Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI HELGI Ágústsson, sendiherra Íslands í Washington, mun í dag eiga stuttan fund með yfirmanni Evrópu- og Asíudeilar þjóð- aröryggisráðsins í Hvíta húsinu. Erindið er að afhenda svarbréf Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra til George W. Bush Banda- ríkjaforseta. Var bréfið boðsent vestur um haf í gær með Flugleiðavél. Sem kunnugt er sendi Bush bréf til Dav- íðs í síðustu viku sem Elizabeth Jones, að- stoðarráðherra í bandaríska utanríkisráðu- neytinu, afhenti á fundi með Davíð og Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra í Ráðherrabústaðnum sl. fimmtudag. Efni bréfsins frá Bandaríkjaforseta hefur ekki verið gert opinbert, að öðru leyti en því sem fram hefur komið að það hafi fjallað um varnarsamstarf ríkjanna. Að loknum fund- inum í Ráðherrabústaðnum vildu hvorki Davíð né Halldór upplýsa um efni bréfsins frá Bush en utanríkisráðherra sagði m.a. við fréttamenn að Bandaríkjamenn vildu fara „nýjar leiðir í þessu sambandi“. Bréf Davíðs til Bush af- hent í dag FEÐGAR á Vopnafirði fengu hnúfubak í net- in hjá sér í gær og reyndist hann vera tæp- lega níu metra langur og ekki undir sex tonn að þyngd. „Það var hvalreki hjá okkur,“ sagði Björg- vin Hreinsson við Morgunblaðið í gærkvöldi, en þá voru þeir feðgar, Hreinn Björgvinsson, Björgvin og Eiríkur, að skera hvalinn, sem fer allur á markað. „Hann kom í netin út af Tangarifi, rétt utan við bæinn, og við urðum að drösla honum í land með netunum, því ekki var hægt að koma neinum böndum á hann. Við hengdum bara netadræsurnar aft- an í bátinn.“ Feðgarnir voru á litlum sex tonna Sómabát og var hvalurinn því heldur stærri en bátur- inn. Björgvin segir að þeir hafi komið bátnum í tveggja mílna hraða með hvalinn í eftir- dragi og verið um klukkutíma í land. „Það kom sér vel að það var stutt að fara,“ segir hann og bætir við að hvalurinn hafi mælst 8,95 metra langur og hafi ekki verið undir sex tonnum að þyngd. Feðgarnir voru á þorskveiðum og segir Björgvin að veiðin hafi annars verið dræm. „Við fengum um 400 kg meðafla af þorski eftir nóttina.“ Morgunblaðið/Jón Sig. Fengu sex tonna flykki í netin EKKI hefur verið hægt að bjóða öllum barnshafandi konum, sem það kjósa, upp á svokallaða MFS- þjónustu á meðgöngu á Landspít- alanum – háskólasjúkrahúsi. Ástæðan er, að sögn Rósu Guð- nýjar Bragadóttur, deildarstjóra í Hreiðrinu, mikil ásókn í þessa þjónustu og fátt starfsfólk. Konur hringi jafnvel strax og þær viti af þungun til að tryggja sér aðgang að þjónustunni. Um 15 konum þurfi að vísa frá í hverjum mánuði sökum þessa. MFS stendur fyrir meðganga, fæðing, sængurlega og byggist á því að sama ljósmóðirin sinnir verðandi móður frá upphafi með- göngunnar, í sjálfri fæðingunni og í viku eftir að hún kemur heim með nýburann. Þessi þjónusta hefur verið veitt á Landspítalanum frá haustinu 1993. Rósa segir að fyrst um sinn hafi sex ljósmæður verið í MFS-teym- inu. Síðan var fjölgað í starfsliðinu en fækkað í því síðar. Nú sinni níu ljósmæður þessari þjónustu. „Þá kom upp þessi staða að þær geta ekki annað eftirspurninni og við er- um að vonast til að það verði ein- hver fjölgun aftur í haust,“ segir Rósa. Eftir sem áður geti konur nýtt sér þjónustu Hreiðursins og legið þar inni í sólarhring með barni og barnsföður eftir fæðingu á fæðingargangi. 40–50 konur í hverjum mánuði Um 40 til 50 konur eru í MFS- einingunni í hverjum mánuði en í sumar verður einhver fækkun vegna sumarfría. Milli 230 og 260 fæðingar eru í hverjum mánuði á Landspítalanum. Rósa segir konur jafnvel hringja þegar þær eru komnar fimm til sex vikur á leið og rétt búnar að kom- ast að því að þær eru ófrískar. Að öllu jöfnu fara konur ekki í fyrstu mæðraskoðun fyrr en eftir tíu til fjórtán vikna meðgöngu. Anna ekki eftirspurn eftir MFS-þjónustu á meðgöngu Panta um leið og þungun er staðfest Morgunblaðið/Kristinn Mikil ásókn er í MFS-þjónustu fæðingardeildarinnar. RÚNAR Kristinsson slær í kvöld enn og aftur landsleikjametið þegar Íslendingar mæta Litháum í Kaunas í undankeppni EM í knattspyrnu. Að þessu sinni nær Rúnar þeim glæsilega áfanga að spila 100. landsleik sinn fyrir Ísland en Rúnar hefur verið í landsliðinu allar götur síðan 1987 þegar hann lék sinn fyrsta landsleik – gegn Rússum í Simf- eropol. Rúnar hefur tekið þá ákvörðun að enda feril sinn með landsliðinu í haust eftir leik- ina við Þjóðverja og ef að líkum lætur verður kveðjuleikur hans á Laugardals- vellinum laugardaginn 11. október. „Ég er búinn að taka þá ákvörðun að vera með fram á haust og svo reikna ég með því að hætta í landsliðinu. Mig er ein- faldlega farið að langa til að fá meiri tíma með fjölskyldu minni og gefa henni tæki- færi til að njóta sín líka,“ segir Rúnar sem verður 34 ára í haust og er á samningi hjá Lokeren í Belgíu til 2005. Rúnar hyggst kveðja lands- liðið í haust Leikur sinn 100. landsleik í kvöld gegn Litháen Rúnar Kristinsson  Heppinn að hafa / 40 ♦ ♦ ♦ ALLS hafa 29 útlendingar óskað eftir hæli hérlendis það sem af er árinu, sem er svip- aður fjöldi og á sama tíma í fyrra. Hælisleitendum hefur snarfjölgað undanfarin ár, en 117 manns leituðu hælis hér- lendis árið 2002 á móti ríflega 50 árið 2001 og um 25 árið 2000. Senn fer í hönd sá tími árs- ins þar sem mest er um komu hælisleitenda til landsins, ef marka má reynslu undanfar- inna ára, en mest hefur verið um hælisleitendur frá júní til september. Langflestir hæl- isleitendur fara af landi brott án þess að mál þeirra séu tek- in til meðferðar hjá íslenskum yfirvöldum að sögn Kristínar Völundardóttur lögfræðings hjá Útlendingastofnun. Ýmist eru þeir sendir úr landi þar sem þeir eiga inni hælisum- sókn í öðru landi, eða þeir fara að eigin ósk. Þannig var einungis úrskurðað í 14 mál- um í fyrra af 117 og þar af voru veitt 5 dvalarleyfi. Út- lendingastofnun synjaði 8 hælisleitendum um hæli og kærðu þeir úrskurði sína til dómsmálaráðuneytisins og bíða niðurstöðu þess. Hælisleit- endur orðnir 29 á árinu FORNLEIFAUPPGRÖFTUR er hafinn á Þingvöllum annað sumarið í röð. Grafið er við Þingvallakirkju í Biskupshólum þar sem Adolf Friðriksson, forstöðumaður Forn- leifastofnunar Íslands, segir miklar líkur á að séu gamlar búðir. Hann segir þó ekki miklar líkur á því að finna búðir biskupa undir hólnum heldur sé nafngift staðarins byggð á ímyndunarafli frekar en heimildum. Markmið rannsóknanna er að afla þekk- ingar um sögu þingstaðarins og þinghalds á Íslandi ásamt því að leita að þingbúðaleif- um. Uppgröftur hafinn við Þing- vallakirkju  Komið niður/4 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.