Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 55
VEÐUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 55                                                             ! "#$ %  #" & #'  !  ) * ) ) "# (   !    ( (  "#  (     "$%&&' "()'$ *+, " +% -%.,( %# ( ( ( (      (  (  (  ( ( !   ) ) ) ) ) * ) * ) ) ) ) ) ) )       +," " ##  " --.#"  !" #'" /"   #0   / 1 (& 1##--.#"  !" #')  .#"!"   (       &'/011(*,!   "#$ %     & "    '    ( &   & ")      "    * (    )  +  $,       %)'*+, 2(,3 23""--.#" , !& #'( 45 +#% 45 +#% 45 +#% +6/!7(/ 89%.,7(/ /%+6 , # /!%23! .:6+. ;%%/ ;  %< =" )> 8+,+. ? %&..)  4 4 5!6 60 /(6( 6.  16.  6.  6.  6.  6.  6.  6.  6.  16.  9//)"% @+ ./ %2  ,9A 9.*9. (  +* ./ @29 8+(. (. ,7+  * 6.  6.  5!6 16.   6.  16.  6.  16.   # 6.  5!6 :,   8B+9. :9B " +.+6! C..&+, :9.+ @D ;+A 5)B,9 .*9   4 6.  16.  6/  16.  16.  6/  6.  16.  6! ## 6.  6.  6.  %*,%, 7 #'## #)/ * %/'"!" "##")#  5 #!   # #'( 8   .( > %*,% ## #!" "##") #6## #  #'#( +$ 3/(        :#7/%*,%  ")/  %!"0' '/ "##"( + "( > %*,%9,%,*,%  "!"60   3''1) #6. 6!"5  #!   # #'(+  "( -- $.            BRETAR geta verið bestu skinn. Ekki er gott að segja hvort það er sprottið af svíðandi samviskubiti yf- ir gömlum syndum, eins og t.a.m. yf- irgangi gamla heimsveldisins, en þeir eru að minnsta kosti duglegir að gefa þegar þeir taka sig til. Löngum hefur góðgerðarstarf verið eins konar hobbí hjá þeim – aðallega yfirstéttarfólkinu þá – og svo er tjallinn almennt öflugur þegar efnt er til styrktarátaks, landssöfnunar. Á föstudag var staðið fyrir lands- söfnun sem hefur verið árlegur við- burður þar í landi í á annan áratug. Samtökin Comic Relief standa fyrir söfnuninni og er dagurinn ýmist kenndur við þau eða höfuðeinkenni dagsins, rauða trúðsnefið. Það voru nokkrir af dáðustu grínistum lands- ins – Lenny Henry, Noel Edmonds, Griff Rhys Jones og Jonathan Ross m.a. – sem settu samtökin saman 1985 og hafa verið driffjaðrirnar, einkum þó Henry, í þessu söfnunar- átaki sem vaxið hefur fiskur um hrygg frá ári til árs. Á þessum 18 ár- um hafa safnast yfir 220 milljónir punda eða 27 milljarðar króna sem runnið hafa til ýmissa góðgerð- armála, einkum meðal fátækustu þjóða Afríku en þó einnig heima fyr- ir. Ætíð hefur verið haft að leið- arljósi að ekki sé um ölmusu að ræða heldur fyrst og fremst verið að hjálpa bágstöddum til að hjálpa sér sjálfir. Efnt hefur verið til rauðnefja- dagsins árlega síðan 1988 og hefur hápunktur þess dags ætíð verið myndarleg skemmtidagskrá á sjón- varpsstöðvum BBC allt kvöldið þar sem þátt hafa tekið margir af helstu skemmtikröftum Bretlands; leik- arar, grínistar, tónlistarmenn, fjöl- miðlamenn, stjórnmálamenn, íþróttamenn o.fl. Yfir 2.000 manns hafa gefið vinnu sína í þágu söfn- unarinnar á rauðnefjadeginum og staðið fyrir eftirminnilegum skemmtiatriðum, allt í þágu mál- staðarins. Skemmtidagskráin á föstudaginn, sem BBC Prime sýndi frá að vanda, var hreint bráðskemmtileg, fjöl- breytt og smellin. Þar sýndi líka list- ir sínar rjóminn úr bresku skemmt- analífi, einkum þó grínistarnir, sem fóru á algjörum kostum, inn á milli þess sem dregnar voru upp átakan- legar myndir af eymdinni í Afríku og í Bretlandi, en að þessu sinni var höfuðáhersla lögð á að vekja fólk til umhugsunar um heimilisofbeldi og safna fyrir athvörfum fyrir fórnar- lömb þess. Rowan Atkinson og Lenny Henry tóku Martin Bashir og Michael Jackson í bakaríið og end- uðu saman í bólinu. Framlag Johns Cleese var meðvituð leiðindi, að hans sögn til að dreifa huga áhorf- enda og fá þá til að hringja í styrkt- arlínuna og leggja sitt af mörkum – karlinn þagði á skjánum í nokkrar mínútur með sinn fræga Fawlty- fýlusvip og húðskammaði svo áhorf- endur fyrir að vera of nískir. Hvert grátbroslega atriðið rak annað og Bretinn gaf og gaf. Þegar upp var staðið og útsendingu lauk, þegar vel var liðið á aðfaranótt laugardags, höfðu safnast meira en 35 milljónir punda, eða góðir 4 milljarðar króna, meira en nokkru sinni hefur safnast á einum rauðnefjadegi. Hér heima er nokkuð reglulega staðið fyrir landssöfnun, oftast með afar góðum árangri. Eftirminnileg- ast er þegar ljósvakamiðlarnir hafa með einum eða öðrum hætti tekið þátt í átakinu, eins og þegar Lions- hreyfingin seldi rauðu fjöðrina og Cosa Nostra söng samnefnt lag í skemmtiþætti í sjónvarpssal. Þá man maður eftir nokkrum skemmti- legum útsendingum á Rás 2 þar sem lög gengu kaupum og sölum og fyr- irtækin kepptust um að halda óþol- andi lögum sem lengst í spilun. Það væri nú ekki svo vitlaust ef við fær- um að ráði nágranna okkar og efnd- um árlega til söfnunarátaks, héldum okkar rauðnefjadag með tilheyr- andi skemmtan og sýndum og sönn- uðum að okkur þykir líka gaman að gefa. Það er gaman að gefa LJÓSVAKINN … AP Breskir herliðar staðsettir í Kúveit gáfu sér meira að segja tíma til að bregða upp rauða nefinu á föstudag í tilefni dagsins. Skarphéðinn Guðmundsson Í KVÖLD byrjar ný syrpa matgæðingaþátt- arins Heima er best í Ríkissjónvarpinu. Að þessu sinni eru þættirn- ir sjö en í þeim heim- sækja matreiðslumeist- ararnir Jón Arnar og Rúnar þekkta Íslend- inga og skarka með þeim í pönnum og pott- um. Í þessum fyrsta þætti er gestgjafinn tenórinn Jóhann Frið- geir Valdimarsson og kona hans Íris Björk Viðarsdóttir og viðfang- ið ítalskur matur. Eftir viku verða svo hjónin Ásgerður Júníusdóttir söngkona og rithöfundurinn Sjón heimsótt. Þau fara hins vegar með þá Jón og Arnar til Marokkó í sinni matseld. Framleiðandi þátt- anna er Saga film. Matgæðingaþátturinn Heima er best í Ríkissjónvarpinu Heima er best er á dagskrá Ríkissjónvarpsins kl. 21.25. Að hætti hússins ÚTVARP/SJÓNVARP Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r Nýjar vörur Hallveigarstíg 1 588 4848 Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. w w w .t e xt il. is www.nowfoods.com fyrirtaeki.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.