Morgunblaðið - 05.05.2003, Side 19

Morgunblaðið - 05.05.2003, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 19 FJÖLSKYLDURNAR í landinu hafa búið við aukið fjárhagslegt öryggi á und- anförnum árum. Ekki einungis að þær fái fleiri krónur í budduna í dag en í gær heldur hafa mæður og feður getað gert fjárhags- áætlanir fyrir framtíðina sem standast. Slíkt var ekki hægt fyrir um 10 árum. En skiptir það einhverju máli? Jú, fátt eykur meir á sundrungu í samfélaginu en óöryggi og van- máttur fjölskyldnanna til að skipuleggja líf sitt og skuldbindingar og framtíð barna sinna. Þess vegna er áríðandi að þeir sem koma til með að stjórna landinu á næstu misserum séu til þess fallnir að viðhalda þeim stöð- ugleika sem nú þegar hefur náðst í efna- hagsmálum. Efnahagsmál eru fjölskyldumál Mörgum kann að þykja umræða um efna- hagsmál, hagvöxt og ráðstöfunartekjur vera þurrpumpuleg en hún skiptir máli og hana á ekki að taka af léttúð. Því miður hefur þeirr- ar léttúðar orðið vart í málflutningi þeirra flokka sem nú berjast við að koma Sjálf- stæðisflokknum frá völdum. En það eru ein- mitt talsmenn þessara flokka sem skynja að einn helsti styrkur Sjálfstæðisflokksins er ábyrgð í peninga- og efnahagsmálum. Þar er okkur treyst en ekki vinstrimönnum, enda sýnir sagan sífellt að verðbólgan er aldrei meiri og ráðstöfunartekjur heimilanna aldr- ei minni en í tíð vinstristjórna. Þess vegna er ekki einungis mikilvægt að draga fram þann mun sem er á efnahagsstjórnun þessara flokka og Sjálfstæðisflokksins heldur er það beinlínis nauðsynlegt í þágu heimilanna í landinu. Borgarar landsins verða að vera sér meðvitandi um þá ábyrgð sem fylgir því að fara með efnahagsmálin og þá skiptir sköp- um að til staðar séu einstaklingar sem eru traustsins verðir og fara ekki á taugum um leið og vandamál koma upp. Sagan sýnir að börnin borga brúsa vinstrimanna Á liðnum misserum hefur ríkisstjórnin, með Geir H. Haarde fjármálaráðherra í far- arbroddi, lækkað erlendar skuldir ríkisins úr 35% af vergri landsframleiðslu í 19%. En hvað þýðir þetta eiginlega fyrir fjölskyld- urnar í landinu? Þetta þýðir annars vegar að ábyrgðinni af ákvörðunum okkar í dag er ekki velt yfir á næstu kynslóðir. Hins vegar þýðir þetta aukin tækifæri til að gera sam- félagið enn betra því að við höfum aukið fjármagn til þeirra hluta sem skipta okkur máli. Veruleg aukning fjármagns til menntamála er skýrt dæmi um hvernig skynsemi í ríkisfjármálum getur byggt upp aðra góða og þýðingarmikla þætti í sam- félaginu. Fjölgun háskóla og aukið mennt- unarstig þjóðarinnar er engin tilviljun held- ur afleiðing skýrrar stefnu og aukins fjárstreymis til þessa mikilvæga málaflokks. Ef nefna á eitt sérstakt mál sem sterk fjár- hagsstaða ríkisjóðs hefur gert mögulegt er það að sjálfsögðu fæðingarorlofið. Vinstri- menn vilja reyndar helst ekki tala um það, enda ennþá fúlir yfir því að eitt mesta jafn- réttismál síðan konur fengu kosningarétt árið 1915 skuli hafa verið samþykkt og kom- ið til framkvæmda undir forystu rík- isstjórnar Sjálfstæðisflokksins. Enn og aft- ur sýnir það mál að vinstrimenn tala bara en sjálfstæðismenn láta verkin tala. Sterk efnahagsstjórnun síðustu ára sýnir okkur hversu mikilvægt það er að í forystu séu einstaklingar sem þora að takast á við hagstjórnina án þess að næstu kynslóðir borgi brúsann. En hvað gera vinstrimenn? Við vitum öll hver skuldastaða Reykjavík- urborgar er. Hún ber ekki vott um framsýna fjölskyldustefnu heldur hafa skammtíma- sjónarmið þeirra sem þar hafa farið með völdin ráðið ferðinni. Kinnroðalaust hefur núverandi talsmaður Samfylkingarinnar velt ábyrgðinni yfir á framtíðarbörn Reykjavíkur. – Þægileg pólitík en siðlaus. En látum borgarmálefnin vera og beinum sjónum okkar að hagstjórnarverkefnum á landsvísu. Fjárhagslegt öryggi heimilanna er í húfi Hvernig brugðust talsmenn stjórnarand- stöðuflokkanna við þegar viðskiptahalli jókst hér í landinu fyrir tæpum tveimur ár- um? Þá gerðist nokkuð sem ekki má henda þá sem stjórna efnahagsmálunum í landinu því framundan eru ögrandi hagstjórn- arverkefni. Vinstrimenn stóðu einfaldlega ekki í lappirnar. Frasar eins og „tifandi tímasprengja“ voru notaðir en engar lausnir lagðar fram, ekkert framlag til lausnar vandanum annað en argasta lýðskrum. Á meðan hélt ríkisstjórnin sinni stefnu og leysti hallann á skömmum tíma, þannig að OECD taldi undravert að landið hefði ekki lent í kreppu. Það þarf nefnilega sterk bein til að þola góða daga og forsjála forystu sem ekki gefur eftir við minnsta blástur. Ekki síst skiptir þetta máli þegar fjárhagslegt ör- yggi heimilanna er í húfi. Þá er eðlilegt að spyrja hverjir muni fara með efnahagsmálin og fjármálin ef vinstri- flokkarnir ná völdum því að meira að segja samfylkingarfólk treystir ekki eigin fólki eins og kemur fram á vef þess, Kreml.is. Þar er bókstaflega sagt að enginn augljós kostur sé innan þingflokks Samfylkingarinnar til að fara með efnahagsmál og að þar þurfi flokk- urinn að taka sig á. Ef fylgismenn Samfylkingarinnar treysta ekki sínum frambjóðendum hvernig á þá þjóðin að geta gert það? Fjölskyldur treysta á stöðugleikann Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur „Sterk efnahagsstjórnun síðustu ára sýn- ir okkur hversu mikilvægt það er að í for- ystu séu einstaklingar sem þora að tak- ast á við hagstjórnina án þess að næstu kynslóðir borgi brúsann.“ Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð hefur allt frá sl. hausti háð kosningabaráttu sína undir þeim formerkjum að mynda vel- ferðarstjórn að kosningum loknum. Ástæð- an er einföld. Eftir 12 ára ríkisstjórnarfor- ystu Sjálfstæðisflokksins, fyrst með krötum og síðan með Framsókn, stórsér á íslenska velferðarkerfinu. Leiðarljósið undanfarin 12 ár hefur verið nýfrjálshyggjan með sín köldu gildi. Einkavæðing og markaðsvæðing æ fleiri þátta almannaþjónustu, skattalækk- anir til fjármagnseigenda, hátekjufólks og gróðafyrirtækja, samþjöppun fjármagns og valda. Hlutur þeirra sem búa við lakari kjör hefur verið rýr eins og alltaf hlýtur að verða þegar fjármagns- og gróðaöflunum er sleppt lausum og félagslegum gildum ýtt til hliðar. Breytingarnar gerast í áföngum og þó hver og einn veki nokkra athygli er sjaldan rætt um heildarmyndina. Hvert stefnir? Viljum við búa í þjóðfélagi sem áframhaldandi þjónkun við fjármagnið, gróðahyggju, sjálf- töku og græðgi á kostnað félagslegra og mannúðlegra gilda færir okkur? Tilraunastofa í nýfrjálshyggju Í þessu sambandi væri hollt að kynna sér hvernig nýfrjálshyggjutilraunin mikla hefur leikið Nýja-Sjáland. Fyrir um 25 árum var Nýja-Sjáland í fremstu röð þróaðra velferð- arríkja, lífskjör komust upp í það að vera þau fjórðu bestu innan OECD, sem sagt í heiminum. Nú er öldin önnur. Ógæfa Nýja- Sjálands var að nýfrjálshyggjukratar náðu völdum í Verkamannaflokknum og breyttu landinu í tilraunastofu markaðs- og einka- væðingarumbreytinga í anda þeirra fræða. Framan af leit þetta allt saman vel út og hægrimenn á Vesturlöndum hömpuðu Nýsjálendingum. Sendinefndir voru á flakki um heiminn, einnig uppi á Íslandi, til að boða fagnaðarerindið. Svipað átti við um ný- frjálshyggjuæfingar Brixtofte í sveitarfé- laginu Farum í Danmörku. Þar var fyr- irheitna landið í augum margra hægri- manna og einhverjir íslenskir sveitar- stjórnarmenn voru jafnvel svo seinheppnir að vera þar á ferð til að kynna sér dásemdir einkarekstrar og einkafjármögnunar rétt fyrir hrunið. Í dag er ekki talað um um Farum, í dag er lítið minnst á Nýja-Sjáland. Það er enda lítt til framdráttar hægrimönnum að upplýsa hvernig landið hefur hrapað niður listann yf- ir lífskjör þjóða svo nemur tugum sæta. Ekki heldur að upplýsa að Nýja-Sjáland glímir nú í fyrsta sinn um langt árabil í sögu sinni við stórfellt fjöldaatvinnuleysi. Fjar- skipta- og orkufyrirtæki og fleiri und- irstöðufyrirtæki, meira og minna öll einka- vædd, eru að mestu í eigu erlendra auðhringa sem sjúga arðinn úr landi. Eldra fólk flýr landsbyggðina í stórum stíl af því að almannaþjónustu hefur hrakað svo mjög í kjölfar einkavæðingarinnar. Leifarnar af nýsjálenska Verkamannaflokknum hafa beðist afsökunar á gjörðum sínum. Samábyrgt velferðarsamfélag Við í VG viljum ekki frekari breytingar en orðið er í anda nýfrjálshyggjunnar á Íslandi, þvert á móti. Við segjum: Hingað og ekki lengra! Við viljum snúa við blaðinu og hefja tímabil uppbyggingar og styrkingar á inn- viðum íslensks velferðarsamfélags á nýjan leik. Blási vindar hægri stefnu og nýfrjáls- hyggju áfram um samfélagið raskast enn frekar en orðið er sú sátt sem samfélag okk- ar hefur byggst á. Á nýliðinni öld byggðu Ís- lendingar upp velmegunarsamfélag í blönd- uðu hagkerfi sem byggist á málamiðlunum félagslegra lausna, jafnaðarsjónarmiða og samhjálpar annars vegar og einstaklings- og markaðshyggju hins vegar. Við erum eða vorum a.m.k. norrænt velferðarsamfélag að því marki sem að við náðum þroska sem slík. Nú ber okkur af leið. Við fjarlægjumst frændur okkar á hinum Norðurlöndunum því meir sem leiðarljósum nýfrjálshyggj- unnar er fylgt lengur. Þess vegna vill VG fella ríkisstjórnina. Þess vegna viljum við mynda velferð- arstjórn, félagshyggjustjórn, vinstristjórn. Þetta bið ég allt vinstrisinnað og umhverf- isverndarsinnað fólk að hafa í huga 10. maí næstkomandi. Kosningasigur Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs er öflugasta og skýrasta krafan um breytingar, skilaboð sem ekki er hægt að mistúlka. Og við gerum meira en að segja: „Fellum ríkisstjórnina!“ Við vitum hvað við viljum og þess vegna segjum við einnig: „Takist það á stjórn- arandstaðan að taka við.“ Það þarf því eng- inn að óttast að atkvæði greitt okkur endi sem lóð á vogarskálar áframhaldandi stjórn- arþátttöku Framsóknarflokksins, hvað þá Sjálfstæðisflokksins, séu aðrir kostir í stöð- unni. Það er Velferðarstjórn ekki Viðeyj- arstjórn sem er takmarkið. Velferðarstjórn í vor – til hvers – með hverjum? Eftir Steingrím J. Sigfússon „Kosningasigur Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs er öfl- ugasta og skýrasta krafan um breytingar, skilaboð sem ekki er hægt að mistúlka.“ Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. ðlind vil ég virkja sbóta fyrir Norður- un beita sér fyrir því tofnana verði opnuð ólann. Mín framtíð- Akureyri er meðal innu hans og háskól- m fjárveitingum eytisins, verði ráðist í órfelldu rannsókn- snámi á háskólastigi. nnum ber saman vinnar verði lang- sindahugmyndir til, a ævina að þróa og , þar sem saman ólar, öflugar rann- gsl við atvinnulífið rnar sem kalla fram sem um síðir vaxa í æki. Kraftmikið áskólanám, þar sem eistara- og dokt- skipt sköpum eigi nni að þróast yfir í að rvar og fóstrar ný rakademía undir að ungir enn staðfestist á Ak- r, eða beinlínis komi þangað að loknu námi annars staðar, er að skapa umhverfi sem laðar þá til bú- setu á staðnum. Í því sambandi horfi ég til rannsóknarseturs líkt og Reykjavík- urakademíunnar fyrir sunnan. Hún var sett á laggir af nokkrum einstaklingum. Í dag er hún athvarf hátt í hundrað sjálfstæðra fræðimanna. Flestir eru ungir, ýmist að ljúka námi, eða koma heim frá námi. Akademían veitir þeim tiltölulega ódýrt skjól, vísindalegt sam- félag sem er þeim nauðsyn til að þróa hugmyndir í samræðu og sameig- inlegum pælingum, og þar með mik- ilvæga staðfestu. Reykjavíkurakademían er í jafn góðu formi og raun ber vitni í dag, meðal annars af því Alþingi ákvað að veita henni fjárstuðning, sem hjálpaði henni yfir erfiða hjalla. Ég mun beita mér fyr- ir því að hið opinbera, í samstarfi við Akureyrarbæ, stuðli að því að svipuð Akureyrarakademía verði til í höf- uðstað Norðurlands. Hún gæti orðið ákaflega mikilvæg stoð þess mennta- og rannsóknarumhverfis sem er að þróast á Akureyri. Slíkt umhverfi er nauðsyn- legt til að skapa jarðveg fyrir hátækni- fyrirtæki í ýmsum greinum þekkingar- og hefðbundinna iðngreina, sem um síð- ir gætu orðið mikilvægur hluti af burð- argrind atvinnulífsins í höfuðstað Norð- urlands. Þetta er hluti af framtíðarsýn Sam- fylkingarinnar í skóla- og atvinnu- málum. Framtíðin snýst um menntun. Skólarnir eru stóriðja Norðurlands. Við eigum að efla þá á alla lund, og kosta miklu til að skapa úr þeim skjól fyrir sprotafyrirtæki í framtíðinni. g hátækni r- alla apa æki í Höfundur skipar efsta sæti framboðslista Samfylkingarinnar í Norðaustur- kjördæmi. f Eiríki Tómassyni, ar-Fiskaness í gði að með fyrning- agnaður snúast fljótt ávarútvegsfyr- gðu í stórum stíl tum tíma. Þetta er m blasir við. Þessari a mikil kollsteypa í enda er sjávar- ttarstólpinn í at- „Skelfileg ár“ Orð Halldórs Ásgrímssonar for- manns Farmsóknarflokksins um störf í vinstri stjórn eru athygliverð og lýs- andi. Hann sagði eftirfarandi í nýlegu viðtali í DV: ,,Ég er ekki tilbúinn að ganga í gegnum þau ósköp sem ég gekk í gegnum með Alþýðubandalag- inu og Alþýðuflokknum....Það voru skelfileg ár og samningafundir fram á nætur um hluti sem gengu ekkert upp.“ Hér talar Halldór af reynslu. Við þekkjum líka söguna, hagtölurnar og við okkur blasir óábyrg stefna vinstri flokkanna sem getur sett allt á annan endann í efnahagslífinu komist hún í framkvæmd. Látum það hins vegar ekki gerast. Kjósum áframhaldandi stöðugleika og hagvöxt og fyr- irbyggjum enn eitt vinstra slysið. Höfundur er dómsmálaráðherra. á árunum 1995–1999 r engan að við það fæti og harðna í ári r eru færar u eftir því á fund- iðir væru til en þær g bætur í krónutölu um sem hún taldi að mfærsla. Einkum arkaup og húsnæð- o veigamikill hluti af nna. Hún tók undir fleiri leiðir væru hygli á því að stefna i verið farsæl. ulagsklúður valdið hafa orðið hús- , og þar með hækk- að húsnæðiskostnað. Þá hafa fast- eignagjöld hækkað og að auki hefur leiga á íbúðum á vegum borgarinnar hækkað verulega. Í tillögum D-listans fyrir borgarstjórnarkosningar vorið 2002 kom skýrt í ljós sá vilji sjálfstæð- ismanna að lækka verulega fast- eignagjöld hjá eldra fólki. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn jafnan lagt mikla áherslu á nægilegt lóðaframboð. Lækkum matarskattinn Tillögur okkar varðandi mat- arkostnað eru skýrar: Við munum lækka matarskattinn úr 14% í 7% á komandi kjörtímabili, auk þess að lækka ýmsa aðra skatta. Þetta er gert í eðlilegu framhaldi af farsælum skattalækkunum á síðustu árum og af- rakstur þess að hafa greitt niður skuldir ríkisins. Stöðugleiki, lág verðbólga, næg at- vinna og góð afkoma ríkissjóðs eru þau lífsskilyrði sem nútíma Íslend- ingar eiga að venjast. Það er auðvelt að halda að slíkt gerist af sjálfu sér! Slík lífsskilyrði boðar D-listinn. Mundu því eftir að setja X við D! R-listinn örpu Njáls að rið 1995, í tan í Reykja- kvarða sína Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.