvöld, en hans var sárt saknað er Arsenal lék við Blackburn á laugardaginn. FÓLK FIMLEIKAFÓLK úr Gerplu hafði mikla yfirburði á Ís- landsmótinu í þrepum íslenska fimleikastigans sem fram fór um helgina. Keppt var í átta mismunandi þrepum og sigr- uðu keppendur frá Gerplu í öllum flokkum og það sem meira var af þeim 22 sem kom- ust á verðlaunapall voru 18 verðlaunahafar úr Gerplu. Á mótinu fengu aðeins þeir að keppa sem staðið höfðu sig best á fyrri mótum vetrarins, þannig að aðeins þeir kepptu sem hafa staðið sig best í skylduæfingum í vetur. Mikill áhugi var á mótinu og segjast forsvarsmenn fimleika ekki muna eftir því að áhorf- endur hafi þurft frá að hverfa, en fullt var út úr dyrum í íþróttahúsi Bjarkar. Nágrannarnir í Reykjanesbæ,Keflavík og Njarðvík, hafa fjór- um sinnum mæst í deildinni í vetur og er staðan úr þeim leikjum þannig að Keflavík hefur sigrað í þremur og Njarðvík einum og hefur Keflavík gert 59 stigum meira en Njarðvík. „Keflavík byrjaði leiktímabilið mjög vel og var þá með jafnsterkt lið og ÍS og KR í fyrra. Þær voru full- mannaðar á meðan mörg önnur lið voru með meidda leikmenn og án er- lends leikmanns. Þær unnu stóra sigra en ég held það hafi ekki gert þeim neitt gott því á sama tíma og þær stóðu nokkuð í stað bættu önnur lið við sig þegar menn náðu sér af meiðslum. Keflavík er með mjög öflugan og stóran hóp. Sonja Ortega er mikill liðsmaður og spilar vel sem slíkur en það sem vantar hjá Keflavík er ein- hver sem liðið getur leitað til þegar taka þarf af skarið eins og undir lok jafns leiks. Þær brenndu sig til dæm- is á þessu í bikarúrslitaleiknum á móti okkur og það gæti komið þeim í koll í úrslitakeppninni – þó varla á móti Njarðvík í undanúrslitunum. Ég held að Keflavík vinni Njarðvík 2:0 og það meira að segja nokkuð auðveldlega. Þó er rétt að geta góðr- ar frammistöðu Njarðvíkurstúlkna í síðasta leik liðanna sem endaði 81:71. Þrátt fyrir hátt skor tókst Njarðvík að hanga í Keflavík lengi vel, en ég held að í þessum leikjum muni Kefla- víkurstúlkur pressa Njarðvikinga stíft og það stenst Njarðvík ekki,“ segir Ívar um nágrannaslaginn á Suðurnesjum. KR loks að ná fullum styrk KR og Grindavík hafa einnig mæst fjórum sinnum í deildinni og þar er staðan jöfn, 2:2, en KR gerði tveimur stigum meira í viðureignunum. „Þessi viðureign verður jafnari en hin en ég held samt að KR vinni 2:0 líkt og Keflavík. Þetta fer þó mjög mikið eftir því hvað erlendi leikmað- ur Grindvíkinga, Yvonne D. Shelton gerir. Allur leikur Grindvíkinga fer í gegnum hana, sama hvort það er vörnin, sóknin, sendingar eða hvað það nú er. Það er bæði styrkur Grind- víkinga og veikleiki,“ segir Ívar. „KR er sterkasta varnarliðið í deildinni og ég held að þeim takist að stöðva Shelton og Grindavíkurstúlk- urnar. Shelton nær ekki að sækja eins mikið inn í teiginn og hún vill því þar eru Hanna Kjartansdóttir og Jessica Stomski og þær eru báðar mjög góðar í vörn. Það má segja að KR sé loksins núna að ná fullum styrk þótt enn vanti dálítið upp á það hjá Grétu [M. Grétarsdóttur], en hún hefur verið meidd og það hefur sett svip sinn á hana. Hana vantar ennþá fullan styrk og það getur verið slæmt fyrir KR. Það sem KR vantar helst er einhver sem ógnar með skotum fyrir utan og þar er Gréta sterk sé hún í formi er hún leikmaður sem KR þarf nauð- synlega að hafa. Hanna hefur leikið mjög vel að undanförnu og einnig Stomski sem er öflugur leikmaður. Þá hefur Hildur [Sigurðardóttir] leikið frábærlega eftir að Stomski kom til liðsins og virðist finna sig best þegar einhver stór og sterk er inn í teignum. Ég held að KR-stúlkur hafi það 2:0 en það verður erfiðara fyrir þær en Keflavík á móti Njarðvík,“ sagði Ív- ar. Hilmar áfram hjá Cangas Miklir yfirburðir hjá Gerplu Morgunblaðið/Sverrir Kristín Blöndal, fyrirliði Keflavíkurliðsins, í leik gegn ÍS á dögunum. KR og Keflavík mætast í úrslitum „ÉG held það verði KR og Keflavík sem mætast í úrslitum. Bæði lið- in vinna væntanlega 2:0 í undanúrslitunum, Keflvíkingar þó á auð- veldari hátt en KR,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari kvennaliðs ÍS, um úrslitakeppni kvenna í körfuknattleik sem hefst í kvöld með leik KR og Grindavíkur. Keflavík og Njarðvík mætast síðan annað kvöld. Ívar Ásgrímsson, þjálfari ÍS, spáir í úrslitakeppni kvenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.