Morgunblaðið - 05.05.2003, Síða 23

Morgunblaðið - 05.05.2003, Síða 23
mikla erfiðleika í rekstri og í raun blasti gjaldþrot við félaginu. Þessi staða var Akureyringum þungbær því ekki er ofsögum sagt að Útgerð- arfélagið var Akureyringum óska- barn, enda hafði fjöldi þeirra lagt því til peninga í upphafi til þess að ýta því úr vör. Það var engin tilviljun að Gísla Konráðssyni var treyst fyrir því verkefni að koma Útgerðarfélagi Ak- ureyringa aftur á réttan kjöl. Hann hafði aflað sér þekkingar á þessu sviði og áunnið sér traust sem fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags KEA hf. Glíman við að rétta skútuna við var oft erfið, en með mikilli elju og ósérhlífni tókst stjórnendum ÚA með Gísla í broddi fylkingar að treysta þann grunn sem það byggir á enn þann dag í dag. Gísli Konráðsson var á ýmsan hátt frumkvöðull í landvinnslu, hann var ófeiminn að fara ótroðnar slóðir í þeim efnum og sækja fram á veginn. Og hann lagði einnig mikla áherslu á sölu- og markaðsmál fyrirtækisins. Honum var ljóst mikilvægi þess að hafa á einni hendi veiðar og vinnslu til þess að tryggja stöðugt flæði afurða inn á markaðina. Þessi stefnumörkun er ennþá í fullu gildi og er einn af hornsteinunum í rekstri Útgerðar- félagsins og Brims ehf. Vilhelm Þorsteinsson var fram- kvæmdastjóri ÚA ásamt Gísla frá 1964 til 1989, en þá lét Gísli af störf- um. Gísli og Vilhelm voru samstiga stjórnendur, þó svo að um margt væru þeir ólíkir. Samstarfsfólk Gísla Konráðssonar frá þessum árum minnist hans sem heiðursmanns, sem gott var að vinna með. Hann var glaðlyndur, kurteis og úrræðagóður og vildi leysa úr hvers manns vanda, vinnusamur með af- brigðum og nákvæmur. Útgerðarfélag Akureyringa minn- ist Gísla Konráðssonar með virðingu og þökk fyrir allt það starf sem hann innti af hendi fyrir félagið. Fyrir hönd ÚA og starfsfólks þess sendi ég eftirlifandi eiginkonu, Sól- veigu Axelsdóttur, börnum þeirra og öðrum aðstandendum innilegar sam- úðarkveðjur. Guðbrandur Sigurðsson. Kveðja frá Kaupfélagi Eyfirðinga Látinn er á Akureyri Gísli Kon- ráðsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri. Gísli var afar virkur þátttak- andi í uppbyggingu atvinnulífs á Akureyri á tímabilinu frá lokum seinni heimsstyrjaldar og fram á ní- unda áratuginn. Hann var fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags KEA 1946-1958 er hann gerðist fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa. Árin 1975-1985 átti Gísli sæti í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga. Ferill Gísla sem framkvæmdastjóra var afar farsæll og átti hann gifturíkt samstarf við starfsfólk sitt og við- skiptamenn. Sú uppbygging sem fór fram á Ak- ureyri, á vegum KEA og í samstarfi við Akureyrarbæ og fleiri, á starfs- tíma Gísla hjá KEA og ÚA lagði grunninn að því blómlega atvinnulífi sem síðan hefur þróast – bænum og byggðum Eyjafjarðar til heilla. Gísli Konráðsson tók þátt í marg- víslegu starfi í bænum bæði í tónlist- arlífi og öðrum félagsmálum og lagði lóð sitt til stuðnings mörgum mikil- vægum málefnum. Hann var hvar- vetna glæsilegur fulltrúi og setti svip á umhverfið þar sem hann fór. Kaup- félag Eyfirðinga þakkar Gísla sam- fylgdina og mikilvæg störf í þágu fé- lagsins og byggðarlagsins. Frú Sólveigu Axelsdóttur, börnum þeirra og ástvinum öllum eru sendar samúðarkveðjur vegna fráfalls þessa mikla höfðingja. Benedikt Sigurðarson. Kveðja frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Í dag fer fram frá Akureyrarkirkju útför Gísla Konráðssonar, fyrrver- andi forstjóra. Hann var einn af merkustu athafnamönnum í útgerð og fiskiðnaði á Íslandi á seinni hluta síðustu aldar. Þegar Gísli tók við framkvæmdastjórn Útgerðarfélags Akureyringa hf. árið 1958 urðu þátta- skil í útgerðarsögu byggðarlagsins til hins betra. Ekki gerðist það með skjótum hætti né átakalaust. Á þess- um tíma var rekstrarumhverfi í út- gerð og fiskiðnaði á Íslandi mjög nei- kvætt. Brugðið gat til beggja vona. Í hinni hatrömmu baráttu fyrir tilvist ÚA gekk Gísli mjög nærri sér. En í samstarfi við góða stuðningsmenn innan fyrirtækisins sem utan, hafði hann sigur. Fyrirtækið komst á rétt- an kjöl. Þegar Gísli tók við ÚA, var Vilhelm Þorsteinsson einn af togaraskipstjór- um félagsins. Árið 1964 er Vilhelm tekinn í land og ráðinn sem annar framkvæmdastjóri þess með útgerð sem áherslusvið. Eigi er of sagt þótt sagt sé að með tilkomu þessara tveggja manna hjá ÚA fyrst Gísla og síðan Vilhelms, hefjist samfelld sigurganga fyrirtæk- isins í útgerð og fiskvinnslu á Íslandi undir forustu þeirra sameiginlega. ÚA hf. varð eitt stærsta og best rekna útgerðarfélag landsins. Áhrifa þessa gætti víða þeim aðilum til fram- dráttar er fyrirtækið starfaði með sem og landinu í heild. Íslenskur hraðfrystiiðnaður fór ekki varhluta af þeirri framfaraþró- un, sem átti sér stað í ÚA á þessum árum. En um og eftir 1960 verða ákveðin straumhvörf í uppbyggingu hraðfrystiiðnaðar víðs vegar um landið á sama tíma, sem helstu út- flutningsfyrirtæki sjávarafurða, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeild SÍS eru að endur- skoða stefnu sína og framkvæmd í sölu sjávarafurða á helstu samkeppn- ismörkuðum heimsins, þar á meðal í Bandaríkjunum. ÚA hf. var félagsaðili í SH. Gísli kom mjög við sögu um endurskipu- lagningu fyrirtækisins á þessum ár- um og hafði afgerandi áhrif á niður- stöður, sem réðu miklu um hina öflugu þróun íslensks hraðfrystiiðn- aðar á næstu áratugum. Áhersla var lögð á hámörkun afkomu með sam- ræmingu veiða, vinnslu og sölu. Starfið var útfært innan þeirra tak- marka, sem alþjóðaviðskipti og inn- lent umhverfi settu athafnarmönnum á þeim tíma. Gísli var kjörinn í stjórn SH árið 1962 og var árlega endurkjörinn í stjórnina, þar til hann lét af störfum árið 1989. Þá sat hann í stjórn Coldwater Seafood Corp., dótturfyr- irtækis SH í Bandaríkjunum í fjölda ára. Við endurskipulagningu SH á umbrotatímum upp úr 1960 var mik- ils um vert að marka rétt stefnu í markaðs- og sölumálum, jafnframt því sem innri viðir fyrirtækisins hér heima væru styrktir. Bandaríkin voru þegar orðin einn mikilvægasti markaðurinn fyrir frystar sjávaraf- urðir frá Íslandi. Því var það, að sum- arið 1962 var send sérstök nefnd til Bandaríkjanna til að fara yfir stöð- una þar, ráða nýjan forstjóra og leggja drög að stefnumörkum til framtíðarinnar. Nefndina skipuðu áhrifamenn innan SH þeir Einar Sig- urðsson frá Vestmannaeyjum, Sig- urður Ágústsson frá Stykkishólmi og Gísli Konráðsson frá Akureyri. Björn Halldórsson framkvæmdastjóri markaðs- og sölumála fór með nefnd- inni. Störf og tillögur nefndarmanna höfðu afdrifarík áhrif á framtíðarþró- un hraðfrystiiðnaðar í Íslandi á næstu áratugum. Áhersla var lögð á Bandaríkjamarkað, Þorsteinn Gísla- son, verkfræðingur, var ráðinn for- stjóri og stefnt að alhliða uppbygg- ingu Coldwater. Ráðning Þorsteins reyndist mikið happaverk. Undir hans stjórn varð fyrirtækið eitt öfl- ugasta fisksölufyrirtækið í Banda- ríkjunum. Gísli Konráðsson átti mik- inn þátt í þessari þróun, sem og ÚA er lagði áherslu á að nýta markaðinn fyrir vestan sem best. Enn er Coldwater, er nú heitir Icelandic USA, eitt öflugasta fyrirtækið í Bandaríkjunum á sínu sviði. Á sínum tíma var Umbúðamiðstöð- in hf. stofnuð af eigendum SH í þeim tilgangi að auka samkeppni í fram- leiðslu- og sölu umbúða utan um fryst matvæli. Reksturinn bar skjótan og góðan árangur. Gísli sat í stjórn fyr- irtækisins tímabilið 1978-1989, þar af var hann formaður stjórnar frá 1984. Gísli Konráðsson kom víða við sögu í starfsemi SH meðan hans naut við. Hann vann sín verk af yfirlætisleysi, markvisst og skipulega. Gísli hafði einstaklega ljúfa og góða framkomu, átti gott með að starfa með öðrum, en var fastur fyrir, ef því var að skipta. Gísli Konráðsson er kvaddur með virðingu og þökk fyrir hans mikla og góða framlag til uppbyggingar ís- lensks hraðfrystiiðnaðar og Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna. Frú Sólveigu og fjölskyldu eru sendar innilegustu samúðarkveðjur. Róbert Guðfinnsson. Einn eftirminnilegasti maður sem ég hef kynnst á lífsleiðinni er Gísli Konráðsson. Mér finnst eins og hann hafi haft allt til að bera, sem gerir ein- stakling að afburða manni. Hann hafði hlýtt viðmót, var farsæll stjórn- andi, skemmtilegur félagi og auk þess góður hagyrðingur. Þessar vísur orti Gísli og lýsa þær einkar vel mannkostum hans. Ég trúi að hann hafi lifað samkvæmt því sem hér segir: Ef þér finnst þín för sé glæst, framavonir hafi ræst. Þín sé mektin mest og hæst, mundu að dramb er falli næst. Holl sú regla öllum er og þess verð að temja sér að hafa ei önnur orð um mann en þú getur sagt við hann. Gísli var frumkvöðull og honum var trúað fyrir mikilli ábyrgð í at- vinnulífi og í félagsmálum. Leiðir okkar lágu saman innan samvinnu- hreyfingarinnar en Gísli var mikill samvinnumaður. Við sátum samtímis í stjórn KEA. Það var mikill skóli að starfa að fé- lagsmálum með mönnum eins og Gísla. Á þessum tíma var Hjörtur á Tjörn stjórnarformaður og Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri. Ég minnist allra þessara manna með virðingu og miklu þakklæti. Gísli átti því láni að fagna að eign- ast góða og glæsilega eiginkonu og fjölda myndarlegra barna. Þegar ég hugsa um þessa fjölskyldu og lífs- hlaup Gísla finnst mér það ævintýri líkast. Það er eins og þar hafi allt gengið upp. Ég veit að Gísli Konráðs- son var mjög hamingjusamur maður, góður eiginmaður, faðir og afi. Við Norðlendingar erum stoltir af þeim hjónum Gísla og Sólveigu. Þau settu sannarlega svip á bæinn okkar, Akureyri. Ég þakka Gísla Konráðssyni fyrir góð kynni og skemmtilegar samveru- stundir. Sólveigu og fjölskyldunni allri votta ég dýpstu samúð. Valgerður Sverrisdóttir. Með Gísla Konráðssyni er genginn einn af máttarstólpum atvinnulífs við Eyjafjörð á síðustu öld. Að loknu námi kom Gísli til starfa hjá Kaup- félagi Eyfirðinga og vann hjá fé- laginu þar til hann tók við starfi framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyringa 1958. En leiðir Kaup- félags Eyfirðinga og Gísla skildu ekki við þessa breytingu á starfsferlinum. Gísli sat í stjórn félagsins frá 1975 til 1985 en mun lengur sat hann fyrir hönd félagsins í stjórn Garðræktar- félags Reykhverfinga eða allt til árs- ins 1999 og bar hag þess alla tíð mjög fyrir brjósti. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi þegar ég kom ungur mað- ur inn í stjórnarhópinn að kynnast Gísla og fá að njóta reynslu hans og þekkingar. Eins og allir vita sem þekktu Gísla þá var hann einstakt glæsimenni og hafði til að bera hina fáguðu fram- komu heiðursmannsins. En hann hafði sínar ákveðnu skoðanir og gat verið fastur fyrir ef hann taldi réttu máli hallað eða gengið á svig við grundvallaratriði varðandi stefnumál félagsins. Sérstaklega er mér minn- isistæð barátta hans fyrir að standa við ákvæði varðandi arðgreiðslur og hafði hann væntanlega gleggri skiln- ing á mikilvægi þess en við hin í hópn- um. Áhugasvið Gísla einskorðaðist ekki við þann rekstur sem honum var trú- að fyrir. Hann var hafsjór af fróðleik um menn og málefni og hafði ætlað sér að sinna þessum áhugamálum sínum eftir að hann kom á eftirlaun. Það fór hins vegar nokkuð á annan veg þar sem sjónin gaf sig og síðustu árin var hann nánast blindur. Fyrir hönd okkar sem sátum með Gísla í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga þakka ég samfylgdina um leið og ég votta Sólveigu og öðrum aðstandend- um samúð mína. Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Vinátta okkar Gísla Konráðssonar stóð full sjötíu ár, frá fyrstu unglings- árum til hinstu stundar. Bjart er yfir minningum frá skóla- árunum í M.A. á fjórða áratug síðustu aldar. Í þeim öllum er Gísli nálægur, gervilegur piltur og jafnan glaður og reifur. Sérstök ánægja var að kynnast foreldrum hans og æskuheimili. Þar var ég heimagangur, og stundum dvalargestur um lengri tíma. Minn- isstæður er sá þingeyski menningar- andi frá fyrri öld sem þar ríkti. Síðan skildi leiðir eins og verða vill. En þegar fundum bar saman fannst mér það alltaf líkast því að hitta kær- an bróður eftir langan aðskilnað. Gísli kvæntist eftirlifandi konu sinni, Sól- veigu Axelsdóttur, og þau voru allt til elli afburða glæsileg hjón. Brátt voru börnin orðin sjö: einn drengur elstur og síðan sex systur, hver annarri fal- legri, og mamman þó kannske feg- urst þeirra allra. Þegar bekkurinn okkar kom sam- an á Akureyri á meiri háttar stúd- entsafmælum var fyrsti viðkomu- staður alltaf hið fagra heimili Gísla og Sólveigar. Þar skorti hvorki húsrými né hjartarúm. Nú fyrir stuttu voru liðnir tveir þriðjungar aldar, eða mannsaldrar eins og fyrr var sagt, síðan við Gísli Konráðsson og bekkjarsystkini okk- ar lukum stúdentsprófi. Við vorum 33 að tölu, en nú munu aðeins fimm vera í tölu lifenda. Ég veit að ég mæli fyrir munn okkar allra þegar ég þakka Gísla löng og góð kynni og sendi Sól- veigu og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Jón Þórarinsson. Þegar kveðja skal góðan dreng, vilja orðin verða færri en skyldi, því hvar skal byrja og hvar skal enda. Árið 1958 hætti ég til sjós og hóf störf á skrifstofu Útgerðarfélags Ak- ureyringa hf. Þá var Gísli nýbyrjaður að starfa hjá félaginu, sem fram- kvæmdastjóri þess. Ég átti eftir að vinna undir stjórn hans í 31 ár. Með Gísla störfuðu sem framkvæmda- stjórar, fyrst Andrés Pétursson og síðar Vilhelm Þorsteinsson. Samstarf þessara manna var ætíð gott. Ég tel fyrst og fremst tvö heilla- spor hafa orðið ÚA til framdráttar, ráðning Auðuns-bræðra á fyrstu ár- um þess og síðan ráðning Gísla Kon- ráðssonar. ÚA var á heljarþröm þegar Gísli hóf þar störf. Ég held að ég halli ekki á neinn er ég segi að traust það er menn báru til hans bjargaði ÚA frá gjaldþroti. Árum saman þurfti hann að bjarga því frá degi til dags, uns úr fór að rætast og er hann hætti störf- um var félagið orðið öflugasta útgerð- ar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins. Gísli reyndist mér mjög heiðarleg- ur, nákvæmur og traustur maður, sem sérlega gott var að vinna með, glaðvær á góðum stundum, þótt hann væri mikill alvörumaður. Gísli átti miklu barnaláni að fagna með konu sinni, Sólveigu Axelsdótt- ur, sex stúlkur og einn drengur, barnabörnin orðin mörg. Árið 1989 hætti Gísli störfum hjá ÚA fyrir aldurssakir. Síðustu ár bag- aði hann mikil sjóndepra, sem vafalít- ið hefur valdið honum miklum von- brigðum, enda mjög mikill bókamaður, en alltaf var hann samt jafn hress í tali er hann hitti kunn- ingja, innandi eftir fréttum af mönn- um og málefnum líðandi stundar. Nú er för þessa dugnaðarmanns lokið á meðal okkar og vil ég nota þessar línur til að þakka honum sam- fylgdina og velvild hans og fjölskyldu hans í minn garð og minna. Megi sá er öllu ræður halda vernd- arhendi sinni ykkur og ykkar fólki. Jón E. Aspar. Gísli Konráðsson, vinur minn og samstarfsmaður til margra ára, er genginn á vit feðra sinna. Hann hélt sinni reisn til síðustu stundar, þó ekki færi milli mála, að degi var tekið að halla. Sjónin var farin, en minn mað- ur var með á nótunum til síðustu stundar; var að hlusta á útvarpslýs- ingu frá leik „okkar manna“ í KA þegar kallið kom. En hann var ferðbúinn og það er næsta víst, að það hefur verið reisn yfir hans ferða- lokum.Það var hans stíll. Gísli Konráðsson var mannabætir, hvar sem hann fór, félagshyggjumað- ur fram í fingurgóma, en alltaf tilbú- inn til að fara fyrir sínu liði, væri eftir því leitað. Ég var alinn upp við út- gerð, þar sem Gísli haslaði sér ungur völl, svo eftir var tekið. Í fyrstunni stjórnaði hann útgerð Kaupfélags Eyfirðinga með góðum árangri. Það varð til þess, að hann var fenginn til að stýra Útgerðarfélagi Akureyr- inga, þegar rekstur þess virtist vera að sigla í strand undir lok sjötta ára- tugarins. Gísli ætlaði aðeins að hlaupa þarna í skarðið í nokkra mán- uði, en hann stóð í brúnni hjá ÚA í ríf- lega þrjá áratugi. Það var mikið lán fyrir félagið, atvinnulíf bæjarins og bæjarbúa alla. Útgerðarfélag Akureyinga hafði ekki byr í seglin þegar Gísli kom þar í brúna, en með ákveðinni framgöngu sinni og natni tókst honum að koma skipi félagsins á siglingu.Þetta gerð- ist ekki með kraftaverki á einni nóttu, síður en svo. Það gekk ekki þrauta- laust fyrir sig, að vera við stjórnvöl- inn hjá ÚA, ekki síst vegna þess að pólitíkin var iðulega aðgangshörð í stjórn félagsins, sem var kosin af bæjarstjórn. Stjórnarmenn voru því oft með forystumenn stjórnmála- flokkanna „á öxlinni“, þannig að oft hitnaði í kolunum. En Gísla tókst með aðstoð góðra manna að sigla Útgerð- arfélagi Akureyringa út úr skerja- garðinum. Þar munaði mest um Vil- helm heitinn Þorsteinsson, sem stóð með Gísla í brúnni, óhagganlegur sem klettur. Þeir voru sem bræður. Bæjarbúar stóðu líka fast að baki þeim; þeir voru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að koma rekstri fé- lagsins á skrið. Þeir sáu hvers konar kjölfesta þessi starfsemi gæti orðið fyrir allt athafnalíf bæjarins. Þetta tókst. Gísli og Vilhelm skiluðu af sér verðmætasta útgerðarfélagi landsins undir lok síðustu aldar, útgerðar- félagi sem var í eigu og undir stjórn Akureyringa. Félagið er enn verð- mætt, en því miður ráða Akureyring- ar engu um framtíð þess. Það er allt önnur saga. Ég átti því láni að fagna, ungur að árum, að kynnast Gísla Konráðssyni náið. Við vorum málkunnugir þegar ég kom fyrst sem varamaður inn í stjórn Útgerðarfélagsins, en síðar átti ég eftir að starfa þar með honum í mörg ár sem stjórnarmaður, vara- formaður stjórnar og síðast stjórn- arformaður. Það gustaði oft í okkar samstarfi, allt til síðasta dags. Við vorum ekki á sömu línu í pólitík og það voru oft harðvítug átök milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins um málefni félagsins á þess- um árum. Engu að síður styrktist vinskapur okkar eftir því sem á leið og eftir að Gísli hætti störfum höfum við verið í góðu sambandi. Okkar samstarf var einstaklega lærdóms- ríkt og þroskandi fyrir mig. Gísli hafði mikið að gefa; hann stóð æv- inlega keikur í stafni eins og skap- aður til forystu, hvar sem hann tók til hendinni. Hann varð stór af sjálfum sér; hans orðum var hægt að treysta ein og staf á bók. Það er mannbæt- andi að fá að kynnast og starfa með slíkum mönnum. Eftirlifandi eigin- konu Gísla, Sólveigu Axelsdóttur og fjölskyldu, sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Gísla Konráðs- sonar. Sverrir Leósson. Nú er Gísli farinn yfir móðuna miklu eins og sagt er. Ég varð þess aðnjótandi að alast upp í nágrenni hans á mínum fyrstu árum, þar kynntist ég honum og hans fjöl- skyldu. Systa dóttir hans og ég urðum vin- konur og var það til þess að ég dvaldi mikið á heimili þeirra. Á mínum ung- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.