Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 17
G
Ú
S
T
A
HVERFISGÖTU 21 • SÍMI 552 8755 • FAX 562 3188 • www.fbm.is • fbm@fbm.is
Sumir KOMAST ekki á aðalfund
– EN HVAÐ MEÐ ÞIG?
Aðalfundur FBM verður haldinn laugardaginn
12. apríl nk. á Grand Hótel v/Sigtún, kl. 10.
Morgunkaffi er milli 9 og 10 og einnig verður
boðinn matur í fundarhléi.
o Aðalfundarmál og önnur mál.
Nefndir sem fjallað hafa um aðild FBM að ASÍ
og um nýtt nafn á FBM skila áliti.
Reikningar, fundargerðir, tillögur um laga-
breytingar og aðrar framkomnar tillögur liggja
frammi á skrifstofu FBM frá og með 3. apríl 2003.
Fyrir fundinum liggja lagabreytingar.
FINNBOGI Jónsson, formaður
stjórnar Samherja, sagði á aðal-
fundi félagsins í gær það eitt brýn-
asta verkefni stjórnvalda í efna-
hagsmálum að sjá til þess að
fjármögnun þeirra virkjanafram-
kvæmda sem fram undan væru á
Austurlandi yrði með þeim hætti að
jafnvægi og stöðugleiki ríkti á gjald-
eyrismarkaði.
Sagði Finnbogi það umhugsunar-
efni fyrir fyrirtæki eins og Sam-
herja sem fengi allar sínar tekjur í
erlendri mynt og greiddi í sömu
gjaldmiðlum mjög stóran hluta
kostnaðarins, að taka upp skráningu
á bókhaldi félagsins og hlutabréfum
í erlendri mynt. Árið 2001 varð mik-
ið gengistap hjá fyrirtækinu, 1048
milljónir króna en mikil umskipti
urðu á síðasta ári þegar gengis-
hagnaður var mikill eða 1067 millj-
ónir króna. „Þessar sveiflur, þar
sem eitt árið er milljarður í geng-
istap og hitt árið milljarður í geng-
ishagnað, eru auðvitað algerlega
óþolandi,“ sagði Finnbogi.
Þorsteinn Már Baldvinsson for-
stjóri kvaðst fagna umræðum um
laun og kjör stjórnenda fyrirtækja
og upplýsti á fundinum að laun hans
árið 2002 hefðu numið 14,4 millj-
ónum króna eða um 1,2 milljónum á
mánuði. Þá fékk hann greiddar 2,9
milljónir vegna leiðréttingar á laun-
um ársins á undan. Félagið greiðir
auk þess 10% aukaframlag í lífeyr-
issjóð og lætur forstjóranum í té
bifreið til eigin nota sem af eru
reiknuð bifreiðahlunnindi. Ekki
væri um frekari hlunnindi að ræða,
kauprétt eða bónusgreiðslur. Gat
Þorsteinn þess að á síðustu tveimur
árum hefðu átta sjómenn félagsins
haft hærri laun en hann sjálfur.
Á fundinum var samþykkt að
greiða 20% arð til hluthafa og fer
arðgreiðsla fram 21. maí næstkom-
andi. Þá var samþykkt heimild til
stjórnar að kaupa bréf í Samherja
að nafnvirði allt að 166 milljónir
króna og má kaupverð þeirra vera
allt að 10% yfir meðal söluverði.
Ein breyting var gerð á stjórn fé-
lagsins, en Arngrímur Jóhannsson
gengur úr stjórn og í hans stað
kemur Gunnar Felixson. Aðrir
stjórnarmenn eru Finnbogi Jóns-
son, Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
Óskar Magnússon og Jón Sigurðs-
son. Í varastjórn eru Eiríkur Jó-
hannsson og Kristján Jóhannsson.
Stöðugleiki ríki á
gjaldeyrismarkaði
Aðalfundur Samherja haldinn á Akureyri í gær
Morgunblaðið/Kristján
Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Samherja, og Þorsteinn Már
Baldvinsson forstjóri ræða málin á aðalfundi félagsins í gær.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111