Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 18
ÍRAKSDEILAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 17
Með byltingarkenndri tvíþættri tækni, sem sótt hefur verið um einkaleyfi* á,
eykur Expandex™ formúla fyrirferð augnháranna - gerir þau allt að 300% þykkari.
Speed-Meter Brush™ sveigjuburstinn, straumlínulagaður og undralipur, rennir sér í
augnhárabeygjurnar með ofurskammt af lit. Formúla eitt fyrir ótrúleg augnhár.
Svartur, brúnn, blár og fjólublár.
*Í Bandaríkjunum og á heimsvísu.
Þykk augnhár á ofurhraða
Nýtt: MagnaScopic
Maximum Volume Mascara
Kringlunni, snyrtivörudeild, sími 568 9300
Hagkaup Spönginni, Smáralind og Akureyri.
Estée Lauder ráðgjafi verður í Hagkaup Kringlunni
fimmtudag kl. 13-18, föstudag kl. 13-18 og laugardag kl. 12-16.
MÉR FINNST skrítið og yfir því
einhver óraunveruleiki að vera hér
í Miðausturlöndum þessa mánuð-
ina. Í nálægð við grimmdarlegt og
vandlega skipulagt stríð, sem er
eins og öll stríð háð undir fölskum
formerkjum. Sagt að það eigi að
reka harðstjóra frá völdum og
koma í veg fyrir að veröldin farist
vegna þeirra gereyðingarvopna,
sem Saddam Hussein hefur falið
einhvers staðar í eyðimörkinni
sinni. Og til að koma á lýðræði í
Miðausturlöndum.
„Ég sé nýtt blómaskeið renna
upp,“ var haft eftir Cheney og
Bush og ég verð að viðurkenna, að
það fór ekkert minna en hrollur
um mig í hlýjunni hér. Það hefur
ekki borið mikið á lýðræðisást
þeirra félaga í aðdraganda þessa
stríðs þar sem menn munu deyja
og almennir borgarar lenda á flótta
og börn bíða skaða af á sál og lík-
ama. Og svo á ég að lýsa „stemmn-
ingunni“ við þessar aðstæður og þá
verður maður hreinlega kjaftstopp.
„Stríð milli tveggja
vondra manna“
„Þetta er stríð milli tveggja
vondra manna, Bush og Saddams,“
sagði sýrlenskur kunningi minn,
sem ég ræddi við í síma á miðviku-
dag til að spyrja hann um stemmn-
inguna þar í landi. Hann sagði, að
andrúmsloftið hefði snöggbreyst í
Sýrlandi síðustu vikuna, fram að
þeim tíma hefði almenningur virst
mjög tregur til að trúa því að átök-
in skyllu á. Nú virtist stríð óum-
flýjanlegt og hann sagði, að loft
væri lævi blandið í Sýrlandi og út-
lendingar væru greinilega smeykir
og lítið á ferli. Ekki sagðist hann
þó halda að ástæða væri til að ótt-
ast að á þá yrði ráðist enda hefði
lögregla og her viðbúnað og væru
áberandi hvarvetna.
„Það virðast allir heilvita menn
þeirrar skoðunar að hætta sé á að
hryðjuverk verði framin í Banda-
ríkjunum og Bretlandi þegar stríð-
ið hefst. Hvernig getur Bush for-
seti þá sagt, að hann sé að fara í
þetta stríð til að tryggja öryggi
Bandaríkjanna og allra friðelskandi
þjóða? Og hvernig stendur á því að
forsvarsmenn stríðsins blaðra sí-
fellt um lýðræðisástina og nauðsyn
á því að koma á lýðræði í Írak og
helst öllum Miðausturlöndum – og
þessir sömu menn eru að blása til
orrustu án þess að hafa pólitískan
meirihluta í neinum alþjóðastofn-
unum og meirihluti jarðarbúa er
andvígur. Svoleiðis lýðræði er
skrítið í laginu.“
Eitthvað á þessa leið segja menn
hér í Óman, í Sýrlandi og Jórdaníu
og eru hálfpartinn búnir að sætta
sig við, að stríðið sé í þann veginn
að skella á. Það er engin „panik“
eða tryllingur í fólkinu á þessu
svæði, það veit að það hefur ekkert
um þetta að segja og hvaða rökum
sem það beitir eru þau jafnóðum
vegin og léttvæg fundin – ef það er
þá hlustað á þessar raddir.
Bush Bandaríkjaforseti ætti að
hafa þjáðst af krónískum hiksta
lengi en það umtal er blávatn mið-
að við það, sem menn segja um
hann þessa dagana í Miðaustur-
löndum. Og mönnum verður varla
láð það. Að stofna til stríðs á þeim
sérstæðu og vafasömu forsendum,
sem þeir höfðingjarnir gefa sér, er
að margra mati algerlega ófyrir-
gefanlegt og forkastanlegt.
„Brjálaður trúar-
ofstækismaður“
„Svo er Bush að tala um trúarof-
stækismenn múslima og sjálfur er
hann ekkert annað en brjálaður,
kristinn trúarofstækismaður. Hann
talar eins og hann hafi fengið vitr-
un frá guði og ég hef heyrt að hann
telji sig ræða við guð sinn áður en
hann fer að sofa á kvöldin og guð
hafi sagt honum að frelsa heim-
inn,“ sagði ómanskur, opinber
starfsmaður og almennt bæta
menn gjarnan við, að tal Banda-
ríkjaforseta sé oft svo einfeldnis-
legt og beri vott um svo mikinn
skort á almennum vitsmunum, að
það sé ógurlegt að maður á slíku
stigi hafi öll þessi völd.
Óttast afleiðingar
stríðsins
Kannski er gremjan ekki lengur
mest vegna þessa yfirvofandi
stríðs, segja menn. Að sumu leyti
er kannski eins gott að þetta ger-
ist. En það, sem fjölda margir eru
uggandi um, er hversu mikið skort-
ir á að hjálpar- og mannúðarstarf
hafi verið unnið eins og Banda-
ríkjamenn hétu þó.
Þótt Rauða kross-liðar og liðs-
menn Rauða hálfmánans og ýmsar
hjálparstofnanir hafi lagt nótt við
dag undanfarið til að reisa búðir
fyrir nokkur hundruð þúsunda
flóttamanna við landamæri Íraks
og Sýrlands, landamæri Íraks og
Jórdaníu og í þriðja lagi við
landamæri Íraks og Írans, þá
stendur fjárskortur þeim fyrir þrif-
um. Alls konar framlög, sem lofað
hafði verið, meðal annars frá
Bandaríkjunum, til að setja í þetta
verk og önnur, sem lúta að eft-
irstríðsaðgerðum, hafa ekki verið
greidd.
Hvað er svo næst á dagskrá,
segja menn, Íran eða Sýrland. Afg-
anistan er gleymt og þó er allt í
fári þar. Ég held, að fáir trúi því í
augnablikinu, að ekki verði haldið
áfram í krossferðinni.
Svo byrjar stríðið bráðum og
stemmningin hér á svæðinu –
hvernig er hún? Vonleysi. Óend-
anlegt vonleysi og djúp hryggð.
Vonleysi og djúp hryggð
Reuters
Írakar brenna brúðu í líki Bush Bandaríkjaforseta í Bagdad.
Almenningur í araba-
ríkjunum skilur ekki
röksemdirnar fyrir árás
á Írak, segir Jóhanna
Kristjónsdóttir, sem nú
er í Óman. Segir hún, að
margir líti sömu augum
á Bush Bandaríkja-
forseta og múslímska
trúarofstækismenn.
ANDSTÆÐINGAR stríðs í
Írak sátu í gær um embætt-
isbústað Johns Howards, for-
sætisráðherra Ástralíu, til að
mótmæla þeirri ákvörðun hans
að um 2.000 ástralskir hermenn
tækju þátt í hernaðinum gegn
stjórn Saddams Husseins.
Grænfriðungar lokuðu aðal-
inngangi forsætisráðherrabú-
staðarins í Canberra með því að
hlekkja sig við hlið og bíla.
Howard varð því að fara út bak-
dyramegin til að komast í þing-
húsið sem er nálægt bústað
hans. Forsætisráðherrann
reiddist þegar mótmælendurn-
ir komu í veg fyrir að hann gæti
notað bíl sinn og sagði við einn
þeirra: „Ég hef rétt á að hafa
skoðun eins og þú.“
Um 70% Ástrala eru andvíg
stríði í Írak án stuðnings ör-
yggisráðs Sameinuðu þjóðanna
og Howard hefur sætt harðri
gagnrýni stjórnarandstæðinga
á þinginu fyrir að verða við
beiðni Bandaríkjastjórnar um
að leggja til herlið. Stjórnar-
andstaðan segir að þetta sé í
fyrsta sinn sem Ástralar taki
þátt í „árásarstríði“ gegn landi
sem hefur ekki ráðist á þá eða
bandamenn þeirra.
Ástralía
Setið um
bústað for-
sætisráð-
herrans
Sydney. AFP.