Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 27 íu stöður s að svara færi vax- knar sem uðu heim- yrirlestra. landi væru níu ningum í auglýstar eilbrigðis- tinu. Ung- ér frekari álft ár til mt reglu- galeyfi og fsnám til g hálft ár. pphaflega unglækna u erlendis, Aðrir hafa tarfsþjálf- úsum eða llum aðal- nni mark- m í heim- efin út af ækna árið áhuga á að fara í sérnám í heimilislækningum hérlendis gætu sótt um námsstöð- urnar þegar þær væru auglýstar. Ferlið væri þannig að umsækjend- urnir væru boðaðir í viðtal þar sem farið væri yfir skrifleg gögn og áhugasvið umsækjenda. Eftir að auglýsinga- og ráðningarferli lyki færu þeir sem hreppt hefðu stöðurn- ar aftur í viðtal til kennslustjóra. Sagði Alma að námið byggðist á marklýsingunni en væri samt sem áður einstaklingsmiðað. Lögð væri áhersla á það að sérsníða nám- skrána fyrir hvern námslækni fyrir sig innan ramma reglugerða. Meðal annars þyrfti að taka tillit til þess hvort viðkomandi vildi starfa í dreif- býli eða þéttbýli. Starfsþjálfun getur verið nokkuð breytileg eftir því hvaða heilsugæslustöð viðkomandi tengist. Alma segir að kennsla í heimilis- lækningum í Efstaleiti, þar sem hún starfar, hafi verið hönnuð og prófuð undanfarin þrjú ár og segir hún hana vera í stöðugri þróun. Alma tók fram að margir hefðu komið að þess- ari þróun og nefndi sína samstarfs- lækna; Elínborgu Bárðardóttur kennslustjóra í Efstaleiti, Gunnar Helga Guðmundsson yfirlækni og Jörund Kristinsson, fræðslustjóra í Efstaleiti. Einnig tók Alma fram að Katrín Fjeldsted hefði séð um Bal- int-fundi. Alma nefndi einnig að aðr- ir heimilislæknar, bæði á Reykjavík- ursvæðinu og landsbyggðinni, hefðu sýnt mikinn áhuga á framhaldsnám- inu og unnið ötullega að þróun þess. Sagðist Alma gjarnan vilja sjá aukin og formleg samskipti við lands- byggðina og tók fram að nú þegar væri einn námslæknir á Norður- landi. Alma nefndi einnig að jafnvel mætti bjóða upp á að námslæknar tækju hluta af náminu úti á landi. Nemaskipti milli landshluta ykju víðsýni og dýpkuðu menntunargildi námsins. Læknisfræðin er eilífðarnám Jóhann Ágúst Sigurðsson, pró- fessor í heimilislækningum, sagði að samskipti við fólk frá öðrum löndum væru alltaf nauðsynleg. „Þess vegna fáum við Bretana hingað til okkar. Hér við Grímsá hafa þeir upplifað fallega íslenska náttúru og þeir kynnast menningu okkar, þekkingu og viðhorfum og þannig aukast tengsl þeirra við okkur og landið. Vegna slíkra tengsla opnast síðar jafnvel möguleikar á því að þessir læknar komi hingað aftur á ráð- stefnur eða sem ferðamenn og lækn- arnir okkar fari utan til að afla sér viðhaldsmenntunar. Það má segja að læknisfræðin sé nokkurs konar eilífðarnám og sérfræðingar í lækn- isfræði verða að styrkja það net sem er í kringum þá til að viðhalda menntun sinni.“ Varðandi sérnám í heimilislækningum hérlendis sagði Jóhann að upp úr 1991 hefði Sigurð- ur Guðmundsson, núverandi land- læknir, sem þá var kennslustjóri á Landspítalanum, haft mikinn áhuga á því að fjölga kennslustöðum í heimilislækningum og hefði hann átt mikinn þátt í að þeim var fjölgað. Sagði Jóhann að þessar kennslu- stöður væru aðeins hluti af þeirri viðleitni að ná sérnáminu í læknis- fræðinni heim til Íslands. Alltaf væru einhverjir sem færu til útlanda til framhaldsnáms en það væri mikill kostur að geta boðið upp á sérnám í heimilislækningum hérlendis fyrir þá sem ekki kæmust annað. Heildarmarkmiðið væri að allt að tíu unglæknar færu á hverju ári í þessa sérgrein á næstu árum og mikilvægt væri að hafa val um nám hér heima eða erlendis. eimilis- á landi Morgunblaðið/Theodór ámskeiði í veiðihúsinu við Grímsá í Borgarfirði. AÐALHEIÐUR S. Ey-steinsdóttir myndlist-armaður hefur alltafverið mikið afmæl- isbarn og ætlar í tilefni fertugs- afmælis síns að bjóða til afmælis- veislu eins víða um heiminn og kostur er. „Ég hef alltaf haft gaman af að eiga afmæli og hef gert mikið úr deginum fyrir sjálfa mig og haldið upp á hann, þetta er minn dagur og mér hefur liðið eins og drottningu á þessum degi,“ sagði Aðalheiður. Hinn 23. júní næstkomandi, á fertugsafmælisdegi Aðalheiðar, opnar hún skúlptúrsýningu í Kjarnaskógi kl. 18 og kl. 19 ætlar hún að grilla fyrir alla þá sem vilja koma, á meðan birgðir end- ast. Næstu 39 daga á eftir verða opnaðar einkasýningar á verkum hennar víðs vegar um heiminn. „Það vill svo skemmtilega til að strax klukkan átta um kvöldið verður Jónsmessuganga í Kjarna- skógi svo fólk getur átt saman góða stund í skóginum ef vel viðr- ar. Það getur byrjað á að koma á sýninguna til mín og farið svo í gönguna á eftir.“ Aðalheiður segir afmælisdag sinn vera yndislegan dag, „af því hann er 23. júní og daginn eftir er Jónsmessan og því er Jónsmessu- nóttin alltaf afmælisnóttin mín. Sem barn bjó ég á Siglufirði og þá voru ýmsar þjóðsögur í gangi í kringum Jónsmessuna. Ég fór þá alltaf að bæjarbrunninum, sem var rétt hjá húsinu þar sem ég bjó, og gekk sjö sinnum rangsælis í kringum hann, tíndi sjö tegundir af villtum blómum sem ég setti undir koddann og velti mér nakin upp úr dögginni, allt það sem átti að gera til að eiga góða heilsu.“ „Fyrir fimm árum byrjaði ég á því að hafa ákveðið afmælisþema og mála eins margar myndir og árin urðu mörg. Ég gerði myndir í vikunni áður en ég átti afmæli, stundum með þátttöku gesta og gangandi og setti þær svo upp á vinnustofunni minni þar sem fólk gat komið í einskonar afmælis- veislu. Þegar ég var að vinna að seríunni fyrir seinasta afmælisdag ákvað ég að ganga alla leið í því að fá aðra til að vinna með mér og fékk því börnin mín þrjú, sem voru þá 18 ára, 15 ára og 6 ára, til að vinna með mér myndir. Það var erfitt að sjá hvert okkar hafði mest gaman af þessu.“ Fljótlega datt henni í hug að halda 40 sýningar, ekki gera 40 myndir, í tilefni fertugsafmælis- ins. „Reyndar var fyrsta hug- myndin sú að standa fyrir 40 uppákomum, því undanfarin ár hef ég staðið fyrir á vinnustofu minni uppákomum sem kallast Á slaginu sex. Þá hef ég boðið alls konar fólki til að koma á vinnu- stofu mína og halda erindi eða fremja gjörninga. Það var allt frá því að vinkona mín flutti hár- greiðslustofuna sína yfir til mín í eina klukkustund yfir í að kjöt- matsmaður kom og sagði okkur allt um það hvernig á að meta kjöt, einnig hefur verið flutt tón- list og ýmislegt annað.“ Aðalheiður segist hafa verið að undirbúa umræddar afmælissýn- ingar allt frá því á síðasta afmæl- isdegi, en þá fór hún strax í að búa til sýningar sem voru léttar og meðfærilegar svo auðvelt væri að senda verkin út í heim. Mynd- list hefur verið aðalatvinna Aðal- heiðar síðustu fjögur árin og hún hefur því tíma til að afkasta miklu og á því til mikið af verkum. „Ég fór ekki af stað með þetta fyrr en ég var búin að sjá að ég átti 40 sýningar á lager. Það var gaman að sjá og skoða hvað ég hef verið að gera undanfarið og setja það í samhengi við það sem ég er að gera í dag. Þetta eru samt allt nýleg verk, unnin á síð- ustu tveimur til þremur árum. Þrátt fyrir að ég hafi átt efni á sýningarnar á lager hef ég meira og minna unnið þær upp á nýtt. Ég framleiði mjög mikið því mér gefst tími til að vinna að myndlist frá því að börnin fara í skólann á morgnana til sjö á kvöldin þegar ég þarf að fara heim og vera hús- móðir og móðir. Ég tel mig lán- sama að geta starfað að myndlist frá morgni til kvölds.“ Samvinna skemmtileg „Mér finnst mjög gaman að vinna með öðrum. Þó svo að næð- ið á vinnustofunni sé mikilvægt er ákveðinn tímapunktur í allri sköpun þegar allt í lagi er að hleypa öðrum í verkin. Ég hef fengið alls konar fólk til að mála skúlptúrana mína, til dæmis aðra listamenn og börn. Þá gerist eitt- hvað óvænt því ég hefði sjálf ekki endilega kosið að gera það á þann hátt sem gert var. Ástæðan fyrir því að ég mála verkin en sprauta þau ekki er sú að ég vil hafa þau pínu hroðvirknislega gerð, það verður að vera smágalli í verk- unum. Það að verkin eru ekki fullkomin gerir þau bæði lifandi og skemmtileg enda er smíðin öll gróf og hrá því verkin eru gerð úr afgangshráefni. Ég hef verið mjög heppin í sambandi við það að fá gefins efni, þótt það komi fyrir að ég verði að kaupa mér efni.“ Viðbrögðin við þessari hug- mynd hafa undantekningalítið verið mjög góð og þá má telja á fingrum annarrar handar sem neituðu Aðalheiði um aðstoð og það var þá vegna þess að þeir voru búnir að ráðstafa sér í önnur verkefni. „Ég vann þetta eins og keðjubréf, ég byrjaði á því að hafa samband við vini og kunn- ingja og fólk sem ég hef gert eitt- hvað fyrir. Það vildi endurgjalda mér greiðann og hafði samband við einhverja aðra sem það þekkti og þannig vatt þetta upp á sig. Að lokum kemur þetta allt til mín aftur og þá er ég komin í sam- band við alls konar fólk úti í heimi sem ég þekkti ekki neitt. Ég hef rekið galleríið Kompuna í fimm ár og sett meðal annars upp sýningar eftir listamenn frá mörgum löndum. Þeim sem reka gallerí þar sem mín verk verða sýnd hef ég í stað- inn boðið að setja upp sýningu í galleríinu mínu. Ég á von á að eitthvað af því skili sér í Komp- una á næsta ári. Mér hefur einnig verið boðið að koma út með stór- ar sýningar á suma af þeim stöð- um sem ég sýni á núna og hugs- anlega verður af því á næsta ári.“ Misstórar sýningar „Sýningarnar eru misstórar, sumar mjög stórar þó að þær séu ekki allar fyrirferðarmiklar í póstinum því margar eru á pappír eða eru litlir skúlptúrar. Ég sendi 14 skúlptúra til Singapúr. Þeir komust allir í einn vínflöskukassa en samt verða þeir að stórri sýn- ingu þegar þeir eru komnir á staðinn. Þær verða ekki allar haldnar á stöðum þar sem lista- sýningar eru venjulega haldnar, en flestar eru þó í söfnum eða galleríum. Það kom mér mjög á óvart hvað margar fengu þar inni, því fyrirvarinn var svo stutt- ur. Það var ekkert kappsmál fyrir mig að komast þar inn, en fólkinu sem fékk póstinn frá mér fannst þetta svo spennandi að það vildi hjálpa mér að setja þetta upp.“ Endanlegur listi er ekki tilbú- inn enn enda mikið púsluspil að setja hann saman. „Sem dæmi um staðsetningar má nefna að það verða sýningar í Frakklandi, Sví- þjóð, Kína, Afríku og á nokkrum stöðum hér á landi, meðal annars á Mokkakaffi, í Hornbjargsvita, á Safnasafninu í Eyjafirði og loka- sýningin verður svo hér á vinnu- stofunni minni.“ „Markmiðið með þessu öllu saman er að komast í samskipti við og kynnast fólki út um allan heim.“ Aðalheiður kveðst þegar farin að hugsa fyrir næsta afmælisdegi. „Þá verður gert 41 verk sem ég mun senda frá mér hálfkláruð til ýmissa listamanna út um allan heim og þeir munu klára verkin og senda til baka og úr verður sýning. Sá möguleiki verður einn- ig fyrir hendi að ég fái hálfkláruð verk í hendur sem ég mun klára, aðalmálið er að tveir listamenn frá ólíkum stöðum vinni verkið.“ Fagnar fertugsafmælinu með myndlistarsýn- ingum allt frá Hornbjargsvita til Singapúr Opnar 40 sýning- ar á 40 dögum Aðalheiður S. Eysteins- dóttir, myndlistarmað- ur á Akureyri, fer ekki troðnar slóðir við að halda upp á fertugs- afmælið. Ásgrímur Örn Hallgrímsson tók hús á Aðalheiði og ræddi við hana. asgrimur@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Aðalheiður málar einn svananna sem verða á fyrstu sýningunni. nkaskóla í út skýrsla na grunn- kt borgar- ært sé að ð fjölgun hagslegri nna þar kki. Sjálf- vo í fram- mlag sem fi að forð- Verslunar- eðal borg- á við það reytni og orgaryfir- i skilaboð um að borgarskólarnir séu ekki að standa sig en ef foreldrar sækjast í stórum stíl eftir því að setja börn sín í sjálfstæða skóla. Þannig fái sveitarfélög tækifæri til að svara kalli og kröfum íbúa. Þau takmörk sem hverfisskólarnir setja valfrelsi foreldranna leiða hins vegar til þess að samanburður og samkeppni get- ur ekki komist á milli skóla og rekstur þeirra er því ósveigjanleg- ur. Tillögur til úrbóta Í lok skýrslunnar nefnir Verslun- arráð ýmsar tillögur til úrbóta. Þær eru:  Breyting á lögum um grunn- skóla, þannig að 2. mgr. 56. gr. laganna hljóði svo: „Sveitarfélag greiði til einkaskóla með hverju barni sem skólann sækir, fjár- hæð sem nemur meðaltali af kostnaði sveitarfélagsins vegna hvers barns í grunnskóla, skv. 1. gr.“ Í núverandi mynd segir greinin að einkaskólar eigi ekki kröfu til styrks af almannafé.  Hverfaskipting grunnskóla sveitarfélaganna verði afnumin og landið eitt skólaumdæmi.  Sveitarfélögum verði gefið svig- rúm til að hafa áhrif á stjórnun og rekstur skóla.  Að Námsgagnastofnun verði lögð niður og að gerð og útgáfa kennsluefnis verði styrkt með beinum hætti ef þess gerist þörf.  Að stóru sveitarfélögin beiti sér fyrir tilraunaverkefnum á sviði einkareksturs grunnskóla. Áherslan frá veitanda þjónust- unnar yfir til notandans Þór Sigfússon framkvæmdastjóri Verslunarráðs sagði í samtali við Morgunblaðið að tilgangurinn með gerð skýrslunnar hafi verið sá að efla umræðu um þetta mikilvæga stig menntunar. „Við viljum færa áhersluna á notandann og gefa for- eldrum aukið vald. Hið opinbera mun samkvæmt okkar tillögum halda áfram að greiða fyrir mennt- unina, okkar tillögur ganga ekki sérstaklega út á skólagjöld heldur út á fjölbreytni. Út frá því sem verið hefur að gerast í háskólalífinu þá teljum við mikil tækifæri til að skapa blómaskeið í grunnskólum. Það sem við teljum athugavert við þær hugmyndir sem komið hafa fram hjá Reykjavíkurborg um einkarekna grunnskóla er sú niður- staða borgaryfirvalda að það sé óhagkvæmt að reka tvöfalt kerfi og að í því felist ákveðinn vítahringur. Með því er verið að segja að val for- eldra geti ekki gengið. Ef við tökum upp annað kerfi en það sem við höf- um í dag þá eigum við það á hættu að einn skóli verði vinsæll og það halli á annan. Þetta getur svo leitt til þess að það þarf að byggja við þann vinsælli á meðan að rýmið stendur autt í þeim óvinsælli. Við segjum að þetta sé einfaldlega það sem þarf að gerast, markaðurinn þarf að fá svör í þessu eins og á öðr- um sviðum. Þess vegna teljum við niðurstöðu Reykjavíkurborgar að hafna tvöföldu kerfi vera afleita.“ m stöðu einkarekinna grunnskóla ekstur ólanna +', -'' +', -''    

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.