Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 92. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Stríð í Írak: Colin Powell segir SÞ fá hlutverk við endurreisnina  Taldir undirbúa blóðugt lokauppgjör 18/22 BANDARÍSKAR hersveitir gerðu í gærkvöld áhlaup að Saddam Hussein-alþjóðaflugvellinum í út- jaðri Bagdad. Vitni sögðu að gerð hefði verið stórskotaliðsárás á her- sveitir Íraka á alþjóðaflugvellinum og að margir menn væru fallnir eða særðir. Hafði AFP-fréttastofan eftir foringja í fótgönguliði Banda- ríkjahers, Morris Goins, að búið væri að tryggja yfirráð yfir hluta vallarins. Um eitt þúsund hermenn hefðu tekið þátt í áhlaupinu og mótspyrna verið lítil. Í gærkvöld skýrðu fjölmargar fréttastofur frá því að Bandaríkja- menn hefðu náð hluta Saddam- flugvallar sem er um 16 km frá miðborg Bagdad. Aðrar óstaðfest- ar fréttir hermdu að hann væri á valdi þeirra. Reuters-fréttastofan hafði heimildir fyrir því að um 120 manns hefðu fallið eða særst í árás bandamanna á þorp í nágrenni flugvallarins. Herstjórn banda- manna vildi ekki tjá sig um frétt þessa. CNN-sjónvarpsstöðin sagði frá því að íröskum almenningi hefði verið fyrirskipað að verja flugvöll- inn. Herfræðingar sögðu að mjög mikilvægt mætti teljast ef banda- menn næðu Saddam-velli. Í sál- rænu tilliti myndi slíkur sigur vega þungt og allir liðs- og birgðaflutn- ingar til hersveita í kringum Bagd- ad yrðu auðveldari. Stórskota- liðsdrunur bárust úr úthverfum borgarinnar er Írakar reyndu að hefta sókn bandarískra herflokka. Myrkur grúfði yfir því rafmagn var farið af stórum hluta borgarinnar í fyrsta skipti frá því að stríðið hófst. Þungar loftárásir voru gerðar á Bagdad í gærkvöld og eldar loguðu í miðborginni. Óljósar fréttir bár- ust af því að fjöldi fólks hefði flúið höfuðborgina og spenna var sögð fara ört vaxandi. Írakar lokuðu helstu leiðum út úr borginni í gær- kvöld. Lýðveldisvörðurinn að hruni kominn? Hersveitir Bandaríkjamanna voru sagðar í aðeins fimmtán km fjarlægð frá miðborg Bagdad. „Þær eru í minni fjarlægð frá miðbæ írösku höfuðborgarinnar heldur en margir Bandaríkjamenn, sem hvern dag aka í vinnuna úr út- hverfunum, eru frá vinnustað sín- um,“ sagði Donald Rumsfeld, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna. Bandarískir landgönguliðar sóttu að Bagdad úr suðaustri og mættu þeir harðri mótspyrnu nærri Aziziyah, um 60 km suðaust- ur af borginni. Talsmenn her- stjórnar bandamanna sögðu hins vegar að þess sæjust aukin merki að úrvalssveitir Íraka, Lýðveldis- vörðurinn, væru að hruni komnar. Tök stjórnvalda á samfélaginu væru greinilega tekin að linast. Upplýsingaráðherra Íraks, Mohammed Saeed al-Sahhaf, neit- aði því hins vegar að hersveitir Bandaríkjamanna hefðu tekið sér stöðu við borgarmörk Bagdad. „Þeir eru ekki einu sinni 160 kíló- metra frá Bagdad,“ sagði hann. Þvert á móti ættu Bandaríkjamenn undir högg að sækja gegn Íraksher á öllum vígstöðvum. „Við eigum í hörðum bardögum við þennan snák og við munum hafa sigur,“ sagði hann. Hluti Saddam-flugvallar á valdi Bandaríkjamanna Skýrt frá miklu mannfalli í áhlaupi í gærkvöld  Stórskotaliðs- drunur í úthverfum Bagdad og miklir eldar loga í miðborginni Reuters Breskur hermaður í varðstöðu vegna hugsanlegra ferða íraskra hermanna í nágrenni olíulinda í útjaðri borgarinnar Basra í suðurhluta Íraks. Hersveitir bandamanna eru nú komnar að borgarmörkum Bagdad. ATVINNULAUSUM fækkaði um 81 í marsmánuði samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Þetta er í fyrsta skipti síðan í ágúst í fyrra sem atvinnulausu fólki fækkar milli mánaða. Um síðustu mánaðamót var 6.131 á atvinnuleysisskrá en í upphafi mánaðarins voru 6.212 á skrá. Atvinnuleysi mælist núna u.þ.b. 4%. Bæði konum og körlum hefur fækkað á atvinnuleysisskrá, en karlar eru eftir sem áður nokkuð fleiri en konur eða 3.233 karlar á móti 2.898 konum. Langflestir sem ekki hafa vinnu búa á höfuðborg- arsvæðinu eða 4.001. Samkvæmt tölunum virðist atvinnuástandið fyrst og fremst vera að batna á landsbyggðinni. Atvinnulausum fækkaði ekki á höfuðborgarsvæð- inu í mars. Sú breyting hefur einnig orðið að framboð lausra starfa hefur aukist á nýjan leik. Gissur Pétursson, for- stjóri Vinnumálastofnunar, segir að dregið hafi verulega úr nýskráning- um. Hætta við uppsagnir Gissur segir að mikil hreyfing sé á atvinnuleysisskrá. Margir séu að fá vinnu og aðrir séu að bætast við skrána. Sumstaðar hafi atvinnu- leysi minnkað verulega, eins og t.d. í Vestmannaeyjum og víðar á Suð- urlandi. Hann segir almennt já- kvæðari tón í fyrirtækjum. Dæmi séu um fyrirtæki sem hafi verið að íhuga uppsagnir en séu nú fallin frá þeim. Gissur segist vonast eftir að atvinnuleysi eigi eftir að minnka á næstu mánuðum. Raunhæft sé að gera ráð fyrir að atvinnuleysi fari niður í 3,8% í þessum mánuði. Á fyrstu þremur mánuðum árs- ins námu útgjöld Atvinnuleysis- tryggingasjóðs einum milljarði króna, en á sama tíma í fyrra hafði sjóðurinn greitt 570 milljónir í at- vinnuleysisbætur. Gissur segir að áætlun sjóðsins byggist á því að það dragi úr atvinnuleysi þegar líður á árið og að útgjöld sjóðsins verði um þrír milljarðar fyrir árið í heild. Í fjárlögum var gert ráð fyrir að út- gjöld sjóðsins yrðu 2,5 milljarðar. Atvinnulausum fækkar Stefnir í um þriggja milljarða útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs í ár                                                                    FRANSKI forsætisráð- herrann, Jean-Pierre Raffarin, sagði í gær að Bandaríkin hefðu gert „mikil mistök“ með því að efna til hernaðar gegn Írak. Raffarin sagði að mis- tökin væru í fyrsta lagi siðferðilegs eðlis. Það hefðu verið aðrir kostir í stöðunni en stríð, af- vopna hefði mátt Írak með öðrum hætti. Ákvörðun Bandaríkjastjórnar hefði einnig verið pólitísk mistök því hætta væri á að Íraksstríðið ylli því að átök Ísraela og Pal- estínumanna yrðu enn hatrammari. Þá væri árásin á Írak herfræðileg mistök af hálfu Bandaríkjamanna því hún gæfi til kynna að þeir teldu sig geta farið sínu fram hvað sem aðrir segðu. Raffarin lagði hins vegar áherslu á að Frakkar styddu auðvitað ekki einræðisstjórnir eins og þá írösku. Bandaríkin gerðu „mik- il mistök“ París. AP, AFP. Jean-Pierre Raffarin RICHARD Myers, forseti bandaríska her- ráðsins, gaf í skyn í gær að þess yrði freist- að að einangra stjórnina í Bagdad um leið og herlið héldi inn í hverfi shíta í borginni og treysti tök sín annars staðar í landinu. Myers lét þessi orð falla á fundi með fréttamönnum og gaf til kynna að banda- menn hefðu ekki hugsað sér að sitja um Bagdad. Frekar virtist hann hafa í huga að stjórn Saddams Husseins yrði einangruð þannig að hún hefði engin tök á samfélag- inu. Orð Myers voru túlkuð á þann veg að bandamenn hygðust jafnvel koma á stjórn- valdi í Írak áður en Saddam og menn hans hefðu verið sigraðir í Bagdad. Stjórnin einangruð? Washington. AFP. Richard Myers ræðir við fréttamenn. BANDARÍSKIR hermenn skutu þrjá óbreytta, íraska borgara til bana skammt suður af Bagdad í gær. Að sögn CNN-sjónvarpsstöðvarinnar hófu bandarískir landgönguliðar skothríð þegar bílstjóri leigubifreiðar varð ekki við fyrirskipunum þeirra um að nema staðar við varðstöð. Bílstjórinn og annar maður létu lífið í árásinni. Síðar andaðist tveggja ára drengur eftir að hafa gengist undir að- gerð vegna skotsára á höfði. Móðir hans særðist og var hún í lífshættu í gærkvöld. Bandarískir embættismenn staðfestu þessa frétt í gærkvöld. Skutu óbreytta borgara til bana ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.