Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 37 HELGI Ólafsson (2.473) er enn taplaus á Evrópumótinu í skák eftir níu umferðir þrátt fyrir að hafa mætt mjög sterkum andstæðingum. Fjórar umferðir eru eftir á mótinu. Árangur Íslendinganna í sjöundu umferð var góður. Hannes Hlífar Stefánsson (2.565) gerði jafntefli með svörtu við armenska stórmeistarann Smbat Lputian (2.638) og Helgi Ólafsson gerði jafntefli við búlgarska stórmeistarann Aleksander Delchev (2.577). Ingvar Ásmundsson (2.327) gerði jafntefli við heimamanninn Alber Val- ansi Avram (2.154). Áttunda umferð- in gekk síðan enn betur, en þá fengu Íslendingarnir tvo vinninga. Hannes gerði jafntefli við Mikhail Gurevich (2.635) með svörtu, Helgi gerði jafn- tefli við Ulf Andersson (2.594), einnig með svörtu, og Ingvar sigraði Tyrkjann Emre Can (2.200). Níunda umferðin reyndist Íslendingunum hins vegar erfið og þeir Hannes og Ingvar töpuðu báðir. Hannes fékk þriðja ofurstórmeist- arann í röð, en að þessu sinni varð hann að játa sig sigraðan gegn Rúss- anum Sergei Rublevsky (2.670) og Ingvar tapaði fyrir finnska alþjóðlega meistaranum Sampsa Nyysti (2.429). Helgi hélt hins vegar sínu striki og gerði jafntefli við ísraelska stórmeist- arann Boris Avrukh (2.586). Helgi er nú í 58.–96. sæti með fimm vinninga og frammistaða hans á mótinu svarar til 2. 632 skákstiga, enda hefur hann mætt mjög sterkum andstæðingum og á inni u.þ.b. 20 stiga hækkun. Hannes er í 97.–119. sæti með 4½ vinning og meðalstig andstæðinga hans í mótinu eru 2.525. Það er því enn spurning hvort hann nær að halda sínum stigum eða lækk- ar eitthvað. Ingvar Ásmundsson er með 2½ vinning, en hann byrjaði illa á mótinu og vinningarnir hafa allir skil- að sér í síðustu fjórum umferðum. Hannes Hlífar mætti danska undrabarninu Davor Palo (2.472) í fimmtu umferð mótsins. Unglingur- inn varð annar á Skákþingi Dan- merkur um páskana og náði stór- meistaraáfanga. Lok skákarinnar, þar sem hvíti biskupinn leikur aðal- hlutverkið, eru mjög skemmtileg. Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Davor Palo Nimzoindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 d5 5. cxd5 Dxd5 6. Rf3 Df5 7. Dxf5 exf5 8. a3 Bd6 Svartur hefur um fleiri leiðir að velja í þessari stöðu, svo sem 8. – Bxc3+, eða 8. – Be7. 9. g3 – Í skákinni Vera–Hannes Hlífar, Varadero 2000, varð framhaldið: 9. Rb5 Be6 10. g3 Rc6 11. Bg2 0–0–0 12. Bg5 Be7 13. e3 h6 14. Bxf6 Bxf6 15. Hc1 a6 16. Rc3 Ra5 17. Ra4 Kb8 18. Rd2 b6 19. b4 Rb7 20. 0–0 Bd5 21. Hc2 Bxg2 22. Kxg2 Hd7 23. Hb1 Be7 24. Rc4 f6 25. Rc5 bxc5 26. bxc5 c6 27. Ra5 Kc8 28. Rxc6 Rd8 29. Ra5 Hc7 30. c6 Bxa3 31. Rc4 Be7 32. Rb6+ Kb8 33. Rd5+ Kc8 34. Rb6+ Kb8 35. Rd5+ Kc8 36. Rxc7 Kxc7 37. Ha1 Rf7 38. Hxa6 og hvítur vann. 9 … Be6 10. Bg2 c6 Nýr leikur í stöðunni. Þekkt er 10 … Rbd7 11. Rg5 c6 12. Rxe6 fxe6 13. 0–0 Rb6 14. Hd1, jafntefli (Gelf- and-Jusupov, Vín 1996). 11. 0–0 Rbd7 12. He1 h6 13. Rd2 0–0 14. b3 Rb6 15. e3 a5 16. Hb1 Rbd5 17. Re2 Hfe8 18. Bb2 Bd7 19. Rc4 Bf8 20. Rc1 Be6 21. Rd2 Bc8 22. Rd3 Re4 23. Rc4 f6 24. f3 Rd6 Eftir 24 … Rec3 25. Hbc1 Rb5 26. e4 Rdc7 27. a4 fxe4 28. fxe4 Rd6 29. Rb6 Hb8 30. Bc3 stendur hvítur mun betur. 25. e4 Rxc4 26. bxc4 Rb6 27. c5 Rc4 28. Hbc1 Rxb2 29. Rxb2 Hd8 Eðlilegra er að leika 29 … Be6, ásamt Ha8-d8 síðar. Svarta staðan virðist halda í því tilviki og ef til vill á hvítur ekkert betra en að leika K-f2- e3 til að valda peðið á d4. 30. Hed1 Be6 31. Bf1 fxe4 32. fxe4 f5 Svartur hefði líklega betur haldið sér fast með 32 … Hd7 o.s.frv. 33. e5 b5 34. cxb6 Bxa3 35. Hxc6 Bxb2 36. Hxe6 Bxd4+ 37. Kg2 Hab8? Ekki er að sjá, að hvítur geti unnið taflið, eftir 37 … Bxb6 38. Hxd8+ Bxd8 39. He8+ Kf7 40. Bb5 Hc8 41. e6+ Kf6 o.s.frv. 38. Bc4 Kh7 39. Bd3 Hxb6 40. Bxf5+ Kg8 41. He7 Kf8 42. Hc7 Hb5 Svartur á erfitt um vik. Eftir 42 … Hd5 43. Be4 Hd8 44. Bh7! Hd5 45. e6 Hxe6 46. Hc4 og svarti biskupinn fell- ur. Eða 42 … Hb2+ 43. Kh3 Hf2 44. e6 Bf6 45. Hf7+ Ke8 (45. – Kg8 46. Hxf6! Hxd1 47. e7 He2 48. Hf8+ mát) 46. Bg6 Hxd1 47. Hxf6+ Ke7 48. Hxf2 og hvítur vinnur. Hannes Hlífar teflir lokin mjög skemmtilega. Hvíti biskupinn leikur aðalhlutverkið (sjá stöðumynd 1). 43. Bh7! Hb2+ 44. Kh3 Hf2 45. e6! Bf6 46. Hf7+ Ke8 47. Hxd8+ Kxd8 48. e7+ Kd7 Eða 48 … Ke8 49. Bg6 Kd7 50. e8D+ Kxe8 51. Hxf6+ Ke7 52. Hxf2 o.s.frv. 49. Bd3! Hb2 50. Bf5+! Ke8 51. Bg6!– (sjá stöðumynd 2) og svartur gafst upp. Framhaldið hefði getað orðið 51 … Kd7 52. Hxf6 Kxe7 53. Hf7+ Ke6 54. Ha7 Hb5 55. Hxg7 og hvítur á manni meira og unnið tafl. Zurab Azmaiparashvili er efstur á mótinu eftir níu umferðir með 7 vinn- inga. Á mánudag var frídagur, en í tí- undu umferð, sem tefld var í gær, mætti Helgi úkraínska stórmeistar- anum Andrei Volokitin (2.572), Hann- es tefldi við stórmeistarann Dennis De Vreugt (2.503) og Ingvar tefldi við Tyrkjann Aydin Duman (2.185). Alls taka 207 skákmenn þátt í mótinu og eru stórmeistarar í miklum meiri- hluta. Evrópumótið er eitt sterkasta opna mótið í ár. Því lýkur 14. júní. Elsa María sigraði á lokamóti stúlknanámskeiðs Lokamót stúlknaskáknámskeiðs Taflfélagsins Hellis og Skákskóla Ís- lands fór fram laugardaginn 7. júní í Austurbæjarskóla. Alls tóku átta stúlkur þátt í mótinu, en Elsa María Þorfinnsdóttir bar sigur úr býtum með 5 vinninga af 5 mögulegum. Jó- hanna Björg Jóhannsdóttir varð önn- ur, en Margrét Jóna Gestsdóttir og Vuong Thi Nu Dong höfnuðu í 3.–4. sæti. Úrslit mótsins urðu annars þessi: 1. Elsa María Þorfinnsdóttir 5 v. 2. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 4 v. 3.–4. Margrét Jóna Gestsdóttir 3 v. 3.–4. Vuong Thi Nu Dong 3 v. o.s.frv. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin en Vuong Thi Nu Dong fékk happdrættisvinninginn sem í boði var. Lenka Ptácníkova og Anna Björg Þorgrímsdóttir sáu um mótið. Helgi Ólafsson taplaus gegn sterkum andstæðingum á EM Daði Örn Jónsson dadi@vks. is SKÁK Istanbúl EVRÓPUMÓTIÐ Í SKÁK 30. maí – 14. júní 2003 Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Brids í Setrinu kl. 13–16. Kvöld- bænir kl. 18. Laugarneskirkja. Gönguhópurinn Sólar- megin leggur í hann kl. 10.30. Næstu vikur mun hópurinn leggja upp frá kirkj- unni alla mið. og föst. kl. 10.30. Neskirkja. Fyrirbænamessa kl. 18. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyr- irbænaefnum í kirkjunni í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safn- aðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12. Hittumst og spjöllum. Heitt á könnunni og djús fyrir börnin. Allir foreldrar vel- komnir með eða án barna. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyr- irbænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13. Gott tækifæri til að hittast, spjalla saman, spila og njóta góðra veitinga. Verð vel- komin. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgn- ar í dag kl. 10–12. Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30. Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, lestur orðsins, fróð- leikur og samvera. Allt ungt fólk velkom- ið. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20. Ræðumaður Skúli Svavarsson. Vitnisburðir. Kaffiveit- ingar eftir samkomuna. Allir velkomnir. Fíladelfía. Biblíulestur og bænastund kl. 20. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Fimmtud.: Eldur unga fólksins kl. 21. Allir velkomnir. Föstud.: Unglingasam- koma fellur niður vegna unglingamóts í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Allir vel- komnir. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Safnaðarstarf REKTOR Tækniháskóla Íslands gagnrýndi mismunun á fjárveitingum ríkisins til háskóla við útskrift nem- enda hinn 31. maí sl. Stefanía Katrín Karlsdóttir, rektor Tækniháskólans, sagði að breytingar á samkeppnisað- stæðum háskóla á Íslandi gerðu fram- lög hins opinbera til rannsóknar- og þróunarstarfa mjög mikilvæg nú þeg- ar samkeppni um nemendur og kenn- ara er mikil. Tækniháskólinn er eini skólinn á háskólastigi sem fær ekki fjárveitingu á fjárlögum ætlaða í rannsóknir og þróunarstarf. „[Það] er ljóst að hið opinbera verð- ur að leggja skólanum til stóraukið fé [til rannsókna og þróunarstarfs] ef við eigum að uppfylla þær væntingar sem til okkar eru gerðar,“ sagði Stef- anía. Stefanía benti í því sambandi á reynslu Finna sem efldu sína tækni- skóla og breyttu í háskóla fyrir nokkrum árum, með þeim árangri að Finnar ganga nú „hröðum skrefum í átt til aukinnar hagsældar.“ Brautskráðu 57 nemendur Að þessu sinni útskrifuðust 57 nemendur úr öllum deildum skólans, en þess má geta að vorútskrift er jafn- an fámenn þar sem aðalútskrift skól- ans er í janúar. Alls voru brautskráðir fjórir bygg- ingatæknifræðingar, 11 úr rekstrar- deild og 11 frá heilbrigðisdeild. Einn- ig var 31 brautskráður úr frumgreinadeild, sem jafngildir stúd- entsprófi af raungreinadeild og gefur iðnaðarmönnum færi á að öðlast rétt- indi til náms á háskólastigi við Tækniháskólann. Rúmlega fjórðungur útskriftar- nema hlaut viðurkenningu frá skólan- um fyrir þáttöku í kynningarmálum skólans, en nemendurnig lögðu starfsfólki lið við margvíslegar náms- kynningar. Þarf meiri stuðning við rannsóknir og þróun Morgunblaðið/Jón Svavarsson Brautskráðir nemendur frá Tækniháskóla Íslands voru 57 að þessu sinni. Maríjúana ekki kókaín Í FRÉTT sem birtist í Morgun- blaðinu í gær, af góðum árangri af götueftirliti fíkniefnadeildar lögregl- unnar í Reykjavík, var ranglega sagt að á fyrstu fimm mánuðum ársins hefði verið lagt hald á 700 grömm af kókaíni. Lagt var hald á 700 grömm af maríjúana. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT „Bláskógablíða“ Markaðs- og kynn- ingardagar í Bláskógabyggð Sveit- arstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að helgina 14. og 15. júní kl. 13–18 verði haldnir kynningar- og markaðsdagar í Bláskógabyggð og hafa þeir hlotið nafnið „Bláskógablíða“. Tilgangur þessara daga er að vekja at- hygli á þjónustu og fjölbreyttu mann- lífi og afþreyingu í Bláskógabyggð. Opið hús verður um alla sveit þar sem hægt er að skoða fyrirtæki og versla beint við framleiðendur. Kynntir verða möguleikar þess að byggja íbúðar- og sumarhús, skapa sér framtíð í sveitar- félagi sem hefur margt að bjóða. Kynnt verða ný deiliskipulög fyrir slík- ar lóðir og þjónusta sveitarfélagsins s.s. leik- og grunnskólar, tómstundir, félagsþjónusta og fleira. Einkaaðili mun sýna hús í byggingu á laugardag kl. 14–16. Dýragarður verður opinn alla helgina. Ferskt grænmeti, blóm, markaðstorg, tilboðsdagar, opin hús, handverksverslun, skemmtiatriði og veitingar verða um alla sveit, segir í fréttatilkynningu. Upplýsingar um dagskrá má finna á heimasíðu sveitar- félagsins, www.blaskogabyggd.is. Fyrirlestur á vegum Rannsóknar- stofnunar KHÍ verður haldinn föstu- daginn 13. júní kl. 15.15 í salnum Bratta í Kennaraháskóla Íslands v/ Stakkahlíð og er öllum opinn. Fyrir- lesturinn heldur Anne Gold kennari við Institute of Education, University of London og ber hann heitið „Piggy in the Middle: Middle Managers, Emerg- ent Leaders or Prospective Senior Leaders?“. Í fyrirlestri sínum gerir Anne grein fyrir rannsóknum á hlut- verki millistjórnenda í skólum í Bret- landi. Rannsóknir hennar hafa m.a. leitt í ljós að millistjórnendur eru hik- andi við að sækja um hærri stjórn- unarstöður innan skólanna. Á NÆSTUNNI Málþing í Menntaskólanum að Laugarvatni verður í dag, mið- vikudaginn 11. júní, kl. 20.30. Yf- irskrift máþingsins er „Náttúru- fegurðog mannlíf í Bláskóga- byggð“. Málþingið byggist upp á fjórum erindum. Náttúra og gildi náttúruverndar, samspils manns og náttúru. Fjallað verður um mikilvægi afþreyingar og þjón- ustu, hvað felst í orðunum gæði og gestrisni. Breytt landnotkun kall- ar á nýja hugsun. Hvernig er að búa í Bláskógabyggð? Kostir og gallar, samanburður við önnur sveitarfélög. Eru íbúar Blá- skógabyggðar uppteknir af því sem nágranninn er að gera? Breyttir atvinnuhættir og verð- mætasköpun í dreifbýli. Þátttakendur eru Guðrún Péturs- dóttir, forstöðumaður við Sjávar- útvegsstofnun Háskóla Íslands og verkefnastjóri Auðar í verki kvenna, Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, Sigrún Theódórsdóttir garðyrkjufræðingur og Einar Ás- geir Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Þau flytja stutt erindi og taka þátt í pallborðsumræðum. Logi Berg- mann Eiðsson fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu stjórnar um- ræðum. Málþingið er upphaf að „Blá- skógablíðu“, markaðs- og kynning- ardögum sveitarfélagsins, sem verða 14. og 15. júní. Meistaraprófsfyrirlestur í véla- og iðnaðarverkfræðiskor verk- fræðideildar Háskóla Íslands verður í dag, miðvikudaginn 11. júní, kl. 16 í húsi verkfræði- og raunvísindadeilda, VR-II, stofu V-157. Óskar Sigurgeirsson heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í verkfræðideild sem ber heitið Greining á greiðslustreymi. Í fyrirlestrinum er kynnt kerfi sem hermir greiðslustreymi og greinir helstu áhættuþætti sem fyrir hendi eru. Kerfinu er ætlað að nýtast sér- fræðingum sem aðstoða fyrirtæki við að draga úr vaxta- og geng- isáhættu. Leiðbeinendur voru Guðmundur R. Jónsson prófessor og Ólafur Pétur Pálsson dósent. Prófdómari er Helgi Tómasson dósent. Í DAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.