Morgunblaðið - 20.03.2003, Side 8

Morgunblaðið - 20.03.2003, Side 8
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 7 FERJAN Lagarfljótsormurinn hef- ur verið seld á lokauppboði sem fram fór um borð í skipinu við bryggju á Egilsstöðum. Ferða- málasjóður, sem átti veð í ferjunni á öðrum veðrétti á um 3 milljónir króna, keypti ferjuna á 7,3 milljónir króna. Yfirbauð sjóðurinn Lands- bankann, sem átti rúmlega 7 millj- óna króna veðrétt á fyrsta veðrétti. Lagarfljótsormurinn var fluttur frá Svíþjóð vorið 1999. Hann tekur 110 farþega og er um 100 tonn að þyngd. Honum var skipað upp á Reyðarfirði og ekið á stórum flutn- ingavagni til Egilsstaða, þar sem hann var sjósettur skammt frá Lag- arfljótsbrúnni. Hófust fljótlega reglubundnar siglingar milli Egils- staða og Atlavíkur. Reksturinn gekk vel framan af og flutti ferjan 8.000 farþega fyrsta sumarið. Seig smám saman á ógæfuhliðina og eru ástæður þess m.a. taldar að illa gekk að fá erlenda ferðamenn í siglingar og ferðaskrifstofur sýndu því lítinn áhuga að setja siglingu með ferjunni inn í dagskrá ferða- hópa á þeirra vegum. Tapa milljónum Ferðamálasjóður hefur nú sem fyrr segir eignast Lagarfljótsorm- inn og mun þurfa að selja ferjuna fyrir allt að 13 milljónir til að kom- ast hjá fjárhagstjóni vegna kaup- anna. Þá lítur út fyrir að Byggða- stofnun muni tapa um 13 milljónum króna og Landsbankinn 7 milljón- um vegna ferjunnar. Óvissa ríkir nú um framtíð Lagarfljótsormsins og hafnargerð sem fyrirhuguð var á Lagarfljóti í tengslum við siglingarnar. Óvissa ríkir nú um framtíð siglinga og hafnargerð sem fyrirhuguð var á Lagarfljóti Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Óvissa ríkir um framtíð ferjunnar Lagarfljótsormsins sem siglt hefur sumarlangt milli Egilsstaða og Atlavíkur. Ferðamálasjóður kaupir Lagarfljóts- orminn á uppboði Egilsstöðum. Morgunblaðið. FJÖRUTÍU rannsóknarviðtöl hafa verið tekin við börn í Barnahúsi það sem af er árinu. Það er fjölgun um 19 miðað við sama tíma og í fyrra. Þetta kemur fram á heimasíðu Barnaverndarstofu. Af þeim 40 börnum sem hafa komið í ár, hafa 15 þeirra komið í skýrslutöku fyrir dómi, sem er 7 fleiri en á sama tíma og í fyrra. Alls hafa 25 komið í könnunarviðtöl fyrir barna- verndarnefndir. Aldrei hafa fleiri börn komið í Barnahús á einu ári en árið 2002, en þá komu 167 börn í rannsóknarviðtal, þar af 60 börn í skýrslutöku fyrir dómi. Að auki hefur sérfræðingur frá Barnahúsi verið kallaður til að taka skýrslur af fjórum börnum í dómhúsi það sem af er þessu ári en á árinu 2002 tóku sér- fræðingar hússins alls sjö skýrslur í dómhúsum. Auk við- tala sinnir Barnahús greiningu og meðferð fyrir þolendur kyn- ferðisafbrota á landinu öllu en nú fá 90 börn þá þjónustu. Fjölgun viðtala í Barnahúsi Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.