Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 53 BJARKI Sigurðsson verður ekki þjálfari handknattleiksliðs Aftur- eldingar á næstu leiktíð. Bjarki skýrði stjórn handknattleiks- deildar Aftureldingar í gærkvöldi frá þeirri ákvörðun sinni að gefa ekki kost á sér til starfans á næstu leiktíð, en hann hefur verið þjálfari Aftureldingar síðustu þrjú ár. Hann hyggst heldur ekki leika áfram með liðinu. „Þetta var sameiginleg ákvörðun fjöl- skyldunnar og ég skil við Aftur- eldingu í mesta bróðerni, þótt ég sé ekki sáttur við árangurinn í deildinni í vetur,“ sagði Bjarki í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég er ákveðinn í að taka mér eins árs frí frá þjálfun, hlaða raf- hlöðurnar á nýjan leik eftir að hafa verið á fullri ferð í hand- knattleik í átján ár í meist- araflokki,“ sagði Bjarki, sem segist ekki ætla að leika handknattleik næsta vetur. Bjarki kom til liðs við Aftureldingu fyrir átta ár- um og hefur leikið með henni síðan, að einu ári undanskildu, þegar hann var í herbúðum Drammen í Noregi leiktíðina 1997– 1998. „Árin hjá Aftureldingu hafa verið frábær og þar má segja ég hafi átt minn besta tíma á ferlinum. Mér finnst hins vegar kominn tími til að rifa seglin. Eftir að hafa þjálfað Aftureld- ingu síðustu þrjú ár finnst mér eðlilegt að hleypa öðrum að.“ Jóhann Guðjónsson, formaður handknatt- leiksdeildar Aftureld- ingar, sagði við Morg- unblaðið að fullur skilningur væri á ákvörð- un Bjarka og þar á bæ stæðu menn í þakk- arskuld við hann fyrir ómetanlegt framlag hans til félagsins á und- anförnum átta árum. Ekki væri ljóst hver tæki við þjálfun Aftureld- ingar. „Bjarki var okkar fyrsti kostur, nú er hann ekki lengur fyrir hendi og þá förum við að horfa í kringum okkur. Ætli við gefum okkur ekki einhvern tíma til þess,“ sagði Jóhann. Bjarki tekur sér frí frá þjálfun Bjarki Sigurðsson WAYNE Rooney lét sér fátt um finnast þegar Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, tilkynnti honum einni klukkustund fyrir leik Englendinga og Tyrkja að hann yrði í byrjunarliði. Hinn 17 ára knattspyrnumaður sem var í fyrsta sinn í byrjunarliði landsliðsins sagði ein- faldlega ókei. „Það er svo sem ekkert verra svar en hvað annað,“ sagði Eriksson sem bar lof á frammistöðu pilts í leiknum. Í sama steng tóku ensku blöðin í gærmorgun. Þau beindu kastljósi sínu fyrst og fremst að Rooney sem þótti leika eins og sá sem valdið hafði. Rooney er yngsti leikmað- urinn sem verið hefur í byrjunarliði enska landsliðsins. Í aðdraganda landsleiksins við Tyrkja var mikið gert úr vali Eriksson á Rooney í lið sitt fyrir viðureignirnar við Liechtenstein og Tyrki. Eriksson segist hafa sannfærst um að rétt væri að velja Rooney þegar hann sá pilt leika með Everton gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. „Þegar ég sá hvers megnugur Rooney var gegn einu besta félagsliði heims þá sannfærðist ég um að það væri engin ástæða til að bíða lengur með að velja hann í landsliðið,“ sagði Eriksson. Rooney lét sér fátt um finnast Ég segi strákunum auðvitað að égsé bara svona góður í mér að ég geti ekki gert þeim það að vera með enn eina ferðina,“ sagði Broddi í gam- ansömum tón þegar hann var spurður hvort hann ætlaði ekki að vera með í einliðaleiknum, en „gamli“ maðurinn kom nokkuð á óvart í fyrra þegar hann sigraði í einliðaleik. „Ég á von á bæði jöfnu og skemmti- legu móti þar sem ýmislegt getur gerst. Auðvitað eru ákveðnir einstak- lingar sigurstranglegri en aðrir en þau sterkustu er það jöfn að það getur allt gerst eins og sýndi sig til dæmis í fyrra,“ segir landsliðsþjálfarinn. Spurður um hverja hann teldi lík- legasta til afreka sagði hann: „Í ein- liðaleik karla er Tomas Viborg líkleg- astur til sigurs – en hann var það reyndar líka í fyrra og þá gekk það ekki eftir. Hann hefur leikið mjög vel að undanförnu og ef hann leikur eðli- lega þá á hann að vinna.“ Sara Jónsdóttir varð Íslandsmeist- ari í fyrra og baráttan í einliðaleik kvenna mun standa á milli hennar og Rögnu Ingólfsdóttur að mati Brodda. Elsa og Tryggvi Nielsen urðu meistarar í tvenndarflokki í fyrra, nokkuð óvænt og hafa sjálfsagt fullan hug á að verja þann titil. „Ég á von á jafnri keppni tvenndarleiknum. Tom- as og Brynja Pétursdóttir spila sam- an og Helgi Jóhannesson og Sara og hef ég trú á að baráttan standi á milli þeirra,“ segir Broddi. Í tvíliðaleik kvenna urðu Ragna og Vigdís Ásgeirsdóttir meistarar í fyrra, en sú síðarnefnda hefur ekki æft af fullum krafti í vetur þannig að þær skiptu liðinu upp. „Ragna spilar með Katrínu Atladóttur og ég held að þær hljóti að teljast sigurstrangleg- astar, en Sara og Drífa Harðardóttir koma líka sterkar inn,“ segir Broddi. Þó að landsliðsþjáflarinn verði ekki með í einliðaleiknum þá tekur hann sér spaða í hönd í tvíliðaleiknum þar sem hann leikur með Helga Jóhann- essyni. „Íslandsmeistararnir Tryggvi og Sveinn Sölvason eru líklegastir til sigurs í tvíliðaleiknum en einnig þeir Njörður Ludvigsson og Magnús Ingi Helgason. Svo ætlum við Helgi auð- vitað að gera þeim lífið eins leitt og við getum,“ segir Broddi. Mótið hefst í dag, verður fram hald- ið á morgun og síðan verða úrslita- leikirnir á sunnudaginn. Broddi ver ekki meist- aratitilinn BRODDI Kristjánsson, lands- liðsþjálfari í badminton, mun ekki fagna 15. Íslandsmeist- aratitli sínum í einliðaleik karla um helgina, en þá verður Ís- landsmótið haldið í TBR-húsinu. Ástæðan er einföld; Broddi verður ekki með í einliða- leiknum. Morgunblaðið/Kristinn Ragna Ingólfsdóttir, Ís- landsmeistari í einliðaleik kvenna í badminton.  ÁSTHILDUR Helgadóttir, lands- liðsfyrirliði kvenna í knattspyrnu, hafnaði á dögunum tilboði frá norsku meisturunum Kolbotn, sem Katrín Jónsdóttir hefur leikið með um árabil. Ásthildur verður því að öllu óbreyttu áfram í röðum KR í sumar.  GUÐFINNUR Kristmannsson skoraði 4 mörk fyrir Wasaiterna sem steinlá fyrir Alingås, 35:23, í sænsku 1. deildinni í handknattleik í fyrra- kvöld. Þetta var lokaumferðin í deild- inni og hafnaði Wasaiterna í 7. sætinu og leikur því áfram í 1. deildinni á næstu leiktíð en sex efstu liðin fara í úrvalsdeildina.  SEX lið úr úrvalsdeildinni, Fylkir, ÍBV, KR, FH, ÍA og Grindavík ásamt 1. deildarliði Aftureldingar halda í æfinga- og keppnisferð til Canela á Spáni á morgun. Liðin keppa þar á Canela Cup, þar sem tólf íslenskir dómararar sjá um dómgæslu á mótinu. Mótið hefst á mánudaginn og eiga Grindvíkingar, sem mæta til leiks með Lee Sharpe, titil að verja.  FIS eða Alþjóðaskíðasambandið hefur nú til meðferðar tillögu þess efnis að breyta keppnisfyrirkomulagi í skíðagöngu á þann hátt að gera íþróttina aðgengilegri fyrir sjón- varpsáhorfendur. Lagt er til að ávallt verði allir keppendur ræstir af stað á sama tíma og sá sem komi fyrstur í mark sé sigurvegari. Til þessa hafa keppendur verið ræstir af stað með um 30 sek. millibili og hafa margir átt í vandræðum með að átta sig á hvern- ig staðan er í hverri keppni fyrir sig.  KYLFINGURINN Ernie Els sem er í öðru sæti á heimslista atvinnu- manna í íþróttinni verður með á bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í næstu viku. Mótið er fyrsta stórmót ársins en alls eru stór- mótin fjögur, opna breska, opna bandaríska og PGA-meistaramótið. Els sem er frá S-Afríku hefur átt við meiðsli að stríða á úlnlið undanfarnar vikur.  MARKVÖRÐUR ítalska knatt- spyrnuliðsins AC Milan, Dida, var í dag úrskurðaður í sjö mánaða skil- orðsbundið fangelsi á Ítalíu þar sem hann hafði notað falsað vegabréf frá Portúgal er hann flutti frá Brasilíu fyrir þremur árum síðan. Hinn 29 ára gamli leikmaður er einn af mörgum leikmönnum frá S-Ameríku sem hef- ur farið þessa leið að nota falsað vega- bréf við komu þeirra til Ítalíu.  ALVARO Recoba frá Úrúgvæ á eftir að mæta fyrir rétt á Ítalíu vegna sömu saka og Dida en Recoba leikur sem framherji með Inter Milan. Markmiðið með tvöföldu ríkisfangi var að komast undan reglugerðum hjá ítalska knattspyrnusambandinu sem sett hefur kvóta á leikmenn sem koma frá löndum utan ESB. FÓLK KRISTJÁN Helgason er á meðal þátttakenda í úrslitakeppni Regal Scottish atvinnumótsins í snóker sem hefst í Edinborg á morgun. Hann mætir James Wattana frá Taí- landi í 48 manna úrslitum á sunnu- dag en sigurvegarinn í þeirri viður- eign mætir Matthew Stevens í 32 manna úrslitum á miðvikudaginn. Wattana, andstæðingur Kristjáns, er frægasti snókerspilari Asíu og sá sem gerði íþróttina vinsæla í álfunni. Hann sló í gegn 16 ára gamall og hef- ur keppt á atvinnumótunum frá 19 ára aldri. Þar var hann sigursæll á árunum 1989 til 1995 og var þrívegis kjörinn íþróttamaður ársins í Taí- landi en þar er hann nánast í dýr- lingatölu. Wattana, sem nú er 33 ára, hefur gefið eftir undanfarin ár og er hrakandi sjón helsti áhrifavaldurinn í því. Hann var í 32. sæti heimslist- ans þegar þetta tímabil hófst, og hef- ur ekki verið neðar frá árinu 1990. Í vetur hefur hann sigið niður í 40. sætið og því hefur dregið saman með honum og Kristjáni, sem hóf tímabil- ið í 75. sæti en er nú í 64. sæti. Kristján mætir þjóðhetju Taílands GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.