Morgunblaðið - 04.04.2003, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 04.04.2003, Qupperneq 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 23 KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fagnaði í gær „endanlegu“ friðarsamkomulagi sem fulltrúar stríð- andi fylkinga, sem borizt hafa á banaspjót í borg- arastríði í Lýð- veldinu Kongó undanfarin fjög- ur ár, undirrit- uðu á miðviku- dag. Sagði Annan þetta vera tímamóta- árangur sem gæti haft mikla þýðingu fyrir landið og álfuna. Er vonazt til þess að friðarsam- komulagið marki loksins endalok átaka sem staðið hafa yfir í rúm fjög- ur ár og talið er að hafi kostað allt að 3,5 milljónir manna lífið. Það voru fulltrúar stjórnvalda, uppreisnarmanna og stjórnarand- stæðinga sem skrifuðu undir sam- komulagið en það felur í sér að sett verði á laggirnar þjóðstjórn allra deil- enda. Forsetar Suður-Afríku, Namibíu, Botswana, Zambíu og Zim- babwe voru viðstaddir undirritunar- athöfnina. Kabila áfram forseti Joseph Kabila, forseti Kongós, var þó ekki viðstaddur athöfnina, en hún fór fram í Suður-Afríku. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir því að Kabila verði forseti áfram næstu tvö árin, sem hægt verði að fram- lengja í þrjú, en á þeim tíma fari fram fyrstu raunverulega lýðræðislegu kosningarnar í landinu frá því það hlaut sjálfstæði frá Belgíu árið 1960. Gert er ráð fyrir að Kabila deili völd- unum á þessu millibilstímabili með fjórum varaforsetum – sínum frá hvorri tveggja helztu uppreisnar- hreyfinganna, einum frá núverandi stjórn og einum frá stjórnarandstöð- unni. Erfiðlega hefur gengið að mjaka friðarumleitunum í Kongó áfram og hafa viðræður staðið yfir með hléum undanfarna 29 mánuði. Í desember sl. náðist samkomulag um bráðabirgða- stjórn fyrir Kongó og í síðasta mán- uði urðu menn ásáttir um nýja stjórn- arskrá. Vonast er til að undirritun samkomulagsins á miðvikudag marki endapunktinn í þessu friðarferli. Endi bundinn á borgarastríð í Lýðveldinu Kongó Friðarsamningi fagnað Sun City í Suður-Afríku, Sameinuðu þjóðunum. AFP. Joseph Kabila ÍSRAELAR hafa aukið hernaðarað- gerðir sínar á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna og drápu í gær sex menn á Gaza og Vesturbakkanum. Ísraelar drápu fjóra Palestínu- menn í Rafah-flóttamannabúðunum á Gaza þegar þeir réðust þar inn með 40 skriðdreka, þyrlur og einhvern fjölda af jarðýtum. Var skotið af skriðdrekum og þyrlum á búðirnar. Á Vesturbakkanum skutu ísraelskir hermenn palestínskan ungling til bana þar sem hann stóð í útidyrum heimilis síns og einn liðsmanna Hamas-hreyfingarinnar var felldur í skotbardaga við hermennina. Ísraelsku hermennirnir ráku einn- ig 1.000 manns á bardagaaldri frá heimilum sínum í flóttamannabúðum á Vesturbakkanum og sögðu, að þeir fengju ekki að snúa heim fyrr en bú- ið væri að leita að vopnuðum mönn- um í búðunum. Frá því á fimmtudag hafa Ísraelar handtekið 11 manns. Frá því að uppreisn Palestínu- manna hófst í september 2000 hafa 2.349 Palestínumenn fallið og 719 Ísraelar. Fimm Palestínu- menn drepnir Gazaborg. AFP. SEX manns létu lífið og margir særðust er sprenging tætti í sundur rútubíl í Grosní, höfuðborg Tétsníu, í gær, eftir því sem Interfax-frétta- stofan rússneska greindi frá. Ekki lágu fyrir neinar nánari upp- lýsingar um hvað hefði valdið sprengingunni. Tiltölulega friðsamlegt hefur verið í sjálfstjórnarlýðveldinu, þar sem Rússar hafa lengi átt í höggi við skæruliða aðskilnaðarsinna, frá því þar var efnt til umdeildrar þjóðarat- kvæðagreiðslu hinn 23. marz sl. Sex farast í sprengingu í Tétsníu Moskvu. AFP. OPIÐ LAUGARD. 12-16 OG SUNNUD. 13-17 SÝNING OPNUNAR EY JARSLÓÐ 7 101 REYK JAV ÍK S ÍM I 511 2203 se g l a g e rd i n@seg l a g e rd i n . i s www. se g l a g e rd i n . i s TILBOÐ Á FELLIH ÝSUM OG TJALD VÖGNUM UM HELG INA! opnunar SÉRHANNAÐUR FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR Nú er sumarið hafið í Tjaldvagnalandi. Verið velkomin á opnunarsýningu, þar sem við sýnum Palomino fellihýsin, hinn sívinsæla Ægisvagn og allt það sem þarf til að fullkomna sumarfríið. Fulltrúar frá Ægisklúbbnum verða á staðnum og kynna klúbbinn. Komdu og kíktu á vinsælustu tjaldvagnana á Íslandi 2001. w w w .c lin iq ue .c om www.lyfja.is 100% ilmefnalaust GÓÐ Kaupauki! 4 hlutir í tösku! Ef þú kaupir 2 hluti frá CLINIQUE er þessi gjöf til þín.* • Dramatically Different Moisturizing lotion 15 ml. • Advanced Stop Signs serum 15 ml. • Lash Doubling maskari • Moisture Surge varalitur GJÖF Ráðgjafi Clinigue verður í LYFJU Lágmúla og LYFJU Smáralind í dag föstudag kl. 13-18, laugardag í LYFJU Smáralind kl.13-17, mánudag og þriðjudag LYFJU Smáratorgi 13-17, miðvikudag LYFJU Setbergi kl. 13-17. Tilboðið gildir einnig í LYFJU Garðatorgi, LYFJU Laugavegi, LYFJU Spönginni, Egilsstaða Apóteki og Húsavíkur Apóteki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.