Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 19 www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 06 . 2 00 3 Mikið úrval af reiðhjóla- hjálmum, barna og fullorðins, einföld stilling. CE merktir og íslenskur leiðarvísir. Verð frá kr. 2.200 barna og 2.900 fullorðins GSR AluxX F/S 24” og 26” Ál stell, demparagaffall, álgjarðir, V-bremsur. Frábært fjallahjól á vegi sem vegleysur. 24” aðeins kr. 27.455 stgr. 26” aðeins kr. 29.925 stgr. FREESTYLE Vönduð hjól með styrktum gjörðum, pinnum og rotor. Verð frá kr. 21.850 stgr. Windermere 28” Ekta dömuhjól, 28“ dekk, 21 gír, ál stell, breiður hnakkur með dempara, stillanlegt stýri, verð kr. 32.775 stgr. Terminator 24” og 26” 21 gíra tveggja dempara hjól, Shimano gírar, V-bremsur og álgjarðir. 24” kr. 26.505 stgr. 26” kr. 27.455 stgr. Apollo 26” 21 gíra demparahjól á mjög góðu verði. Shimano gírar, V-bremsur og álgjarðir. Verð aðeins kr. 25.555 stgr. Barnastólar Verð frá kr. 7.410 stgr. Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Ábyrgð og frí upphersla eftir einn mánuð. Vandið valið og verslið í sérverslun. 5% staðgreiðslu afsláttur. Upplýsingar um raðgreiðslur veittar í versluninni Frábær fjallahjól frá Scott, Alls konar útfærslur, verð kr 34.105 til 123.405 stgr. GRINDAVÍKURDEILD Rauða kross Íslands hefur gefið nem- endum 1. bekkjar Grunnskólans í Grindavík reiðhjólahjálma, eins og orðið er að hefð hjá félaginu. Með hjálmunum fylgdu leiðbein- ingar um notkun þeirra og ekki skemmdi fyrir að lögreglan fór yf- ir helstu öryggisatriði í umferð- inni fyrr um morguninn. Guðfinna Bogadóttir er formað- ur Rauða kross deildarinnar: „Já, þetta er ánægjulegur dagur og ég hlakka til að heilsa öllum þessum krökkum á götum bæjarins í sum- ar með hjálminn góða. Lögreglan er líka búin að fara yfir þessi ör- yggismál í morgun með krökk- unum þannig að þetta verður von- andi í lagi hjá okkur“. Krakkarnir kvöddu svo gestina með þakk- arkveðju og fullvissuðu gestina um að þau myndu nota hjálma í sumar. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Fulltrúar Rauða kross deildarinnar útbýta reiðhjólahjálmum til barnanna. Gáfu yngstu börnunum í bænum reiðhjólahjálma Grindavík FRAMKVÆMDIR við endurgerð Hafnargötu í Keflavík ganga ágæt- lega. Starfsmenn Nesprýðis eru um þessar mundir að leggja hellur á akbraut og bílastæði á þeim hluta götunnar sem grafinn var upp í vor. Framkvæmdum við endurgerð Hafnargötu er skipt upp í sex áfanga. Fyrsti áfangi er kaflinn milli Tjarnargötu og Aðalgötu, og er sá hluti hennar byrjaður að taka á sig endanlega mynd. Verður hann akfær fyrir þjóðhátíðardaginn en þó ekki lokið að fullu. Byrjað er að undirbúa næstu tvo áfanga, sem er norður fyrir Duus-húsin. Þeim hluta götunnar á að ljúka fyrir Ljósanótt í byrjun september og er Viðar Már Matthíasson, fram- kvæmdastjóri umhverfis- og skipu- lagssviðs Reykjanesbæjar, fullviss um að það gangi eftir. Starfsmenn verktaka helluleggja Hafnargötu Ljósmynd/Hilmar Bragi Fyrsti áfangi langt kominn Keflavík RÍKISKAUP hafa auglýst eftir til- boðum í byggingaland og útivistar- svæði sem Reykjanesbær hefur látið skipuleggja á Neðra-Nikelsvæði í Njarðvík. Landið er rúmlega 51 hektari að stærð. Varnarliðið skilaði í fyrra til rík- issjóðs landi á milli byggða í Keflavík og Njarðvík, svokölluðu Neðra-Nik- elsvæði en þar var áður olíubirgða- stöð varnarliðsins. Reykjanesbær hefur látið skipuleggja byggð á svæðinu eftir því sem mögulegt er vegna hljóðvistar og nálægðar við flugbraut Keflavíkurflugvallar og nefnt það Hlíðahverfi. Ríkiskaup byggir á þessu skipulagi við sölu landsins. Landið er auglýst í þrennu lagi, spilda fyrir 30 einbýlishúsalóðir og leikskólalóð, spilda fyrir 24 einbýlis- hús, 62 íbúðir í parhúsum og 13 í rað- húsum og loks útivistarsvæði. Fram kemur í auglýsingu Ríkis- kaupa að óskað er eftir tilboðum í landið í heild en þó er heimilt að bjóða í einstakar spildur. Tilboð verða opnuð hjá Ríkiskaup- um 3. júlí. Neðra- Nikelsvæði auglýst til sölu Njarðvík KRÖFUHAFAR í þrotabú Thermo Plus Europe á Ís- landi fengu greiddar tæpar 3 milljónir kr. upp í liðlega 263 milljóna króna kröfur. Thermo Plus var til heim- ilis að Iðjustíg 1 í Reykja- nesbæ. Bú þess var tekið til gjaldþrotaskipta í apríl 2001 og lauk skiptum í síðasta mánuði. Ekkert upp í almennar Samkvæmt úthlutunargerð greiddust liðlega 2,8 milljónir upp í veðkröfur sem voru tæpar 19 milljónir. Ekkert greiddist upp í forgangskröf- ur og almennar kröfur sem voru samtals liðlega 244 millj- ónir kr. og ekki heldur upp í kröfur um vexti og kostnað sem til hefur fallið eftir að þessum kröfum var lýst. 260 millj- ónir töp- uðust hjá Thermo Plus Reykjanesbær TRÉSMIÐJA Ella Jóns ehf. í Keflavík fékk nýlega af- hentar tvær nýjar og öflugar trésmíðavélar. Annars vegar er um að ræða fullkomna og afkasta- mikla plötusög frá Holzma og hins vegar þykktarpússivél fyrir gegnheilt efni frá Butf- ering. Er þetta fyrsta Butf- ering-þykktarpússivélin sem flutt er til landsins og önnur tölvu- stýrða plötusögin frá Holzma. Báðir framleiðendurnir eru hluti af þýsku samsteypunni Homag sem er stærsti framleiðandi heims á stærri tré- smíðavélum. Merkúr hf. flytur vél- arnar inn. Myndin var tekin við afhendingu vélanna af þeim Erlendi Jónssyni og Þresti Lýðssyni, forstjóra Merkúr. Endurnýjar trésmíðavélarnar Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.