Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 7 FERJAN Lagarfljótsormurinn hef- ur verið seld á lokauppboði sem fram fór um borð í skipinu við bryggju á Egilsstöðum. Ferða- málasjóður, sem átti veð í ferjunni á öðrum veðrétti á um 3 milljónir króna, keypti ferjuna á 7,3 milljónir króna. Yfirbauð sjóðurinn Lands- bankann, sem átti rúmlega 7 millj- óna króna veðrétt á fyrsta veðrétti. Lagarfljótsormurinn var fluttur frá Svíþjóð vorið 1999. Hann tekur 110 farþega og er um 100 tonn að þyngd. Honum var skipað upp á Reyðarfirði og ekið á stórum flutn- ingavagni til Egilsstaða, þar sem hann var sjósettur skammt frá Lag- arfljótsbrúnni. Hófust fljótlega reglubundnar siglingar milli Egils- staða og Atlavíkur. Reksturinn gekk vel framan af og flutti ferjan 8.000 farþega fyrsta sumarið. Seig smám saman á ógæfuhliðina og eru ástæður þess m.a. taldar að illa gekk að fá erlenda ferðamenn í siglingar og ferðaskrifstofur sýndu því lítinn áhuga að setja siglingu með ferjunni inn í dagskrá ferða- hópa á þeirra vegum. Tapa milljónum Ferðamálasjóður hefur nú sem fyrr segir eignast Lagarfljótsorm- inn og mun þurfa að selja ferjuna fyrir allt að 13 milljónir til að kom- ast hjá fjárhagstjóni vegna kaup- anna. Þá lítur út fyrir að Byggða- stofnun muni tapa um 13 milljónum króna og Landsbankinn 7 milljón- um vegna ferjunnar. Óvissa ríkir nú um framtíð Lagarfljótsormsins og hafnargerð sem fyrirhuguð var á Lagarfljóti í tengslum við siglingarnar. Óvissa ríkir nú um framtíð siglinga og hafnargerð sem fyrirhuguð var á Lagarfljóti Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Óvissa ríkir um framtíð ferjunnar Lagarfljótsormsins sem siglt hefur sumarlangt milli Egilsstaða og Atlavíkur. Ferðamálasjóður kaupir Lagarfljóts- orminn á uppboði Egilsstöðum. Morgunblaðið. FJÖRUTÍU rannsóknarviðtöl hafa verið tekin við börn í Barnahúsi það sem af er árinu. Það er fjölgun um 19 miðað við sama tíma og í fyrra. Þetta kemur fram á heimasíðu Barnaverndarstofu. Af þeim 40 börnum sem hafa komið í ár, hafa 15 þeirra komið í skýrslutöku fyrir dómi, sem er 7 fleiri en á sama tíma og í fyrra. Alls hafa 25 komið í könnunarviðtöl fyrir barna- verndarnefndir. Aldrei hafa fleiri börn komið í Barnahús á einu ári en árið 2002, en þá komu 167 börn í rannsóknarviðtal, þar af 60 börn í skýrslutöku fyrir dómi. Að auki hefur sérfræðingur frá Barnahúsi verið kallaður til að taka skýrslur af fjórum börnum í dómhúsi það sem af er þessu ári en á árinu 2002 tóku sér- fræðingar hússins alls sjö skýrslur í dómhúsum. Auk við- tala sinnir Barnahús greiningu og meðferð fyrir þolendur kyn- ferðisafbrota á landinu öllu en nú fá 90 börn þá þjónustu. Fjölgun viðtala í Barnahúsi Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.