Morgunblaðið - 05.05.2003, Síða 16
UMRÆÐAN
16 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Í ÞEIRRI kosningabaráttu sem nú
stendur yfir hafa komið fram
áherslur flokkanna í sjávarútvegs-
málum og kennir þar
ýmissa grasa og mis
öfgafullra. Þar fara
fremstir Samfylk-
ingin, Frjálslyndi
flokkurinn og vinstri
grænir, en tillögur
þessara flokka miða
leynt og ljóst að því að kippa grund-
vellinum undan starfsemi sjávar-
útvegsfyrirtækjanna. Ef hugmyndir
þessara flokka ná fram að ganga þarf
ekki um að binda.
Samfylkingin hefur horfið frá veiði-
gjaldsleið, eins og svo mörgu öðru
sem Alþýðuflokkurinn stóð fyrir, og
hefur tekið upp fyrningarleið, þar
sem flokkurinn á samleið með vinstri
grænum og frjálslyndum. Samfylk-
ingin er trú uppruna sínum í Alþýðu-
bandalaginu og gamla Sósíal-
istaflokknum og ætlar sér að
endurskapa íslenskan sjávarútveg.
Aðferðin er gamalkunnug og þekkt
frá gamla Sovétinu. Það á að taka all-
an veiðirétt mishratt af sjávarútvegs-
fyrirtækjunum og færa hann til rík-
isins. Í tíð Ráðstjórnarríkjanna hét
þetta eignarnám, í Afríku hrekur
Mugabe bændur af jörðum sínum, en
á Íslandi 2003 heitir það fyrning-
arleið. Síðan á að setja veiðiréttinn á
uppboð, flytja til sveitarfélaga og
leggja í byggðakvóta. Með þessu ætl-
ar Samfylkingin að lækka kvótaverð,
styrkja sjávarbyggðir og auka að-
gang að greininni. Þessi leið mun hafa
í för með sér hærra leiguverð en verið
hefur því þá verða allir þeir sem ekki
eru á leigumarkaði í dag að leigja líka.
Sveitarfélög hafa áður fengið kvóta til
úthlutunar með slæmum árangri. Það
sem mun einkenna þessa leið er veru-
leg veiking sterkra útgerðarfélaga og
mörg smá veikburða félög verða
stofnuð. Þetta mun draga mátt úr
landsbyggðinni og greininni í heild.
Tillögur vinstri grænna eru af-
brigði af fyrningarleið og munu í
meginatriðum hafa sömu afleiðingar
og tillögur Samfylkingarinnar.
Frjálslyndi flokkurinn er sá flokk-
ur sem nánast eingöngu ræðir um
sjávarútveg. Reyndar hafa talsmenn
flokksins reynt að fóta sig í skatta-
umræðunni með afar slæmum
árangri. Í ljós kom að þeir þekktu
ekki grundvallarhugtök og kunnu
heldur ekki að reikna. Nam reikn-
ingsskekkjan 12 þúsund milljónum
króna. Það munar um minna. Í sjáv-
arútvegsmálum miða tillögur þeirra
að því setja upp fjóra skipaflokka og
færa flokkana svo einn af öðrum úr
aflakvóta í sóknarmarkskerfi. Á Ís-
landi er slæm reynsla af sókn-
armarki, en ástæðan fyrir því að snú-
ið var frá þeirri aðferð var
offjárfesting, ofveiði, brottkast og af-
ar óhagkvæmur rekstur. Einn af
mörgum ókostum við tillögur frjáls-
lyndra er sá að þeim er einungis ætl-
að að efla trilluútgerð. Þær munu
hins vegar veikja alla útgerð og ekki
síst þá trillusjómenn sem eru að
störfum í dag.
Allir flokkarnir segjast ætla að
styrkja sjávarbyggðir þó að um 90%
kvótans sé í þeim sjálfum. Þar sem
ekki er nógur fiskur í sjónum þá
lenda flokkarnir fljótlega í því að færa
kvóta frá öflugum sjávarbyggðum
eins og Akureyri, Grindavík, Sauð-
árkróki, Vestmannaeyjum, Eskifirði,
Norðfirði og Bolungarvík til smærri
byggða. Allir eru flokkarnir með til-
lögur um að flytja kvóta frá togurum
og vertíðabátum yfir á trillur, jafnvel
þótt að eigendur þeirra hafi ekki gert
kjarasamninga við sína launþega.
Þótt línu- og krókaveiðar séu ágætar
eru veiðar með krók einar umdeild-
ustu veiðar sem stundaðar eru út frá
dýraverndarsjónarmiðum.
Það sem er þó daprast í þessari
umræðu er að enginn ætlar með
markvissum hætti að efla hafrann-
sóknir og Hafrannsóknarstofnunina
og er það miður. Ef þekking á fisk-
stofnunum er aukin er hægt að nýta
þá betur og búa greinina undir nátt-
úrulegar sveiflur í stærð fiskstofna.
Til að hinar ýmsu leiðir Samfylking-
arinnar, vinstri grænna og frjáls-
lyndra yrðu færar þyrfti að uppfylla
það skilyrði að nógur fiskur væri í
sjónum, en því miður er það ekki svo.
Ástæða kvótasetningar fiskstofnanna
er sú að fjöldi fiskanna í sjónum er
takmarkaður og virðast flokkarnir
hafa gleymt því í aðdraganda þessara
kosninga.
Hafa flokkarnir
gleymt því að
fjöldi fiskanna í
sjónum er tak-
markaður?
Eftir Hjört Gíslason
Höfundur er formaður Útvegs-
mannafélags Reykjavíkur.
ÞÁ eru stjórnarflokkarnir vakn-
aðir eftir 47 mánaða dvala. Lof-
orðin til þjóðarinnar og skilning-
urinn eru með
eindæmum. Við-
skiptaráðherra vill
nýjan nýsköp-
unarsjóð mánuði
fyrir kosningar,
forsætisráðherra
ætlar að rík-
isstyrkja útgerðirnar um 30 þús-
und tonn til viðbótar við þann einn
og hálfan milljarð sem sjáv-
arútvegsráðherra ætlar að setja í
vistvænar vinnsluaðferðir þeirra
sem hljóta stærstu ríkisstyrkina
nú þegar, hundrað milljónir eiga
að svífa í ferðaþjónustuna mánuði
fyrir kosningar og svo mætti lengi
telja. Merkilegt að þeir sem völdin
hafa í dag komi með lausnir og úr-
bætur heilum mánuði fyrir kosn-
ingar, ekki satt?
Hérna áður fyrr gekk þetta út á
að halda útlendingum frá því að
komast í flugvélar og heimboð
þekktra mannréttindabrotamanna.
Aðhyllingu fasistastjórnar Banda-
ríkjamanna, sem þykist láta sér
annt um Íraka, en hendir fátækum
út úr sjúkrahúsum í eigin landi.
Já, það má reyna að segja manni
margt, en staðreyndirnar segja
alltaf það sem maður vill helst
vita, sannleikann. Orð eru ódýr,
verknaðurinn telur.
En nú skal fjallað um landið
okkar Ísland. Hvað er það sem
veldur mönnum gremju hér á
landi og mætti bæta með einföld-
um aðgerðum? Ríkisstyrktur sjáv-
arútvegur er eitt atriði, velferð
annað, skattamál þriðja og svo
mætti lengi telja. Það er samt
merkilegt að Íslendingar skuli
ekki tengja þetta allt saman.
Frjálslyndi flokkurinn vill af-
nema ríkisstyrkina og aðskilja
veiðar og vinnslu. Þessum aðgerð-
um hefði maður haldið að þjóðin
tæki fagnandi því ef eitthvað er að
marka skoðanakannanir eru um 80
prósent andvíg núverandi rík-
isstyrkjakerfi. Samt ná ríkisstjórn-
arflokkarnir um 45 prósentum at-
kvæða í skoðanakönnunum, og
báðir ætla þeir að halda núverandi
kerfi auk þess sem Samfylkingin
ætlar að leyfa landsbyggðinni að
blæða endanlega út áður en kerfið
verður aflagt að 20 árum liðnum.
Merkilegt allt saman. Þvílík þver-
sögn!
Hvað þýðir það annars að af-
nema ríkisstyrki og aðskilja veiðar
og vinnslu? Jú, í fyrsta lagi yrðu
þeir sem aðgang fá að veiðimiðum
Íslands að greiða fyrir það hráefn-
iskostnað. Hann yrði innheimtur á
fiskmörkuðum víða um land, enda
allur fiskur skyldaður á slíka
markaði. Á þeim mörkuðum yrði
landvinnslan öll við sama borð.
Hæstbjóðendur fá fiskinn, enda
eðlilegt að þeir sem mest verð-
mæti geta úr honum gert fái hann.
Það segir sig sjálft að slíkt fyr-
irkomulag kemur þjóðinni allri til
góða, því til að geta flutt inn,
verða menn að flytja út og eftir
því sem útflutningsverðmætið
hækkar hafa menn meira milli
handanna til að kaupa inn. Þannig
eykst velmegun landsmanna allra,
auk þess sem hráefniskostnaður-
inn áðurnefndi gefur lands-
mönnum tækifæri á að fá skattana
sína lækkaða. Þetta allt hefði mað-
ur haldið að landsmenn skildu jafn
vel og móðurmálið, en það er víst
eitthvað sem stendur í vegi fyrir
því. Hvernig má það vera? Ég skil
það allavegana ekki.
Sjálfstæðisflokkurinn opnaði
landsfund sinn um daginn á
hræðsluáróðri, sagði landsbyggð-
ina dauða væri ríkisstyrkjunum af-
létt. Annað eins kjaftæði hef ég
aldrei heyrt. Þegar ég kom í heim-
inn fyrir rúmum 25 árum voru 34
fiskverkendur í Ólafsfirði, nú
stendur einn eftir og hefur það
ekkert of gott, grunar mig. Svo
eru reyndar 3 frystitogarafley
gerð þaðan út sem sjást á 3 vikna
fresti í höfninni. Lífið í firðinum er
eftir því, steindautt! Ólafsfjörður
var byggður vegna þess að miðin
voru gjöful og eigi ómögulegt að
hafa til hnífs og skeiðar. Ein-
hverra hluta vegna er það nú liðin
tíð. Annaðhvort ertu á frystitogara
eða þú mátt bara gjöra svo vel að
flytja úr verðlausu hússkriflinu
þínu og byrja lífið upp á nýtt þar
sem vinnu er að hafa. Til allrar
hamingju átti ég ekki hús í Ólafs-
firði þegar ég flúði til Hafn-
arfjarðar, en ég er ekki einn í
heiminum. Ég vil þó taka fram að
ég hefði ekkert endilega viljað
flytja hefði ég getað unnið fyrir
mér í heimabænum, ég átti bara
engra kosta völ. Mín saga er ekk-
ert einsdæmi og það er á ábyrgð
okkar allra að afnema þann af-
arkost sem hér um ræðir, því fyrr
en varir gæti eitthvað ámóta kom-
ið fyrir þig.
Sagan endalausa
Eftir Kristján Ragnar Ásgeirsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Vegna gífurlegs aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra
greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert til þess að gera efnið aðgengilegra fyrir lesendur
og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar.
Alþingiskosningar
Írak
DAVÍÐ Oddsson stóð heill
bak við ákvörðun um frelsi
Íraka.
Til þess þurfti hugrekki.
Það sé ég ekki hjá mörgum
stjórnmálamönnum.
Enginn vill stríð og auðvelt
að taka slíka afstöðu. Stund-
um er stríð þó óhjákvæmlegt
eins hræðilega og það hljóm-
ar.
Davíð sýndi dirfsku og festu
á örlagastundu – ekki í fyrsta
sinn.
Þess vegna styð ég Davíð.
Höfundur er læknir.
MORGUNBLAÐIÐ er tvímæla-
laust virðulegasta dagblað landsins.
Allir sækjast eftir þeim heiðri að
blaðið birti eftir þá
grein. Einnig er
blaðið mjög menn-
ingarlegt og fylgist
vel með nýjustu
straumum í þeim
málum. Til dæmis
fannst mér leiðari
blaðsins um mig, 3. maí, og grein
mína í blaðinu 2. maí, bera skýr
merki póstmódernismans. En sú
stefna er þekkt fyrir skýlausa af-
stæðishyggju, þannig er jafn rétt
samkvæmt þeirri menningarstefnu
að segja að tunglið sé stór holóttur
ostur og að það sé fylgihnöttur jarð-
ar. Endanlegur sannleikur sé ekki til
og því sé þarflaust að leita hans,
meginmálið sé upplifun einstaklinga
á sínum sannleika.
Þetta skrif mitt um menningu
Morgunblaðsins stafar af því að ég
finn mjög litla samsvörun milli efnis-
atriða greinar minnar 2. maí og leið-
ara blaðsins um greinina. Ég veit
hins vegar að ritstjórn Morgunblaðs-
ins er vönd að virðingu sinni enda vel
skipuð og fylgir því reglunni að hver
megi skilja sannleikann á sinn hátt.
Í grein minni dró ég mjög í efa
sannleiksgildi orða í leiðara blaðsins
skömmu fyrr um að Samfylkingunni
sé „stjórnað af fólki, sem á rætur í
Alþýðubandalaginu“. Nú sé ég að ég
hef ekki virt afstæðishyggjuna sem
skyldi. Leiðarahöfundur skynjar
leiðtoga Samfylkingarinnar sem upp-
runalega allaballa og eiginlega er það
ósvífni hjá mér að segja að stað-
reyndir sýni annað því að með því er
ég að draga skynjun ritstjórnarinnar
í efa. En ég get ekki að því gert sem
óforbetranlegur áhangandi skyn-
semisstefnu að halda fast í traust
mitt á staðreyndir. Ég vona að Morg-
unblaðið umberi mér þessa sérvisku.
Þess vegna spyr ég um nöfn og
uppruna. En fyrst: hvað er uppruni?
Stjórnmálaskoðun æskuheimilisins,
viðvist í tilteknum flokki stutta stund
eða flokksstaða einstaklinga áður en
Samfylkingin var stofnuð? Til að
sýna hve flókið þetta mál allt er vil ég
taka dæmi af sjálfum formanni Sam-
fylkingarinnar.
Össur Skarphéðinsson er fæddur
1953 og alinn upp á góðu og gildu
Sjálfstæðisflokksheimili. Á áttunda
áratugnum gerðist hann leiðtogi rót-
tækrar námsmannahreyfingar og
fyrirleit alla stjórnmálaflokka. 1984–
1990 var hann félagi í Alþýðu-
bandalaginu, gekk þá í Alþýðuflokk-
inn, varð þingmaður hans og ráð-
herra í stjórn Davíðs Oddssonar. Vill
ritstjórn Morgunblaðsins útskýra
hver er pólitískur uppruni formanns-
ins?
Einnig vil ég nefna til sögunnar
efstu frambjóðendur Samfylking-
arinnar í hverju kjördæmi auk Öss-
urar: Jóhönnu Sigurðardóttur, Guð-
mund Árna Stefánsson, Jóhann
Ársælsson, Kristján Möller og Mar-
gréti Frímannsdóttur. Einnig Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur og for-
mann flokkstjórnar, Stefán Jóhann
Hafstein. Vill Morgunblaðið skýra
frá pólitískum uppruna þessa fólks?
Er það yfirleitt „með rætur í Alþýðu-
bandalaginu“?
Morgunblaðið veitir mér í leiðara
sínum 3. maí þann heiður að ræða
nokkuð persónu mína, ég er nefndur
„einn af baráttumönnum sósíalista á
Íslandi síðustu tæpa hálfa öld“. Ég
vona að mér fyrirgefist sá hégómi á
þessum ævisögutímum að benda á að
þessi lýsing er varla fullnægjandi
þótt rétt sé svo langt sem hún nær.
Frá miðjum 7unda áratugnum hef ég
alltaf skilgreint mig sem sósíal-
demókrata. Ég studdi sérframboð
Hannibals Valdimarssonar 1967 og
var í kosningastjórn hans. Að vísu
gekk ég í Alþýðubandalagið við
stofnun þess sem stjórnmálaflokks
1968 en reiddist mjög þegar stofn-
fundurinn afgreiddi ekki tillögu um
fordæmingu á nýlegri innrás Rússa í
Tékkóslóvakíu. Ég hafði samband
við skólabróður minn, Styrmi Gunn-
arsson, sem þá var blaðamaður við
Morgunblaðið, og skýrði honum frá
þessu. Úr þessu varð mikil Morg-
unblaðsfrétt og flokkur minn fékk
maklega ráðningu. Þannig að sam-
skipti mín og þessa virðulega blaðs
eru nánast forn.
Pólitískt markmið mitt allt frá
1965 var sameining íslenskra sósíal-
demókrata í einn flokk og þurfti ég
að bíða í 35 ár til að ná því markmiði.
Ég hef aldrei farið í felur með það.
1989 var ég meðal stofnfélaga Birt-
ingar, Alþýðubandalagsfélags, sem
vann að sameiningunni.
Í grein minni 2. maí lýsti ég því hve
miklu þægilegra væri að starfa í
Samfylkingunni en í Alþýðu-
bandalaginu á sínum tíma því að nú
væri ekki öllum álitamálum breytt í
harðar persónudeilur líkt og tíðk-
aðist í gamla flokknum mínum. Í leið-
ara Morgunblaðsins 3. maí eru þessi
orð mín túlkuð þannig að mér líði
betur í Samfylkingunni vegna þess
að „flestir helztu forystumenn Sam-
fylkingarinnar um þessar mundir
eiga rætur í Alþýðubandalaginu“.
Það er athyglisvert að leiðarahöf-
undur telur sig vita betur um orsakir
fyrir líðan minni en ég. Í nafni tví-
mælalausrar afstæðishyggju er að-
eins eitt um þetta að segja: Sínum
augum lítur hver á silfrið.
Sínum augum
lítur hver á silfrið
Eftir Gísla Gunnarsson
Höfundur er prófessor í sagnfræði.
BYGGÐAKVÓTI hefur verið talsvert í umræðunni nú í aðdraganda
kosninga. Vinstri-grænir leggja til dæmis til að í nýju fiskveiðistjórn-
unarkerfi verði þriðjungur alls kvóta byggðatengdur. Einstakir frambjóð-
endur annarra framboða hafa einnig talað fyrir tillögum af
svipuðum toga. Slíkar tillögur virðast hafa mikinn hljóm-
grunn meðal kjósenda ef marka má þá áherslu sem þær
hafa fengið í kosningabaráttunni.
Hefðbundinn byggðakvóti hefur hins vegar þann alvar-
lega ókost að ráðherra þarf að úthluta honum. Slíkri út-
hlutun fylgja oft alvarlegar ásakanir um hlutdrægni. Það
sem meira er, þá býður kerfi þar sem stjórnmálamenn taka
ákvarðanir um úthlutun verðmætra réttinda þeirri hættu
heim að ásakanir um hlutdrægni eigi við rök að styðjast.
Ef fyrningarleiðin yrði farin og fyrndar aflaheimildir yrðu seldar á upp-
boði er unnt að tryggja hagsmuni minni byggðakjarna á mun skynsamlegri
hátt en með hefðbundnum byggðakvóta. Það mætti gera með því að veita
smábátaútgerðum og útgerðum í minni byggðarlögum forkaupsrétt á
kvóta upp að ákveðnu marki.
Forkaupsréttur fyrir smábáta væri einfaldur í framkvæmd. Hin nýju lög
um stjórn fiskveiða myndu kveða á um að hver sem er mætti taka frá kvóta
upp að ákveðnu hámarki sem samsvaraði nokkurn veginn afla smábáts.
Verðið sem greitt væri fyrir slíkan kvóta væri ekki fyrirfram ákveðið held-
ur réðist það af verðinu á uppboðinu. Skilafrestur fyrir slík forkaup væri
nokkru fyrir uppboðið svo það lægi fyrir hversu mikið væri eftir til að
bjóða upp þegar uppboðið hæfist. Og til þess að koma í veg fyrir misnotkun
væri nauðsynlegt að setja einhverjar hömlur á framseljanleika slíkra afla-
heimilda.
Ef smábátaútgerðir eru engir eftirbátar stórra útgerðarfyrirtækja hvað
hagkvæmni snertir væri eðlilegast að þær væru látnar borga sama verð og
þeir borga sem fá kvóta á sjálfu uppboðinu. Ef hins vegar smábátaútgerðir
réðu ekki við að greiða eins hátt verð og aðrir fyrir veiðiheimildir væri vel
hægt að skilgreina verðið til þeirra á annan hátt, t.d. sem 85% af verðinu á
sjálfu uppboðinu.
Skynsamleg útfærsla
á byggðakvóta
Eftir Jón Steinsson
Höfundur stundar doktorsnám í hagfræði
við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum.
Jón Gunnar Hannesson