Morgunblaðið - 05.05.2003, Page 1

Morgunblaðið - 05.05.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 120. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Milljón við páfamessu Rúnar Sigtryggsson Evrópumeistari í handbolta í gær Íþróttir 2 Ókeypis myndasögur Flestir sem vinna við teiknimyndir voru á svæðinu Fólk 31 Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, og Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, lýstu sig andvíga hugmyndum Ingi- bjargar Sólrúnar í Morgunblaðinu í gær, en hún vill að sú kvótaaukning sem talað hefur verið um að heimila í haust verði boðin öllum til leigu. Hún hefur bent á að séu þessi 30 þúsund tonn leigð innan ársins í núverandi kerfi fáist 4,5 milljarðar fyrir kvót- ann. Hún sagði aðspurð að hún reikn- aði ekki með að leigan skilaði ríkis- sjóði svo hárri upphæð. Hún gengi út frá því að leiguverðið myndi lækka. Ingibjörg Sólrún segir að í þessu máli sé Samfylkingin að gæta al- mannahagsmuna en ekki sérhags- muna. Það sé mikil hagsmunagæsla í gangi og henni finnist að þegar orra- hríðin sé mikil eins og nú er, þá fyrst reyni á hverjir hafi pólitískt þrek til að standa hana af sér og gæta þessara almannahagsmuna. „Mér finnst að þá þrjóti örendið til þess þegar á reynir og mér finnst þessi viðbrögð sýna það. Þá hlaupa þeir í skjól,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún benti á að það væri mjög heppilegt að byrja með nýtt kerfi undir þeim kringumstæðum að kvót- inn væri að aukast eins og vísinda- menn virtust telja að óhætt væri á næsta fiskveiðiári. Ef aukningin væri nýtt með þessum hætti væri hægt að byrja að fyrna án þess að tonnafjöldi hverrar útgerðar minnkaði nokkuð fyrstu árin meðan menn væru að að- lagast breyttu kerfi. „Þannig teljum við að það sé hægt að feta sig með ábyrgum hætti inn á þá braut að afnema forréttindin í kerfinu og skapa forsendur fyrir jafn- ræði og eðlilegri samkeppni í þessari atvinnugrein,“ sagði Ingibjörg Sól- rún. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um afstöðu VG og frjálslyndra til upp- boðs á 30 þúsund tonna þorskkvóta Viðbrögðin koma á óvart INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, seg- ir að andstaða Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Frjáls- lynda flokksins við tillögu Samfylkingarinnar um uppboð á 30 þús- unda tonna þorskkvóta í haust komi sér dálítið á óvart. AP Fannst í faðmi móðurinnar AÐ minnsta kosti sjö manns létu lífið þegar fjöl- býlishús í fátækrahverfi í Kaíró hrundi á laugardag en fjögurra ára gamalli stúlku, Söndru Said Shawqui, var í gærmorgun bjargað eftir tíu stunda leit í rústunum. Stúlkan fannst í faðmi látinnar móður sinnar sem virtist hafa skýlt dóttur sinni fyr- ir brakinu. Húsið var sex hæða. Tvær neðstu hæðirnar virð- ast hafa sigið niður í jörðina og hafa íbúar kennt nýlegum viðgerðum á skolpræsi um slysið. Faðir litlu stúlkunnar komst einnig lífs af úr slysinu en hann var fluttur á sjúkrahús með taugaáfall. Tveggja systkina stúlkunnar er hins vegar saknað. Björgunarmaður sést hér á slysstaðnum með Söndru í fanginu, á minni myndinni sést hún á sjúkrahúsinu eftir björgunina. UM 450 manns höfðu í gær lát- ist í heiminum af völdum bráðalungnabólgunnar, HABL, og um 6.400 manns sýkst. Enn er ekki vitað hvern- ig veiran veldur bólgu í önd- unarfærunum og margt annað er enn á huldu. Talið er full- víst að veiran berist oft í vit manna með dropasmiti frá fólki sem hóstar en einnig ber- ist hún með hægðum. Beina menn nú sérstaklega athygl- inni að saurmengun. Besta ráðið til að draga úr út- breiðslu er sem fyrr sagt vera tíður handþvottur. Nýjar rannsóknir sýna að veiran getur lifað í minnst sól- arhring utan mannslíkamans við stofuhita, þ. á m. á plast- klæddum húsgögnum og hurð- arhúnum, einnig virðist hún þola ágætlega frost eins og fleiri veirur. Algeng sótt- hreinsunarefni eru sögð drepa hana á nokkrum mínútum. Reuters Starfsmaður í stórmarkaði í Peking raðar birgðum af sótt- hreinsunarefni í hillur í gær. Veiran er lífseig Peking, Washington. AFP. MAHMUD Abbas, forsætisráðherra heimastjórnar Pal- estínumanna á sjálfstjórnarsvæðunum, hvatti í gær Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, til að eiga með sér fund við fyrsta tækifæri en leiðtogar deiluaðila hafa ekki ræðst við milliliðalaust í meira en tvö ár. Abbas sagði á fundi með palestínskum fréttamönnum í borginni Ramallah á Vesturbakkanum að hann ætlaði að hefjast þegar handa og láta safna saman vopnum sem ýmsir herskáir hópar úr röðum Palestínumanna ráða yfir. Herskáu hóparnir, þ. á m. Hamas og Íslamska Jihad, hafa hafnað algerlega kröfum hans um að afvopnast og vilja halda áfram vopnaðri baráttu og hryðjuverkum. „Það er aðeins ein stjórn [Palestínumanna] og enginn mun fá að ráða yfir vopnum nema Palestínustjórn,“ sagði Abbas. Gaf hann í skyn að hann myndi reyna að beita hópana fortölum og sagðist ekki vilja koma af stað borg- arastríði og blóðsúthellingum. Sendimaður Bandaríkjastjórnar, William Burns, ræddi í gær við ísraelska ráðamenn og hittir Abbas í dag. Sagði blaðið Haaretz að ágreiningur hefði verið á fundi Burns með Silvan Shalom utanríkisráðherra. Shalom hefði sagt að Ísraelar krefðust þess að Palestínumenn féllu endanlega frá kröfum um að flóttafólk, sem missti heimili sín í Ísrael þegar ríkið var stofnað fengi að snúa aftur heim. Flóttafólkið og afkomendur þess skipta nú milljónum og Ísraelar segja að vegna mikillar viðkomu muni Palestínumenn fljótlega verða meirihluti í landinu. Sharon hyggst sjálfur stjórna væntanlegum samninga- viðræðum við Palestínumenn um að koma á friði í deilum þjóðanna, að sögn fjölmiðla í Ísrael í gær. Ríkisútvarp Ísraels sagði að Sharon hygðist hitta Abbas í vikunni. Friðarsinninn Amram Mitzna, leiðtogi Verkamanna- flokksins í Ísraels, sagði í gær af sér og sagði hann and- stæðinga sína í flokknum hafa frá upphafi grafið undan sér. Flokkurinn beið ósigur í þingkosningum fyrr á árinu. Hóta efnahagslegum refsiaðgerðum Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var á ferð í Sýrlandi og Líbanon á laugardag og sagðist hann hafa fengið stjórnir ríkjanna til að lofa að þrengja að starfsemi herskárra samtaka og hryðjuverkasamtaka í löndunum. Sagði hann í gær að ef Sýrlendingar reyndu ekki að styðja friðarviðleitni í deilum Ísraela og Palest- ínumanna yrðu þeir að „taka afleiðingunum“, svo gæti farið að þeir yrðu beittir efnahagslegum refsiaðgerðum. Hezbollah-samtökin hafa bækistöðvar í Líbanon og margir útlægir hópar Palestínumanna eru með skrifstofu í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Hezbollah-menn eiga einnig fulltrúa á þinginu í Beirút. Að sögn breska útvarpsins, BBC, telja menn ólíklegt að settar verði í reynd hömlur á hópana sem arabaþjóðir telji vera að berjast fyrir frelsi Palestínumanna. Abbas hvetur Sharon forsætisráðherra Ísraels til að eiga með sér leiðtogafund Hyggst afvopna Hamas Jerúsalem, Beirut, Washington. AFP, AP. HERMAÐUR við hermannagrafreit í Jerúsalem í gær. Þar eru jarð- settir þeir sem hafa fallið frá 1948. AP Þeir féllu Toppurinn á ferlinum Um ein milljón við messu á Plaza de Colon í Madrid Erlent 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.