Morgunblaðið - 05.05.2003, Qupperneq 12
ERLENT
12 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
RÁÐHERRA ferðaþjónustu í
Alsír, Lakhdar Dorbani, sagði
í gær að viðræður væru í
gangi um lausn 31 ferðamanns
frá Evrópu sem hópur glæpa-
manna hefur haft í haldi síðan
í febrúar. Fólkinu var rænt í
Sahara-eyðimörkinni og var
ekki vitað með vissu um afdrif
þess. Yfirlýsing Dorbanis þyk-
ir sýna að það sé enn á lífi.
Þýska stjórnin mun á laug-
ardag hafa lagt til að sendir
yrðu þýskir sérsveitarmenn
með reynslu af því að fást við
mannræningja til Alsír ef ljóst
þætti að beita yrði valdi til að
frelsa fólkið. Fimmtán af gísl-
unum eru frá Þýskalandi.
Al-Qaeda-
liðar
handteknir
YFIRVÖLD í Pakistan hafa
tekið höndum fjóra menn
sem grunaðir eru um aðild að
al-Qaeda-hryðjuverkasamtök-
unum. Gerð var skyndiárás á
tvo staði í héraðinu Baluk-
istan og í milljónaborginni
Karachi, þar sem talið var að
væru felustaðir á vegum sam-
takanna, en ekki var sagt
hvenær árásinar voru gerðar.
Fjölmiðlar sögðu að notaðar
hefðu verið vísbendingar sem
borist hefðu frá bandarísku
alríkislögreglunni, FBI.
Fjöldagröf
í Najaf
FJÖLDAGRÖF fannst um
helgina í Írak nálægt borginni
Najaf sem er heilög borg í
augum
sjíta-
múslima.
Talið er að
þar sé að
finna lík
tuga manna
sem voru
teknir af lífi
eftir upp-
reisn sjíta
gegn stjórn Saddams Huss-
eins árið 1991. Alls fundust 25
lík í gröfinni í fyrradag og
hafa kennsl verið borin á 10
þeirra, 20 lík að auki fundust í
gær. Skilríki fundust á sum-
um líkunum.
Á akri við útjaðar Babýlon-
borgar hinnar fornu er talið
að aðra fjöldagröf sé að finna.
Segja heimamenn að nokkrir
menn hafi komið þar að
næturlagi, grafið holur í
jörðina en fleygt í þær líkum
og sorpi. Svæðið var síðan
lýst bannsvæði af stjórnvöld-
um.
Sjómenn
í gíslingu
STRÍÐSHERRAR í Afríkurík-
inu Sómalíu hafa í meira en
mánuð haft í haldi 24 sjó-
menn á Beira 9, fiskiskipi
sem skráð er í Suður-Kóreu.
Sómalíumennirnir segja að
ekki hafi verið greitt veiði-
gjald og heldur ekki gjald
fyrir svonefnda öryggisþjón-
ustu sem þeir hafi veitt sjó-
mönnunum. Suður-kóresk
skip veiða mikið í lögsögu
Sómalíu.
STUTT
Fá gíslar
í Sahara
frelsi?
Saddam Hussein
UM ein milljón var við messu á Plaza
de Colon-torginu í Madrid á Spáni í
gær þar sem Jóhannes Páll II páfi
helgaði fimm nýja spænska dýrlinga,
þrjá presta og fimm nunnur sem öll
voru uppi á síðustu öld og helguðu líf
sitt starfi með fátækum. Risastórar
myndir af nýju dýrlingunum voru á
byggingum við torgið. Páfi sneri heim
til Rómar síðdegis í gær úr Spánar-
ferðinni.
Mannfjöldinn fyllti fjórar breiðgöt-
ur við torgið og myndaði þannig kross
í miðborginni, meðal viðstaddra voru
konungsfjölskyldan og flestir ráð-
herrar Spánar. Átta stórir sjónvarps-
skjáir voru settir upp umhverfis torg-
ið til þess að almenningur gæti fylgst
með messunni og um 1.500 prestar
fóru um svæðið á bílum og veittu fólki
sakramenti.
Jóhannes Páll páfi bað fyrir var-
anlegum heimsfriði við upphaf heim-
sóknar sinnar til Spánar á laugardag.
Þá sagðist hann vonast til þess að
Spánverjar og aðrir Evrópubúar
héldu tryggð við kristnar rætur og
hefðbundin gildi á tímum hnattvæð-
ingar. Trúin væri órjúfanlegur þáttur
í þjóðarvitund Spánverja.
„Ég bið Guð þess að Spánn og
heimurinn allur fái notið gefandi,
trausts og langvarandi friðar og sam-
félags í hinum stórkostlega marg-
breytileika manna,“ sagði páfi er
hann ávarpaði hundruð þúsunda ung-
menna eftir fund sinn með Jose Maria
Aznar, forsætisráðherra Spánar, á
laugardag.
Páfi tók á sínum tíma harða afstöðu
gegn hernaði Bandaríkjanna og
Breta í Írak en Aznar studdi hern-
aðinn. Talsmaður Aznars sagði á hinn
bóginn að málið hefði ekki verið rætt
á fundinum.
Páfi er í sinni fimmtu heimsókn til
Spánar frá því hann tók við embætti
fyrir 24 árum. Dýrlingarnir fimm
hétu Pedro Poveda, sem var myrtur
árið 1936 í upphafi borgarastríðsins
er lauk 1939, Angela de la Cruz,
Genoveva Torres, Maravillas de Jes-
us úr karmelítareglunni og jesúíta-
presturinn Jose Maria Rubio. Þau
voru blessuð á 9. og 10. áratug síðustu
aldar, sem er fyrsta stig þess að fólk
sé tekið í tölu dýrlinga en til að slík at-
höfn geti farið fram verða að liggja
fyrir vitnisburðir um kraftaverk. Eigi
síðan að taka skrefið til fulls verða að
liggja fyrir vitnisburðir um annað
kraftaverk. Viðstaddir messuna í dag
voru fimm manns sem kirkjan segir
að hafi upplifað slík kraftaverk og
tengjast nýju dýrlingunum fimm.
Ferðapáfinn Jóhannes Páll
Páfi hefur nú ferðast meira erlend-
is en nokkur annar páfi í sögunni,
Spánarferðin var 99. utanlandsferð
hans frá því að hann tók við embætt-
inu 1978. Næst fer hann til Króatíu.
Spænskir fjölmiðlar sögðu hann líta
betur út og virðast hraustari en búist
hafði verið við.
Páfi verður 83 ára gamall síðar í
þessum mánuði og þjáist af Parkin-
sonveiki. Hann á mjög erfitt með
gang og talið er oft óskýrt, einnig not-
ast hann við sérsmíðaðan hjólastól
með vökvalyftum til að hækka sætið
er hann syngur messu.
Er hann ávarpaði unga fólkið á
laugardag gerði hann að gamni sínu
og spurði: „Hvað er páfinn gamall?
Nærri 83 ára. Ég er 83 ára gamalt
ungmenni.“ Var þessum orðum hans
tekið með miklum fagnaðarlátum.
Reuters
Páfi veifar til mannfjöldans við upphaf útimessunnar í gær. Um 5.000 lögreglumenn gættu öryggis á staðnum.
Milljón manns við páfamessu
Fimm nýir
dýrlingar helg-
aðir á Spáni
Madrid. AP, AFP.
LÍK allra barna sem saknað var eftir
að heimavistarskóli í bænum Celt-
iksuyu hrundi í jarðskjálfta í austur-
hluta Tyrklands í liðinni viku, hafa
nú fundist. Staðfest hefur verið að
167 manns létu lífið af völdum
skjálftans á svæðinu sem er í austur-
hluta landsins og kennt við borgina
Bingol. Þar af voru 83 börn á aldr-
inum 7 til 16 ára í heimavistarskól-
anum. Rúmlega þúsund manns slös-
uðust.
Leit hefur nú verið hætt. Síðasta
líkið fannst í gærmorgun og voru
foreldrar barnanna þá á skólalóð-
inni, margir grétu en þökkuðu jafn-
framt leitarmönnum fyrir framlag
þeirra. „Við munum aldrei gleyma
ykkur,“ sagði einn faðirinn. Yfir 80
byggingar í Bingol-héraði hrundu og
110 skemmdust að sögn héraðsstjór-
ans, Huseyin Avni Cos. Börnin sem
fórust voru í svefnskála skólans er
reistur var fyrir nokkrum árum. Eft-
irlitsmenn hafa verið að rannsaka
rústir skólans. Svo virðist sem steyp-
an í svefnskálanum hafi verið léleg
og ekki hafi verið notað nægilega
mikið af steypustyrktarjárni.
Einnig hefur verið gagnrýnt að
hjálparstarf hafi verið illa skipulagt
og enn hafði íbúum í sumum þorpum
ekki borist nein aðstoð í gær. Í einu
þorpinu urðu um 20 manns að sofa í
sama tjaldinu.
Mannskæðir jarðskjálftar eru al-
gengir í Tyrklandi. En sérfræðingar
segja að þrátt fyrir það hafi lítið ver-
ið gert til að lagfæra hús sem hafi frá
upphafi verið illa byggð. Recep
Tayyip Erdogan, nýr forsætisráð-
herra Tyrklands, heitir því að nú
verði tekið á þessum málum en þeim
ekki einfaldlega sópað undir teppið.
Lík allra
barnanna
fundin
Celtiksuyu. AP, AFP.
Jarðskjálftarnir
í Tyrklandi
RÚSSNESKT Sojus-geimfar, sem
flutti þriggja manna áhöfn frá Al-
þjóðlegu geimstöðinni, lenti heilu
og höldnu í Kasakstan í gærmorg-
un norðan við Aralvatn í Mið-As-
íuríkinu Kasakstan. Geimfarið
lenti hins vegar nokkur hundruð
kílómetra frá fyrirhuguðum lend-
ingarstað og þurfti að leita að því í
tvær stundir með þyrlum og bíl-
um. Geimfararnir þrír stóðu við
geimfarið þegar flugmenn komu
loks auga á það og veifuðu til leit-
armanna.
Bandarískum geimferðum var
hætt tímabundið eftir að geimferj-
an Kólombía fórst í febrúar.
Bandaríkjamennirnir Kenneth
Bowersox og Donald Pettit og
Rússinn Nikolaj Búdarín höfðu
verið í geimstöðinni frá því í nóv-
ember, tveimur mánuðum lengur
en upphaflega var áætlað. Tveir
geimfarar, Bandaríkjamaðurinn
Edward Lu og Rússinn Júrí Mal-
entjsenko, fóru til geimstöðvarinn-
ar fyrir skömmu til að leysa þá af.
Tíu þyrlur með lækna frá
bandarísku geimferðastofnuninni,
NASA, rússneska embættismenn
og blaðamenn fóru frá Astana, höf-
uðborg Kasakstan, til að leita að
geimfarinu. Hlustað var á fjar-
skipti við geimfarið meðan það
kom inn til lendingar og allt virtist
ganga vel. En þegar komið var á
staðinn þar sem geimfarið hafði
átt að lenda fannst ekki neitt. Og
ekkert heyrðist til geimfaranna.
Tíndu túlípana á
lendingarstaðnum
Fimm þyrlur sneru þá aftur til
Astana og í rússnesku stjórnstöð-
inni í Moskvu ríkti ótti og ring-
ulreið. Loks tilkynnti stjórnstöðin
að geimfarið hefði lent um 460 km
norðan við áformaðan lendingar-
stað. Geimfarið lenti á hliðinni og
dróst um 12 metra eftir jörðinni.
Geimfarana sakaði ekki og meðan
þeir biðu eftir björgunarmönnum
sínum röltu þeir um og tíndu villta
túlípana á staðnum.
„Ósköp venjuleg heimferð til
jarðar,“ sagði einn geimfaranna,
Bandaríkjamaðurinn Kenneth
Bowersox, brosandi við komuna til
flugvallarins í Astana. Landi hans,
Donald Pettit, virtist þó reikull í
spori og átti erfitt með gang og
allir þurftu þeir stuðning fyrst í
stað.
Of bratt inn í gufuhvolfið?
Einn af talsmönnum NASA
sagði að geimfarið, sem mun vera
af endurbættri Sojus-gerð, hefði
komið brattar inn í gufuhvolfið en
ráðgert hefði verið. Er ekki talið
útilokað að um mannleg mistök
hafi verið að ræða. Breytingin olli
því að geimfarið lenti fjarri áætl-
uðum stað en einnig hefur álagið á
ferðalangana verið meira en ella á
leiðinni til jarðar af því að þyngd-
araflið hefur aukist mjög hratt.
Geimfar lenti heilu og
höldnu við Aralvatn
AP
Rússneski geimfarinn Nikolaj Búdarín veifar við komuna til Moskvu í gær.
Um hríð var ótt-
ast að þrír geim-
farar í Sojus-fari
hefðu farist
Astana í Kasakstan. AP, AFP.