Morgunblaðið - 04.04.2003, Page 41

Morgunblaðið - 04.04.2003, Page 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 41 ✝ Maggý HelgaJóhannsdóttir fæddist á Siglufirði 26. apríl 1924. Hún lést á Landspítala – Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 29. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sigríður Guðmundsdóttir, f. í Hofssókn í Skaga- firði 31. desember 1882, d. 18. mars 1965, og Jóhann Kristinsson, f. í Grafargerði á Höfðaströnd 25. nóvember 1883, d. 18. desember 1969. Þau eignuðust 12 börn en fyrir átti Jóhann soninn Vil- hjálm, f. 1902, látinn. Börn þeirra hjóna eru: Magnúsína, f. 1904, látin, Kornelía, f. 1907, lát- in, Helga, f. 1909, látin, Júlíus, f. 1911, látinn, Jóhann, f. 1913, lát- inn, Jósefína, f. 1914, látin, Fann- Börn Maggýjar og Tómasar eru: a) Margrét, f. 6. desember 1950, maki Arnar Jósefsson, hún á einn stjúpson, Sigurþór, og þrjú barnabörn, b) Sigríður, f. 1. des- ember 1952, í sambúð með Guð- jóni Sverrissyni, hún á þrjú börn, Hörpu, Tómas og Baldur Þór og tvö barnabörn, c) Jóhann, f. 9, febrúar 1957, í sambúð með Sig- urlaugu Sæmundsdóttur, hann á þrjár dætur og eina stjúpdóttur, Maggý Helgu, Valgerði, Heru og Hrefnu, og d) Helga, f. 12 mars 1963, maki Ingvi Magnússon, þau eiga þrjú börn, Heiðu, Andra og Daða. Maggý rak um árabil grímu- búningaleigu ásamt Þorgerði Grímsdóttur. Hún vann á skrif- stofu Sjálfsbjargar á höfuðborg- arsvæðinu um tíma og tók virkan þátt í félagsmálum þar, var m.a. í Basarnefnd og fulltrúi á þingum Sjálfsbjargar. Á meðan börnin voru að vaxa úr grasi var hún heimavinnandi. Maggý og Tómas bjuggu lengst af í Reykjavík en hin síðari ár í Kópavogi. Útför Maggýjar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. berg, f. 1915, látinn, Sigurlína, f. 1917, Guðmundur, f. 1920, látinn, Guðleif, f. 1922, Maggý Helga og Gunnar, f. 1927. Maggý giftist 19. ágúst 1950 eftirlif- andi eiginmanni sín- um, Tómasi Jónssyni, f. í Breiðholti í Reykjavík 18. ágúst 1929. Foreldrar hans voru hjónin Katrín Eyjólfsdóttir, f. á Kirkjubóli í Hvítár- síðu 18. janúar 1891, d. 14. júní 1982, og Jón Ingimarsson, f. á Helgastöðum í Eyjafjarðarsveit 16. apríl 1894, d. 8. janúar 1964. Maggý átti tvö börn fyrir hjóna- band, þau eru: a) Sandra, f. 20.8. 1944, maki Helgi Björnsson, hún á einn son, Ragnar Tómas og tvö barnabörn, og b) Ólafur Jóhann, f. 9. janúar 1947, d. 9. ágúst1974. Elsku mamma mín og besta vin- kona er látin eftir erfiða sjúkralegu. Margs er að minnast, mamma mín. Þú hafðir mjög gaman af söng, þú söngst fyrir okkur og kenndir okkur mörg lög þegar við vorum lítil þó að við hefðum ekki öll erft hæfileikana þína að syngja. Ég man þegar við vor- um að fara norður á Siglufjörð til ömmu og afa, að í Hvalfirðinum söngst þú alltaf um Harðarhólma, öll erindin. Eins var þegar við fórum í útilegur þá var sungið í bílnum af hjartans list og hver með sínu nefi. Já, útilegurnar voru margar þótt útbún- aðurinn þætti ekki boðlegur í dag, reimað tjald með lausu segli í botn- inum, vatteruð teppi og sængur, ekki voru svefnpokar. Það varð mikil bylt- ing þegar þið eignuðust fimm manna tjaldið með útskotinu, þvílík höll. Þrátt fyrir þessar frumstæðu græjur erum við systkinin öll með þessa úti- leguáráttu þótt nú sé útbúnaðurinn dreginn áfram um þjóðvegina. Þú varst mjög fjölskyldurækin og varst upphafsmaður að ættarmótum í móðurætt þinni 1977 í Húnaveri, lengi voru þau á hverju ári en nú annað- hvert ár og verður það skrítið að vera án þín, mamma mín, í sumar í Ólafs- firði. Mamma, ég man þegar þú saum- aðir öll föt á okkur á nóttunni þegar við vorum sofnuð, það var eini tíminn sem þú hafði friði, gallabuxurnar voru meira að segja með merkjum svo það sæist ekki að þær væru heimasaum- aðar. Þú saumaðir inniskó með „Baby Doll“ náttfötum og náttsloppum fyrir ein jólin handa okkur Sigríði. Það var fjör í Skipholtinu þegar þið Gerða voruð með grímubúningaleig- una. Allur kjallarinn undirlagður, straujað, pakkað og merkt fyrir næsta grímuball, og svo endurtekið fyrir næstu helgi, og var öll fjölskyld- an á kafi í þessu með ykkur. Þegar fór að hausta byrjaði basarundirbúning- urinn hjá Sjálfsbjörgu á fullu, fyrst á Marargötu og svo í Hátúni og tókum við systurnar virkan þátt í því og þótti gaman og ómissandi að vera með. Og svo náttúrulega að vinna á basarnum, fyrst í Lindarbæ og síðan í Sjálfs- bjargarhúsinu. Þó að við flyttum að heiman voru fimmtudagskvöldin frá- tekin í þetta verkefni. Mamma, þú og pabbi hafið alltaf borið velferð okkar systkinanna fyrir brjósti og verið til staðar fyrir okkur. Sama gildir um tengdabörn, barna- börn og barnabarnabörn enda hafa öll börn laðast að ykkur. Faðmur þinn stóð alltaf opinn fyrir okkur öll. Til þín gat ég alltaf leitað, fengið góð ráð og trúað þér fyrir öllum mínum leynd- armálum. Þú fórst til læknis sem sendi þig á sjúkrahús, hver hefði trúað að þú kæmist ekki heim úr þeirri ferð. Síð- ustu rúmar fjórar vikur voru þér erf- iðar, miklar rannsóknir og síðan flensa ofan á allt. Að sjá þrótt þinn minnka með hverjum degi og svo á gjörgæsludeild í tæpar tvær vikur tók mikið á. Ég þakka fyrir þær stundir sem ég átti með þér á hverjum degi þennan tíma og hafa fengið að hjálpa þér eins og ég gat. Ég vil þakka hjúkrunarfólki á B2 í Fossvogi fyrir umönnun hennar mömmu minnar. Sérstaklega þakka ég hjúkrunarfólki og læknum á gjör- gæsludeild svo og séra Gunnari R. Matthíassyni fyrir einstaka um- hyggju, elskulegheit og hlýhug í garð mömmu minnar og okkar allra á þess- um erfiðu tímum. Elsku pabbi, við munum öll hjálpa þér í gegnum þessa miklu sorg og til að líta björtum augum fram á veginn. Hvíl í friði, elsku hjartans mamma mín. Þín dóttir Margrét. Elsku mamma mín, það er svo margt sem ég get þakkað þér fyrir, allt sem þú hefur gert fyrir mig og hjálpað mér, en allra mest fyrir að vera móðir mín, amma barnanna minna og langamma litlu barna- barnanna minna. Elsku mamma, uppeldið á okkur systkinunum var mest í þínum hönd- um því pabbi var alltaf að vinna og það kom yfirleitt í þinn hlut að leyfa eða banna þegar við vorum að rella um eitthvað og þú komst þér upp góð- um svip sem við skildum og þann svip höfum við reynt á okkar börn en það virkar ekkert á þau. Þau bara gera grín og herma eftir. Svona er nú ung- dómurinn í dag, mamma mín, annað en þegar þú varst að ala okkur upp. Alltaf var gaman að rifja upp með þér útilegurnar sem við fórum í á sumrin. Þið pabbi voruð svo dugleg að fara með okkur þótt þægindin væru engin fyrir þig fyrstu árin, en samt var farið. Þú hefur alltaf verið svo dugleg að ferðast þegar heilsan hefur leyft og núna síðustu árin fannst þér gott að fara í sólarlandaferðir og vera í hit- anum, eins að fara í Húsafell í bústað- inn. En nú ertu farin í enn eitt ferðalag- ið, laus við þjáningarnar og erfið veik- indi síðustu vikur. Ekki gat mig grun- að þegar við pabbi fylgdum þér til læknis og þú lögð inn á sjúkrahús til rannsóknar að þú færir ekki heim aft- ur. Það er svo erfitt að skilja vilja Guðs. Elsku mamma mín, þinn dagur hefur víst verið kominn og ég trúi að það sé vel tekið á móti þér á nýjum stað. Styrk minn í sorginni á ég í bæn- inni, SÁÁ og orðum þínum að þakka er þú sagðir við mig fárveik: „Ég er svo stolt af þér.“ Þessi orð sitja fast í mér, elsku mamma mín því ég veit hvað þú meintir. Það er svo erfitt að kveðja þig, mamma mín. Ég mun gera allt sem ég get til að styðja pabba í sorg hans og framtíðinni, eins og þú baðst okkur börnin ykkar um, það sýnir okkur hvað ást þín til hans er sterk. Hvíldu í friði, elsku móðir mín. Sigríður. Elsku amma. Ég er þér þakklát fyrir svo margt og mun alltaf muna góðu stundirnar sem við áttum saman. Þrátt fyrir að þú sért farin til himna veit ég að þú munt alltaf vera hjá mér í anda. Takk fyrir að kenna mér á lífið og vera allt- af til staðar með vel valin orð og hlýtt faðmlag. Hvíl þú í friði. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Maggý Helga Jóhannsdóttir yngri. „Tilvera okkar er undarlegt ferða- lag“ orti Tómas forðum. Ferðalagi Maggýjar á þessari jörð er lokið en það heldur áfram á næsta tilverustigi. Ég trúi því að nú sé hún meðal genginna ástvina í eilífri birtu og yl. Birtu og yl sem hún þráði svo mjög í seinni ár. Ég kynntist Maggý þegar ég giftist Gunnari bróður hennar fyrir 45 árum. Frá þeim tíma hefur vináttan haldist því mjög kært var með öllum systk- inunum. Heimili Maggýjar og Tomma var ætíð opið jafnt stórum sem smáum úr fjölskyldunni. Ættarmótin voru henni kær því að hún vildi halda í stórfjölskylduna. Öll börn hændust að Maggý því að hún gaf sér tíma til þess að tala við þau. Maggý var virkur félagi í Sjálfs- björg, félagi fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, og vann hún á skrifstofu fé- lagsins um tíma. Sjálfsbjörg fékk góð- an liðsmann þar sem Maggý var. Hún var í basarnefnd og vann ótrúlega mikið og vel. Hún var í samskiptum við fatlað fólk bæði innanlands og ut- an sem gaf henni mikið og hún gaf styrk og hlýju til baka. Skemmtilegustu minningarnar eru þegar systkinin hittust og fóru að rifja upp liðna tíma. Þá var mikið hlegið og kátt á hjalla. Stundum var tekið í spil og var þá reikningurinn gjarnan geymdur þar til hist var næst. Elsku Maggý, ég og fjölskylda mín kveðjum þig með þakklæti fyrir allt sem þú gafst okkur í gegnum árin. Við vottum Tomma, börnunum og allri fjölskyldunni samúð okkar. Góður guð blessi minninguna. Valey Jónasdóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Við sitjum saman í dag nokkrar gamlar vinkonur og langar að koma á blað kveðju til Maggýjar sem við höf- um átt að vini og einstökum félaga í áratugi. Í hugann koma margar ljúfar minningar. Við brosum og hlæjum, eins og við værum orðnar þrítugar aftur, rifjum upp löngu liðnar stundir, – barnauppeldi, dansleiki, kaffisopa við eldhúsborðið, fermingar, giftingar – sumt er eins og það hefði gerst í gær. Minningarbrotin koma og fara. Það er erfitt að taka eitt fram yfir annað. Við kynntumst fyrst á sjötta áratugnum í gegnum eiginmenn okk- ar. Hópurinn var fljótur að bindast sterkum vináttu- og tryggðarbönd- um, sem hafa haldist óslitin síðan. Á okkar bestu árum hittumst við oft og skemmtum okkur vel saman. Fjöl- skyldurnar hafa ávallt notið þess að hittast og koma saman, jafnt hvers- dags sem á hátíðarstundum. Ljúfar stundir og litríkar minningarnar lifa með okkur. Í huga okkar eru það ein- stök forréttindi að hafa kynnst Maggý og átt með henni samleið í öll þessi ár. Við höfum notið hennar ein- staka hugarfars og ljúfmennsku í garð allra sem hún kynntist. Maggý var okkur ákaflega kær. Það er ekki hægt að minnast Maggýjar nema nefna Tomma. Maggý og Tommi voru einstaklega samrýnd og samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, – þau var varla hægt að nefna nema í sömu setningu. Tommi var óþreyt- andi við að hlúa að Maggý fram á síð- asta dag. Hann sýndi henni mikla ást og umhyggju sem hún mat mikils. Við biðjum góðan Guð að styrkja og blessa Tomma og fjölskylduna alla. Maggý, kveðja okkar til þín felst í þessum ljóðlínum: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þórunn, Álfhildur, Stella, Margrét og makar. MAGGÝ HELGA JÓHANNSDÓTTIR Elsku amma ég sakna þín svo mikið. Ég var alltaf að vona að þér myndi batna. Ég bað til guðs á hverju kvöldi en það dugði ekki. En svona er lífið. Ég veit að nú líð- ur þér miklu betur, þarna uppi hjá guði. Hera Jóhannsdóttir. HINSTA KVEÐJA Nýja Glæsibæ, sími 533 6129 • Smáratorgi, sími 544 4031 Hafnarfirði, sími 565 0480 • Reykjanesbæ, sími 421 1501 Heiðrum minningu látinna Blómalagerinn • beint frá bóndanum Fallegar, sérmerktar GESTABÆKUR Í Mjódd sími 557-1960www.merkt.is merkt Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og tengdasonur, SVEINN MAGNÚS MAGNÚSSON frá Neskaupstað, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju mánu- daginn 7. apríl kl. 14.00. Ólöf Þorgeirsdóttir, Hlynur Sveinsson, Harpa Rún Björnsdóttir, Dagur Sveinsson, Bjarki Sveinsson, Anna Sveinsdóttir, Bergljót Bjarkadóttir, Guðný Bjarkadóttir, Hulda Bjarkadóttir, Þóra Bjarkadóttir, Helgi Magnússon, Þórlindur Magnússon, Jónína Þorgrímsdóttir, Þorgeir Sigfinnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.