Morgunblaðið - 04.04.2003, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 04.04.2003, Qupperneq 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 17 G Ú S T A HVERFISGÖTU 21 • SÍMI 552 8755 • FAX 562 3188 • www.fbm.is • fbm@fbm.is Sumir KOMAST ekki á aðalfund – EN HVAÐ MEÐ ÞIG? Aðalfundur FBM verður haldinn laugardaginn 12. apríl nk. á Grand Hótel v/Sigtún, kl. 10. Morgunkaffi er milli 9 og 10 og einnig verður boðinn matur í fundarhléi. o Aðalfundarmál og önnur mál. Nefndir sem fjallað hafa um aðild FBM að ASÍ og um nýtt nafn á FBM skila áliti. Reikningar, fundargerðir, tillögur um laga- breytingar og aðrar framkomnar tillögur liggja frammi á skrifstofu FBM frá og með 3. apríl 2003. Fyrir fundinum liggja lagabreytingar. FINNBOGI Jónsson, formaður stjórnar Samherja, sagði á aðal- fundi félagsins í gær það eitt brýn- asta verkefni stjórnvalda í efna- hagsmálum að sjá til þess að fjármögnun þeirra virkjanafram- kvæmda sem fram undan væru á Austurlandi yrði með þeim hætti að jafnvægi og stöðugleiki ríkti á gjald- eyrismarkaði. Sagði Finnbogi það umhugsunar- efni fyrir fyrirtæki eins og Sam- herja sem fengi allar sínar tekjur í erlendri mynt og greiddi í sömu gjaldmiðlum mjög stóran hluta kostnaðarins, að taka upp skráningu á bókhaldi félagsins og hlutabréfum í erlendri mynt. Árið 2001 varð mik- ið gengistap hjá fyrirtækinu, 1048 milljónir króna en mikil umskipti urðu á síðasta ári þegar gengis- hagnaður var mikill eða 1067 millj- ónir króna. „Þessar sveiflur, þar sem eitt árið er milljarður í geng- istap og hitt árið milljarður í geng- ishagnað, eru auðvitað algerlega óþolandi,“ sagði Finnbogi. Þorsteinn Már Baldvinsson for- stjóri kvaðst fagna umræðum um laun og kjör stjórnenda fyrirtækja og upplýsti á fundinum að laun hans árið 2002 hefðu numið 14,4 millj- ónum króna eða um 1,2 milljónum á mánuði. Þá fékk hann greiddar 2,9 milljónir vegna leiðréttingar á laun- um ársins á undan. Félagið greiðir auk þess 10% aukaframlag í lífeyr- issjóð og lætur forstjóranum í té bifreið til eigin nota sem af eru reiknuð bifreiðahlunnindi. Ekki væri um frekari hlunnindi að ræða, kauprétt eða bónusgreiðslur. Gat Þorsteinn þess að á síðustu tveimur árum hefðu átta sjómenn félagsins haft hærri laun en hann sjálfur. Á fundinum var samþykkt að greiða 20% arð til hluthafa og fer arðgreiðsla fram 21. maí næstkom- andi. Þá var samþykkt heimild til stjórnar að kaupa bréf í Samherja að nafnvirði allt að 166 milljónir króna og má kaupverð þeirra vera allt að 10% yfir meðal söluverði. Ein breyting var gerð á stjórn fé- lagsins, en Arngrímur Jóhannsson gengur úr stjórn og í hans stað kemur Gunnar Felixson. Aðrir stjórnarmenn eru Finnbogi Jóns- son, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Óskar Magnússon og Jón Sigurðs- son. Í varastjórn eru Eiríkur Jó- hannsson og Kristján Jóhannsson. Stöðugleiki ríki á gjaldeyrismarkaði Aðalfundur Samherja haldinn á Akureyri í gær Morgunblaðið/Kristján Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri ræða málin á aðalfundi félagsins í gær. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.