Morgunblaðið - 05.05.2003, Page 36

Morgunblaðið - 05.05.2003, Page 36
AÐ UNDANFÖRNU hefur verið góð veiði af skarkola á netavertíð í Breiða- firði. Þegar áhöfnin á Gretti SH 104 frá Stykkishólmi var að draga netin á Ólafs- túni vestur af Oddbjarnarskeri slæddist vænn skarkoli í netin. Hann reyndist vera 74,5 sentimetrar á lengd sem er óvenju stór skarkoli. Það er ekki oft sem svona stórir skarkolar veiðast. Skarkol- inn var fremur rýr, enda nýlega búinn að hrygna og samkvæmt skoðunum fiski- fræðinga hefur hann gefið af sér líf- vænleg hrogn sem skila sér í veiðina eft- ir nokkur ár. Skarkolinn er stærstur allra kolateg- unda hér við land og getur orðið 60-70 cm langur. Stærsti skarkoli sem mældur hefur verið hér við land var 85 cm lang- ur. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Jón Bjarki Jónatansson, stýrimaður á Gretti SH 104, heldur á skarkolanum. Páll Þorbergsson kokkur fylgist með. Stórir fiskar finnast enn í hafinu ♦ ♦ ♦ MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Buxnadagar Vinnufatabúðin BSRB leggur til í nýjum hugmyndum sínum í skattamálum að lækka skattprósentu tekju- skatts einstaklinga niður í allt að 20%, að sama prósenta verði á fjármagnstekjuskatti, sem nú er 10%, og tekjuskattur fyrirtækja verði einnig 20%, en hann er almennt 18% í dag. Sömu hug- myndir ganga út á að hæstu jaðarskattar fari ekki upp fyrir 40% en þeir eru nú 58,55%. Nái þessar hugmyndir fram að ganga telur BSRB að þær geti í upphafi aukið úgjöld ríkis og sveitarfé- laga um 6-8 milljarða króna. Markmiðið að auka ráðstöfunartekjur láglauna- og millitekjufólks Gunnar Gunnarsson, hagfræðingur BSRB, segir í viðtali í Morgunblaðinu í dag að inni í þessu kostnaðarmati séu ekki afleidd áhrif á tekjur ríkissjóðs, s.s. virðisaukaskattur og tekjur vegna aukinnar neyslu. Þessi áhrif geti jafnað þennan kostnað út til lengri tíma litið. Gunnar, sem hefur unnið þessar tillögur síð- astliðið ár, segir að útfærsla hugmyndanna liggi í aðalatriðum fyrir en þær verði kynntar nánar á skattaráðstefnu BSRB í haust. Gunnar segir höf- uðmarkmið nýrrar skattastefnu að auka ráðstöf- unartekjur láglauna- og millitekjufólks. Hugmyndir BSRB miðast m.a. við að lækka megi skattleysismörkin, sem eru í dag um 72 þús- und krónur, niður í allt að 50 þúsund krónur. Gunnar segir að slík lækkun muni losa um fjár- muni sem nú sé ráðstafað með almennum hætti en sé hægt að nýta með sértækum aðgerðum. Gunnar segir að markmið um aukna stað- greiðslu kalli á tvennt, annars vegar eitt almennt skatthlutfall á alla og hins vegar útgáfu á heim- iliskorti auk núverandi skattkorts. Hann segir að eitt skatthlutfall þýði að afnema þurfi hátekju- skatt í þeirri mynd sem hann er í núna. Hugmynd BSRB um heimiliskort gengur út á að setja á einn stað samanlagðan rétt til barna- og húsnæð- isbóta þannig að staðgreiðsla á bótagreiðslum verði möguleg. Ef launamaður fullnýti ekki heim- iliskort sitt þá segir Gunnar að það komi í hlut ríkissjóðs að greiða jákvæðan mismun með að há- marki þriggja mánaða töf. Bendir hann á að töfin í dag geti verið allt upp í tólf mánuðir. Samræma stuðning við kaupendur og leigjendur íbúðarhúsnæðis Hugmyndir BSRB ganga einnig út að sam- ræma stuðning við kaupendur og leigjendur íbúðarhúsnæðis. Að sögn Gunnars ganga hug- myndir BSRB út á að samræmdar húsnæðisbæt- ur verði 31 þúsund kr. á mánuði að hámarki, óháð hjúskaparstöðu, fjölda barna, skuldum og leigu- verði. Horft verði þó til þess að eignamyndun eigi sér stað við kaup á húsnæði en ekki leigu. Mark- miðið sé að auka möguleika lágtekjufólks á að komast í öruggt húsnæði og eyða skuldahvata vaxtabótakerfisins. Húsnæðisbætur verði háðari tekjum en áður og mun hærri fyrstu árin. Kostnaður hins opinbera yrði 6–8 milljarðar króna  Skattprósenta/12 BSRB setur fram hugmyndir um 20% skatt á laun, fjármagn og fyrirtæki Morgunblaðið/Árni Sæberg Í öruggum höndum HIN fimm mánaða gamla Marta María Sæberg sýndi lítil hræðslumerki er henni var lyft hátt upp úr Skálatúnslauginni, enda í öruggum höndum Snorra Magnússonar sem stað- ið hefur fyrir ungbarnasundi á þessum stað í nærri þrettán ár. Á þeim tíma hafa komið til hans um 2.300 börn á aldrinum tveggja til átta mánaða og um tvöfalt fleiri foreldrar. Marta María fær þarna gott tækifæri til að þjálfa jafnvægisskynið en auk þeirrar þjálfunar er mark- miðið hjá Snorra að börnin að- lagist vatninu, að hreyfiþroski þeirra og skynfæri séu örvuð og ekki síst er markmiðið að efla tengslin milli barns og for- eldra. Að sögn Snorra fer um þriðj- ungur allra íslenskra ungbarna í sundkennslu af þessu tagi, en svo hátt hlutfall hefur vakið athygli nor- rænna starfsbræðra Snorra. Víða um land er farið að bjóða upp á ung- barnasund en alls eru 26 virkir sund- kennarar í sérstökum félagsskap sem stofnaður hefur verið meðal þeirra. BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar samþykkti á aukabæjarstjórnarfundi í gær tillögu fræðsluráðs um að segja upp samningi við Íslensku mennta- samtökin (ÍMS) um rekstur leikskól- ans Tjarnaráss. Hafnarfjarðarbær tekur því við rekstrinum í dag. Lúð- vík Geirsson bæjarstjóri vonast eftir að starfsemi skólans verði með eðli- legum hætti í dag. „Bæjarstjórn staðfesti samþykkt fræðsluráðs frá því á föstudag þann- ig að við göngum að því sem vísu að í fyrramálið [í dag] verði starfsemin með eðlilegum hætti í skólanum. Við hvetjum foreldra til að koma aftur með börnin sín,“ sagði Lúðvík. Hann sagði bæjarstjórn hafa feng- ið yfirlýsingu og bréf frá ÍMS í hend- urnar rétt áður en fundurinn hófst þar sem lýst er vilja til að aðilaskiptin færu vel fram og með friðsemd. Viðræður um uppgjör Lúðvík sagði viðræður við ÍMS hafa staðið yfir í gær. „Það verða væntanlega teknar upp viðræður í beinu framhaldi um uppgjör og frá- gang mála milli ÍMS og bæjarins. Ég vænti þess að það verði hægt að ganga frá því með góðum friði á allra næstu dögum.“ Að sögn Lúðvíks mun bærinn taka upp viðræður við leikskólastjóra um að draga uppsögn sína til baka, sam- kvæmt óskum foreldra, en hún átti að taka gildi 1. júní. „Ég er mjög sáttur við að við getum uppfyllt þær kröfur og óskir sem foreldrar hafa sett fram í þessu máli,“ sagði Lúðvík. Magnús Baldursson fræðslustjóri tók í sama streng. „Þetta virðist vera sú lausn á málinu sem foreldrar og starfsfólk hefur óskað eftir. Það er mikill léttir að málinu sé lokið því það reynir heilmikið á að standa í þessu. Það skiptir öllu máli að það sé friður í leikskóla þar sem eru börn á þessum aldri,“ sagði Magnús. Bærinn tekur við rekstri Tjarnar- áss í dag JACK Welch, fyrrver- andi forstjóri General Electrics (GE), er væntanlegur til lands- ins á næstu dögum, en hann mun halda fyr- irlestur um hugmyndir sínar um rekstur fyr- irtækja. Það er Kaup- þing sem á frumkvæði að komu hans til Íslands. Welch var forstjóri GE í 20 ár og átti hvað mestan þátt í að gera fyrirtækið að stórveldi. Hann lét af störfum vikuna fyrir hryðjuverkaárásirnar á Bandarík- in hinn 11. september 2001. Welch starfaði alls í 40 ár hjá GE og varð yngsti forstjórinn árið 1981, aðeins 44 ára gamall. Hann breytti markaðs- virði fyrirtækisins úr 12 milljörðum í 280 milljarða á þeim 20 árum sem hann var forstjóri. Hann fækkaði einnig stjórnunarþrepunum í fyrirtækinu úr 29 í 6 og fækkaði dótturfyrirtækjum úr 350 í 12. Ein frægasta setningin sem höfð er eftir Welch er „Breyttu áður en þú þarft að breyta“ og má segja að hann hafi stjórnað GE að nokkru eftir því. Welch starfaði eftir þremur meg- inlögmálum. Í fyrsta lagi að hræðast ekki breytingar, í öðru lagi að losa sig við íhaldssama stjórnendur og í þriðja lagi að hætta að stjórna en leiða í stað- inn. Jack Welch á leið til landsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.