Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÍSLENSKIR og breskir ung-læknar sem eru í framhalds-námi í heimilislækningumhafa undanfarna daga verið á sameiginlegu námskeiði í Veiðihús- inu við Grímsá í Borgarfirði. Að sögn Ölmu Eirar Svavarsdóttur, yf- irlæknis kennslumála hjá heilsu- gæslunni í Reykjavík, komst þessi samvinna á milli íslensku læknanna og þeirra bresku í fyrra þegar hún og Katrín Fjeldsted læknir, sem er fyrrverandi nemandi læknisins Johns Salinskys sem fer fyrir Bret- unum, fóru með íslensku nemana á námskeið til Englands. Á námskeiðinu gera læknarnir samanburð á náminu hérlendis og í Bretlandi. Fjallað er um viðtals- tækni og læknarnir eru þjálfaðir í viðtölum við sjúklinga, m.a. með notkun myndbandsupptöku sem að sjálfsögðu byggist á samþykki sjúk- linganna. Þá er fjallað um möguleika heimilislækna til að styðja fólk til sjálfshjálpar og hvernig þeir geti hjálpað sjúklingum til að finna sinn innri styrk og unnið með hann. Haldnir eru svonefndir Balint- fundir þar sem læknir getur tjáð sig um erfið samskipti við sjúklinga. Heimsbókmenntir eru ræddar og spáð í hvernig þær geta tengst læknisstarfinu. Einnig er lögð áhersla á að þjappa námslæknunum saman og farið var með þá á hestbak og í göngutúra inn á milli námskeiða. Sagði Alma að í fyrrahaust hefðu íslensku unglæknarnir ásamt sér og Katrínu farið í heimsókn til Bret- lands til þess hóps er John Salinsky stýrir þar og sá hópur væri núna að endurgjalda þá heimsókn. Sagði Alma þessa samvinnu mjög fræð- andi og skemmtilega og kvaðst hún vonast til þess að samstarfið héldi áfram. Undanfarin ár hefur verið hægt að bjóða unglæknum upp á sérnám í heimilislækningum hérlendis. Áður fyrr þurftu unglæknar að fara utan til framhaldsnáms í heimilislækn- ingum eða gátu safnað tíma á spít- aladeildum og heilsugæslustöðum til að fá réttindi en fengu þá ekki form- lega leiðsögn eða skipulagt nám. Sagði Alma að námið væri núna orð- ið það þróað hérlendis að það stæð- ist erlendar gæðakröfur. Aðspurð um heimilislæknanámið sagði Alma að heimilislækningar væru ung sérgrein sem byggðist á gömlum hefðum. Sérnám í heimilis- lækningum ætti sér hins vegar stutta sögu og ekki væru nema nokkrir áratugir síðan það hófst með skipulegum hætti í nágrannalöndum okkar. Varðandi námið hérlendis sagði Alma að þar hefði orðið mikil og já- kvæð þróun á síðustu árum. Æ fleiri væru að uppgötva hvað það gæti verið spennandi og skemmtilegt að læra og stunda heimilislækningar, ekki síst eftir að ákveðið var að kandidatar myndu verja þremur mánuðum af tólf á kandídatsári í heilsugæslunni. Árið 1995 hefðu ver- ið tvær kennslustöður í boði en í dag væru þær orðnar níu og vildi hún þakka Jóni Kristjánssyni heilbrigð- isráðherra fyrir hans stuðning við að fá fleiri stöður. Þessar n nægðu ekki fyllilega til þess eftirspurninni, sem enn f andi, og nokkrir unglæk biðu eftir að fá stöðu stundu ilislæknanámið og sæktu fy Níu námsstöður á Ís Sagði Alma að í dag v námsstöður í heimilislækn boði hér á landi. Þær væru til þriggja ára í senn af he og tryggingamálaráðuneyt læknar verða að afla sé starfsþjálfunar í eitt og h viðbótar þar eð samkvæm gerð um almennt lækning sérfræðileyfi tekur starf sérfræðiréttinda fjögur og Þessi ráðstöfun var up hugsuð til þess að hvetja u til að afla sér starfsreynslu sem margir hafa nýtt sér. A orðið sér úti um viðbótarst un hérlendis á sjúkrahú heilsugæslustöðvum. Innihald námsins er í öl atriðum samkvæmt ákveðin lýsingu fyrir framhaldsnám ilislækningum sem var ge Félag íslenskra heimilislæ 1995. Allir þeir sem hefðu á Mikil gróska í he lækningum hér Borgarfirði. Morgunblaðið. Íslenskir og breskir heimilislæknanemar, ásamt kennurum, á ná EVRAN OG BRETLAND Gordon Brown, fjármálaráðherraBretlands, tilkynnti á mánudagað ríkisstjórn Bretlands teldi að efnahagur landsins uppfyllti ekki þau skilyrði sem hún hefur sett fyrir inn- göngu í Efnahags- og myntbandalag Evrópu. Aftur á móti væru miklar líkur á að Bretar myndu taka upp evru þegar fram liðu stundir. Ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar kemur ekki á óvart enda höfðu fæstir trú á að breska stjórnin teldi tímabært að taka upp evru þrátt fyrir að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafi ekki farið dult með þá skoðun sína að Bretar ættu að ganga í myntbandalagið. Er talið að þessi ákvörðun bresku stjórnarinnar nú muni ekki gera Blair lífið léttara í heimi evrópskra stjórn- mála, sem ekki hefur verið auðvelt frá ákvörðun Breta um að taka þátt í innrás í Írak með Bandaríkjamönnum. Jafn- framt má leiða líkum að því að sænski forsætisráðherrann, Göran Persson, kunni bresku stjórninni litlar þakkir en Svíar greiða þjóðaratkvæði um evruað- ild í september. Þrátt fyrir að breska ríkisstjórnin telji ekki tímabært að taka upp evru kom það fram í máli Browns á mánudag að í haust yrði lagt fram frumvarp sem ætti að greiða fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu um upptöku evrunnar. Hugs- anlega yrði atkvæðagreiðslan að veru- leika fyrir næstu þingkosningar sem eiga að fara fram eigi síðar en um mitt árið 2006. Brown hefur sett fimm skilyrði fyrir upptöku evrunnar í Bretlandi: að næg samleitni væri milli hagkerfa Bretlands og evru-landanna, að sveigjanleiki breska hagkerfisins væri nógu mikill til að standast efnahagslegar breytingar, að upptaka evrunnar hefði ekki slæm áhrif á erlendar fjárfestingar í Bret- landi, atvinnumál og bresk fyrirtæki á sviði fjármálaþjónustu. Hann sagði að aðeins síðastnefnda skilyrðið hefði verið uppfyllt, þ.e. að upptaka evrunnar hefði ekki slæm áhrif á breska fjármálamark- aðinn. Efnahagsástandið hefur ekki verið sem skyldi á evrusvæðinu undanfarin misseri og er hagvöxtur mun meiri í Bretlandi en þar. Meðal þeirra leiða til úrbóta sem gripið hefur verið til eru vaxtalækkanir hjá Seðlabanka Evrópu sem síðast lækkaði vexti sína í liðinni viku og eru þeir nú 2%. Er því jafnvel spáð að vextir á evrusvæðinu verði komnir niður í 1,25% snemma á næsta ári. Á sama tíma eru stýrivextir Eng- landsbanka 3,75% þannig að vextir myndu lækka umtalsvert í Bretlandi ef evran yrði tekin upp. Það gæti haft víð- tæk áhrif í hagkerfi Bretlands til hins verra. Þrátt fyrir að hafa hafnað upptöku evrunnar nú, og að ekki ríkir full sátt um málið innan Verkamannaflokksins, eru bresk stjórnvöld hlynnt aðild að mynt- bandalagi Evrópusambandsins fyrr en síðar. En eitt af því sem Blair og Brown þurfa taka saman höndum um áður en að þjóðaratkvæðagreiðslu kemur er að sannfæra almenning um kosti evrunnar. Einungis þriðjungur kjósenda segist styðja aðild að myntbandalaginu. Það er því við ramman reip að draga hjá Blair og Brown að sannfæra bæði almenning í Bretlandi um að gefa upp breska pundið fyrir evru og leiðtoga þeirra ríkja sem aðild eiga að myntbandalaginu um að innganga Bretlands sé ekki tímabær. VERSLUN OG HELGIDAGAR Á hvítasunnudag lét lögreglan íReykjavík til skarar skríða og lok- aði þremur matvöruverslunum. Á sama tíma voru opnar verslanir víða um borg- ina, sem ekki eru matvöruverslanir að nafninu til, en voru þó að selja sams kon- ar vörur að hluta og er að finna í hillum verslananna, sem lokað var. Á skömmum tíma hafa orðið hér mikl- ar breytingar í átt til aukins frjálsræðis í verslun og þjónustu. Það viðhorf ryður sér til rúms að þeir, sem reka verslanir og þjónustu, eigi að ákveða hvenær sé opið og hvenær ekki. Það verði ekki gert með valdboði og lagasetningu. Fulltrúar launþegasamtaka bera við sjónarmiði vinnuverndar og segja á móti að ein- hvern tímann verði afgreiðslufólk að eiga frí, ekki sé hægt að hafa opið hvern einasta dag, allan ársins hring. Deilurnar hér eru ekki einsdæmi. Í Þýskalandi hefur afgreiðslutími versl- ana verið mjög til umræðu. Þar eru verslanir almennt ekki opnar um helgar nema að takmörkuðu leyti og þeir, sem reka verslanir nærri landamærum Þýskalands að öðrum ríkjum, kvarta undan því að þeir sitji ekki við sama borð og keppinautarnir handan landamær- anna, sem geta haft opið allar helgar. Hér á landi hafa verið settar fram svip- aðar röksemdir og horfa þeir, sem reka verslanir, til þess að við það eitt að selja bensín eða leigja út myndbandsspólur megi selja mjólk og brauð alla daga, en annars ekki. Samkvæmt lögum um helgidagafrið frá árinu 1997 er starfsemi verslana og markaða ekki leyfð á stórhá- tíðisdögum, en undanþegin þessu er meðal annars starfsemi lyfjabúða, bens- ínstöðva og myndbandaleigna. „Ég sé enga ástæðu fyrir því að bens- ínstöðvar með matvöruúrval fái að hafa opið en ekki verslun með sams konar vöru,“ segir Matthías Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Europris, í Morgun- blaðinu í gær, en tveimur verslunum Europris var lokað á hvítasunnudag. Halldór Reynisson, verkefnisstjóri fræðslu- og upplýsingasviðs Biskups- stofu, segir í Morgunblaðinu í dag að þjóðkirkjan geri engar aðrar kröfur í sambandi við frídaga en að fólk geti stundað sitt trúarlíf þannig að um ríki sæmilegur friður. „Því er hægt að segja almennt, þótt ólík sjónarmið finnist inn- an kirkjunnar, að trúariðkun er sjálf- sprottin og það verða ekki sett um hana lög eða reglur svo fólk skuldbindi sig til að vera í fríi á ákveðnum dögum eða megi ekki stunda þessa starfsemi eða hina vegna þess að það eru helgidagar.“ Einnig ber að taka undir sjónarmið Halldórs þegar hann bendir á að Íslend- ingar verði einnig að horfa á þá þróun í þjóðfélaginu sem fylgi því að þeim Ís- lendingum fari nú fjölgandi, sem hafi aðra siði og hætti en hinn kristni meiri- hluti: „Það er ekki víst að þeir haldi þessa helgidaga. Múslímar halda t.d. föstudaginn heilagan. Þess vegna tel ég, út frá forsendum trúarinnar, það hæpið að fara að mælast til þess, að í lands- lögum sé tilgreint hvaða dagar eigi að vera frídagar og hverjir ekki.“ Það er ekki lausn að opna verslanir í trássi við lög, eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra bendir á í Morgun- blaðinu í dag. Það er hins vegar deginum ljósara að lögin um helgidagafrið þurfa endurskoðunar við þótt ekki séu nema sex ár liðin frá því að þau voru sett. ÁMORGUN mun Verslun-arráð birta skýrslu umstöðu einkarekinnagrunnskóla undir heitinu „Valfrelsi í grunnskólum“. Í skýrsl- unni eru settar fram ýmsar tillögur um breytingar í átt að auknum einkarekstri á grunnskólastiginu. Í inngangi skýrslunnar kemur fram að með því að setja fram tillögur um breytingar vilji Verslunarráð miða að því að auka fjölbreytni í grunn- skólamenntun og styrkja sjálfstæða grunnskóla. Með sjálfstæðum skól- um er átt við sjálfstætt starfandi skóla sem gerður er þjónustusamn- ingur við en erlendis hafa slíkir skólar fengið greidda ákveðna upp- hæð á nemanda frá ríkinu. Verslunarráð setur þessar tillög- ur fram nú til að fylgja eftir þeim uppgangstíma sem verið hefur í há- skólamenntun að undanförnu og gera grunnskólum kleift að bjóða upp á sömu fjölbreytni og valfrelsi fyrir foreldra og nemendur. Í skýrslunni er farið yfir stöðu mála í þeim löndum þar sem sjálf- stæðir skólar hafa starfað en fram kemur að víðast hvar í Evrópu sé þróunin í þá átt að auka valfrelsi foreldra. M.a. er fjallað um mennta- kerfið í Hollandi en þar er löng hefð fyrir sjálfstæðum skólum og um 70% hollenskra barna ganga í sjálf- stæða grunnskóla. Kostnaður vegna hollenska skólakerfisins er nálægt meðaltali OECD-ríkjanna en skólagjöld í landinu eru engin. Hið opinbera leggur fé í bæði kerfin og jafnar þannig aðstöðumun milli barna og tryggir að nemendur geti valið um skóla óháð efnahag. Í Sví- þjóð hafa orðið miklar breytingar á menntakerfinu undanfarinn áratug, frá algerri miðstýringu yfir í kerfi sem er opið fyrir nýjungum og val- frelsi nemenda er nokkuð. Þessar breytingar hafa mælst vel fyrir og búist er við að hlutur sjálfstæðra skóla muni aukast enn frekar. Í þessum löndum og ýmsum öðrum í Evrópu er þróunin á sama veg, for- eldrar krefjast aukins valfrelsis en hið opinbera óttast óhagræði og kennarasamtök standa oft á tíðum gegn breytingum. Umræða um einkarekstur í grunnskólum hefur ekki verið nægileg síðustu áratugi og and- stæðingar hugmyndarinnar hafa náð að skapa vissan ótta gagnvart hugtakinu, að mati Verslunarráðs. Með þeim breytingum sem orðið hafi, t.a.m. á starfsumhverfi há- skóla, telur Verslunarráð að í ljós hafi komið að slíkar hugmyndir eigi ekki við rök að styðjast. Í skýrslunni er því fagnað að Reykjavíkurborg hafi ákveðið að gera úttekt á málefnum ein borginni en nýlega kom ú starfshóps um einkarekn skóla í Reykjavík. Í úttek innar kemur fram að ófæ hafa „tvöfalt kerfi“ og a einkaskóla dragi úr fjár hagkvæmni borgarskólan sem nemendum þeirra fæk stæðu skólarnir sækja sv haldinu um hærra fram skapar vítahring sem þurf ast. Þetta viðhorf telur V ráð lýsa vissri uppgjöf me aryfirvalda við að takast verkefni að auka fjölbr samkeppni milli skóla. Bo völd geta ekki fengið betri Verslunarráð Íslands kynnir skýrslu um Aukinn einkar innan grunnskó ' (' )' *' ' (' )' *'                      ". /0$    12   33 34 5 "  " % 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.