Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VEGGHLEÐSLUR úr torfi og grjóti, hugsanlega frá þjóðveld- isöld, eru meðal þess sem verið er að grafa upp á Þingvöllum í sumar. Verið er að grafa í Bisk- upshóla sem eru rétt norðvestur við gamla bæinn og kirkjuna, austan megin við ána. Fornleifastofnun Íslands stend- ur að fornleifarannsóknunum á Þingvöllum í umboði Þingvalla- nefndar og fær styrk til verksins frá Kristnihátíðarsjóði. Markmiðið með uppgreftrinum er að afla nýrra heimilda um sögu Þingvalla og þinghalds á Ís- landi, athuga skipulag þingstað- arins og leita að þingbúðaleifum, segir Adolf Friðriksson, for- stöðumaður Fornleifastofnunar Íslands. Uppgröfturinn í sumar kemur í kjölfar tilraunaskurðar sem var grafinn síðasta sumar. Þá var komið niður á voldugan vegg úr torfi og grjóti sem Adolf segir líklegt að sé mjög gamall. Adolf segir líklegt að í Bisk- upshólum, sem verið er að grafa í núna, megi finna búðir sem hugs- anlega séu frá þjóðveldisöld. Hann segir að búðirnar hafi verið hlaðnir veggir sem tjaldað hafi verið yfir og búið í á meðan þing- haldi stóð. Mikilvægt er að átta sig á hvar fornleifar leynast undir grasinu áður en farið er í framkvæmdir eins og lagningu göngustíga eða byggingu brúa. Til að fá góða mynd af því hvar fornleifar leyn- ast á að grafa tilraunaskurði víða á Þingvöllum næstu fimm til sex sumur, að sögn Adolfs. Grafið í þjóðargrafreitinn? Adolf segir að fornleifar hafi fundist nokkuð víða á svæðinu í kringum gamla bæinn og kirkj- una og segir að jafnvel gæti verið eitthvað um minjar undir þjóðar- grafreitnum. „Ef þar eru merkar minjar gæti komið til greina að minnka [þjóðargrafreitinn] eða færa hann,“ segir Adolf, en tekur fram að það þurfi að vera miklar líkur á merkum fundi, til dæmis vel varðveittum rústum frá upp- hafi þinghalds, til að grafið verði meira en tilraunaskurður í reit- inn. Hægt er að fræðast nánar um uppgröftinn í gönguferðum um Þingvelli alla virka daga klukkan 13. Einnig er gengið eftir messu á sunnudögum klukkan 15. Uppgröftur á Biskupshólum gengur vel og reikna má með að hann standi næstu fjórar til fimm vikur.          Komið niður á fornar þingbúðatóftir Fornleifauppgröftur er hafinn á Þingvöllum BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær 80 milljóna króna auka- fjárveitingu til að mæta þeim vanda sem skapast hefur í atvinnumálum ungmenna í sumar. Í febrúar var 150 milljóna aukafjárveiting samþykkt í sama skyni. Heildarfjárveiting Reykjavíkurborgar til sumarráðn- inga ungmenna verður því 750 millj- ónir en í fjárhagsáætlun Reykjavík- urborgar var gert ráð fyrir að kostnaðurinn yrði 520 milljónir króna. Þetta er hækkun upp á 230 milljónir, eða ríflega 44%. Þessar auknu fjárveitingar gera borginni kleift að ráða alls um fimm þúsund ungmenni í sumarstörf en upphaflega var gert ráð fyrir að ráðningar yrðu 3.900. Þrátt fyrir þetta eru um 430 ungmenni enn á biðlista eftir sumarvinnu hjá Reykjavíkurborg og um 320 hjá At- vinnumiðstöð stúdenta. Þess ber þó að geta að einhverjir einstaklingar eru á báðum listunum. Fyrirséð vandamál Stúdentaráð Háskóla Íslands sendi frá sér ályktun um miðjan apríl þar sem skorað var á atvinnurekend- ur og ráðamenn að gera gangskör í atvinnumálum stúdenta. Í ályktun- inni segir að námsmenn hafi aldrei átt jafnerfitt með að fá vinnu eins og nú. Tölur frá Íþrótta- og tómstunda- ráði staðfesta þessa þróun. Í frétta- tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að gríðarleg eftirspurn hafi verið eftir sumarstörfum í ár. Alls hafi 2.708 sótt um störf hjá Vinnumiðlun skólafólks en árið 2001 voru umsóknirnar 1.856. Þetta er tæplega 46% fjölgun á aðeins tveim- ur árum. Svipuð þróun hefur átt sér stað hjá Atvinnumiðlun stúdenta. Áberandi er hversu mjög ástandið versnaði á milli áranna 2001 og 2002. Formaður Stúdentaráðs telur hluta af ástæðunni vera þá að fyrirtæki treysti ekki á fyrirsjáanlegan bata í efnahagslífinu heldur haldi að sér höndum í ráðningum. Hækkun sjálfræðisaldurs dreg- ur úr eftirspurn Svo virðist sem hækkun sjálfræð- isaldurs úr sextán í átjan ár hafi haft áhrif á atvinnumöguleika ungs fólks. Það er nokkrum vandkvæðum bund- ið að ráða fólk undir sjálfræðisaldri til vinnu og svo virðist sem sú fyr- irhöfn hafi orsakað minni eftirspurn eftir vinnuafli á aldrinum sextán til átján ára, samkvæmt upplýsingum sem blaðið aflaði sér í gær. Þá hafi óvissa í efnahagsmálum dregið úr al- mennri eftirspurn á vinnumarkaði. Ráðning sumarstarfsmanna sé í mörgum tilfellum dýr þar sem slíkir starfsmenn hafi litla sérþekkingu og starfsþjálfun. Sú tilhneiging fyrir- tækja að draga mjög úr ráðningum bitni sérstaklega á sumarstarfs- mönnum en lengi hefur tíðkast að fyrirtæki ráði ungt fólk, sérstaklega háskólafólk, í tímabundin störf með það fyrir augum að festa sér starfs- krafta þess til lengri tíma. Kolbeinn Óttarsson Proppé er for- maður starfshóps á vegum Reykja- víkurborgar um atvinnumál ung- menna. Hann segist hafa sérstakar áhyggjur af skólafólki á aldrinum sextán til átján ára: „Það virðist vera miklu minna af störfum í boði fyrir ungt fólk á almennum vinnumarkaði. Þetta hefur valdið mikilli fjölgun í umsóknum hjá borginni. Að hluta til held ég þetta sé vegna hækkunar sjálfræðisaldurs upp í 18 ár. Eitt af því sem fylgdi þeirri ákvörðun lög- gjafans er að fyrirtæki leita síður til þessa aldurshóps því það gerir þeim málið flóknara varðandi tryggingar og annað slíkt. Þessi hópur leitar því mun meira til borgarinnar og opin- berra aðila en hann gerði áður,“ seg- ir Kolbeinn. Endurmeta þarf stöðuna Kolbeinn segir að samfélagsbreyt- ingar þær sem orðið hafa á síðustu árum kalli á að atvinnumál ungs fólks verði tekin til endurskoðunar. Hér sé rík hefð fyrir sumarvinnu unglinga en breytingar á atvinnu- háttum hafi orðið til þess að sífellt stærri hluti ungmenna sækist eftir vinnu hjá opinberum aðilum. „Mér finnst að menn þurfi að fara að velta fyir sér hvert sé hlutverk og ábyrgð stjórnvalda almennt í þessum mál- um. Þetta er ástand sem allir verða að horfast í augu við og taka á; ekki síst ríkisvadið. Þetta er vandamál í svo til öllum sveitarfélögum hér á höfuðborgarsvæðinu og það getur ekki eingöngu verið á ábyrgð sveit- arfélaganna að takast á við þetta. Það hlýtur að vera sameiginlegt samfélagsátak sem þarf til,“ segir Kolbeinn. Við afgreiðslu á hækkun fjárveitingar í borgarstjórn lét R- listinn bóka hvatningu til ríkis og einkafyrirtækja um að feta í fótspor borgarinnar og auka umsvif eftir föngum til að ráða sem flest ung- menni í sumarstörf. Skila mikilvægri vinnu Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borg- arráði bókuðu áhyggjur vegna þess skólafólks sem ekki fær störf hjá borginni í sumar og gagnrýna að Reykjavíkurborg skuli ekki ná að ráða til vinnu alla þá sem eftir henni sækjast. Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi hefur áhyggjur af stöðu mála: „Það verða tæplega fimm hundruð börn og ungmenni sem ekki fá vinnu, sem er auðvitað mjög bagalegt af mörgum ástæðum. Fólkið gerir almennt ráð fyrir þess- um atvinnutekjum og það er eðli málsins samkvæmt betra að hafa eitthvað fyrir stafni á sumrin. Það þarf hins vegar að endurskoða þetta í heild sinni því þessi staða virðist koma upp á hverju ári.“ Kolbeinn og Guðlaugur Þór benda báðir á mikilvægi sumarstarfa ung- menna fyrir borgina. „Það er ekki eins og þessi vinna fyrir borgina og borgarfyrirtækin nýtist ekki. Þvert á móti eru þetta mjög mikilvæg störf. Ég held það sé kominn tími á að menn hugi að breytingum hvað vinnulag varðar í þessum efnum svo ekki komi upp neyðarástand á hverju ári,“ segir Guðlaugur Þór. 80 milljóna aukafjár- veiting samþykkt Reykjavíkurborg ræður á sjötta þúsund ungmenna í sumarstörf en 430 eru enn á biðlista MIKLAR breytingar eru fyrirhugaðar á rekstri Kaffis Reykja- víkur, en Valur Magn- ússon veitingamaður hefur keypt eignina við Vesturgötu 2 á ný og hyggst opna fyrsta hlut- ann um miðjan mánuð- inn. Valur Magnússon hóf veitingarekstur í húsinu fyrir um áratug en seldi eignina og hefur rekið Naustið að undanförnu. Hann segir að Kaffi Reykjavík eigi ekki að vera skemmtistaður sem verði opinn fram í morg- unsárið heldur verði um margskiptan stað að ræða, sem verði lokað fljótlega eftir miðnættið. Kabarett í rishæð- inni „Í risinu verður stór kabarettstaður sem verður væntanlega tilbúinn í september,“ segir hann. „Á annarri hæð verða fjórir funda- og veislusalir, en á jarð- hæðinni verður kaffi- og matsölu- staður í léttari kantinum með blús- og píanóstemmningu síðla kvölds. Þarna verður líka klakabar fyrir ferðamennina. Frystir, þar sem gestir sitja á klaka við bar úr klaka, þar sem drykkir verða framreiddir í staupum úr klaka. Borðin verða úr klaka og allar skreytingar. Í kjall- aranum verður síðan barinn eins og hann er.“ Að sögn Vals verður salurinn á jarðhæðinni fyrir utan klakabarinn opnaður um miðjan mánuðinn og aðrir salir í kjölfarið. „Ég tengist hótelinu sem verður opnað hinum megin við götuna innan skamms og fannst spennandi að taka við Kaffi Reykjavík á ný en staðurinn hefur verið lokaður um tíma,“ segir Valur. „Það er ekki hægt að vera nær mannlífinu en hérna og það verður ögrandi verkefni að byggja staðinn upp á ný.“ Miklar breytingar á Kaffi Reykjavík Nýir eigendur Kaffi Reykjavíkur opna staðinn aftur innan skamms eftir gagngerar breyt- ingar. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Klakabar fyrir ferðamenn á 1. hæð FIMM ára drengur var hætt kom- inn í heitri setlaug í sundlauginni á Stokkseyri á mánudag og lá við drukknun, samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar á Selfossi. Dreng- urinn var fluttur með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina á Selfossi en mun ekki hafa orðið meint af. Ekki er vitað hvað varð til þess að svona fór en lögregla kannar málið. Dreng lá við drukknun í setlaug

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.