Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 17
ÍRAKSDEILAN 16 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALLIR vissu, að þessi dagur myndi renna upp, en samt kom hann yfir fólk eins og þjófur á nóttu. Fram að þessu hafði allt verið einhvern veg- inn svo óeðlilega eðlilegt en það breyttist síðastliðinn þriðjudag. Ótt- inn lýsti skyndilega úr hverju andliti, fólk horfði með skelfingu fram á veg- inn og velti því fyrir sér hvernig því myndi reiða af, hvort það kæmist lífs af úr hildarleiknum. „Úrslitakostir Bandaríkjamanna eru fáránlegir,“ sagði Ahmad Hass- an er hann vann að því að tæma dekkjaverslunina sína til að varn- ingnum yrði ekki stolið í skjóli stríðs- átaka. „Þeir vissu, að það var ekki hægt að verða við þeim. Þeir vildu bara stríð.“ Þungum vélbyssum hefur verið komið fyrir víða í Bagdad, við stjórn- arbyggingar og í sandpokavirkjum, og daglega fara þar fram mótmæla- göngur, sem stjórnarflokkurinn, Baath-flokkurinn, hefur skipulagt. Stærsta gangan var í Mansour- hverfinu en þar eru flest erlendu sendiráðanna og heimili margra frammámanna í flokknum. Ungt fólk með Kalashnikov-riffla í hendi og miðaldra og gamlar konur með skammbyssu á lofti kyrjuðu yfirlýs- ingar um, að þau myndu fórna lífi sínu fyrir Saddam. „Já, við munum berjast,“ sagði Aliya Ali, tæplega fimmtug kona, sem mætt var með Tamöru, 10 ára gamla dótturdóttur sína. Vilja frið Margar göngur af þessu tagi hafa verið farnar á síðustu vikum en gangan í Mansour-hverfinu var óvenjuleg að því leyti, að nú vissi fólk að stundin var að renna upp. Mohammed Fayak, tæplega sex- tugur maður, var með Kalashnikov- riffil, sem hann hefur átt frá því hann var 19 ára og notaði í Persaflóastríð- inu fyrsta, milli Íraka og Írana. Kvaðst hann ætla að nota hann aftur til að verja landið en lagði um leið áherslu á, að hann vildi frið, „ekki bara fyrir okkur, heldur allan heim- inn“. Þessar yfirlýsingar benda ekki til, að fólk leggi mikinn trúnað á það, sem George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði um bjarta framtíð Íraks að stríði loknu. Á móti kemur, að því er ekki frjálst að segja hvað sem er, en þegar Bush talar um að bola burt „einræðisherranum“ og koma á lýð- ræði í Írak heyrir fólk sprengjugný- inn í fjarska. Bandaríkjamenn kunni að hafa ýmsar ástæður fyrir barátt- unni gegn Saddam, en velferð írasks almennings sé ekki ein af þeim. Því virðist almennt trúað í Írak, að markmið Bandaríkjastjórnar séu tvö: Að tryggja sér yfirráð yfir ol- íunni og skipa málum í Miðaustur- löndum með þeim hætti, sem henni líkar best. Sumir segjast ekki trúa því, sem er að gerast. Hvernig í ósköpunum geti staðið á því, að herveldi eins og Bandaríkin skuli vilja ráðast á þriðjaheimsríki í órafjarlægð með það að yfirvarpi, að það eigi gereyð- ingarvopn, sem ógni Bandaríkjun- um? „Ástæðan er stöðugt að breytast. Nýjasta skilyrðið er, að forsetinn fari úr landi,“ sagði gamall maður fyrir utan verslun í Mansour. Hann hafði keypt einn kálhaus og hafði áhyggjur af því, að hann skemmdist ef raf- magnið færi af borginni. „En það skiptir kannski engu máli. Þeir munu sprengja allt í tætlur hvort eð er.“ „Ég hata það, sem er svart“ „Ég hef ekki sofið í heila viku,“ segir listamaðurinn Maher Samarai um leið og hann horfir yfir Tígris- fljót frá Hawar-listasafninu. „Ég hef áhyggjur af brúnum, húsunum, fal- legu byggingunum, öllu því, sem hef- ur verið byggt upp eftir 1991. Borgin er eins og hvít dúfa og nú ætla B-52- sprengjuflugvélarnar að koma og sverta hana. Ég hata það, sem er svart.“ Sjúkrahúsin rýmd Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá því í gær að mikill viðbún- aður væri á sjúkrahúsum í Bagdad. Reynt væri að rýma sjúkradeildir til að unnt yrði að taka við særðum. Þá hermdu fréttir að nokkuð væri um að ófrískar konur hefðu á undanliðnum dögum farið fram á að börn þeirra yrðu tekin með keisaraskurði til að losna við að liggja á fæðingardeildum þegar átökin hæfust. Á milli draums og veruleika Kvíði og ótti eru tilfinningarnar, sem ráða ríkjum í Bagdad. Borgin er eins og lömuð vegna yfirvofandi árása og vegna 30 ára harðstjórnar Baath-flokksins. Það hnussar hins vegar í Samarai og vinum hans þegar minnst er á yfirlýsingu Bush um að „frelsunin“ sé í nánd. „Þeir ætla að brenna allan skóginn til að ná ref- inum. Það er mín skoðun,“ segir Samarai. Blaðamaðurinn Saad Hadi segir, að Bagdad sé ekki eiginleg borg: „Hún er einhvers staðar á milli draums og veruleika. París og Lond- on eru raunverulegar borgir en þeg- ar minnst er á Bagdad kemur sagan sjálf á móti okkur. Kannski þeir ætli nú að bæta einhverju nýju við hana.“ „Þeir munu sprengja allt í tætlur“ LAT/Carolyn Cole Fullorðnar konur lýstu yfir stuðningi sínum við Saddam Hussein í mótmælagöngu í Mansour-hverfinu í Bagdad. Kvíði og ótti eru tilfinningarnar sem ráða ríkjum í Bagdad og margir segj- ast ekki trúa því sem er að gerast LAT/Carolyn Cole Eigandi leðurvöruverslunar í Bagdad býr sig undir stríðið með því að setja límband á rúðurnar. Þá er minni hætta á, að glerið sópist um allt. Bagdad. Los Angeles Times. ’ Þeir ætla aðbrenna allan skóginn til að ná refinum. ‘ YFIRMAÐUR leyniþjónustu bandaríska varnarmálaráðuneytis- ins, DIA, segir að líkur séu á því að margir íraskir hermenn gefist upp fljótlega eftir að stríð hefst í Írak þar sem ýmislegt bendi til þess að einn viðamesti „sálfræðihernaður“ sögunnar hafi borið tilætlaðan ár- angur. „Við erum undir það búnir að her Íraks veiti harða mótspyrnu og verði skipulegur í aðgerðum sín- um,“ sagði Lowell E. Jacoby, yfir- maður DIA. „Það eru samt mjög raunverulegar líkur á því að mót- spyrnan snarminnki fljótlega eftir að stríðið hefst.“ Bandaríkjaher hefur útvarpað áróðri gegn stjórn Saddams Huss- eins og varpað niður 14 milljónum dreifirita yfir sunnanvert Írak til að hvetja íraska hermenn til að berjast ekki fyrir „spillta“ stjórn Saddams. Þeir hafa einnig verið hvattir til þess að beita ekki sýkla- eða efna- vopnum og kveikja ekki í olíulindum og varaðir við því að þeir kunni að verða saksóttir gerist þeir sekir um stríðsglæpi. Bandarískar flugvélar vörpuðu niður 360.000 dreifiritum í fyrradag eftir að George W. Bush Banda- ríkjaforseti flutti sjónvarpsávarp þar sem hann hvatti íraska her- menn til að veita ekki mótspyrnu og sagði að þeir myndu fá „skýrar leið- beiningar“ frá Bandaríkjaher um hvað þeir þyrftu að gera til að kom- ast hjá því að ráðist yrði á þá. „Ekki hægt að knýja fram hollustu“ Jacoby sagði líklegt að þessi skilaboð hefðu áhrif á framgöngu hermannanna í stríðinu. Reynslan af einræðisstjórnum sýndi einnig að fólk væri ekki tilbúið að fórna lífi sínu fyrir þær þegar á reyndi. „Það kemur að þeim tímapunkti að fólk hættir að hræðast stjórnina og harðstjórana og bregst við nýjum aðstæðum, vegna þess að það er ekki hægt að knýja fram hollustu,“ sagði Jacoby. „Það er hægt að knýja fram undanlátssemi, en ekki hollustu.“ Embættismenn í bandaríska varnarmálaráðuneytinu segja að íraskar hersveitir, þeirra á meðal sex deildir Lýðveldisvarðarins, úr- valssveita Írakshers, hafi farið úr herstöðvum sínum og dreift sér um Írak. „Þeir eru að reyna að komast klakklaust í gegnum fyrstu árás- ina,“ sagði einn embættismann- anna. Komið hafa fram vísbendingar, sem hafa m.a. fengist með símahler- unum og tölvunjósnum, um að sál- fræðihernaðurinn hafi dregið kjark úr hermönnum og írösku yfirstétt- inni, að sögn leyniþjónustumanna. Þeir skírskotuðu einnig til frétta í breskum fjölmiðlum um að nokkrir íraskir hermenn hefðu farið yfir landamærin til að gefa sig á vald breskum hermönnum í Kúveit en þeir hafi verið sendir aftur til Íraks. Bandarísku embættismennirnir segja þó að ekki hafi komið fram neinar ótvíræðar vísbendingar um að heilu hersveitirnar séu að búa sig undir að gefast upp. Jacoby sagði að Íraksher legði mesta áherslu á að efla loftvarnirn- ar í Bagdad og nágrenni og búist væri við því að dyggustu stuðnings- mönnum Saddams í hernum yrði falið að verja höfuðborgina. Ekki eru taldar miklar líkur á því að Íraksher geti skotið niður banda- rískar herflugvélar þar sem loft- varnavopn þeirra eru orðin úrelt. Flugmennirnar þurfa þó að fljúga vélunum hátt yfir Bagdad og það gæti orðið til þess að sprengjuárásir þeirra yrðu ekki eins nákvæmar og ella. Loftvarnir Íraka gætu einnig orðið til þess að Bandaríkjaher forðaðist að láta þyrlur fljúga lágt yfir Bagdad, þannig að erfitt yrði að veita hermönnum sem berjast í borginni stuðning úr lofti. Líkur á að íraskir her- menn gefist fljótlega upp Sálfræðihernaðurinn sagður bera tilætlaðan árangur Washington. The Washington Post. ’ Það er hægt að knýja fram undanlátssemi en ekki hollustu. ‘ Reuters Íraskir hermenn í Bagdad lýsa stuðningi við Saddam Hussein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.