Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 21
ÍRAKSDEILAN 20 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ EMBÆTTISMENN í bandaríska varnarmálaráðuneytinu segja að bor- ist hafi upplýsingar frá leyniþjón- ustumönnum um að mikil hætta sé á því að Írakar beiti efnavopnum eftir að stríð hefst í Írak. Leyniþjónustu- mennirnir segja að herforingjar hafi fengið heimild til að beita efnavopn- um að eigin frumkvæði án frekari fyr- irmæla frá stjórnvöldum í Bagdad. „Við fáum enn upplýsingar sem renna stoðum undir þá fullyrðingu að mikil hætta sé á því að Íraksstjórn beiti efnavopnum einhvern tíma eftir að stríð hefst,“ sagði Bryan Whitman, talsmaður varnarmálaráðuneytisins. Hans Blix, yfirmaður vopnaeftir- litsmanna Sameinuðu þjóðanna, kvaðst hins vegar ekki telja að stjórn Saddams Husseins beitti efna- eða sýklavopnum, jafnvel sem neyðarúr- ræði, þar sem það myndi verða til þess að stuðningurinn við hernaðinn undir forystu Bandaríkjamanna yk- ist. „Sumum er annt um orðstír sinn, jafnvel eftir dauðann,“ sagði Blix. Bandarískir embættismenn segja að Írakar eigi enn birgðir af efna- vopnum, meðal annars taugagasi, svo sem saríni og VX, og sinnepsgasi. Saddam Hussein hefur neitað því að herinn ráði yfir efna- og sýklavopnum sem bannað hefur verið að beita í ára- tugi. Írakar viðurkenna þó að þeir hafi þróað slík vopn fyrir Persaflóa- styrjöldina árið 1991 og þeir beittu þeim nokkrum sinnum á áratugnum fyrir stríðið. Gæti kostað marga íraska borgara lífið Embættismenn bandaríska varn- armálaráðuneytisins telja að Lýð- veldisvörðurinn, úrvalssveitir Íraks- hers, ráði yfir efnavopnunum. Flestar úrvalssveitanna eru í Bagdad og ná- grenni og óttast er að margir íraskir borgarar deyi verði efnavopnum beitt þar. Embættismennirnir segja að megnið af banvænu efnunum hafi verið sett í sprengikúlur og flugskeyti sem draga allt að 20 km. Þeir segja að ekki sé ljóst hvaða herforingjum hafi verið heimilað að beita efnavopnum en telja að heim- ildin nái til majóra og hærra settra herforingja Lýðveldisvarðarins. Hermenn Bandaríkjanna og bandamanna þeirra eru með búnað til að verjast efnavopnaárásum og til að finna gasský í allt að fimm km fjar- lægð. Skriðdrekar og brynvagnar þeirra eru með síur sem eiga að hindra að gas komist inn í þá og bandarískir hermenn hafa verið þjálf- aðir í því að berjast á gasmenguðum svæðum. Allt taugagasið sem Írakar eru sagðir ráða yfir, að saríninu undan- skildu, getur haldist klukkustundum og jafnvel dögum saman á svæðinu sem því er beitt á. VX, hættulegasta efnavopnið sem vitað er um, er olíu- kenndur vökvi, lit-, bragð- og lyktar- laus, og banvænn ef hann kemst í snertingu við hörund eða berst í lung- un. Hægt er að meðhöndla fórnar- lömbin ef aðeins eru liðnar nokkrar mínútur frá snertingu við efnið. Bandarískir embættismenn telja líklegast að íraskar hersveitir beiti efnavopnum til að verja sig þurfi þær að leggja á flótta eða að vopnunum verði beitt til að bæla niður uppreisn innan hersins. Hugsanlegt er að efna- vopnum verði beitt til að hægja á sókn bandarískra og breskra her- manna eða halda þeim frá ákveðnu svæði en þar sem þeir eru vel varðir er ólíklegt að reynt verði að beita vopnunum til að valda miklu mann- falli. Mikil hætta sögð á að Írakar beiti efnavopnum Reuters Breskur hermaður inni í mengunarhreinsiklefa sem breski herinn hefur komið upp í búðum sínum í Kúveit. Er það liður í vörnum gegn hugsan- legum efnavopnaárásum Íraka. Hans Blix telur ekki að Írakar grípi til slíkra örþrifaráða Washington. AP. SAMTÖKIN Björgum börnun- um (Redd Barna) í Noregi hafa opnað gjaldfría neyðarlínu fyrir börn sem hafa áhyggjur af yfir- vofandi stríði í Írak, og einkum því hvað kunni að henda börn þar í landi ef átök brjótast út. Fyrir svörum munu verða fullorðnir sem hafa reynslu af því að útskýra vopnaátök fyrir börnum. „Þetta er fullorðið fólk sem skilur börn, og sumir hafa verið á átakasvæðum,“ sagði Gro Brækken, framkvæmda- stjóri Redd Barna, sem eru Noregsdeild alþjóðasamtak- anna Save the Children. Á vefsetri sínu veita samtök- in upplýsingar fyrir foreldra og umsjónarfólk barna um hvern- ig bregðast megi við ótta barna vegna stríðs. Hafa samtökin látið til sín taka í mörgum lönd- um þar sem börn hafa orðið fórnarlömb stríðs, eða jafnvel tekið þátt í styrjöldum, eins og í Kambódíu, Angóla, Níkaragva og Bosníu. Neyðarlína fyrir börn Ósló. AFP. JÓHANNES Páll páfi missti stjórn á skapi sínu við Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, og Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, þegar þeir ræddu hugsanlega her- för gegn Írak í síðasta mánuði, að því er málgagn ítölsku stjórnarand- stöðunnar, Europa, greindi frá í gær. Hádegisverðarfundur páfa með Berlusconi og aðstoðarráðherra hans í byrjun mars fór á svipaða lund, sagði blaðið, sem hafði eftir heimildarmönnum í Vatíkaninu að páfi hefði „brýnt raustina, otað fingri ásakandi að mönnunum tveim og barði jafnvel í borðið“. Talsmaður Berlusconis fordæmdi frásögn Europa í gær og sagði hana „fáránlega, skammarlega og raka- lausan þvætting“. Varaforsætisráð- herra Ítalíu, Gianfranco Fini, varaði við því að þessar fregnir væru lesn- ar á pólitískum nótum. „Páfi er ekki pólitískur, skilaboð hans eru and- legs eðlis. Hann fordæmir stríð, það væri furðulegt ef hann gerði það ekki. En það er ekki þar með sagt að hann sé að taka pólitísk afstöðu.“ Europa lýsti því yfir við AFP í gær að það stæði við fréttina, sem væri höfð eftir háttsettum heimild- armanni í Vatíkaninu. Jóhannes Páll páfi, sem verður 83 ára í maí, hefur verið einn harð- asti andstæðingur herfarar Banda- ríkjamanna gegn Írak og hvatt til þess að friðsamleg lausn verði fund- in á Íraksdeilunni. Reuters Jóhannes Páll páfi Páfi sagður hafa skammað Berlusconi Róm. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.