Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 11
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina 3. apríl í
eina eða 2 vikur til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til
Kanarí og þú getur valið um 1 eða 2
vikur í sólinni. Það er um 28 stiga
hiti á Kanarí í marsmánuði, og hér
er auðvelt að njóta lífsins við frá-
bærar aðstæður. Þú bókar ferðina
núna og tryggir þér síðustu sætin og
4 dögum fyrir brottför, hringjum við
í þig og látum þig vita hvar þú
gistir, og á meðan á dvölinni
stendur nýtur þú þjónustu reyndra
fararstjóra okkar allan tímann.
Stökktu til
Kanarí
3. apríl
frá kr. 29.963
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 29.963
Verð fyrir manninn, m.v. hjón m. 2 börn
2-11 ára. Flug, gisting og skattar.
3. apríl, 7 nætur. Ferðir til og frá flug-
velli kr. 1.800. Alm. verð kr. 31.461
Verð kr. 42.950
Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting og
skattar. 3. apríl, 7 nætur. Ferðir til og frá
flugvelli, kr. 1.800. Alm. verð kr. 45.097.
Síðustu sætin
Munið Mastercard
ferðaávísunina
BYLGJA Magnúsdóttir brá á leik á hafnarbakkanum í
Neskaupstað með boxerhundi sínum, Kollu, er þau voru
mætt til að taka á móti manni Bylgju, Ólafi Friðriki
Baldurssyni, skipverja á Beiti NK, þegar skipið lagðist
að bryggju að lokinni síðustu veiðiferð loðnuvertíðar-
innar. Eftirvænting var í svip beggja eftir því að hús-
bóndinn kæmi í land en Kolla vildi ekki með nokkru
móti skila prikinu sem Bylgja hafði kastað til hennar.
Morgunblaðið/RAX
Tekið á móti húsbóndanum
LYF & heilsa hf. og Kaupás hf.
hafa gert samstarfssamning sem
felur í sér að Lyf & heilsa mun
opna lyfjaverslanir í verslunar-
kjörnum þar sem Kaupás rekur
dagvöruverslanir. Í tilkynningu
segir að samstarf þetta sé hugsað
til þæginda fyrir neytendur og
muni auka aðgengi viðskiptavina að
verslunum fyrirtækjanna.
Fram kemur í tilkynningunni að
Lyf & heilsa og Kaupás hafi átt
gott samstarf undanfarin ár og rek-
ið verslanir í nálægð við hvort ann-
að með góðum árangri. Samstarfs-
samningurinn sé staðfesting á því
nána samstarfi og samvinnu sem
hafi verið til hagsbóta fyrir fyrir-
tækin tvö og almenning.
Lyfjaverslanir Lyfja & heilsu eru
nú reknar í nálægð við verslanir
Nóatúns á Selfossi og í Austurveri
Reykjavík. Samkvæmt samstarfs-
samningnum mun Lyf & heilsa
opna lyfjaverslanir við Nóatúns-
verslunina í JL-húsinu, Hringbraut
121 í Reykjavík, og við Krónu-
verslunina í Vestmannaeyjum. Seg-
ir í tilkynningunni að undirbúning-
ur sé langt kominn og þess sé ekki
langt að bíða að lyfjaverslanir verði
opnaðar þar. Að auki séu tvö önnur
verkefni í skoðun sem fljótlega
verði tilkynnt um.
Karl Wernersson, framkvæmdastjóri Lyfja & heilsu, og Ingimar Jónsson,
framkvæmdastjóri Kaupáss, handsala samninginn.
Aukið samstarf Lyfja
& heilsu og Kaupáss
ÓLÖF Garðarsdóttir, sagnfræðing-
ur og deildarstjóri á mannfjöldasviði
Hagstofu Íslands, telur reykingar
ásamt öðrum þáttum hafa áhrif á að
íslenskar konur verða ekki lengur
elstar í heiminum. Samkvæmt upp-
lýsingum Hagstofunnar eru íslensk-
ar konur nú í níunda sæti um með-
alævilengd, en þær skipuðu lengi vel
efsta sæti listans.
„Ég hef ekki skýringar á reiðum
höndum og það þyrfti ýtarlegar
rannsóknir til þess. Reykingar
kvenna spila þó þarna örugglega
eitthvert hlutverk,“ sagði Ólöf.
„Ef við lítum á upplýsingar frá Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunum þá sést
að það eru einmitt konur á Norður-
löndum sem reykja töluvert meira
heldur en konur annars staðar í
heiminum. Svíþjóð og Ísland eru
einu löndin í heiminum þar sem kon-
ur reykja meira en karlar.“
Voru elstar
í heiminum
Ólöf sagði konur í aldurshópnum
35–65 ára helst reykja. Hún sagði að
reykingar á Íslandi hefðu verið í há-
marki í kringum 1970 en eftir það
hefði dregið úr þeim. „Konur sem
voru á miðjum aldri þá eru að deyja
um þessar mundir og það gæti þar af
leiðandi spilað þarna inn í að ein-
hverju leyti.“
Ólöf sagði konur alls staðar á
Norðurlöndum vera að dragast aftur
úr varðandi meðalævilengd. „Fyrir
svona 20–25 árum höfðu konur á
Norðurlöndum, einkum Íslandi, Sví-
þjóð og Noregi, þá stöðu að vera elst-
ar í heiminum,“ sagði Ólöf. Hún
sagði að dregið hefði úr þeirri þróun
og að konur hættu að bæta jafn
miklu við sig í lífaldri og þær hefðu
áður gert.
„Karlar héldu hins vegar áfram að
bæta við sig árum með mjög hröðum
hætti.“ Ólöf sagði aðrar þjóðir, eins
og Japana, hreinlega hafa farið fram
úr Íslendingum varðandi meðalævi-
lengd kvenna.
Ólöf telur ýmiss konar forvarnar-
starf skila sér í hærri lífaldri karla.
„Dánartíðni hjá körlum sem deyja úr
kransæðasjúkdómum hefur lækkað.
Það hefur farið fram býsna mikið
forvarnarstarf á Íslandi til að koma í
veg fyrir þessu bráðu hjartaáföll og
kransæðasjúkdóma meðal karla á
miðjum aldri. Maður sér mest aukn-
ar lífslíkur hjá aldurshópnum 40–60
ára ásamt því að yngri menn deyja í
minni mæli úr slysum,“ sagði Ólöf.
Reykingar meðal
áhrifaþátta á
lífslíkur kvenna
MÁLI ríkislögreglustjóra gegn Ást-
þóri Magnússyni, sem ákærður er
fyrir dreifa tilhæfulausri viðvörun
um sprengjutilræði gegn íslenskri
flugvél í haust, hefur verið frestað
til 11. apríl í Héraðsdómi Reykja-
víkur. Málinu var frestað til frekari
gagnaöflunar af hálfu ákærða. Við
fyrirtöku málsins vildi ákærði láta
kalla fyrir vitni við aðalmeðferðina
að viðbættum þeim þremur vitnum,
sem hann hafði áður beðið um.
Ákæruvaldið hafnar kröfunum og
verður ágreiningur hvað þetta varð-
ar tekinn til úrskurðar dómara síð-
ar.
Máli gegn Ástþóri frestað
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur komið til móts við athuga-
semdir nemenda vegna samræmdra
stúdentsprófa með því að seinka
þeim um eitt ár. Í fréttatilkynningu
frá ráðuneytinu kemur fram að það
hafi gefið út nýja reglugerð á grund-
velli 24. greinar laga vegna málsins.
Ráðuneytið hefur fundað með Félagi
framhaldsskóla og Félagi framhalds-
skólanema og varð niðurstaðan sú að
nemendum ber ekki skylda til að
taka prófin fyrr en vorið 2005. Nem-
endum er því ekki skylt að þreyta
samræmd stúdentspróf næsta vor,
eins og til stóð, en stendur þó til boða
að taka samræmt próf í íslensku. Í
maí árið 2005 þurfa svo allir útskrift-
arnemendur að taka samræmt stúd-
entspróf í íslensku, ensku og stærð-
fræði. Ekki verður krafist lágmarks-
einkunna úr prófunum.
Á næsta haustmisseri mun Náms-
matsstofnun standa fyrir kynningar-
og umræðufundum um samræmdu
stúdentsprófin í öllum framhalds-
skólum. Þar verður meðal annars
rætt um framkvæmd og tilgang próf-
anna ásamt uppbyggingu og inni-
haldi þeirra.
Samræmdum stúd-
entsprófum seinkað
VÁTRYGGINGAFÉLÖG á Ís-
landi kröfðu 141 tjónvald um
endurgreiðslu á síðasta ári
vegna tjóns sem þeir ollu af
ásetningi eða stórkostlegu gá-
leysi. Svokölluð endurkröfu-
nefnd, sem dómsmálaráðherra
skipar, tók málin fyrir og sam-
þykkti endurkröfu að öllu leyti
eða hluta í 131 máli.
Í fjárhæðum talið nema
þessar endurkröfur samtals
rúmlega 36 milljónum króna.
Á árinu 2001 var heildarfjöldi
mála á hinn bóginn 209 og
voru endurkröfur samþykktar
að öllu eða einhverju leyti í
176 þeirra. Þá nam fjárhæðin
rúmlega 41 milljón króna.
Í umferðarlögum er svo fyr-
ir mælt að vátryggingafélag,
sem greitt hefur bætur vegna
tjóns af völdum ökutækja,
eignast endurkröfurétt á
hendur þeim sem olli tjóninu
af ásetningi eða stórkostlegu
gáleysi og tekur endurkröfu-
nefnd málið til meðferðar.
Ástæður endurkröfu eru
langoftast ölvun tjónvalds eða
í 90% tilvika. Lyfjaneysla var
ástæða endurkröfu í þremur
tilvikum. Í 16 málum voru
ökumenn krafðir endur-
greiðslu sökum ökuréttinda-
leysis. Vegna stórkostlega
vítaverðs aksturlags eða
glæfraaksturs voru 7 ökumenn
endurkrafðir. Einn tjónvaldur
var talinn hafa valdið tjóni vilj-
andi.
Karlar voru aðilar að meiri-
hluta mála þar sem endurkröf-
urnar voru samþykktar eða
102 á móti 29 konum. Sam-
kvæmt upplýsingum frá end-
urkröfunefnd hefur hlutur
kvenna í málum af þessu tagi
farið vaxandi síðustu ár. Árið
1992 var þáttur kvenna um
14% en á árinu 2001 voru kon-
ur um 26% af hinum endur-
kröfðu ökumönnum.
Ökumenn
endurkrafðir
130 sýndu
vítavert
gáleysi