Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 46
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 45 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Verkstæði VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Áratuga reynsla tryggir gæðin Allar viðgerðir á fjarskiptabúnaði Setjum öll tæki í bílinn þinn w w w .d es ig n. is © 20 03 Sig ur ðu rH ar ða rso n, ra fe in da vir ki ALÞJÓÐLEGI barnaleikhúsdagur- inn verður haldinn 20. mars í þriðja sinn. Með honum er vakin athygli á því miklvæga hlutverki sem leikhús- ið hefur að gegna í lífi ungra áhorf- enda og leikhúsfólks. Alþjóðlegi barnaleikhúsdagurinn er haldinn að frumkvæði ASSITEJ International – alþjóðasamtaka um barna- og unglingaleikhús. Með samskiptaneti sem tengir saman þúsundir leikhúsa og einstaklinga um allan heim hvetur ASSITEJ leik- húslistamenn sem vinna að leiksýn- ingum fyrir börn og unglinga að slá hvergi af listrænum kröfum í starfi sínu. ASSITEJ leitast við að sam- eina ólíka menningarheima og kyn- þætti í baráttu fyrir friði, jafnrétti, umburðarlyndi og menntun. Í tilefni dagsins telja Samtök um barna- og unglingaleikhús á Íslandi (Íslandsdeild ASSITEJ) rétt að vekja sérstaka athygli á þeim fjölda barnaleiksýninga sem í boði eru um þessar mundir. Hér á landi eru starfandi nokkur atvinnuleikhús sem sérstaklega sinna börnum og unglingum, má þar nefna Brúðubílinn, Leikbrúðuland, Leikhús í tösku, Leikhúsið tíu fing- ur, Möguleikhúsið, Sjónleikhúsið, Strengjaleikhúsið, Stopp-leikhópinn og Sögusvuntuna. Auk þess hafa önnur atvinnuleikhús einnig boðið upp á sýningar fyrir börn og má benda á að í vetur hafa m.a. verið í gangi barnasýningar á vegum Þjóð- leikhússins, Leikfélags Reykjavíkur, Leikfélags Akureyrar, Drauma- smiðjunnar, Á senunni og Hafnar- fjarðarleikhússins auk fjölda áhuga- leikfélaga um land allt. Sýningar sem íslensk leikhús bjóða upp á fyrir börn skipta því tug- um ár hvert og er þar um að ræða óvenju hátt hlutfall íslenskra verka. Margar þessara sýninga fara ekki hátt í almennri umræðu, eru gjarnan sýndar í grunn- og leikskólum án þess að vera auglýstar opinberlega eða vekja athygli fjölmiðla. Fjöldi áhorfenda á þessar sýningar er þó síst minni en á sýningar fyrir full- orðna, þótt áhorfendurnir sjálfir séu lægri í loftinu. Þá hafa barnaleikhús- in öðrum fremur sinnt áhorfendum utan höfuðborgarsvæðisins, en margir fyrrgreindra leikhópa fara reglulega í leikferðir um landið. Það má því með sanni segja að ís- lenskt barnaleikhús sé öflugt og lif- andi og á fleygiferð inn í framtíðina með áhorfendum sínum. PÉTUR EGGERZ, formaður Samtaka um barna- og unglingaleikhús á Íslandi. Alþjóðlegi barnaleikhús- dagurinn Frá Pétri Eggerz NÝLEGA tóku krakkarnir í 7.I í Snælandsskóla þátt í verkefninu Dagblöð í skól- um. Að lokinni verkefnaviku með dagblöð í kennslutímum komu þau í skoð- unarferð á Morgunblaðið ásamt kennara til að fá nánari innsýn í hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá Morgun- blaðinu. Morg- unblaðið þakkar 7. I kærlega fyr- ir komuna og vonar að heimsókn- in hafi orðið þessum hressu krökkum bæði til gagns og gam- ans. Morgunblaðið/Golli HALLGRÍMSKIRKJA er opin alla daga frá kl. 9 til kl. 17 til persónu- legrar bænagjörðar. Á hádegi , kl. 12.15 (mánud.-föstud.) eru kyrrðar- og bænastundir í kirkjunni með lestri Passíusálma, píslarsögu Krists og bænagjörð. Friðarstundir í Neskirkju FRIÐARSTUNDIR verða haldnar virka daga (mánud.-föstud.) í há- deginu kl. 12-13 frá og með mið- vikudeginum 19. mars til föstu- dagsins 28. mars. Friðarstundirnar eru haldnar vegna yfirvofandi styrjaldar í Írak og eru hugsaðar þannig að fólk geti átt kyrrð- arstund í kirkjunni, tendrað kerta- ljós, íhugað og beðið. Kl. 12.15 hvern dag veður leikið á orgel, lesið úr ritningunni og farið með bæn og er áætlað að þessi þátt- ur taki 10-15 mínútur. Morgunblaðið/Ómar Bæn fyrir friði í Hallgrímskirkju Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghóp- ur undir stjórn Kára Þormar organista. Kaffi og með því eftir sönginn. Allir vel- komnir. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. www.domkirkjan.is Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgelleikur, passíusálmalestur. Léttur málsverður í safnaðarheimili að stundinni lokinni. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Eldri- borgarastarf. Á morgun kl. 13.30 sam- vera í Setrinu (bridsaðstoð). Vinafundir í febrúar og mars. Spjallfund- ur kl. 14 með sr. Tómasi og Þórdísi þjón- ustufulltrúa. Kaffi á eftir. Landspítali – háskólasjúkrahús, Arnar- holt. Guðsþjónusta kl. 15. Sr. Sigurfinn- ur Þorleifsson. Langholtskirkja. Kl. 10–12 foreldra- og ungbarnamorgunn. Söngstund með Jóni Stefánssyni. Umsjón hefur Ágústa Jóns- dóttir. Kaffisopi. Kl. 12.10 lestur Pass- íusálma og bænagjörð í Guðbrandsstofu í anddyri. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel kirkjunnar frá kl. 12–12.10. Að stund- inni lokinni er léttur málsverður á kostn- aðarverði í safnaðarheimilinu. Einfalt, fljótlegt og innihaldsríkt. Samvera eldri borgara kl. 14. Gerðubergskórinn heim- sækir okkur og gleður með söng sínum. Umsjón Samverunnar í höndum Þjón- ustuhóps kirkjunnar, kirkjuvarðar og sóknarprests. Alfa-fundur í safnaðar- heimilinu kl. 20. (Sjá síðu 650 í Texta- varpi.) Neskirkja. Nedó, unglingaklúbbur, kl. 17. 10. bekkur og eldri. 8. og 9. bekkur kl. 19.30. Munda og Hans. Félagsstarf aldraðra laugardaginn 22. mars kl. 14. Ásgeir Jóhannesson, ráð- gjafi og fyrrverandi forstjóri, spjallar um fjármál eldri borgara og gefur góð ráð. Kaffiveitingar. Þátttaka tilkynnist í síma 511 1560 milli kl. 10 og 13 til föstu- dags. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Breiðholtskirkja. Biblíulestrar kl. 20–22 á vegum Leikmannaskóla kirkjunnar og Reykjavíkurprófastsdæmis eystra sem bera heitið Ábyrgð og frelsi í boðun ritn- ingarinnar. Kennari er sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur og dr. theol. Digraneskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Kirkjustarf aldraðra, Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Ung- lingakór Digraneskirkju kl. 17–19. Alfa 2 kl. 19. Vinsamlega látið vita um þátt- töku. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is.) Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Starf fyrir 8–10 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam- verustundir, ýmiss konar fyrirlestrar. Allt- af heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla fyrir 7–9 ára börn kl. 17.30–18.30. Kirkju- krakkar í Grafarvogskirkju kl. 17.30– 18.30 fyrir 7–9 ára. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju fyrir 8. bekk kl. 20–22. Æskulýðsfélag í Engjaskóla kl. 20–22 fyrir 9. og 10. bekk. Á leiðinni heim. Þekktir leikarar og skáld lesa Passíu- sálmana kl. 18.15–18.30. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30–17 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbænarefnum má koma til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefni eru skráð í bænabók kirkj- unnar af prestum og djákna. Boðið er upp á molasopa og djús að lokinni stundinni í kirkjunni. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Op- ið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheim- ilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með ung börn að koma saman í notalegu umhverfi og eiga skemmtilega samverustund. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn í dag kl. 17. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 16.30–18. Lágafellskirkja. Barnastarf Lágafells- kirkju, kirkjukrakkar, er í Varmárskóla í dag fyrir 6–7 ára börn kl. 13.15 og 8–9 ára börn kl. 14.30. Umsjón Þórdís djákni. TTT-starf Lágafellskirkju er í dag, fimmtudag, kl. 16. Mikið fjör, mikið gam- an. Allir krakkar á aldrinum 10–12 ára velkomnir. Safnaðarstarf Lágafells- kirkju. Æskulýðsstarfið Sound. Æsku- lýðshópurinn okkar er með fundi alla fimmtudaga kl. 17. Frábær hópur fyrir frábært ungt fólk í 8.–10. bekk. Safn- aðarstarf Lágafellskirkju. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn í safnaðarheimilinu. Sr. Kristján Björnsson. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir velkomnir. KFUM & K. Enginn fundur í kvöld vegna sameiginlegs fundar sl. þriðjudag. Fíladelfía. Samverustund eldri borgara í dag kl. 15. Allir velkomnir og takið með ykkur gesti. filadelfia@gospel.is. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í kapellu kl. 12. Léttur hádegis- verður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stundina. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.15 krakkaklúbbur, 4. og 5. bekkur. Kl. 19.30 söngæfing fyrir unglinga. Kl. 20.30 unglingasamvera. Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.