Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 51
ur. Auðvitað eru til einstaka leikmenn eins og Zinedine Zidane sem þurfa ekki að taka mikinn þátt í varnarleik en skapa alltaf eitthvað þegar þeir fá boltann. En hinn dæmigerði stjórn- andi á miðjunni í dag er frekar leik- maður á borð við Roy Keane eða Pat- rick Vieira, sem getur unnið boltann, haldið honum og stjórnað mönnum í kringum sig. Þannig lék Sigurður Jónsson en slíkan leiðtoga eigum við því miður ekki í dag. Rúnar er vissu- lega topp fótboltamaður en hann er kominn á vissan aldur og spilar ekki lengur á miðjunni, heldur sem frjáls sóknarmaður hjá Lokeren. Það má kannski segja að leikstjórnandinn sé kominn þangað, sem afturliggjandi sóknarmaður, en þá þarf einhver að axla ábyrgðina fyrir aftan hann á vell- inum og slíka leikmenn þurfum við að eignast sem fyrst.“ Eigum í erfiðleikum með að stjórna leik Hvernig fótbolta á og getur ís- lenska liðið spilað? Er raunhæft að krefjast þess að það ráði ferðinni í leikjum eða hentar okkur betur að pakka í vörn og treysta á skyndisókn- ir? „Auðvitað er alltaf hægt að ná úr- slitum með því að leggjast í vörn og treysta á að ná einu marki. En hvað viljum við, sættum við okkur við að spila þannig? Það er erfitt að fá fólk til að koma á völlinn og horfa á slíka knattspyrnu. Íslenskir knattspyrnu- áhugamenn eru kröfuharðir, þeir eru vanir að sjá góðan fótbolta í sjónvarp- inu. Auðvitað er óraunhæft að gera sömu kröfur til landsliðsins, en svona er landinn. Og þannig er þetta víðar. Færeyingar, miklu fámennari en við, eru farnir að gera meiri kröfur til sinna manna, vilja að þeir spili betri fótbolta. Menn vilja alltaf meira. Vandamálið er að við höfum átt í erfiðleikum með að stjórna leik gegn lakari liðum, og þeim sem eiga að vera á svipuðu reki og við. Það er þrösk- uldur sem íslenska landsliðið þarf að komast yfir til að ná lengra. Ég er ekki viss um að við eigum nægilega góða leikmenn til þess í augnablikinu. Margir okkar stráka eru traustir og góðir í að verjast en eru samt það sem í gamla daga voru kallaðir „anti-fót- boltamenn“. Þeir eiga í vandræðum með að skila boltanum frá sér til sam- herja, stundum ná þeir ekki einu sinni að hitta á völlinn. Spurningin er hvort ekki sé rétt að prófa að setja lands- liðið saman á annan hátt og reyna að vera með spilandi leikmenn í flestum eða öllum stöðum, svipað og Ásgeir Elíasson gerði á sínum tíma og gekk oft ágætlega upp. Því ekki að færa spilandi mann eins og Rúnar niður í hægri bakvörð og vera með Guðna og Hermann sem miðverði og Indriða vinstra megin? Það væri hægt að nota leikinn í Finnlandi í lok þessa mán- aðar til að prófa ýmsa hluti í þessa átt. Svo er Arnar Gunnlaugsson kominn heim til að spila með KR. Hann var okkar besti maður í æfingaleiknum í Eistlandi í nóvember, maðurinn sem okkur vantaði á vinstri kantinn, en hann hefur bara ekki spilað einn ein- asta leik síðan og það var því ekki hægt að réttlæta það að velja hann í Skotaleikinn.“ Förum með 21-árs liðið á La Manga Nú er ekki að sjá að neinir yngri leikmenn, t.d. úr 21-árs landsliðinu, séu tilbúnir til þess að koma strax inn í landsliðshópinn, fyrir utan Indriða sem var tekinn inn í þennan leik gegn Skotum. Er það ekki visst áhyggju- efni, þarf ekki að fara að taka fastar á málum þessa aldurshóps til að fá upp betri landsliðsmenn? „Jú, ég sé ekki að það séu neinir af- burðagóðir strákar í þeim hópi, strák- ar sem gera tilkall til þess að vera teknir inn í A-landsliðið strax í næsta leik. Við erum að tala um leikmenn sem eru orðnir 21 árs og ef þeir eru virkilega góðir, eiga þeir að vera farn- ir að banka á A-landsliðsdyrnar á þeim aldri. En við getum ekki búið til afburða- leikmennina, þeir koma einn og einn með einhverju millibili, og hjá svona fámennri þjóð getur liðið langt á milli. Því miður eru þeir ekki allir uppi á sama tíma! Það sem við getum gert er að auka breiddina með því að hlúa að okkar efnilegu strákum og bæta um- gjörðina. Það er komin af stað góð vinna með yngstu landsliðin og síðan þarf að byggja ofan á hana með því að einbeita sér af krafti að þeim sem eru á aldrinum 18 til 20 ára. Það hefur verið rætt innan landsliðsnefndar að það þyrfti að fara á hverju ári með 21- árs landsliðið til La Manga og vinna með það þar við góð skilyrði í tvær vikur. Þar myndu þeir kynnast sam- stöðunni, og sjá betur sína möguleika fyrir framtíðina. Þessi aldur er ákaf- lega mikilvægur og þetta þyrfti að vinna í samráði við þeirra félagslið og skóla til að valda ekki árekstrum. Það er erfitt að púsla saman fótboltanum á Íslandi en nú geta nýju hallirnar hjálpað okkur við að koma þessum hóp saman að vetrarlagi. Við verðum að leggja meira í þennan aldurshóp en gert hefur verið til þessa. Ég vona að nýju knattspyrnuhúsin skili árangri en það gerist þó ekki á einu ári, heldur tekur það lengri tíma. Ég tel samt að grunnþjálfunin hér á landi hafi batnað mikið á undanförn- um árum. Íslenskir þjálfarar fá nú betri leiðsögn en áður um hvernig eigi að þjálfa.“ Krafa um þrjá sigra í þremur næstu leikjum Staða Íslands í undankeppni EM er orðin erfið og hæpið að ná því sem stefnt var að, öðru sætinu. Þarf þá ekki að fara að huga að framtíðinni og hvort gera þurfi breytingar? „Þetta stendur og fellur með næstu þremur leikjum. Ef þeir ganga ekki sem skyldi, þarf að gera einhverjar breytingar. Þjálfarar eru mældir eftir úrslitum og árangri, þeir verða að axla sína ábyrgð. Auðvitað verða menn að skoða hvernig dæmið lítur út í lokin. Ef við endum í þriðja sæti, stigi á eftir Skotum, og höldum okkur í þriðja styrkleikaflokki, er það við- unandi útkoma. Annars þarf að skoða hlutina upp á nýtt og gera þær breyt- ingar sem með þarf. Við verðum líka að gera kröfur til liðsins. Núna er málið einfalt, við verðum að gera þá kröfu að liðið vinni þrjá næstu leiki sína, eða nái að lág- marki í sjö stig í tveimur leikjum við Færeyjar og einum gegn Litháen. Ef það tekst, og við verðum komnir með 10 til 12 stig að þeim loknum, get ég lofað þér því að landsliðið mun stríða Þjóðverjum í heimaleiknum gegn þeim í haust.“ Morgunblaðið/Golli Ásgeir Sigurvinsson hefur í gegnum tíðina leikið og verið á frægustu leikvöllum Evrópu. Hér er hann á þjóðarleikvangi Frakka í París – Stade de France – með íslenska landsliðinu. ’ En hinn dæmi-gerði stjórnandi á miðjunni í dag er leikmaður á borð við Roy Keane eða Pat- rick Vieira, sem get- ur unnið boltann, haldið honum og stjórnað mönnum í kringum sig. Þannig lék Sigurður Jóns- son en slíkan leið- toga eigum við því miður ekki í dag. ‘ vs@mbl.is KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.