Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 31
30 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SKATTALÆKKUN erskattalækkun!“ var yfir-skrift blaðamannafundar-ins hjá fjármálaráðherra í gær. Á fundinum lagði ráðherra fram upplýsingar um þróun skatt- byrði á Íslandi á undanförnum ár- um og sagði að í opinberri umræðu hefðu að undanförnu komið fram margvíslegar fullyrðingar er ekki ættu við rök að styðjast. Á fundinum kom fram í máli ráð- herra að mikilvægt væri að menn gerðu greinarmun á áhrifum skatt- kerfisbreytinga annars vegar og áhrifum vegna almennra efnahags- umsvifa. Fjármálaráðherra sagði að ekki mætti gleyma að þegar ein- staklingar hefðu hærri tekjur greiddu þeir hærri skatta auk þess sem aukin einkaneysla hefði þau áhrif að tekjur af veltusköttum yrðu meiri. Hið gagnstæða gerðist í niðursveiflu og tölur sýndu fram á mjög skýrt samband skatttekna og hagsveiflunnar. Þetta væri nauð- synleg og raunar æskileg sveiflu- jöfnun. Geir sagði að þær breytingar er gerðar hefðu verið á undanförnum árum hefðu leitt til þess að menn greiddu lægri skatta en áður en tekjur ríkissjóðs hefðu aukist þar sem tekjur einstaklinga hefðu auk- ist verulega. „Það er að mínu mati jákvætt en ekki neikvætt,“ sagði fjármálaráðherra. Á undanförnum árum hefðu skatthlutföll verið lækkuð og skatt- stofnar breikkaðir. Það hefði skilað sér í lægri sköttum en ella hjá ein- stökum skattgreiðendum á sama tíma og skattgreiðendum hefði fjölgað. Þá hefði lækkun skatthlut- falla dregið úr jaðaráhrifum og leitt til aukinnar atvinnuþátttöku, stuðl- að að eflingu atvinnulífs og betri lífskjörum heimila. Tók Geir dæmi um hvernig skattbyrði hafi minnkað frá árinu 1995 hjá einstæðu foreldri með 160.000 krónur á mánuði og eitt barn á sínu framfæri annars vegar og hjónum með 440.000 kr. tekjur á mánuði og tvö börn. Á þeim tíma hafi tekjuskattur einstaklinga lækkað um 4%, sem kom til fram- kvæmda á árunum 1997–1999, barnabætur hækkað um 2 milljarða á árunum 2001–2003 og skattfrelsi lífeyrisgjalda hafi verið komið á. Sýndu dæmin að ráðstöfunartekjur einstæða foreldrisins væru rúm- lega 8.000 krónum hærri á mánuði í dag vegna skattalækkunaraðgerð- anna en þær hefðu annars verið og ráðstöfunartekjur hjónanna 20.000 krónum hærri. Skattalækkanirnar jafngiltu tæplega 7% hækkun ráð- stöfunartekna eða um fjórðungi þess kaupmáttarauka sem verið hefur frá árinu 1994. Þá sagði Geir að kaupmáttur launa hefði aukist mun meira hér á landi frá árinu 1994 en víðast hvar annars staðar, miðað við tölur frá OECD, eða um 33% samanborið við 13% meðaltal í OECD-ríkjunum. Bætur almannatrygginga hefðu á sama tíma aukist um 49% og lág- markslaun um 50%. Sagði ráðherra þessa þróun endurspegla sterka stöðu íslensks efnahagslífs. Kaup- máttur ráðstöfunartekn tekna eftir skatt, væri be kvarðinn á þróun lífskjara Skattbyrði lækkuð um Geir sagði að í gögnum s lagði fram á fundinum u skatta einstaklinga væ magnstekjur undanskildar þær séu afar óreglulegar og gefi alranga mynd af burði einstakra tekjuhópa göngu væri litið á launatek lækkun skattbyrði á tíma meðaltali 2–3%. Á töflu sem sýnir hvern byrði hefur breyst frá árin skattgreiðendum skipt í eftir tekjum, þ.e. frá þeim sentum er lægstar hafa t til þeirra 10 prósenta er hafa tekjurnar. Sést þa áhrif breytingar á ska hafa haft á hvern tekju spurður hvort taflan sýnd skattalækkanir hafi einmi þeim tekjuhæstu best, stjórnarandstæðingar ha fram, sagði Geir að erfitt lækka skatta á þá sem enga skatta greiða. „Það s hyglisverðast við þessa töf þrepin eru skýr. Þeir hæstir borga mest og hæs langmest. Þeir hafa notið lækkunar, en mér sýnist hafi fengið eitthvað,“ sag „Ég er viss um að lækk isaukaskatts á matvæli hafi náð mjög vel til lægs hópanna. Það eru gjarnan eyða tiltölulega mestu a tekjum í brýnustu nauðsy Fjármálaráðherra segir „ Minni s fólks og m Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, efndi til blaðamannafundar í gær þar sem hann sagði ótvírætt að aðgerðir rík- isstjórnar í skatta- málum hefðu skilað sér í minni skattbyrði.    '()   * !7 9!   -  $:- ; '-!  * )  !7 9!   -  $:- ; '-! +   , -     - . (   0B 0@ 0? 0> 0A 00 0. 0< 0/ D=< D=. D=0 D=A D=> D=? !:   $:--E ( F   G E + F:, G /!-!!  0 + Ísamtölum við Morgunblaðið í fyrradag lýstu þeirDavíð Oddsson, forsætisráðherra og Halldór Ás-grímsson, utanríkisráðherra, yfir stuðningi við þær yfirlýsingar, sem Bush Bandaríkjaforseti, Blair forsætisráðherra Breta og Aznar forsætisráðherra Spánar gáfu um Íraksdeiluna að loknum fundum sín- um á Azoreyjum sl. sunnudag. Í Morgunblaðinu í gær kom fram, að Ísland væri í hópi 30 ríkja, sem styddu tafarlausa afvopnun Íraka. Í samtali við Morgunblaðið útskýrði Davíð Oddsson for- sætisráðherra hvað í þessu fælist og sagði: „Í þessu felst í fyrsta lagi heimild til yfirflugs yfir ís- lenzka flugumsjónarsvæðið. Í öðru lagi heimilum við afnot af Keflavíkurflugvelli ef þurfa þykir. Í þriðja lagi tökum við þátt í uppbyggingu í Írak eftir að ófriði lýkur. Í fjórða lagi tökum við pólitíska afstöðu með því, að ályktun 1441 verði fylgt eftir að loknu fjögurra mánaða þófi.“ Nú er ljóst að margir Íslendingar eiga erfitt með að skilja hvers vegna Ísland lýsir yfir stuðningi við hern- aðaraðgerðir í fjarlægu landi og hafa miklar efasemd- ir um þá afstöðu. Þessar ákvarðanir má rökstyðja með eftirfarandi hætti: Bandaríkjamenn hafa verið nánir bandamenn okkar í sex áratugi. Þeir hafa veitt okkur öflugan stuðning, þegar við höfum þurft á að halda. Við höfum veitt þeim verðmætan stuðning, þegar þeir hafa þurft á að halda. Þegar ljóst var að yfirgnæfandi vilji íslenzku þjóð- arinnar var sá, að stofna lýðveldi á Þingvöllum 17. júní 1944 voru það Bandaríkjamenn, sem greiddu götu þess á alþjóðavettvangi með því að verða fyrstir þjóða til þess að viðurkenna hið unga íslenzka lýðveldi. Því munum við Íslendingar ekki gleyma. Þegar erlend herskip sáust á ytri höfninni í Reykja- vík að morgni 10. maí 1940 varð þjóðin allshugar fegin, þegar í ljós kom, að þau voru brezk. Því má ekki gleyma, að það var raunhæfur möguleiki að Þjóðverj- ar tækju Ísland á fyrstu mánuðum heimsstyrjaldar- innar síðari. Þegar Bretar treystu sér ekki lengur til að veita okkur Íslendingum þá vernd, sem við þurftum á að halda á stríðsárunum voru það Bandaríkjamenn, sem komu til sögunnar og veittu okkur nauðsynlega her- vernd til stríðsloka. Þegar fjörutíu ára kalt stríð skall á í kjölfar heims- styrjaldarinnar síðari voru það Bandaríkjamenn, sem tóku að sér með sérstöku samkomulagi við okkur að tryggja öryggi Íslands. Þetta var á þeim árum, þegar hvert ríkið á fætur öðru í Austur-Evrópu féll undir hramm Sovétstjórnarinnar og sprengjuflugvélar og kafbátar frá Sovétríkjunum voru stöðugt á ferðinni í kringum Ísland. Vernd Bandaríkjanna á þessum tíma var raunveruleg. En auðvitað byggðist ofangreindur stuðningur á gagnkvæmum hagsmunum þjóðanna tveggja. Þrisvar sinnum á árabilinu 1958 til 1976 sendu Bret- ar herskip inn í íslenzka fiskveiðilögsögu til þess að gera fiskiskipum sínum kleift að veiða fisk í okkar lög- sögu. Í öll skiptin voru það Bandaríkjamenn, sem réðu úrslitum um það bak við tjöldin að Bretar gáfust upp og viðurkenndu fyrst 12 mílna lögsögu, síðar 50 mílna lögsögu og loks 200 mílna fiskveiðilögsögu okkar Ís- lendinga. Við hefðum ekki unnið sigra í þorskastríð- unum með þeim hætti, sem við gerðum ef þessi stuðn- ingur Bandaríkjamanna hefði ekki komið til. Vinátta og samskipti þjóða í milli jafnt sem ein- staklinga byggist á gagnkvæmni. Við höfum notið öfl- ugs stuðnings Bandaríkjamanna eins og hér hefur verið lýst á úrslitastundum í sögu íslenzku þjóðarinn- ar. Með sama hætti og við höfum kallað eftir stuðningi þeirra, þegar við höfum þurft á að halda (og þeir hafa aldrei brugðizt) hafa þeir kallað eftir stuðningi okkar, þegar þeir hafa þurft á að halda. Þeir þurftu á stuðn- ingi okkar að halda í kalda stríðinu og þeir fengu öfl- ugan stuðning af okkar hálfu. Nú telja Bandaríkjamenn að öryggi þeirra sjálfra sé í mikilli hættu vegna aðgerða og árása hermdarverka- manna og vegna margvíslegra ógna af hálfu ríkja, sem stjórnað er af einræðisherrum og harðstjórum. Þeir telja að stuðningur þessarar fámennu þjóðar hér skipti þá máli. Með því endurgjöldum við mikilvægan stuðning þeirra við okkur á undanförnum áratugum. Í þeim yfirlýsingum, sem íslenzk stjórnvöld hafa gefið vegna Íraksdeilunnar felst að við viljum halda áfram því nána samstarfi, sem við höfum átt við þennan volduga bandamann okkar í vestri. Það mun koma að því í framtíðinni að við Íslend- ingar þurfum á ný á stuðningi Bandaríkjamanna að halda. Það mundi koma okkur á óvart, ef hann væri þá ekki til staðar. Þá má spyrja: verðskuldar sá málstaður, sem Bandaríkjamenn og Bretar berjast fyrir í Írak, stuðn- ing okkar? Og einhverjir munu segja sem svo: Þrátt fyrir þau sögulegu rök, sem hér hafa verið nefnd, get- um við Íslendingar ekki fylgt Bandaríkjamönnum í hverju sem er. Og það er rétt. En hver er málstaðurinn? Í Írak hefur í tvo áratugi ríkt harðstjóri, sem hefur sannanlega pyntað og drepið stóra hópa sinna eigin þegna. Hann ríkir í krafti kúgunar og ógnar. Hann ógnar nágrönnum sínum og hefur ráðizt gegn tveimur þeirra. En um leið er það umhugsunarefni hvers vegna látið er til skarar skríða nú en ekki fyrr og í því felst kannski veikleikinn í málflutningi Bandaríkjamanna. Þótt Saddam Hussein stjórni í krafti ógnar og grimmdar er langt síðan hann framdi sína verstu glæpi. Þjóðarmorðið á Kúrdum var framið á níunda áratugnum. Upplýsingar um þau grimmdarverk lágu fyrir á Vesturlöndum, en engu að síður var ekkert að- hafst. Þvert á móti naut harðstjórinn áfram stuðnings. Ef til vill má segja að fyrir vikið hafi Saddam Hussein haldið völdum jafn lengi og raun ber vitni. Í umræðum nú er hins vegar hvergi minnzt á að þar hafi verið gerð mistök og af þeim megi læra í umgengni við aðra ein- ræðisherra með harðstjórnartilburði. Má ganga út frá því að aðförin gegn harðstjóranum í Írak sé til marks um að framvegis verði brugðist með sama hætti við fólskuverkum annarra einræðisherra? Sú skoðun er útbreidd að Bandaríkjamönnum hafi ekki tekizt að sýna fram á að umheiminum stafi sú ógn af Saddam Hussein, sem þeir hafa haldið fram. Á hinn bóginn má spyrja hversu lengi Saddam Hussein eigi að fá að halda áfram að halda eigin þjóð í greipum óttans og virða alþjóðasamfélagið að vettugi. Fyrir áratug ríkti ógnarstjórn á Balkanskaga. Þar var fólk pyntað og drepið. Konum var nauðgað skipu- lega og fjöldamorð voru framin. Alþjóðasamfélagið gat sagt sem svo: Látum þá drepa hvern annan. Það var ekki viðhorf fólks í öðrum löndum heldur þvert á móti að það yrði að koma í veg fyrir manndrápin. Stað- an er sú sama í Írak. Landið er bara í meiri fjarlægð frá okkur Evrópubúum en Balkanskaginn. Þess vegna tökum við síður eftir því, þegar Saddam Hussein notar eiturvopn á hendur þegnum sinnar eigin þjóðar. Jósep Stalín drap 30–40 milljónir manna. Á meðan hann var að því og í langan tíma á eftir var fólk á Vesturlöndum, sem sagði að fréttir um þessi mann- dráp Stalíns væru lygi. Eftir að Stalín var fallinn frá skýrði Krúsjeff þjóð sinni og umheiminum öllum frá því að allt, sem sagt hefði verið um fjöldamorðin á tím- um Stalíns væri rétt og reyndar ekki nema hluti sög- unnar sagður. Adolf Hitler drap Gyðinga milljónum saman en samt kom Neville Chamberlain heim frá München, veifaði hvítu blaði, hrópaði: Friður á okkar tímum og var hylltur sem þjóðhetja í Bretlandi þangað til stríðið skall á í Evrópu, Bandaríkjamenn komu og björguðu Evrópu og grimmdarverk Hitlers urðu öllum ljós. Það er nánast ótrúlegt hvað harðstjórar allra tíma geta lengi aflað sér fjöldafylgis. París hefði ekki verið frelsuð undan oki Þjóðverja, ef stuðningur Banda- ríkjamanna hefði ekki komið til. Í þessu sögulega samhengi má svara þeirri spurn- ingu, hvort málstaður Breta og Bandaríkjamanna nú réttlæti þann stuðning, sem íslenzk stjórnvöld hafa ákveðið að veita þeim. HVERS VEGNA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.