Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkju- málaráðherra, segir hvítasunnudag skilgreindan sem helgidag þjóðkirkj- unnar og ekki verði gefin einhliða yf- irlýsing um breytingu á helgidögum þjóðkirkjunnar án samráðs við hana. Samtök verslunar og þjónustu ætla að óska eftir viðræðum við stjórn- völd um hugsanlega rýmkun á af- greiðslutíma verslana á helgidögum. Halldór Reynisson hjá Biskupsstofu segir þjóðkirkjuna ekkert hafa á móti því að þessi mál verði skoðuð. Lögreglan í Reykavík lokaði þremur verslunum á hvítasunnudag og vísaði viðskiptavinum út. Sam- kvæmt lögum um helgidagafrið er óheimilt að hafa matvöruverslanir opnar á stórhátíðum. Undanþegin því er hins vegar ýmis starfsemi eins og bensínstöðvar, myndbandaleigur, söluturnar, blómabúðir og verslanir á flugvöllum og fríhafnarsvæðum. „Það þarf líka að ræða hvert inn- takið eigi að vera í helgidagahugtak- inu; hvort það sé forsenda fyrir helgidegi að ákveðnum verslunum sé lokað. Álitaefnið snýst um það og þetta er mál sem menn þurfa að ræða,“ segir Björn. Hann segir að allir eigi að fara að lögum. „Það að menn séu ósáttir við lög réttlætir ekki að brjóta í bága við þau. Það verður að virða lögin og stuðla þá að umræðum um málið sem leiðir til breytinga ef vilji er til að beita sér fyrir þeim. Þetta er við- kvæmt mál sem sjálfsagt er að ræða og skoða hvort nú séu önnur sjón- armið uppi en árið 1997 þegar þessi lög voru samþykkt.“ Ekki sé hægt að líta á lög sem markleysu og hafa þau að engu, þótt einhverjir séu ósáttir með viss ákvæði þeirra. Slíkt sé ekki til þess fallið að auðvelda mönnum að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Eftir rökræðu um efnisatriði þessara laga eins og annarra sé það svo Al- þingis að taka ákvörðun um það, hvort lögum skuli breytt eða ekki. Misræmi í lögum Emil B. Karlsson, hjá Samtökum verslunar og þjónustu, segir að ósk- að verði eftir viðræðum við stjórn- völd um hugsanlega rýmkun á af- greiðslutíma verslana, sem kveðið er á um í lögum um helgidagafrið frá árinu 1997. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að ákveðið misræmi er í lögunum þar sem hægt er að selja dagvörur í þjónustumiðstöðvum olíu- félaganna en ekki heimilt að selja sömu vörur í dagvöruverslunum.“ Þó að þessi lög séu einungis sex ára gömul hafi átt sér stað mikil breyting sem ekki var séð fyrir. Bensínstöðvar séu núna farnar að selja mikið af nauðsynlegum dagvör- um sem ekki var áður. Emil segir að ekki sé sama þörfin og áður að verja helgidagana með lögum og hvítasunnuhelgin sé mikil ferðahelgi. Neytendur geri kröfu um aðgang að ákveðinni grunnþjónustu. Stjórnendur verslana hafi ekki ætlað að brjóta landslög með því að hafa opið þennan dag heldur haldið að heimilt væri að hafa verslanir opnar þennan dag. Trúin sjálfsprottin Halldór Reynisson, verkefnis- stjóri fræðslu- og upplýsingasviðs Biskupsstofu, segir það fyrst og fremst ákvörðun aðila vinnumarkað- arins í samráði við löggjafann að ákvarða um frídaga fólks. Þjóðkirkj- an geri í sjálfu sér enga aðrar kröfur í sambandi við frídaga en að fólk geti stundað sitt trúarlíf þannig að um það ríki sæmilegur friður. Hann segir trúariðkun fólks byggða á þeirra eigin vali. „Því er hægt að segja almennt, þótt ólík sjónarmið finnast innan kirkjunnar, að trúariðkun er sjálfsprottin og það verður ekki sett um hana lög eða reglur svo fólk skuldbindi sig til að vera í fríi á ákveðnum dögum eða megi ekki stunda þessa starfsemi eða hina vegna þess að það eru helgi- dagar.“ Halldór segir Íslendinga einnig verða að horfa á aðra þjóðfélagsþró- un. „Hér búa Íslendingar sem hafa aðra siði og hætti en meirihlutinn, sem er kristinnar trúar. Það er ekki víst að þeir haldi þessa helgidaga. Múslímar halda t.d. föstudaginn heil- agan. Þess vegna tel ég, út frá for- sendum trúarinnar, það hæpið að fara að mælast til þess, að í lands- lögum sé tilgreint hvaða dagar eigi að vera frídagar og hverjir ekki. Í eðli sínu er trúin eitthvað sem er sjálfsprottið og fólk ástundar að eig- in frumkvæði.“ Aðspurður hvort þjóðkirkjan muni leggjast gegn breytingum í þá átt að hvítasunnudagur verði undanskilinn í lögum um helgidagafrið, segist Halldór ekki geta svarað fyrir alla presta eða starfsmenn kirkjunnar. „Kirkjan hefur ekki tekið neina op- inbera afstöðu í máli eins og þessu. Þá tel ég almennt séð að helgidaga- löggjöf og frídagar séu fyrst og fremst spurning um vinnuvernd og þjóni manneskjunni.“ Fólk verði sannarlega að eiga einhvern tíma frí- an til að vera með sjálfu sér og sínum nánustu. „Þjóðkirkjan hefur ekkert á móti því að þessi mál verði skoðuð og það færi fram upplýst orðræða hverra hagsmuna er verið að þjóna með þessum frídögum og helgidögum og hverra ekki,“ segir Halldór. SVÞ óska eftir viðræðum við stjórnvöld um rýmkun á afgreiðslutíma verslana Ráðherra segir mál- ið snúast um inntak helgidagahugtaksins Þjóðkirkjan ekki á móti að málið verði skoðað Í GARÐYRKJUSTÖÐINNI Silfurtúni á Flúðum stend- ur yfir uppskerutími á jarðarberjum en sá tími er jafn- an um níu vikur, fram í viku af júlí. En einnig er all- nokkur uppskera á haustin. Þau Örn Einarsson og kona hans Marit fluttu inn 1.500 fermetra plasthús frá Englandi árið 1996 og hófu ræktun jarðarberja sem hvergi hafði þá verið gert í svo ríkum mæli. Þau seldu síðan Olgu Lind Guðmundsdóttur og Eiríki Ágústssyni garðyrkjusöðina snemma árs í fyrra, þeim leist vel á þessa ræktun og ákváðu að auka hana. Keypt var 1.300 fermetra plasthús frá Hollandi í fyrra og eru því rækt- uð jarðarber á 2.800 fermetrum í Silfurtúni nú. Græð- lingarnir eru fluttir inn frá Hollandi og er skipt út ár- lega. Þau segja þetta vera skemmtilega ræktun en erfitt sé að keppa við innflutt jarðarber hvað verðlag snertir. Ferskleiki þeirra jarðarberja sé það sem geri gæfumuninn um að neytendur velji þau heldur, það sem tínt er að morgni sé komið í verslanir á höfuðborg- arsvæðinu um miðjan dag. Þau eru seld undir merkinu silfurber. Einnig sé þeirra uppskera laus við eiturefni, einungis fái plönturnar lítillega af áburði. Þau Olga og Eiríkur rækta tómata í 2.200 fermetra glerhúsum og einnig eru þau með útirækt á grænmeti. Jarðarberin tínd að morgni og komin í sölu að kveldi Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hjónin Olga Lind Guðmundsdóttir og Eiríkur Ágústs- son í Silfurtúni í nýja jarðaberjahúsinu. Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. Sprengjur eins og þessi eru viðkæmar fyrir höggi eftir áratugi á hafsbotni. SPRENGJA úr bresku tundurdufli kom í veiðarfæri Hvanneyjar SF-51 sem var á humarveiðum á Breiðamerkurdýpi á hvítasunnu- dag. Talsverð hætta var á ferðum þar sem gamlar sprengjur eru orðnar viðkvæmar fyrir höggi, auk þess sem sprengjan hefði hugs- anlega geta sprungið er hún féll ofan í lest skipsins. Sem betur fer lenti hún þó ekki á hvellhettu sem fest var við hana. Krafturinn í sprengju af þessari gerð er slíkur að spryngi hún á Skólavörðuholt- inu, myndu rúður brotna í öllu hverfinu að mati Gylfa Geirssonar sprengjusérfræðings hjá Gæsl- unni. Hann fór ásamt starfsfélaga sínum Sigurði Ásgeirssyni til Hafnar í Hornafirði til að eyða sprengjunni. Um var að ræða sprengiefnistunnu með 156 kg af TNT úr bresku tundurdufli frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Skipstjóri Hvanneyjar hafði samband við stjórnstöð Landhelg- isgæslunnar að kvöldi hvítasunnu- dags og tilkynnti um torkennileg- an hlut sem hann hafði fengið í veiðarfærin. Sprengjusérfræðing- arnir fengu upplýsingar hjá skip- stjóranum um útlit og stærð hlut- arins og fékk hann leiðbeiningar um hvernig ganga ætti frá honum þar til komið væri að landi. Áhöfn- in var send frá borði áður en hvell- hettan og forsprengjan voru fjar- lægðar. Sprengjan var síðan flutt út fyrir bæinn þar sem henni var eytt. Gríðarlegur fjöldi tundur- dufla hefur komið í veiðarfæri ís- lenska fiskiskipa í gegnum tíðina, en Gæslan hefur eytt um 5–6.000 slíkum stríðsvopnum. Fékk sprengju í veiðarfærin BANKARÁN hafa verið tíðari síð- ustu tvo mánuði en Íslendingar eiga að venjast, eða þrjú á tveimur mán- uðum. Í apríl rændi 19 ára gamall piltur útibú Sparisjóðs Hafnarfjarð- ar við Reykjavíkurveg og tveimur mánuðum síðar var hann handtekinn og játaði rán í útibúi Landsbankans í Grindavík. Í maí rændi piltur um tví- tugt Sparisjóð Kópavogs. Munu bankastofnanirnar breyta innréttingum eða búnaði með ein- hverjum hætti til að gera slík rán erfiðari? „Að sjálfsögðu hafa menn hugleitt allt sem lýtur að umgjörð og öryggi starfsmanna okkar. Þetta eru hlutir sem eru í sífelldri endurskoðun,“ sagði Ingólfur Guðmundsson, að- stoðarsparisjóðsstjóri Sparisjóðs Kópavogs. Einhverjar breytingar verði gerðar en þó ekki miklar. Ef gjaldkerastúkur yrðu gerðar svo rammgerðar að nánast ógerningur væri að ræna úr þeim væri viss hætta á að ofbeldi myndi aukast. Of- beldið gæti t.d beinst gegn öðrum starfsmönnum bankans. Ingólfur sagði að rán væru graf- alvarleg en honum finnst að viðbrögð samfélagsins einkennist af því að menn séu samdauna ástandinu. Rán- ið á skyndibitastaðnum Subway í Spönginni hafi verið háskalegt en þar voru þrír starfsmenn neyddir inn í frystiklefa af tveimur stúlkum. Það atvik hafi verið mun alvarlegra en ránið í sparisjóðnum. Hætta á auknu ofbeldi „Koma menn þá ekki bara með kú- bein eða jafnvel haglabyssur?“ sagði Þór Gunnarsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Aðspurð- ur sagði hann að það væri enginn vafi á því að ef umbúnaður um gjald- kera væri rammgerðari myndu ræn- ingjarnir grípa til harðara ofbeldis en það væri stefna sparisjóðsins að starfsfólk væri ekki sett í hættu. Og ef það ætti að víggirða gjaldkera yrði einnig að loka fyrir aðgang annarra starfsmanna að þeim. Samskipti við viðskiptavini yrðu einnig með allt öðrum hætti og ekki víst að við- skiptavinum myndi líka það. „Það þarf að finna ákveðið jafnvægi milli heiðarlegra viðskiptavina, sem eru 99,9% af hópnum, og svo hinna sem eru ekki alveg með sjálfum sér,“ sagði hann. Öryggismál í Landsbankanum í sí- felldri endurskoðun. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans, sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um breytingar í úti- búinu í Grindavík. Það sé á hinn bóg- inn gert ráð fyrir að endurnýja það fljótlega og þá verði öryggismál tek- in með í reikninginn. Hann vill þó sem minnst ræða opinberlega um ör- yggismál bankans. Öryggismál bankastofnana eru í sífelldri endurskoðun „Koma menn þá ekki bara með kúbein?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.