Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 . TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Bræðingur af öllu Gunnar Reynir 70 ára og staðarskáld Skálholts Listir 27 og Lesbók 4 Íslandsmeistarinn afhjúpar uppskriftina 11 Hróarskelda óviðjafnanleg Mun fýsilegri rokkhátíð en sú síðasta Fólk 53 Kleinur með sultu! HEIMSÞEKKTIR vísindamenn eru fyrirlesarar á ráðstefnu um nýæða- myndun í krabbameinsæxlum sem lýkur í Reykjavík í dag. Meðal þeirra er Napoleone Ferrera hjá Genetech- lífvísindafyrirtækinu í Bandaríkjun- um sem ásamt samstarfsmönnum sínum hefur þróað lyfið Avastin, sem er mótefni gegn nýæðamyndun. Sigurður Björnsson krabbameins- læknir segir í samtali við Morgun- blaðið að lyfið Avastin sé án efa eitt af stóru nýju tíðindunum í heimi krabbameinslækninga í dag. Miklar vonir séu bundnar við lyfið en nokk- ur ár getið liðið enn þar til að það komi á markað. „Þetta er sannarlega áhugavert nýtt efni, sem ég er viss um að á eftir að gagnast mörgum, kannski ekki endilega í dag eða á morgun en lík- lega eftir nokkur ár,“ segir Sigurð- ur, sem nýlega er kominn heim af ráðstefnu í Chicago í Bandaríkjun- um þar sem lyfið var kynnt og mikið um það fjallað. Sigurður segir að lyf- ið muni sérstaklega gagnast sjúk- lingum með ristilkrabbamein. Þar vanti tilfinnanlega nýjungar þar sem sömu lyfin hafi verið notuð til margra ára. Ekkert mæli heldur á móti því að lyfið muni gagnast í bar- áttunni við önnur krabbamein. Rannsóknunum hafi miðað vel áfram og lyfið sýnt litlar aukaverkanir mið- að við sambærileg efni. Gallinn sé hins vegar sá að lítið sé til af lyfinu og það sé mjög dýrt. Napoleone Ferrera og Steve Lib- utti hjá Krabbameinsstofnun Bandaríkjanna segja við Morgun- blaðið að árangurinn af Avastin hafi verið það góður að ákveðið hafi verið að stöðva samanburðarrannsókn því ekki hafi þótt siðferðislega réttlæt- anlegt að sá hluti hópsins, sem enga virka meðferð fékk, yrði af þeim ár- angri sem lyfið sýndi. Sigurður Björnsson krabbameins- læknir um lyfið Avastin Stór tíðindi í heimi krabba- meinslækninga  Hafa þróað/6 FLEST bendir til, að Finnar fari að dæmi Svía og banni kaup á vænd- isþjónustu. Er það haft eftir Johannes Koskinen, dómsmálaráðherra Finn- lands, í sænskum fréttastofufregnum. Koskinen sagði, að 3. júlí næstkom- andi yrði kynnt niðurstaða nefndar, sem fjallað hefur um þessi mál, og þá yrði lagt til, að vændiskaup yrðu bönnuð. Yrði sú tillaga lögð fyrir þingið í haust. Fagnaði Thomas Boström, dómsmálaráðherra Svíþjóð- ar, yfirlýsingu Koskinens og sagði hana vera mikilvægt framlag til sam- norrænnar baráttu gegn vændi. Í Danmörku, Noregi og Íslandi er ekki bannað að kaupa vændisþjónustu og engar breytingar á því fyrirsjáanleg- ar. Finnar fara að dæmi Svía Vændiskaup bönnuð BANDARÍKJAMENN handtóku í gær sex Íraka í tengslum við leit að tveimur bandarískum hermönnum sem talið er að hafi verið rænt norð- ur af Bagdad, höfuðborg Íraks. Einn bandarískur hermaður til viðbótar var felldur í gær og annar særður al- varlega en nú hafa íraskir harðlínu- menn drepið samtals tuttugu Banda- ríkjamenn frá því að George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því op- inberlega yfir 1. maí síðastliðinn að öllum meiri háttar hernaðarátökum væri lokið í Írak. Blóð fannst á þeim stað nærri bænum Balad, norður af Bagdad, þar sem talið er að ráðist hafi verið sl. miðvikudag að hermönnunum tveimur. Mikil leit hefur staðið yfir en hún hafði ekki borið árangur í gær. „Við vitum ekki hvort þeir voru numdir á brott eða einfaldlega drepnir,“ sagði Patrick Compton, liðsforingi í Bandaríkjaher. Athygli vakti að leiðtogi stærstu samtaka shíta-múslíma í Írak, erki- klerkurinn Mohammed Baqer al- Hakim, lét þau orð falla í gær að hann væri andsnúinn árásum á bandaríska hernámsliðið. „Aðeins á að beita ofbeldi þegar enginn annar kostur er í stöðunni,“ sagði hann í vikulegri prédikun sinni í borginni Najaf. „Við verðum að byrja á því að eiga viðræður [við hernámsliðið] og efna til friðsamlegra mótmæla.“ Tveggja hermanna leitað Bagdad. AP, AFP. TÍVOLÍ við Smáralind var opnað í gær en í upphafi fékk hópur langveikra, krabbameinssjúkra, syk- ursjúkra og misþroska barna að prófa tækin. Gleðin skein úr hverju andliti þegar Morgunblaðið bar að garði. Börnunum var boðið upp á kandífloss og gos og gátu þau farið í öll tækin. Sigþór Fannarr Guðmundsson, 13 ára, fór í stærsta tækið á svæðinu, Freak out. Þar hringsnerist hann og sveiflaðist í hálfhring neðst í risavöxnum arminum. „Þetta er stærsta tækið sem ég hef prófað,“ sagði Sig- þór við blaðamann, „og ég er búinn að prófa öll tækin nema eitt,“ og sagði að sér þætti rosalega gaman. Það var álíka gaman hjá Guðnýju Sæbjörgu Jóns- dóttur, 14 ára, sem var búin að prófa eitt tæki. Morgunblaðið/Golli „Búinn að prófa öll tækin nema eitt“ ÍSRAELAR hafa samþykkt í meg- inatriðum að kalla herlið sitt frá Gaza-svæðinu og Vesturbakkan- um, að því er fram kom í ísraelska sjónvarpinu í gær. Háttsettur fulltrúi heimastjórnar Palestínu- manna staðfesti þetta í gærkvöldi. Þá sagðist Sheikh Ahmed Yassin, stofnandi Hamas-samtakanna, hafa tilkynnt Mahmud Abbas, for- sætisráðherra Palestínumanna, að Hamas myndi gera hlé á árásum samtaka palestínskra harðlínu- manna á skotmörk í Ísrael. Brottflutningar Ísraelshers eiga að hefjast eftir helgi, að því er haft var eftir ísr- aelskum emb- ættismanni. Náð- ist samkomulag um þetta á fundi Mohammeds Dahlans, örygg- ismálastjóra pal- estínsku heima- stjórnarinnar, og Amos Gilads, hershöfðingja í Ísraelsher. Samkomulagið felur m.a. í sér að Palestínumenn verði ábyrgir fyrir öryggismálum á þeim svæðum, sem Ísraelar yfirgefa nú. Hafa þeir heitið því að komið verði í veg fyrir árásir hryðjuverkamanna á skot- mörk í Ísrael. Rice til Mið-Austurlanda Ari Fleischer, talsmaður Banda- ríkjaforseta, fagnaði samkomulag- inu í gærkvöldi og sagði það mik- ilvægt skref í rétta átt. Hið sama gerði Colin Powell utanríkisráð- herra en þessi tíðindi þykja koma á góðum tíma þar sem von er á Condoleezzu Rice, þjóðaröryggis- ráðgjafa Bandaríkjanna, til Mið- Austurlanda í dag. Mun hún eiga viðræður við bæði ísraelska og pal- estínska embættismenn um helg- ina. Háttsettur fulltrúi Hamas-sam- takanna sagði samkomulag í höfn milli Hamas og Fatah-hreyfingar Yassers Arafats, leiðtoga Palest- ínumanna, um að árásum gegn Ísr- aelum yrði hætt. Er haft eftir Sheikh Ahmed Yassin að Hamas hafi farið yfir þróun mála og tekið ákvörðun um að stöðva hernaðar- aðgerðir tímabundið. Ekki sé enn um formlegt vopnahlé að ræða en unnið sé að því að semja sameig- inlega yfirlýsingu fyrir öll samtök herskárra Palestínumanna. Jerúsalem, San Francisco. AFP. Samkomulag um brott- flutning Ísraelshers Sheikh Ahmed Yassin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.