Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 29
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ HELGI Þorgils Friðjónsson listmálari náði fimmtugsaldri laugardaginn 8. mars síðastlið- inn, daginn sem einkasýning hans var opnuð á Kjarvalsstöðum. Á slíkum tímamótum er oft litið yfir farinn veg en fyrir sýninguna á Kjar- valsstöðum hefur listamaðurinn ákveðið að sýna einungis ný málverk enda rétt fjögur ár liðin síðan yfirlitssýning á verkum hans var í Listasafni Íslands. Í ræðu sinni við opnun sýn- ingarinnar kallaði Stefán Jón Hafstein, borg- arfulltrúi og formaður menningarmálanefndar Reykjavíkur, listamanninn ?einn af bæjarins bestu sonum?. Helgi á þann titil vel skilið. Hann hefur verið á meðal atorkumeiri lista- manna á Íslandi síðastliðin 25 ár. Hann var einn af frumkvöðlum ?nýja málverksins? hér- lendis, var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíær- ingnum árið 1990 og hann hefur rekið Gallerí Gang á eigin heimili ásamt eiginkonu sinni, Margréti Lísu Steingrímsdóttur, síðan árið 1980. Í alþjóðlegum myndlistarheimi hefur Helgi vakið meiri athygli en flestir aðrir Ís- lendingar og tekið þátt í allmörgum alþjóð- legum sýningum, þ. á m. með hópi listamanna sem gengu undir nafninu ?Maximalistarnir? á tíunda áratugnum og skartaði listamönnum á borð við Milan Kunc og Jan Knap. Frá pönki til helgimynda Fyrstu verk Helga, á mótum áttunda og ní- unda áratugarins, féllu undir nýja expressjón- ismann, oft kallað ?Bad painting?, sem var nokkurskonar pönk-bylgja málverksins þar sem tækni eða sígild efnistök vöru hundsuð líkt og pönkarar hundsuðu hljóðfærakunnáttu í dægurtónlistinni. Nýi expressjónisminn, eins og pönkið, var fersk en skammlíf bylgja og málurunum varð það ljóst að engin þróun mundi eiga sér stað án kunnáttu. Margir völdu þá að tjá sig með sama hætti í öðrum miðlum en málverki en aðrir hófu að þróa efnistök sín samhliða myndmálinu. Helgi tók síðari leiðina og leitaði eftir innblæstri allt aftur til end- urreisnarinnar á 15. öldinni og barokklistar. Beinskeitt afhelgun málverksins sem ein- kenndi nýja expressjónismann snerist í and- hverfu sína. Heilagar verur svo sem englar, gyðjur og goð tóku að birtast á myndfletinum, efnistökin urðu mjúk og myndmálið flóknara, táknrænna og trúarlega. Það er að vissu leyti skiljanlegt að mörgum líki betur við eldri verk listamannsins en þeirra sem sýnd eru á Kjarvalsstöðum, eins og hann minntist sjálfur á í nýlegu viðtali í Les- bók Morgunblaðsins. Í eldri verkunum sem Helgi málaði í kjölfar nýja expressjónismans eru sakleysislegar og einfaldar fígúrur mál- aðar á einfaldan hátt. Í dag hafa þær öðlast skírari vöðva og beinabyggingu og eru jafnvel æðaberar. Má velta því fyrir sér hvort öguð efnistök vinni ekki gegn barnslegu sakleysi fígúranna og hvort afkáraleg anatomían virki sannfærandi þegar tæknin verður skarpari. Sjálfum þykir mér þó málverk Helga Þorgils verða gjöfulli eftir því sem þau verða vandaðri. Þróunarferlið tel ég jafnframt eðlilegt. Fimm- tugur pönkari væri ótrúverðugur og þótt verk hans hafi yfir sér þennan barnslega saklausa blæ hafa þau aldrei verið naív og því eðlilegt að efnistökin verði agaðri þegar á líður. Að lesa í táknin Helgi er jafnan á þjóðlegum nótum. Ósnort- ið íslenskt landslag, íslenski hundurinn, lóan, selur, hvalur og ýmsir fiskar úr norðursjó spila mikilvæga rullu í myndunum. Hann not- ar jafnframt táknmyndir sem tengjast heimi trúarbragðanna. Þar koma fiskarnir til sögu en fiskur er algengt tákn í trúarbrögðum, þ. á m. var hann aðaltáknið fyrir Jesú Krist í frum- kristninni. Hvítur svanur skipar líka veiga- mikið hlutverk í táknfræðinni, en hann var tákn listaguðsins Apollo og skáldagyðjanna í grískri goðafræði. Í ævintýrum táknar svan- urinn oftast hamskipti líkt og er með fiðrildi sem einnig birtast í nokkrum málverkanna, en fiðrildi er gjarnan séð sem tákn fyrir end- urfæðingu eða frelsi sálarinnar. Í mörgum verkanna málar Helgi endurspeglun þar sem hluti af málaðri mynd endurvarpast í vatni eða í spegli. Speglun er yfirleitt séð sem tákn lífs eða tilveru. Búdda sagði tilveruna vera speg- ilmynd manns sjálfs og forn-Egyptar notuðu orðið ?ankh? bæði yfir spegil og líf. Vatn er einnig táknrænt fyrir líf eða fæðingu lífs. Margt má því lesa í myndum listamannsins og annað en ég nefni hér enda öllum frjálst að gera það eftir eigin höfði og velta ekki fyrir sér trúarlegum eða goðsögulegum merkingum táknanna. Aðalatriðið er auðvitað að leyfa skynjuninni að ráða ferðinni en verk Helga miðast fyrst og fremst við fagurfræðilega og tilfinningalega upplifun. Á milli himins og jarðar Leik og léttleika er yfirleitt að finna í mynd- unum. Goðsagnakenndar fígúrur fljóta án klæða á dúnskýjum, tærar og tómar. Sjálfur dauðinn spókar sig meira að segja alsæll á ströndinni með ljá í hönd í fimm mynda röð á Kjarvalsstöðum. Myndröðin minnir á teikni- myndasögur og er Helgi því kominn á gamlar slóðir með nýjar áherslur, en hann sótti tals- vert í teiknimyndaformið á níunda áratugnum. Það sama má segja um landslagsmyndaseríu, alls 52 smámyndir málaðar á Kjallakstöðum á Ströndum. Hvert málverk sýnir einn mynd- ramma og er sjónarhorni lítillega breytt á milli mynda svo að hrynjandi skapast í heildar- myndinni. Landslagsmyndirnar eru fljótunnar og grófari miðað við aðrar myndir. Á sýning- unni sjáum við reyndar margar hliðar á list- sköpun Helga ? myndraðir, landslagsmálverk, uppstillingar, skýjamyndir, Biblíumyndir og sjálfsmyndir, svo eitthvað sé nefnt. Á annað hundrað málverka eru til sýnis, allt frá 20 cm til 300 cm á lengdina. Svo umfangsmiklar einkasýningar teljast til tíðinda hjá íslenskum myndlistarmönnum. Þeir eru oftast bundnir við smærri sýningarrými sem gefur þeim ekki tækifæri til að vinna með meira eina til tvær hugmyndir í senn eða eina innsetningu. Sýn- ing Helga Þorgils er lýsandi dæmi um þá breidd sem listamaður getur leyft sér í stærri sýningarrýmum, þó að hann vinni innan þetta afmarkaðs ramma. Mætti vestursalurinn á Kjarvalsstöðum vera notaður oftar undir einkasýningar íslenskra myndlistarmanna en bara einu sinni á ári, eins og stefnan virðist vera, og ætti þessi tímamótasýning Helga Þor- gils Friðjónssonar að verða hvatning til þess. Sakleysið uppmálað MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur ? Kjarvalsstaðir Safnið er opið alla daga frá kl. 10?17. Sýningin stendur til 11. maí. MÁLVERK HELGI ÞORGILS FRIÐJÓNSSON Uppskeruhátíð, 2002, er dæmi um leik og léttleika í málverkum Helga Þorgils. Blóm, 2003, er á meðal nýjustu málverkanna á sýningunni á Kjarvalsstöðum. Jón B.K. Ransu LISTRÆN áhætta er ekki í tísku hjá leikfélögum framhalds- skólanna þessi árin, heldur róið á stórsjóinn með áherslu á fag- mennsku og markaðssetningu. Á þessu eru nokkrar undantekning- ar og spunaverkið Fuglinn minn heitir Fótógen er besta dæmið um slíkt sem ég hef séð í vetur. Fádæma sterk sýning hvernig sem á er litið. Verkið er unnið í kringum per- sónur og aðstæður tveggja Tsékhov-leikrita, Máfsins og þriggja systra. Hér eru lífsleiðir og sjálfhverfir dreifbýlingar Rússans færðir inn í íslenskt þorp og gengur sú tilfærsla al- gerlega upp. Verkið hverfist um heimkomu frægustu dóttur þorpsins, stór- leikkonunnar Birgittu Rósar. Með henni í för er kvikmynda- gerðarmaðurinn Skúli Friðjón sem hefst þegar handa við að elt- ast við ungpíur þorpsins, meðan sonur Birgittu reynir að vekja at- hygli hennar með framúrstefnu- legum listgjörningi. Margt fleira fólk kemur hér við sögu, en ekki er ástæða til að rekja hana frek- ar. Sýningin byggist frekar upp af sterkum senum og vandaðri leik- aravinnu en framvindu, sem þó er til staðar og raunar ótrúlega sterk miðað við hvernig til sýn- ingarinnar er stofnað. Hún er kannski dálítið lengi að enda, en ekki myndi ég treysta mér til að velja hvaða senur mættu missa sín. Sýningin er keyrð áfram af miklum krafti og slíku öryggi að sveiflur á milli ótrúlegs grodda- skapar og fínlegustu ljóðrænu takast fullkomlega. Sigrún Sól leysir úr læðingi bæði yfirgengi- legan lágkúruhúmor og algera einlægni sem virðist ekki vefjast fyrir neinum að skila og fyrir vik- ið sveiflast áhorfendur með. Hóp- urinn sem heild hjálpast að við að drífa sýninguna áfram og flæðið virkar samtímis agað og stjórn- laust. Vel valin tónlist og áhrifa- mikil lýsing setja síðan punktinn yfir i-ið. Leikhópurinn sem heild er stjarna sýningarinnar en samt er nauðsynlegt að geta nokkurra sérstaklega. Árni Grétar Jó- hannsson var óborganlegur sem fyllibyttan faðir þriggja systra. Nærvera Önnu Hansen sem hin hljóðláta yngsta systir var afar sterk og söngurinn fallegur. Kristín Hrefna Halldórsdóttir var réttilega óþolandi, enda per- sónan byggð á andstyggilegustu persónu Tsékhovs. Bjartmar St. Steinarsson var síðan ekkert minna en magnaður í báðum sín- um hlutverkum. Sem Skúli Frið- jón var hann eins og Friðrik Þór í líkama Hrafns Gunnlaugssonar og í hlutverki einfeldningsins Einars var hann hjarta sýning- arinnar í blóðrauðri Nóatúns- peysunni. Fótógen er frábær skemmtun, fyndin og sár, hávær og hljóðlát, groddafengin og fínleg. Allir á Selfoss. Lítill söngfugl flýgur hátt Þorgeir Tryggvason LEIKLIST Leikfélag Fjölbrautaskóla Suðurlands Spunaverk eftir leikhópinn og Sigrúnu Sól Ólafsdóttur, leikstjóri: Sigrún Sól Ólafsdóttur, búningar: Elín Harpa Val- geirsdóttir og Þórunn Gróa Magn- úsdóttir, tónlistarval: Birkir Kúld Pét- ursson, lýsing: Guðmundur Finnbogason og Sævar Öfjörð Magn- ússon. Leikhúsinu við Sigtún, Selfossi 14. mars 2003. FUGLINN MINN HEITIR FÓTÓGEN BANDARÍSKI rithöfundurinn Maurice Sendak og austurríski rit- höfundurinn Christine Nöstlinger hljóta sænsk bók- menntaverðlaun sem veitt eru í minningu Astrid Lindgren. Munu rithöfundarnir tveir deila verð- launafé sem nem- ur um 50 millj- ónum íslenskra króna en Vikt- oría krónprins- essa Svíþjóðar afhendir verðlaunin í Stokkhólmi 4. júní. Sænska ríkisstjórnin stofnaði til verðlaunanna á síðasta ári en þeim er ætlað að vinna að framgangi barnabókmennta og heiðra rithöf- unda sem einnig hafa unnið að framgangi réttinda barna. Nöstlinger, sem er 66 ára, hefur m.a. skrifað bækurnar Dósastrák- inn og bókaflokkinn um Frans, sem hafa verið þýddar á íslensku. Sendak er 74 ára gamall og hefur fengið fjölda viðurkenninga. Bókmennta- verðlaun í minningu Ast- rid Lindgren Astrid Lindgren Á SÝNINGUNNI Viðarlist frá Dalsåsen, sem opnuð verður í and- dyri Norræna hússins í dag kl. 17, má sjá verk átta listamanna sem hafa notið þess að vinna verk sín í umhverfi norrænu listamannamið- stöðvarinnar Dalsåsen í Noregi. Þó svo að áherslan sé einkum á tréð sem efnivið vinna listamennirnir einnig með annars konar efni og miðla. Á sýningunni eru verk úr tré og mynd- bandsverk eftir listamennina Guðjón Ketilsson, Lars Wallsten (Svíþjóð), Anu Laurila og Jorma Lechtinen (Finnland), Lars Sture og Lillian Dahle (Noregur), Christian Finne (Danmörk) og Aeneas Wilder (Skot- land). Lars Wallsten mun halda fyrir- lestur í dag kl. 17.30 sem hann nefnir ?Konst og mortal ? fotografiska projekt som behandlar brottsplat- sen?. Lars sýndi ljósmyndaröðina Myndir af afbrotum á sýningunni Modern Times II í Hasselblad-mið- stöðinni árið 2000. Myndirnar sýna hvernig heimilið umbreytist í af- brotastaði en Lars starfaði í lögregl- unni á árum áður og byggir á reynslu sinni þar. Sýningin stendur til 27. apríl næstkomandi. Viðarlist frá Dalsåsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.