Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 53
FÓLK Í FRÉTTUM 52 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á VISSUM aldri er prump meiri- háttar fyndið. Og þótt ég viðurkenni að hafa smávegis fest á því aldurs- skeiði, húmorslega séð, varð mér eig- inlega um og ó í upphafi myndarinnar um Þrumubrækurnar og vinina Alan og Patrick. Síðan venst maður þess- um endalausa viðrekstri og fer að lifa sig inn í söguna. Þannig er að Patrick greyið er haldinn þeim sjúkdómi að hann prumpar út í eitt. Honum er auðvitað strítt í skólanum, þetta gerir heim- ilislífið hið erfiðasta, og tilvera Pat- ricks væri öll hin aumasta ef hann ætti ekki góðan vin með ekkert lykt- arskyn, undrabarnið og snillinginn Alan A. Allen. Í tilraunum sínum not- færir Alan sér þrumukraftinn sem kemur úr óæðri enda vinar hans og saman stefna þeir hátt. Í raun er sagan um þá félaga falleg og hefur gott uppeldislegt gildi. Hún segir okkur að oft búa krakkar, sem virðast uppburðarlitlir, yfir leyndri snilligáfu og hæfileikum. Hún segir krökkum að trúa á sjálfa sig – jafnvel þótt fáir aðrir geri það – og vinna úr því sem er einstakt í persónuleika þeirra. Það er nú gott. Sagan er um sanna vináttu og að ef vinir sameini krafta sína séu þeir til alls líklegir. Söguþráðurinn sjálfur er bæði ýkt- ur og svolítil lágkúra. Eiginlega súr- realískur, auðvitað væri aldrei hægt að gera það sem þeir vinirnir gera, en hvað með það? Þetta er ævintýri og allt getur gerst. Hins vegar er hand- ritið oft á tíðum hvorki nógu þétt né skýrt, framvindan ekki nógu hnitmið- uð og myndin dregst á langinn. Meiri fórnfýsi í klippiherberginu hefði ef- laust getað reddað því. Einnig þykir mér endirinn full „amerískur“, en hann virtist virka á krakkana. Stíll myndarinnar er í anda ýktrar sögunnar, bæði búningar og sviðs- myndin öll minna helst á tímalausar teiknimyndir og eru mjög vel gerð. Stemmningin verður rétt, trúverðug- leikinn eykst, þ.e manni er auðveldað að komast inn í ævintýraheiminn. Leikararnir eru allir hinir fínustu og strákarnir standa sig bara þrumu- vel. Og þótt Grint, sem leikur Alan, hafi reynslu úr Harry Potter-mynd- unum stendur Cook, sem leikur Pat- rick, sig ekkert verr. Þrumubrækur eru ekkert snilldar- verk, og þótt handritinu sé ábótavant og stundum smekklaust, hefur sagan fallegan boðskap og fyndna prump- brandara. Alls ekkert verri en margt af því sem börnum er boðið upp á. Falleg saga um prump KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjórn: Peter Hewitt. Handrit: Peter Hewitt og Phil Hughes. Kvikmyndataka: Andy Collins. Listræn stjórn: Tim Steven- son. Aðalhlutverk: Bruce Cook, Rupert Grint, Paul Giamatti, Simon Callow, Bronagh Gallagher og Ned Beatty. 87 mín. England. United Artists 2002. ÞRUMUBRÆKUR/THUNDERPANTS Patrick spókar sig glaður í nýju þrumubrókunum sínum. Hildur Loftsdóttir ÓSKARSVERÐLAUNIN verða veitt í Hollywood á sunnudagskvöld. Talsmenn verðlaunahátíðarinnar segja að hún verði haldin þótt hernaðaraðgerðir Banda- ríkjamanna gegn Írak verði hafnar, en umfangið verði mun minna en venjulega. Þannig verður tískusýningin óformlega, þegar gestir ganga eftir rauðum dregli, aðeins svipur hjá sjón í þetta skipti og ekki er gert ráð fyrir að fréttamenn geti óhindrað tekið viðtöl við stjörnurnar þegar þær mæta til hátíðarinnar. „Það verður dregið mjög úr hefðbundinni skrúðgöngu eftir rauða teppinu og hluta af fréttamannasvæðinu verður lok- að,“ sagði Gil Cates, sem stjórnar hátíðahöldunum, á blaðamanna- fundi. „Akademían gerir sér grein fyrir, að mörgum af stjörnunum mun finnast óþægilegt að koma til hátíðarinnar í ár í upphafi umfangs- mikils stríðs og mæta her frétta- manna og ljósmyndara eins og ekk- ert hafi í skorist.“ Skipuleggjendurnir sögðu þó að allt yrði gert til að tryggja að verð- launahátíðin fari fram eins og áætl- að var og hún hefjist klukkan 1.30 aðfaranótt mánudags. „En að því sögðu skiljum við öll að land okkar er á barmi styrjaldar og við kunnum að vera að senda banda- ríska karla og konur í hættuför. Við verðum að búa okkur undir að hátíð- in verði haldin undir þeim kring- umstæðum,“ sagði Cates. Gert er ráð fyrir að frægum gest- um verði ekki ekið að enda rauðs dregils sem þeir síðan gangi eftir inn í Kodak-leikhúsið í Hollywood undir ljósblossum frá ljósmyndur- um. Gestum verður þess í stað ekið beint að inngangi leikhússins og þeir munu ekki veita blaðamönnum við- töl utan við leikhúsið. Lítill hópur fréttamanna fær að vera við stiga í anddyrinu og ræða þar við gesti áð- ur en þeir ganga inn í salinn. Óviðeigandi skrúðganga Var þetta ákveðið eftir að margir þeirra, sem boðið hefur verið til há- tíðarinnar, lýstu þeirri skoðun að það væri óviðeigandi að ganga eftir rauðum dregli í hátískufötum með skartgripi ef stríð væri í fullum gangi í Írak. Nokkrir höfðu óskað eftir því að fá að koma inn í leikhúsið bakdyramegin og höfðu einnig spurt Cates hvort þeir gætu komið í lát- lausari fötum en vani er. Cates sagði þó að enginn hefði afboðað komu sína. Cates sagði, að hann vildi helst að sigurvegararnir ræddu ekki aðra hluti en Óskarsverðlaunin í þeim 45 sekúndna þakkarræðum sem þeir mega halda. Hann sagði þó að fólk gæti talað um átökin í Írak ef það kysi en það væri rangt og óviðeig- andi fyrir þá sem afhenda verðlaun- in að fara út fyrir handrit sín. Meðal þeirra sem afhenda verðlaun í ár er leikkonan Susan Sarandon sem er yfirlýstur andstæðingur hernaðar- aðgerða í Írak. Hugsanlegt er að sjónvarpsút- sendingin frá hátíðinni, sem um milljarður manna um heim allan mun fylgjast með, verði rofin af fréttaskeytum frá Írak. Frestur úti Fresturinn til að skila inn atkvæð- um fyrir meðlimi óskarsakadem- íunnar rann út á þriðjudag. Price- waterhouseCoopers (PWC) sér um talningu atkvæðanna, sem eru alls 5.816 talsins. Niðurstöður talning- arinnar verða síðan innsiglaðar í sérstökum umslögum og verður þeim haldið leyndum þar til 23. mars. Til að auka á spennuna verða sérlegir fulltrúar PWC, Greg Garri- son og Lisa Pierozzi, þau einu sem vita úrslitin þar til hátíðin fer fram. Látlausari Óskarsverðlaunahátíð en venjulega Starfsmaður tekur niður rauð tjöld í kring- um hið hefðbundna svæði uppi við rauða dregilinn. Umfang þessa hluta 75. Óskars- verðlaunahátíðarinnar verður talsvert minna en áður. Engin tískusýning á rauða dreglinum AP FASTEIGNIR mbl.is Í kvöld kl. 21, AUKAS. Örfá sæti föst 21/3 kl. 21, UPPSELT, lau 22/3 kl, 21, Örfá sæti fim 27/3 kl. 21, AUKAS. UPPSELT föst 28/3 kl, 21, UPPSELT lau 29/3 kl, 21, UPPSELT föst 4/4 kl, 21, Örfá sæti lau 5/4 kl. 21, Laus sæti föst 11/4 kl, 21, Nokkur sæti fim 17/4, SJALLINN AKUREYRI lau 19/4, SJALLINN AKUREYRI FORSALA Á MIÐUM Í SJALLANN FER FRAM Í PENNANUM/EYMUNDSSON GLERÁRTORGI. Stóra svið PUNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Frumsýning í kvöld kl 20 UPPSELT 2. sýn fi 27/3 kl 20 gul kort 3. sýn su 30/3 kl 20 rauð kort 4. sýn fi 3/4 kl 20 græn kort 5. sýn su 6/4 kl 20 blá kort Fi 10/4 kl 20, Su 13/4 kl 20 LÁT HJARTAÐ RÁÐA FÖR ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN - Þrjú ný verk eftir Katrínu Hall, Láru Stefánsd. og Ed Wubbe Su 23/3 kl 20, Lau 29/3 kl 20 Fö 4/4 kl 20 ATH: Síðustu sýningar SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Fö 21/3 kl 20, UPPSELT Lau 22/3 kl 20, Fö 28/3 kl 20, Lau 5/4 kl 20, Fö 11/4 kl 20, Lau 12/4 kl 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 23/3 kl 14 ALLRA SÍÐASTA SÝNING Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fö 21/3, fyrirhuguð sýning fellur niður. Mi 26/3 kl 20, Mi 2/4 kl 20 MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fö 21/3 kl 20, Fö 28/3 kl 20, Su 30/3 kl 20, Su 5/4 kl 20 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Lau 22/3 kl 20, Lau 29/3 kl 20 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau 22/3 KL. 14, UPPSELT Lau 29/3 kl 14 UPPSELT, Lau 29/3 kl 15 UPPSELT Lau 5/4 kl 14, Lau 12/4 kl 14 KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Su 23/3 kl 20, Lau 29/3 kl 20, Lau 5/4 kl 20 Takmarkaður sýningarfjöldi sýnir í Tjarnarbíói Undir hamrinum „Frábær skemmtun". SA, DV. fös. 21. mars kl. 20 sun. 23. mars kl. 20 lau. 29. mars kl. 20 fim. 10. apríl kl. 20 Frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Miðapantanir allan sólarhringinn í s. 551 2525 eða á hugleik@mi.is Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýningardaga. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700. beyglur@simnet.is „Engum er hollt að hlæja samfellt í lengri tíma“ S. H Mbl Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Fim 20/3 kl 21 Fös 21/3 kl 21 Fös 28/3 kl 21 Fim 3/4 kl 21Síðustu sýningar Smurbrauðsverður innifalinn Miðasala Iðnó í síma 562 9700 Hin smyrjandi jómfrú sýnt í Iðnó Sun. 23. mars. kl. 20. örfá sæti Sun. 30. mars. kl. 20. Lau 4. apríl kl. 20. Miðasala 5523000 - www.madeinusa.is SÝNT Í LOFTKASTALNUM Næstu sýningartímar Í dag fim 20.3 kl. 20 Aukasýning fös 21.3 kl. 20 Lokas. UPPSELT Síðustu sýningar SÖNGLE IKUR EFTIR JÓN GNARR Bæjarleikhúsið Mosfellsbæ Laugard. 22 mars kl:14 og 17 Sunnud. 23 mars kl:14 og 17 Laugard. 29 mars kl:14 Sunnud. 30 mars kl: 14 Laugard. 5. apríl kl:14 Laugard. 12 apríl kl:14 Miðasala allan sólarhringinn í s í m a 5 6 6 - 7 7 8 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.