Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 31 BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur nú óskað eftir því að íbúar bæj- arins taki þátt í hugmyndavinnu um uppbyggingu nýs grunnskóla fyrir Ásahverfi, Sjáland og Grundir. Skip- aður hefur verið starfshópur sem á að leiða undirbúning að hönnun á bygg- ingu skólamannvirkisins en áhersla er lögð á að hópurinn hafi sem við- tækast samráð við þá hagsmunaaðila sem koma að byggingu skólans svo sem íbúa í skólahverfinu, nemendur, skólafólk, foreldraráð, atvinnulífið og ekki síst hönnuð mannvirkisins sem mun starfa með hópnum á undirbún- ingstímanum. Gert er ráð fyrir að vinnuhópurinn skili niðurstöðum í byrjun maí. Nú þegar undirbúningsvinnan er byrja vil ég hvetja alla þá Garðbæ- inga sem áhuga hafa á að taka þátt í samstarfinu að senda inn nafn og heimilsfang til Oddnýjar Eyjólfsdótt- ur grunnskólafulltrúa á netfangið, oddnye@gardabear.is. Samstarfið er mjög mikilvægt enda hefur öflugt for- eldrasamstarf í grunnskólum Garða- bæjar stuðlað að ýmiss konar framþróun í skólum bæjarins. Nú geta foreldrar í Garðabæ í fyrsta sinn haft áhrif á allra fyrstu stigum starfs- ins, þ.e. áður en hönnun byggingar- innar hefst. Eðlilegt framhald af íbúaþingi Ósk bæjarstjórnar nú um náið samstarf við íbúa um uppbyggingu skólans er í anda í fjölmenns íbúa- þings sem haldið var í október sl. Eitt af þeim málum sem bæjarstjórn Garðabæjar vildi sérstaklega fá fram hver væru sjónarmið íbúanna er stað- setning á nýjum skóla fyrir Ásahverf- ið, Sjáland og Grundir. Á þinginu fjölluðu tveir hópar um staðsetninguna og gerðu hóparnir samanburðartöflu fyrir þær 5 lóðir sem komu til greina. Borinn var sam- an kostnaður lóðanna, aðgengi fyrir gangandi vegfarendur, nálægð við al- menningssamgöngur og möguleiki á stækkun skólans. Ekki var tekið mið af skoðunum stjórnmálamanna eða almennings við þessa vinnu. Niður- staða þingsins var sú að þrjár af þess- um fimm lóðum væru álitlegir kostir, þ.e. lóð á Grundum, Héðinslóð og lóð á mörkum Sjálands og Grunda. Síðastliðnir mánuðir hafa verið not- aðir til að þróa þessar hugmyndir frekar og nú liggur fyrir að vilji bæj- arstjórnar er sá að nýr skóli rísi á mörkum Sjálands og Grunda. Ástæð- ur þess að Sjáland er valið umfram Héðinslóð eru allnokkrar. Í fyrsta lagi gæti skóli á Héðinslóð einungis nýtt hluta lóðarinnar þar sem ljóst er að starfsemi fyrirtækis- ins verður áfram á stórum hluta lóð- arinnar. Það þýðir að skólinn yrði að laga sig að þungri iðnaðarframleiðslu og hávaðamengun. Lögun skólans yrði því afar óheppileg en mannvirkið yrði líka að vera nokkurskonar hljóð- vörn fyrir starfsemi skólans. Leyfi- legur hávaði á lóðarmörkum iðnaðar- lóðar Héðins er 70 db(A) en 55 (45) db(A) á skólalóð og 30 db(A) í skóla- stofu. Nábýli skóla og iðnaðarfram- leiðslu á því ekki vel saman. Í öðru lagi er stofnkostnaður við lóð Héðins um 40 mkr. hærri en á lóðinni við Sjáland. Í þriðja lagi er lóðin við Sjáland miðsvæðis fyrir allt skólahverfið, þ.e. Ásahverfið, Sjáland og Grundir en þar er verið að huga að frekari upp- byggingu í ljósi niðurstaðna íbúa- þingsins. Þessi staðsetning gæfi líka börnum úr Arnarnesi möguleika á að sækja skólann, allt eftir því hvernig íbúasamsetnig þróast í hinum ýmsu hverfum í framtíðinni. Í fjórða lagi eru greiðar gönguleiðir að lóðinni við Sjáland frá öllum hverf- unum þremur sem ætti að stuðla að því að börn gangi í skólann. Vissulega er styttra fyrir mörg börn úr Ása- hverfi að ganga í skóla á Héðinslóð en á móti kemur að gert er ráð fyrir að stór hluti nemenda komi einnig úr Sjálandi og af Grundum. Í fimmta lagi er aðkoma bíla einnig mun betri á Sjálandi því að skóli á Héðinslóð myndi stuðla að mjög auk- inni umferð í gegnum Ásahverfið. Í sjötta lagi er lóðin við Sjáland rýmri og því betur til fallin til þess að laga skólann að vaxandi bæjarfélagi. Í sjöunda lagi skapast á Sjálandi raunhæfur möguleiki á að samnýta íþróttamannvirki sem og almenn sal- arkynni skólans í tengslum við fé- lagsstarf fyrir eldri borgara, en fyr- irhugað Jónshús fyrir eldri borgara verður í næsta nágrenni. Þannig mætti ná góðri samnýtingu á húsnæð- inu hvort sem er á skólatíma, t.d með bókasafni og mötuneyti, eða eftir að almennu skólastarfi lýkur á daginn. Sú gagnrýni sem aðallega hefur heyrst varðandi Sjálandslóðina er sú að nálægð hennar við ströndina sé of mikil og að fjaran verði of mikið að- dráttarafl í frímínútum. Draga verður úr því að sú hætta geti skapast m.a. með hönnun skólalóðarinnar en jafn- framt er mikilvægt að börn sem búa við sjóinn læri að umgangast hann af mikilli varfærni. Reyndar má einnig telja staðsetningunni það til tekna hve miklir möguleikar skapast í kennslu við að hafa ströndina svo nærri skólanum. Það hefur að minnsta kosti ekki komið að sök fyrir hina grunnskólana í bænum að báðir liggja þeir nærri lækjum. Einnig hef- ur verið nefnt að vindasamt sé við sjó- inn en hafa verður í huga að Sjáland liggur við Arnarnesvog, sem er mikil náttúruperla, en ekki við opið haf. Þá er ástæða til að taka fram að dýrustu og eftirsóttustu lóðirnar jafnt í Garða- bæ sem og á höfuðborgarsvæðinu eru sjávarlóðir. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka íbúum Garðabæjar fyrir gott samstarf á íbúaþingi við val á lóð fyrir nýjan skóla og jafnframt hvetja þá til að láta ekki sitt eftir liggja við mótun hugmynda um uppbyggingu hins nýja skóla. Náin samvinna við íbúa um nýjan skóla Eftir Pál Hilmarsson „Nú geta for- eldrar í Garðabæ í fyrsta sinn haft áhrif á allra fyrstu stigum starfsins ...“ Höfundur er bæjarfulltrúi og for- maður skólanefndar Garðabæjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.