Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 23
KOFI Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, fagnaði í gær
„endanlegu“ friðarsamkomulagi sem
fulltrúar stríð-
andi fylkinga,
sem borizt hafa á
banaspjót í borg-
arastríði í Lýð-
veldinu Kongó
undanfarin fjög-
ur ár, undirrit-
uðu á miðviku-
dag. Sagði
Annan þetta vera
tímamóta-
árangur sem gæti haft mikla þýðingu
fyrir landið og álfuna.
Er vonazt til þess að friðarsam-
komulagið marki loksins endalok
átaka sem staðið hafa yfir í rúm fjög-
ur ár og talið er að hafi kostað allt að
3,5 milljónir manna lífið.
Það voru fulltrúar stjórnvalda,
uppreisnarmanna og stjórnarand-
stæðinga sem skrifuðu undir sam-
komulagið en það felur í sér að sett
verði á laggirnar þjóðstjórn allra deil-
enda. Forsetar Suður-Afríku,
Namibíu, Botswana, Zambíu og Zim-
babwe voru viðstaddir undirritunar-
athöfnina.
Kabila áfram forseti
Joseph Kabila, forseti Kongós, var
þó ekki viðstaddur athöfnina, en hún
fór fram í Suður-Afríku. Samkvæmt
samkomulaginu er gert ráð fyrir því
að Kabila verði forseti áfram næstu
tvö árin, sem hægt verði að fram-
lengja í þrjú, en á þeim tíma fari fram
fyrstu raunverulega lýðræðislegu
kosningarnar í landinu frá því það
hlaut sjálfstæði frá Belgíu árið 1960.
Gert er ráð fyrir að Kabila deili völd-
unum á þessu millibilstímabili með
fjórum varaforsetum – sínum frá
hvorri tveggja helztu uppreisnar-
hreyfinganna, einum frá núverandi
stjórn og einum frá stjórnarandstöð-
unni.
Erfiðlega hefur gengið að mjaka
friðarumleitunum í Kongó áfram og
hafa viðræður staðið yfir með hléum
undanfarna 29 mánuði. Í desember sl.
náðist samkomulag um bráðabirgða-
stjórn fyrir Kongó og í síðasta mán-
uði urðu menn ásáttir um nýja stjórn-
arskrá. Vonast er til að undirritun
samkomulagsins á miðvikudag marki
endapunktinn í þessu friðarferli.
Endi bundinn á borgarastríð í Lýðveldinu Kongó
Friðarsamningi fagnað
Sun City í Suður-Afríku, Sameinuðu þjóðunum. AFP.
Joseph
Kabila
ÍSRAELAR hafa aukið hernaðarað-
gerðir sínar á heimastjórnarsvæðum
Palestínumanna og drápu í gær sex
menn á Gaza og Vesturbakkanum.
Ísraelar drápu fjóra Palestínu-
menn í Rafah-flóttamannabúðunum
á Gaza þegar þeir réðust þar inn með
40 skriðdreka, þyrlur og einhvern
fjölda af jarðýtum. Var skotið af
skriðdrekum og þyrlum á búðirnar.
Á Vesturbakkanum skutu ísraelskir
hermenn palestínskan ungling til
bana þar sem hann stóð í útidyrum
heimilis síns og einn liðsmanna
Hamas-hreyfingarinnar var felldur í
skotbardaga við hermennina.
Ísraelsku hermennirnir ráku einn-
ig 1.000 manns á bardagaaldri frá
heimilum sínum í flóttamannabúðum
á Vesturbakkanum og sögðu, að þeir
fengju ekki að snúa heim fyrr en bú-
ið væri að leita að vopnuðum mönn-
um í búðunum. Frá því á fimmtudag
hafa Ísraelar handtekið 11 manns.
Frá því að uppreisn Palestínu-
manna hófst í september 2000 hafa
2.349 Palestínumenn fallið og 719
Ísraelar.
Fimm Palestínu-
menn drepnir
Gazaborg. AFP.
SEX manns létu lífið og margir
særðust er sprenging tætti í sundur
rútubíl í Grosní, höfuðborg Tétsníu, í
gær, eftir því sem Interfax-frétta-
stofan rússneska greindi frá.
Ekki lágu fyrir neinar nánari upp-
lýsingar um hvað hefði valdið
sprengingunni.
Tiltölulega friðsamlegt hefur verið
í sjálfstjórnarlýðveldinu, þar sem
Rússar hafa lengi átt í höggi við
skæruliða aðskilnaðarsinna, frá því
þar var efnt til umdeildrar þjóðarat-
kvæðagreiðslu hinn 23. marz sl.
Sex farast
í sprengingu
í Tétsníu
Moskvu. AFP.
OPIÐ LAUGARD. 12-16 OG SUNNUD. 13-17
SÝNING
OPNUNAR
EY JARSLÓÐ 7 101 REYK JAV ÍK S ÍM I 511 2203
se g l a g e rd i n@seg l a g e rd i n . i s www. se g l a g e rd i n . i s
TILBOÐ
Á FELLIH
ÝSUM
OG TJALD
VÖGNUM
UM HELG
INA!
opnunar
SÉRHANNAÐUR FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR
Nú er sumarið hafið í Tjaldvagnalandi.
Verið velkomin á opnunarsýningu, þar sem við sýnum Palomino fellihýsin,
hinn sívinsæla Ægisvagn og allt það sem þarf til að fullkomna sumarfríið.
Fulltrúar frá Ægisklúbbnum verða á staðnum og kynna klúbbinn.
Komdu og kíktu á vinsælustu tjaldvagnana á Íslandi 2001.
w
w
w
.c
lin
iq
ue
.c
om
www.lyfja.is
100% ilmefnalaust
GÓÐ
Kaupauki! 4 hlutir í tösku!
Ef þú kaupir 2 hluti frá CLINIQUE
er þessi gjöf til þín.*
• Dramatically Different Moisturizing lotion 15 ml.
• Advanced Stop Signs serum 15 ml.
• Lash Doubling maskari
• Moisture Surge varalitur
GJÖF
Ráðgjafi Clinigue verður í LYFJU Lágmúla
og LYFJU Smáralind
í dag föstudag kl. 13-18,
laugardag í LYFJU Smáralind kl.13-17,
mánudag og þriðjudag LYFJU Smáratorgi 13-17,
miðvikudag LYFJU Setbergi kl. 13-17.
Tilboðið gildir einnig í LYFJU Garðatorgi,
LYFJU Laugavegi, LYFJU Spönginni,
Egilsstaða Apóteki og Húsavíkur Apóteki.