Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 23
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLABRAUT Flensborgar- skóla var opnuð með formlegum hætti sl. laugardag en frá áramót- um hafa fjórtán nemendur stundað nám við hana. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra var við- staddur opnunina og kynnti sér starfsemina. Hann opnaði m.a. fjöl- miðlaver nemenda í fjölmiðlatækni og frétta- og upplýsingavef fjöl- miðlabrautarinnar: www.gaflari.is. Þá undirrituðu Lúðvík Geirsson bæjarstjóri og Einar Birgir Stein- þórsson skólameistari samning á milli Hafnarfjarðarbæjar og Flens- borgarskóla um útvarpssendingar frá bæjarstjórnarfundum en fund- irnir eru sendir út á tíðninni fm 96,2. Mun fjölmiðlabrautin hafa umsjón með útsendingunum. Skólinn var opinn gestum og gangandi á laugardag og fjölmarg- ir lögðu leið sína þangað. Í kennslustofum voru kennarar með margvíslegar kynningar. Þá söng kór skólans og leiklistarfélagið var með uppákomu. Deginum lauk með verðlaunaafhendingu í Stærð- fræðikeppni grunnskólanna. Að sögn Einars Birgis Steinþórs- sonar skólameistara er venjan sú að nemendur skólans taki þriggja anna grunnnám og að því loknu geta þeir valið um nokkur sérsvið. Fjölmiðlun er eitt þessara sérsviða og tekur eina önn miðað við fullt nám. Þá er gert ráð fyrir að nem- endur á fjölmiðlabraut taki eitt ár í starfsþjálfun. Til viðbótar geta nemendur bætt við sig völdum ein- ingum og lokið þannig stúdents- prófi. Sjónvarpsútsend- ingar innan tíðar Einar Birgir segir að í framtíð- inni verði væntanlega opnað á að nemendur geti bætt við sig frekara námi á brautinni að lokinni fjórðu önn án þess að fara í starfsnám. Hann segir viðbrögð nemenda við hinni nýju fjölmiðlabraut vera ákaflega góð. Auk þess sem nem- endur sjá um að reka fréttavef og útvarpsstöð er fyrirhugað að hefja sjónvarpsútsendingar á næstunni. „Við reiknum með að við getum farið að sjónvarpa innan ekki svo langs tíma,“ segir Einar Birgir. Tækjakostur sjónvarpsstöðvar skólans mun byggjast á grunni gömlu Almiðlunar í Hafnarfirði. „Við fengum mikið af tækjum og búnaði þaðan,“ segir skólameistari. Nemendur sjá um rekstur fréttavefjar og útvarps Morgunblaðið/Kristinn Fjórtán krakkar hafa stundað nám við fjölmiðladeild Flensborgarskóla frá áramótum þrátt fyrir að hún hafi fyrst verið tekin formlega í notkun sl. laugardag. Hér eru það Sigrún Björg Aradóttir, Hlynur Hrafn Hallbjörns- son, Unnar Örn Ólafsson, Marteinn Einarsson og Sunna Elín Sigurðar- dóttir sem reyna sig sem fjölmiðlafólk. Hafnarfjörður Fjölmiðlabraut Flensborgarskóla formlega opnuð GUÐLAUGUR Þór Þórðarson borg- arfulltrúi vonast til að hægt verði að grafa upp fornminjar af botni Elliða- vatns. Hann lagði tillögu fyrir Skipu- lags- og bygginganefnd um málið í síðustu viku fyrir hönd sjálfstæðis- manna sem var samþykkt og var henni vísað til menningarmálanefnd- ar til nánari skoðunar. Fornminjar, sem taldar eru frá árinu 900 og benda til þinghalds, hafa áður fundist á Þingnesi við Elliða- vatn. Minjarnar voru rannsakaðar fyrst árið 1841 af Jónasi Hallgríms- syni, skáldi, og síðast árið 1984 af Þjóðminjasafninu. Samkvæmt Sögu Reykjavíkur – í þúsund ár er talið að Kjalarnesþing hafi verið á Þingnesi. Þar kemur einn- ig fram að Kjalarnesþing hafi líklega verið háð fram á 10. öld eða lengur samkvæmt síðustu rannsóknum. Í máli Guðlaugs Þórs vegna götu- nafna í Norðlingaholti kom fram að uppgröftur á vegum Þjóðminjasafns Íslands hafi hafist árið 1981. Þá voru greindar 15–18 búðir á yfirborðinu og fleiri eftir að gröftur byrjaði. Þær eru flestar sambærilegar rústum á öðrum þingstöðum en talið er að elstu hlutar þeirra séu frá árinu 900 en staðurinn hafi verið í notkun til ársins 1200. Alþingi undirbúið á Þingnesi Guðlaugur segir að margt bendi til þess að undirbúningur að stofnun Al- þingis hafi verið á Þingnesi og þar af leiðandi megi halda því fram að vagga þingræðis á Íslandi sé á Þingnesi. Starfsmenn á vegum Þjóðminja- safnsins skoðuðu fornminjarnar síð- ast árið 1984 en í framhaldi af því fór staðurinn undir Elliðavatn. Guðlaugur vonast til að hægt verði að grafa upp fornminjarnar og gera þær aðgengilegar almenningi. Ljóst er þó að eigi að leita fornminjanna er nauðsynlegt að lækka vatnsyfirborð- Elliðavatns. „Ég tel það mikilvægt að við höldum í heiðri sögu okkar og menningu og ef þessar heimildir sem ég hef leitast við að kynna mér eru réttar þá erum við hér inni á höfuð- borgarsvæðinu með stórmerkar minjar og mjög merkilegar útfrá sögu þjóðarinnar og lýðræðisins,“ sagði Guðlaugur Þór. Fornminjar á botni Elliðavatns grafnar upp? Elliðavatn GUÐMUNDUR Liljar Pálsson og Björn Ágústsson voru önnum kafnir við það á þriðjudag að höggva til grjót í bæjarhlið á Seltjarnarnesi á bæjarmörkunum við Eiðsgranda. Þeir eiga ærið verk fyrir höndum því til stendur að hlaða upp grjótgarð á mörkum Seltjarnarness og Reykja- víkur en fyrst þarf að höggva til ís- lenskt grágrýti í hann. Í spjalli við blaðamann sagði Guð- mundur að hann áætlaði að hleðslan tæki um mánuð og átti hann von á að fleiri hendur kæmu til hjálpar þegar líða færi á. Umhverfis grjótgarðinn verða grasbrekkur og þar sem hann verður hæstur mun svo blasa við upplýst skilti sem á stendur Sel- tjarnarnesbær stórum stöfum. Það er fyrirtækið Björn og Guðni, skrúð- garðyrkjumeistarar, sem innir verk- ið af hendi fyrir Seltjarnarnesbæ. Morgunblaðið/RAX Grágrýti höggvið í hlaðið bæjarhlið Seltjarnarnes REISBÍLAR ehf. hafa sótt um leyfi til að reka akstursbraut fyrir körtu- bíla að Lyngási í Garðabæ. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsókn- ina en sýslumaðurinn í Hafnarfirði óskaði eftir umsögn þess um málið. Reisbílar hafa rekið körtubraut í Njarðvík síðan í júlí árið 2000 og segir í umsókninni að engin slys hafi orðið á fólki á þeim körtum sem þar eru boðnar til leigu. Vilja setja upp körtubraut Garðabær FRÁVEITUÚTRÁS frá Sjávargötu í Bessastaðahreppi hefur farið í sund- ur undir grjótgarðinum norðan hverf- isins. Fram kemur á heimasíðu sveit- arfélagsins að verið sé að undirbúa viðgerð og endurbætur og verður verkið unnið á næstunni. Segir að opna þurfi grjótgarðinn og leggja nýja lögn undir hann, auk þess sem tengingar á lögninni innan við garð- inn verði bættar með fjölgun brunna. Lögn frá Sjávargötu í sundur Bessastaðahreppur www.forval.is Kynning á sumarlitunum 15% kynningarafsáttur IÐUFELLI föstudaginn 21. mars                           !   " #  $  !%  &     ! !  '  (!    !  "!  #*+,  -    !!#   ! ) .#!'      . !             !! "  #   $  %  &' $  ()       /01  2 #  /03      /04  ('25 6$'  /78  + $  !6   ! ! #  "!# /8  *#    "! /0  *#  "!.#    9 815::)8;5::   '  (#   ! '   6 "!!.    !  .    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.