Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 53 Miðaverð á tónleikana kr. 3.500. Með mat kr. 6.400. Húsið opnað fyrir matargesti kl. 19.30. Einstakt tækifæri til að heyra þessa frábæru og sögufrægu hljómsveit flytja sígilda rokksmelli sína eins og For Your Love, Heart Full Of Soul, Good Morning Little Schoolgirl, Shapes Of Things, Still I'm Sad, Over Under Sideways Down og marga fleiri, auk nýs efnis af væntanlegri plötu, þeirri fyrstu sem The Yardbirds senda frá sér frá árinu 1968. Tryggið ykkur miða í tíma! Aðeins einir tónleikar! „Yardbirds ruddu brautina fyrir súrt rafgítarrokk og almenna rokkframúrstefnu. Í breskri blúsrokksögu eru Yardbirds fremstir meðal jafningja og ótrúlegt til að vita að þeir Jeff Beck, Jimmy Page og Eric Clapt- on hafi allir verið í sömu hjómsveitinni.“ - Árni Matthíasson, Mbl „Ein af þeim minnisstæðustu ...“ - Einar Már Guðmundsson, rithöfundur „Yardbirds eru bresk uppspretta sem hafði og hef- ur enn áhrif á rokksöguna um allan heim og hefur getið af sér mikið af því allra besta sem komið hefur fram í rokktónlist síðan 1964.“ - Rúnar Júlíusson, tónlistarmaður „Eric Clapton, Jimmy Page og Jeff Beck spiluðu allir með Yardbirds á sínum tíma. Þarf að segja meira?“ - Ólafur Páll Gunnarsson, Rás 2 „Án efa ein mikilvægasta hljómsveit Bítlaáranna!“ - Jón Ólafsson, tónlistarmaður „Yardbirds eru kannski ævintýralegasta sveit 7. áratugarins; uppeldisstöð þriggja gítarhetja sem á sínum tíma vísaði veginn að því hvernig standa beri að tilraunamennsku innan popp- og rokktónlistar.“ - Arnar Eggert Thoroddsen, Mbl „Yardbirds höfðu áhrif á allar hljómsveitir, sem komu frá Bretlandi á 7. áratugnum, allt frá Bítlunum til Rolling Stones. - Ásmundur Jónsson Smekkleysu Söguleg rokkveisla á með Fimmtudagskvöldið 27. mars kl. 22.00 Miðasala er hafin á í síma 533-1100. Fax 533-1110 og í bókabúðum Máls og menningar Laugavegi, Mjódd og Síðumúla. SJÁIÐHEIMILDAÞÁTTINNUM SÖGUTHE YARDBIRDSÍ SJÓNVARPINUÍ KVÖLD! SJÓNVARPIÐ hefur keypt yfir 200 kvikmyndir af Sambíóunum og Há- skólabíói. Að sögn Bjarna Guð- mundssonar framkvæmdastjóra Sjónvarpsins er hér um að ræða einn allra stærsta sjónvarpssamn- ing sem gerður hefur verið við inn- lenda dreifingaraðila. Hann segir kvikmyndirnar jafn ólíkar og þær eru margar. Um sé að ræða afþreyingarmyndir af ýms- um toga; spennumyndir, hasar- myndir, gamanmyndir, rómantískar myndir, barna- og fjölskyldumyndir sem og listrænar kvikmyndir frá Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. Allen, Amélie, Ástríkur og Aðlögun Flestar eru myndirnar nýjar eða nýlegar og nokkrar eru meira að segja enn á framleiðslustigi. Í næst- um öllum tilvikum er um að ræða frumsýningar í íslensku sjónvarpi. Meðal góðkunnra og athyglis- verðra mynda í pakkanum stóra eru franska verðlauna myndin Amélie, Þögli Ameríkaninn (The Quiet American), Njósnaleikur (Spy Game), Mothman-spádómarnir (The Mothman Prophecies), Stúlka á brú (La fille sur Le point), Svefn- vana (Insomnia), Ali, Aðlögun (Adaptation), Woody Allen- myndirnar Smákrimmar (Small Time Crooks), Hollywood-endir (Hollywood Ending), Dómsdagur nú – sérútgáfa (Apocalypse Now Redux), K-Pax, Ástríkur og Kleó- patra (Asterix and Obelix: Mission Cleopatra), önnur mynd Lukasar Moodyssons Tillsammans og spænska verðlaunamyndin Alein (Solas). Aðspurður segir Bjarni rösklega 70% myndanna vera bandarísk og tæp 30% frá öðrum heimshlutum. Fyrstu sýndar í sumar Fyrstu myndirnar birtast fljót- lega eða um mitt þetta ár og segir Bjarni að áhorfendur Sjónvarps muni því njóta góðs af fjölbreyttu kvikmyndaúrvali á næstu árum. Ekki segir Bjarni neina ákvörðun hafa verið tekna um fjölgun bíó- mynda eða breytt sýningarfyrir- komulag í kjölfar innkaupanna, að jafnaði verði frumsýndar 5 myndir á viku og tvær endursýningar. Nýjar myndir úr öllum áttum Morgunblaðið/Kristinn Guðmundur Ingi Kristjánsson, Björn Árnason og Bjarni Guðmundsson við undirritun samningsins stóra í útvarpshúsinu í gær. Sjónvarpið kaupir 200 bíómyndir ÁLFABLÓM ÁLFHEIMUM 6 553 3978 7 rósir á 500 kr. Blóm og skreytingar Heimsendingarþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.