Morgunblaðið - 04.04.2003, Síða 28

Morgunblaðið - 04.04.2003, Síða 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR hátindar úr klassíkinni, kraftmikill æsku-Strauss, ungur heimsspilari og ástsæll stjórnandi – allt sameinaðist um að „trekkja“ á tónleika Sinfóníuhljómsveitar- innar í gær, enda kom fullhýsi Há- skólabíós víst engum á óvart. Mið- að við alkunnu stríðsfákana tvo sem á eftir fóru var óneitanlega nýjabrum að Makbeði Richards Strauss frá 1888, en e.t.v. helg- aðist valið að hluta af rómaðri ný- liðinni uppsetningu Íslenzku óp- erunnar á samnefndu verki Verdis. Tónaljóð Strauss Op. 23 var frumraun hans í þeirri grein sem Liszt ruddi fyrst braut; 20 mínútur sneisafullar af safaríkri músík með „flestallt úti“ eins og organistar myndu segja. Það sem kynni að vanta upp á klassískt jafnvægi bættist yfrið upp með fersku hug- viti og ómældum krafti, og ekki að tilefnislausu ef horft er til hins skamma en blóði drifna ferils Makbeðhjóna, upptendraðs af „hvelfandi metnaði“ er lauk með bitrum enda, eins og glöggt mátti heyra á tónlistinni. Hvort Strauss hafi þekkt óperu Verdis frá 1847 skal ósagt. Aftur á móti minnti einn staður anzi sláandi á „korða- lögin“ í Rómeó & Júlíu-forleik Tsjækovskíjs frá 1869, þótt sjálf- sagt sé það tilviljun. Allt um það var hressilega leikið og slagverkið ekki sparað undir lokin. Fiðlukonsert Brahms er jafn- aldri fiðlukonserts Tsjækovskíjs (1878) og myndar ásamt Beetho- venkonsertinum óskoraðan hæstan þrídrang rómantískra verka fyrir einleiksfiðlu og hljómsveit. Í hlut- falli við djarft hraðaval Petris Sak- aris í 5. Beethoven eftir hlé var tempóið furðusettlegt, einkum í I. þætti, en ekki til vanza. Það fór verkinu vel að leyfa hendingum að „anda“, og fínleg mótun Joshuas Bells gat hljómað eins og strokið kínverskt postulín, þótt ekki skorti heldur fírugan eldmóð á forte-köfl- um. Hápunktur einleiksins var tví- mælalaust kadenzan í síðasta hluta, samin af Bell sjálfum eins og sjálfsagt þótti forðum tíð en heyrir nú til undantekninga. Hún var ekki aðeins undralipurt leikin heldur einnig merkilega vel samin og myndaði harmóníska, tiktúru- lausa en samt persónulega heild – án óviðeigandi útúrdúra frá efni- viði þáttarins. Hunangsangandi óbó-kavatína Daða Kolbeinssonar leiddi dáfagr- an kórsöng tréblásara í upphafi II. þáttar, sem einleiksfiðlan lagði svo nánar út af. Eðalbor- inn leiðslutónn Bells gældi við hlustendur og tældi, líkt og dún- húðaðir gullhamrar innblásins elskhuga við spegilslétt Alpa- vatn um sólarlag. Sí- gaunadeild Brahms tók svo við í lokaþætt- inum með því sem kallað hefur verið djass rómantíska skeiðsins, og náðu þar einleikari og hljóm- sveit svo vel saman í eggjandi samleik að stappaði nærri ástum samlyndra hjóna, jafnvel þótt sólistinn hefði stundum mátt móta hrynhliðina aðeins ákveðnar – og kannski með ögn hreinni inntónun á stöku stað. En þvílíkt heifetzkt lýtaleysi hefði sjálfsagt aftur dregið úr háskan- um. Örlagasinfónía Beethovens fór að mínu viti ekki alveg nógu vel út úr tempóvali stjórnandans, sem út í gegn var í hressilegasta lagi, sér- staklega í jaðarþáttum. Þótt merkilegt mætti heita hvað hljóm- sveitin hélzt vel saman á hálfgerð- um uppmælingahraða stjórnand- ans – að ekki sé talað um furðudjúpa dýnamíska mótun mið- að við aðstæður – var útkoman ekki með öllu laus við streitu er gat jafnvel jaðrað við felmtur. Ekki ber í sjálfu sér að lasta fjör og lífsþrótt, en frekar hefði undirritaður kosið meiri yfirvegun, meitlaðri rytma, tærari kontra- punkt og magnaðri mystík, sem átti stundum til að skolast út með baðvatninu í öllum hamaganginum. Af eldmóði og ástúð TÓNLIST Háskólabíó R. Strauss: Makbeð. Brahms: Fiðlukons- ert. Beethoven: Sinfónía nr. 5 í c-moll. Joshua Bell, fiðla; Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Stjórnandi: Petri Sakari. Fimmtu- daginn 3. apríl kl. 19:30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Joshua Bell Petri Sakari GÖNGUGRIND fyrir full-orðna er meðal þeirra far-artækja sem Ilmur Stef-ánsdóttir hefur skapað fyrir sýninguna Mobiler sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag, og hún rennir sér fram og aftur í henni um ganginn eða miðrýmið í safninu þegar ljósmyndarinn dregur upp myndavélina. Á sýningunni má sjá nokkur umbreytt farartæki sem Ilmur hefur smíðað af mikilli útsjón- arsemi og hugmyndaauðgi, eins og hennar er von. „Sýningin er búin að þróast lengi í hausnum á mér – og í mörg ár er ég búin að veita farartækjum athygli sem eru ekki alveg hefðbundin. Mig langaði til að búa til eins konar jað- arfarartæki, sem sum hver eru næstum því ekki nothæf,“ segir Ilm- ur og tekur sem dæmi þrekhjól á hjólum. „Í því felst auðvitað ádeila á af hverju maður fer ekki bara út að hjóla, í stað þess að sitja inni og svitna á þrekhjólinu. Ég er líka með hækjur á hjólum, sem er dálítið kaldhæðnislegt, vegna þess að þeir sem eru fótbrotnir eða þurfa á hækj- um að halda af ýmsum ástæðum, og komast þess vegna hægt áfram, ættu að komast aðeins hraðar yfir með hækjur á hjólum. En á sama tíma er ekki mikið öryggi í slíkum hækjum.“ Má prófa farartækin Á sýningunni má líka kynna sér margvíslegar sögur tengdar far- artækjum, sem Ilmur hefur rekist á gegnum tíðina í fjölmiðlum og víðar. Dæmi er saga af manni sem fór úr hjólastól á hjólaskauta fyrir tilstilli kraftaverkamanns, af manni sem stelur jeppakerrum af áráttu og af manni sem keypti strætó með það að markmiði að borða hann á tveimur árum. Þriðji þáttur sýningarinnar er myndbandsverk, þar sem Ilmur sést ferðast á farartækjunum sem nú eru á Kjarvalsstöðum, einu af öðru, um óbyggðir. „Ég sá einu sinni Buster Keaton-mynd, sem fjallaði um mann sem datt úr lest og fann á járnbraut- arteinunum handknúið farartæki á hjólum, sem hann komst áfram á. Mig langaði að vinna með þessa hug- mynd. Ég ímynda mér til dæmis að- stæður þar sem bíllinn bilar uppi á hálendinu og maður er ekki með síma – þá væri nú gott að vera með hjól í brjóstvasanum sem hægt væri að skella undir skóna! Farartækin geta þannig komið manni til bjargar, en það er um leið mótsagnakennt, því farartækin hjálpa manni misvel áfram.“ Gestum sýningarinnar er frjálst að reyna farartækin sér til gamans. „Ég verð samt ekkert von- svikin ef fólk prófar ekki, ég skil það alveg,“ segir Ilmur. „Fyrir mig er al- veg nóg að fólk hugsi um hvernig það er að ferðast með svona far- artæki.“ Heimur hversdagslegra hluta Mörgum er minnisstæð fyrri sýn- ingar Ilmar, þar sem hún sást fara í sturtu undir vatnsflösku, skera ost- inn með rakvél og raka sig undir höndunum með ostskera. En hvern- ig finnst henni Mobiler tengjast fyrri sýningum sínum? „Ég er alltaf að vinna með hluti úr daglegu lífi og skoða þá í öðru samhengi, og þessar sýningar koma auðvitað í framhaldi hver af annarri. Ég hef alltaf haft áhuga á hegðun fólks, sérstaklega ef það hegðar sér eitthvað óvenjulega og sérstakar ástæður eru fyrir því. Það getur ruglað saman hlutum eins og ostskera og rakvél, enda er í báð- um tilfellum um einhvers konar hníf að ræða og hreyfingin er svipuð. Pælingin snýst um að ef ein stöð í heilanum virkar ekki en hinar gera það, er hægt að gera lítil mistök á borð við þessi sem verða samt mjög stór – það er ekki hægt að raka sig undir höndunum með ostaskera. Sýningin núna er í beinu framhaldi af þessu, en hér einskorða ég mig við eina tegund af tækjum. Núna vildi ég bara gera hluti sem tilheyrðu ein- um flokki – farartækjaflokknum,“ segir Ilmur. „Mér finnst það sér- staklega skemmtilegt, af því að þau eru hreyfanleg. Það er einhver aksjón í gangi og skemmtileg til- hugsun að fólkið fari á hreyfingu, komist aðeins á flug.“ Ilmur Stefánsdóttir verður með listamannsspjall í tengslum við sýn- ingu sína á sunnudag kl. 15. Sýn- ingin verður opin til 11. maí. Á óhefð- bundinni ferð og flugi ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Ilmur Stefánsdóttir innan um farartækin sín á sýningunni Mobiler sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Hækjur á hjólum og hjólastólar – Ilmur Stefánsdóttir opnar sýninguna Mobiler á Kjarvalsstöðum í dag. Inga María Leifsdóttir sá Ilmi bregða sér á bak nokkrum óvenjulegum farartækjum og spjallaði um þau við hana. KLASSÍSKI Listdansskólinn sýnir afrakstur vetrarins í Íslensku óp- erunni á morgun, laugardag, kl. 14. Þema sýningarinnar er Þvottahúss- ögur. Jákvæð hvatning og upp- bygging nemenda í minni náms- hópum er stór þáttur í starfi skólans. Morgunblaðið/Jim Smart Dansað við Þvottahússögur Dansnemar í Borgarleikhúsinu NEMENDASÝNINGAR Jassball- ettskóla Báru verða fimm að þessu sinni, kl. 13 og 15, næstu tvo laug- ardaga og 14. apríl kl. 20. Sýning- arnar verða á Stóra sviði Borg- arleikhússins og taka um 700 nemendur þátt. Þemað er að þessu sinni ferðalag en yfirskrift dag- skrárinnar er Heimsreisa. Ferðast verður um heiminn í dansi og tónlist og hefur hver hópur í skólanum fengið ákveðið land til að vinna með. Sýningin er sett upp sem „pakka- ferðir“ þ.e Heimsreisa 1, Heims- reisa 2 og Heimsreisa 3 og er nem- endafjöldanum deilt niður á sýningar. Þess má geta að innritun í Jass- ballettskóla Báru fyrir næsta skóla- ár stendur yfir til 15. maí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.