Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR 48 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ  GUNNAR Kvaran, forstjóri Sam- skipa í Norfolk í Bandaríkjunum, fór holu í höggi í fyrri viku, sló með sex járni á 4. holu á Honey Bee-vell- inum en hún er 150 metrar og par 3. Eftir þetta afrek Gunnars hafa þrír forstjórar íslenskra fyrirtækja á svæðinu farið holu í höggi. Auk Gunnars eru það Benedikt Sveins- son, forstjóri Iceland Seafood, og Garðar Þorsteinsson, forstjóri Eim- skips í Bandaríkjunum.  HLYNUR Jóhannesson, þjálfari kvennaliðs KA/Þórs í 1. deild í hand- boltanum, hefur ákveðið að hætta og þetta verði síðasti veturinn hans með liðið en hann hefur séð um þjálfun þess í fimm ár.  DAVE Jones, knattspyrnustjóri Wolves, var vonsvikinn yfir því að lið hans skyldi ekki ná að brjóta niður þétta varnarlínu Íslendingafélagsins Stoke City í leik liðanna í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Stoke náði markalausu jafntefli, þriðja leikinn í röð, gegn einu af efstu liðum deildarinnar.  JONES sagði að ef varnarmenn Stoke hefðu einhvern tímann komist alla leið fram á miðju vallarins í leiknum hefðu þeir þurft áttavita til að komast til baka. „En það var okk- ar að brjóta þá niður og við gátum það ekki, og þar með krækti Stoke sér í gott stig. Hvort það dugar til að halda liðinu í deildinni þegar upp verður staðið er svo annað mál,“ sagði Jones.  MARCEL Desailly, fyrirliði franska landsliðsins og Chelsea, var ekki valinn í landsliðshóp Frakka sem mætir Möltu og Ísrael í und- ankeppni EM um mánaðamótin. Desailly meiddist í leik Frakka við Tékka í síðasta mánuði en kom inná sem varamaður hjá Chelsea gegn WBA um síðustu helgi. Jacques Santini, þjálfari Frakka, telur hins vegar að Desailly sé ekki tilbúinn strax aftur í slaginn með landsliðinu.  DESAILLY þarf því að bíða um sinn með að setja nýtt landsleikja- met fyrir Frakkland en hann lék sinn 103. landsleik gegn Tékklandi og jafnaði þar með met Didiers Deschamps.  EMMANUEL Petit, félagi Desaill- ys hjá Chelsea, fékk heldur ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans, sem valdi átta leikmenn enskra félaga í hóp sinn. Þar af eru fjórir frá Arsen- al, Patrick Vieira, Sylvain Wiltord, Robert Pires og Thierry Henry.  JOHN Terry, varnarmaður Chelsea, virðist hinsvegar vera á leið í enska landsliðið á ný eftir 14 mán- aða hlé. Talið er víst að Terry, sem hefur leikið mjög vel í vetur, verði í hópnum sem Sven Göran Eriksson tilkynnir um næstu helgi fyrir leiki Englands við Liechtenstein og Tyrkland. FÓLK BAYERN München verður ekki stórtækt í kaupum á knatt- spyrnumönnum í sumar, þegar opnað verður á ný fyrir kaup og sölur á leikmönnum í Evrópu. „Við verðum að spara eins og aðrir, það verður ekki hjá því komist,“ segir Franz Becken- bauer, stjórnarformaður þýska félagsins, sem reiknar með því að almennt verði dauft yfir leik- mannamarkaðnum í Evrópu á þessu ári. Flest öll félög verði að draga saman seglin eftir þenslu síðustu ára. „Við verðum ekki á mark- aðnum í sumar nema þá í mý- flugumynd,“ segir Beckenbauer, en félag hans keypti knatt- spyrnumenn fyrir um jafnvirði tveggja milljarða króna á síðasta sumri. Þegar hefur Bayern tryggt sér kaup á tveimur leik- mönnum fyrir næstu leik fyrir rúmar 600 milljónir króna, við það verður að öllum líkindum lát- ið standa, segir Beckenbauer. Fjárhagur Bayern er í þokka- legu ástandi, eftir því sem Beck- enbauer segir og væntir hann þess að niðurstaða fjárhagsársins verði í jafnvægi. Það hafi verið mikið fjárhagslegt áfall að falla úr Meistaradeild Evrópu í vetur að loknum 32-liða úrslitum. Bay- ern hefur yfirleitt komist mikið lengra í keppninni og þar af leið- andi notið þeirra gríðarlegu tekna sem félögin fá fyrir þátt- tökuna. Þetta skilaði þeim 17 stiga forskotieftir fyrsta leikhluta 24:7 en þegar nokkuð var liðið á annan leik- hluta og forystan komin í 26 stig misstu heimastúlkur damp- inn og Njarðvíkurlið- ið með Ingibjörgu Vilbergsdóttur í broddi fylkingar skoraði 11 stig í röð og vakti nýja von hjá gestunum. Það má segja að það hafi viljað Keflvíkingum til happs að fá leikhlé eftir þennan góða kafla Njarðvíkinga, leikmenn stemmdu sig saman í bún- ingsklefanum og í síðari hálfleik var ekkert hik á heimaliðinu, sem var vel stutt af stuðningsmönnum sínum á pöllunum, og innbyrtu Keflvíkingar 25 stiga sigur, 87:62. „Við vorum tilbúnar í leikinn, ætl- uðum að keyra hratt á þær og það kom ekkert annað en sigur til greina,“ sagði Erla Þorsteinsdóttir, leikmaður Keflavíkur. „En þegar við vorum bún- ar að ná góðri forystu kom upp dálítið kæruleysi hjá okkur sem á ekki að gerast. Boltinn hætti að rúlla og það gekk ekkert eins og við ætluðum.“ Njarðvík er annað tveggja liða sem hafa náð að leggja ykkur að velli í vet- ur, er það ekki áhyggjuefni að þið skulið missa dampinn á þennan hátt? „Í leiknum sem við töpuðum í vetur vorum við sjálfum okkur verstar. Ef við mætum tilbúnar í leikinn á föstu- dag og leikum eins og við eigum að okkur þá vinnum við leikinn. Það kemur ekki til greina að missa þetta í þrjá leiki,“ sagði Erla. Keflavíkurliðið er ekki árennilegt eins og það lék í upphafi þessa leiks og lengst af síðari hálfleiks. Og ef liðið heldur einbeitingu og krafti út allan leiktímann verður vandfundið það lið sem nær stöðva sigurgöngu þeirra í úrslitunum. Leikreyndustu leikmenn liðsins, þær Erla Þorsteinsdóttir og Birna Valgarðsdóttir léku best, ásamt þjálfaranum Önnu Maríu Sveinsdótt- ur og Sonja Ortega er sívaxandi við- bót í þennan sterka hóp. Hjá Njarðvík lék Ingibjörg Vil- bergsdóttir best og þær Helga Jón- asdóttir og Krystal Scott áttu sömu- leiðis góðan leik. Morgunblaðið/Golli Hálfdán Þórðarson var FH mikilvægur í 31:23-sigri á Aftureldingu í gærkvöldi. Honum héldu engin bönd – og þá hvorki Haukur Sigurvinsson né Sverrir Björnsson, sem hér reyna að halda í kappann. Keflavíkurliðið vann fyrsta grannaslaginn KEFLVÍKINGAR unnu granna sína úr Njarðvík, 87:62, í fyrsta leik lið- anna í undanúrslitum 1. deildar kvenna í körfuknattleik, en liðin mættust í Keflavík í gærkvöldi. Keflavíkurstúlkur sem hafa haft mikla yfirburði í deildarkeppninni í vetur byrjuðu leikinn af miklum krafti. Þær keyrðu sóknirnar hratt og örugglega í gegn og varn- arlega spilaði liðið feikilega vel. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Bayern verður að spara ELÍN Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu úr KR, meiddist á hné á æf- ingu í Bandaríkjunum í fyrradag. Ekki er ljóst ennþá hversu alvarleg meiðslin eru eða hvort hún þarf að gangast undir að- gerð á hnénu. Elín Jóna, sem er 21 árs varnarmaður, var í byrjunarliði Íslands gegn Bandaríkjunum í síðasta mánuði, sem og í öllum leikj- um Íslands í undankeppni HM á síðasta ári, en hún á 9 A-landsleiki að baki og 15 leiki með 21 árs landsliðinu. Elín meiddist á hné DANIR unnu Pólverja í tveimur vináttuleikjum sem fram fóru í Danmörku í gær og fyrradag. Í gærkvöld áttust þjóðirnar við í Farum og þar unnu Danir stór- sigur, 43:26, en í fyrrakvöld var leikurinn jafnari en þá mættust þjóðirnar í Kolding og unnu Danir, 33:26. Danir höfðu mikla yfirburði í gær og eftir 15 mínútna leik má segja að þeir hafi verið búnir að gera út um leikinn, en staðan var þá 20:10. Í síðari hálfleik juku heimamenn muninn jafnt og þétt og áttu Pólverjar ekkert svar við stórleik heimamanna og ekki kom að sök að í lið þeirra vantaði Joach- im Boldsen og Lars Krogh Jeppe- sen sem urðu fyrir smá hnjaski í fyrri leiknum. Torben Winter þjálf- ari Dana var mjög ánægður með sóknarleik sinna manna en 6:0 vörn Pólverja átti engin svör við honum. Sören Stryger var markahæstur í liði Dana með 7 mörk, Lars Christiansen, markahæsti leik- maður þýsku Bundesligunnar, skoraði 6 sem og Torsten Laen. Hornamaðurinn knái, Nicolaj Jac- obsen, lék sína fyrstu landsleiki í hálft annað ár og skoraði hann 4 mörk í leiknum í gær og 3 í fyrra- kvöld. Sautján marka sigur Dana Byrjað í Grindavík DAGSETNINGAR á undanúrslitaleikjum karla á Íslandsmótinu í körfuknattleik voru staðfestar í gær. Grindavík mætir Tindastóli í Grindavík á laugardaginn klukkan 16 og Keflvíkingar taka á móti Njarðvíkingum á sunnudagskvöldið klukkan 19.15. Sömu lið mætast aftur á þriðjudag og miðvikudag, og í þriðja sinn á fimmtudag og föstudag, en þrjá sigra þarf til að komast í úr- slitaeinvígið. Ef grípa þarf til fjórða leiks verður hann í báðum til- fellum sunnudaginn 30. mars, og ef oddaleiki þarf til að knýja fram úrslit verða þeir leiknir þriðjudagskvöldið 1. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.