Morgunblaðið - 28.06.2003, Side 4

Morgunblaðið - 28.06.2003, Side 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ REKSTRARSTAÐA Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) hefur verið að versna jafnt og þétt að undanförnu. Rekstraruppgjör fyrir fyrstu fimm mánuði ársins sýnir rúmlega 380 milljóna króna útgjöld umfram fjárheimildir, eða sem nem- ur 3,5% umfram heimildir á tímabilinu. Samkvæmt upplýsingum forsvarsmanna spítal- ans eru margar skýringar á þessu en ljóst þykir að spítalinn er að sinna meiri þjónustu en rúmast á fjárlögum. Fram kemur í nýbirtri greinargerð framkvæmdastjóra fjárreiðna og upplýsinga LSH að í þessum tölum séu meðtalin útgjöld við S-merkt lyf sem fóru 13,9% umfram fjárheimildir á tíma- bilinu. Launagjöld nema rúmum 65% af heildar- gjöldum sjúkrahússins og eru þau 2,7% hærri en áætlað var fyrir tímabilið. Rekstrargjöld eru tæp 25% af heildargjöldum og eru 4,2% umfram áætl- un. „Rekstrarstaða nokkurra sviða spítalans er mjög erfið og hefur staða þeirra versnað eftir því sem liðið hefur á árið. Einkum eru þetta svið sem sinna mikilli bráðaþjónustu við sjúklinga, s.s. lyf- lækningasviðin og skurðlækningasviðin en þau svið eiga erfiðara með að stýra innlögnum á legu- deildir vegna þess að sjúklingar leggjast mikið inn brátt. Þá er staða annarra sviða, s.s. öldrunarsviðs og endurhæfingarsviðs einnig versnandi en gert er ráð fyrir að þau muni ná að stýra sínum rekstri á þann veg að ekki verði umframkeyrsla á árinu í heild. Einnig er gert ráð fyrir að stjórnsýsla spít- alans verði innan fjárheimilda ársins,“ segir í greinargerð framkvæmdastjóra. Bregðast þarf við með afgerandi hætti Bent er á að meðal skýringa á umframútgjöldum er hækkun framlaga í séreignasjóði starfsmanna. Þá hefur starfsmönnum fjölgað lítilsháttar vegna aukinnar framleiðslu, sérstaklega á skurðlækn- ingasviðum þar sem ný legudeild var opnuð í lok síðasta árs og skurðaðgerðum fjölgað sem aftur hefur leitt til fækkunar á biðlistum eftir þjónustu spítalans. „Hækkun sérhæfðra lækninga-, hjúkr- unar- og rannsóknarvara umfram vísitöluviðmið heldur áfram í ár eins og undanfarin ár. Lyfja- kostnaður hækkar sífellt, sérstaklega við hin svo- kölluðu S-merktu lyf, sem eru lyf sem gefin eru á spítalanum eða í tengslum við hann. Í þeim flokki eru öll nýjustu og dýrustu lyfin,“ segir þar enn- fremur. „Rekstrarstaða LSH hefur jafnt og þétt verið að versna og er ljóst að bregðast þarf við með afger- andi hætti. Ljóst er að spítalinn er að sinna meiri þjónustu en rúmast í fjárlögum. Aðhald hefur verið mikið í starfsmannamálum en það verður enn hert í tengslum við samdrátt í þjónustu en kostnaður við laun nemur um 2/3 af heildarkostnaði við rekst- ur spítalans. Að auki er nauðsynlegt að endurmeta aðra þætti s.s. kaup á vörum sem fela í sér nýja tækni sem leiðir til hærra innkaupsverðs varanna, kaup á nýjum lyfjum nema klínískar leiðbeiningar hafi verið gerðar um notkun þeirra, kaup á sér- fræðiráðgjöf, framlög spítalans til kennslu og rannsókna og viðhaldsverkefni af ýmsum toga sem flest eru tilkomin vegna sameininga sérgreina á spítalanum. Eftir sumarleyfi taka gildi sparnaðar- aðgerðir sem unnið verður að í samvinnu við heil- brigðisráðuneyti,“ segir í greinargerð fram- kvæmdastjóra fjárreiðna og upplýsinga LSH. Rekstrarstaða Landspítala – háskólasjúkrahúss fer versnandi 381 milljón umfram heimildir á fyrstu 5 mánuðum ársins SAMNINGUR milli Þjóðminjasafns Íslands og Háskóla Íslands um sam- starf á sviði kennslu og rannsókna tengdum íslenskum menningararfi var undirritaður í Háskóla Íslands í gær. Grundvöllur samningsins er sá vilji að nýta sem best sérfræðiþekk- ingu, kunnáttu, efnivið og aðstöðu þessara stofnana, segir Hrefna Ró- bertsdóttir, sviðsstjóri rannsókna- og varðveislusviðs við Þjóðminja- safn Íslands. Efla á fræðilega menntun nemenda á þessum sviðum og auka rannsóknir og kynningu á menningararfi þjóðarinnar. „Þetta er skref í þá átt að nýta þann safnkost sem við eigum hér í safninu og vekja áhuga stúdenta á því að nýta sér þennan menningar- arf til rannsókna,“ segir Hrefna. Annars vegar er um að ræða sam- starf um kennslu og samnýtingu á rannsóknarstofum tengdum forn- leifafræði, listfræði, safnafræði og forvörslu. Hins vegar snýr samning- urinn að meðleiðbeiningu nemenda í ýmsum greinum eftir atvikum og aðgangi þeirra að sérfræðingum og gögnum safnsins og frumgögnum sem safnið ber ábyrgð á. Háskóli Íslands gerir samninginn fyrir hönd heimspekideildar, fé- lagsvísindadeildar, raunvís- indadeildar og læknadeildar. Hrefna segir að upphaf þessa sam- starfs megi rekja til nýs náms í forn- leifafræði sem vakti menn til um- hugsunar um aukið samstarf þessara aðila. „Um árabil hafa sagn- fræðinemar og þjóðháttafræðinem- ar komið hér tilviljunarkennt og fengið aðgang að aðstöðu, en það er verið að bæta þessa aðstöðu og koma þessu í formlegri farveg.“ Deildirnar tengjast samningnum af mismunandi áhuga á rann- sóknum. Áhugi sagnfræði- og forn- leifafræðinema segir Hrefna að liggi í augum uppi en hún segir læknadeild og raunvísindadeild einnig njóta góðs af þessu sam- starfi, yfirleitt við rannsóknir tengdar beinafræðum og efnafræði- rannsóknum á gömlum munum. Efla rannsóknir og kynn- ingu á menningararfinum Morgunblaðið/Jim Smart Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður skrifuðu undir samning um samstarf. Nýr samningur Þjóðminjasafns og Háskóla Íslands NÝ og endurbætt flugslysaáætlun fyrir Vestmannaeyjaflugvöll, þar sem finna má upplýsingar um verk- efni og samhæfingu allra viðbragðs- aðila í Vestmannaeyjum, var undir- rituð í gær. Flugslysaáætlunin er unnin sam- kvæmt verkþáttaskipulaginu stjórn- un, áætlanir, bjargir og framkvæmd- ir sem er sameiginlegt skipulag allra viðbragðsaðila á Íslandi. „Menn eru að læra af reynslunni eftir æfingar undanfarinna ára,“ segir Heimir Már Pétursson, upp- lýsingafulltrúi Flugmálastjórnar Ís- lands. „Þetta er mjög árangursríkt kerfi til að samhæfa störf ólíkra aðila sem koma að hópslysi. Það þarf að sjálfsögðu að laga hlutina að nútím- anum.“ Stefnt er að því að reyna virkni áætlunarinnar með flugslysaæfingu í lok október þar sem allir hlutaðeig- andi aðilar koma að. Ný flug- slysaáætl- un fyrir Eyjar FLUTNINGASKIPIÐ Haukur er lagt af stað austur á firði með 1.830 tonn af sementi frá Sements- verksmiðju ríkisins á Akranesi. Að sögn Gylfa Þórðarsonar fram- kvæmdastjóra er þetta stærsti ein- staki farmurinn í sögu verksmiðj- unnar en sementið verður notað bæði í Kárahnúkavirkjun og Fá- skrúðsfjarðargöng. Það tók nærri tvo vinnudaga að skipa sementssekkjunum, alls um 1.200, um borð í Hauk en skipið kom einnig við í Reykjavík til að taka farm frá BM Vallá austur á firði. Sementsverksmiðjan hefur sam- ið um sölu á sementi til steypu- framleiðslu á virkjunarsvæðinu og í Fáskrúðsfjarðargöngum sem nemur um hálfsársframleiðslu í verksmiðjunni, en í fyrra seldust um 82 þúsund tonn hjá Sements- verksmiðjunni. Mun meira magn af sementi verður notað við gerð stíflu og aðrennslisganga Kára- hnjúkavirkjunar en Impregilo not- ast aðallega við innflutt sement frá Noregi. 1.830 tonn af sementi austur Stærsti einstaki farmur frá Sementsverksmiðjunni Það var tveggja daga verk að skipa sementinu um borð á Akranesi. HAFIST var handa í gærmorgun við lagningu nýja sæstrengsins FARICE-1 í Skotlandi. Íslenska rík- ið, Landssíminn, færeyska símafélag- ið ForoyaTele og fleiri aðilar standa að verkefninu og voru fulltrúar þeirra viðstaddir þegar lagning strengsins hófst í bænum Casteltown í Dunnet Bay í Skotlandi í gærmorg- un. Strengurinn mun liggja milli Seyð- isfjarðar og Skotlands um Færeyjar. Að sögn Jóns Birgis Jónssonar, stjórnarformanns Farice hf., hefur lengi verið notast við gamlan streng sem er orðinn ansi dýr í rekstri. „Gamli strengurinn virkar vel ennþá en hann bilar hins vegar af og til og þá þarf að senda öll símtöl í gegnum gervihnött. Það veldur truflunum í símasambandi en auk þess er orðið mjög dýrt að nota gervihnetti,“ segir Jón Birgir. Kapalskipið lagði í gærdag af stað áleiðis til Færeyja en þaðan verður svo haldið áfram við lagningu strengsins til Íslands. Gert er ráð fyr- ir að strengurinn komi á land á Seyð- isfirði í lok ágúst, samkvæmt upplýs- ingum sem fengust hjá Símanum. Í Skotlandi fer sambandið um ljósleið- ara sem liggur á milli Dunnet Bay og Edinborgar og liggur um alls tíu bæi á norðausturströnd Skotlands. Tæplega 3.000 km langur Áætlanir gera ráð fyrir að FARICE-strengurinn verði tekinn í notkun í lok ársins en undirbúningur hófst hjá Símanum árið 1999. Heild- arfjárfesting í hinu nýja ljósleiðara- kerfi er um 43 milljónir evra eða rúm- lega 3,7 milljarðar ísl. króna. Undrritaður var samningur um framleiðslu og lagningu sæstrengsins við ítalska fyrirtækið Pirelli 26. nóv- ember sl. að undangengnu alþjóðlegu útboði. Um er að ræða sæstreng sem hannaður er skv. ítrustu kröfum um hagkvæmni og rekstraröryggi, skv. upplýsingum Símans. Sæstrengurinn er alls 1.407 km langur en í heild er símastrengurinn tæpir 3000 km. Vegalengdin frá Seyðisfirði til Dunn- er Bay er um 1.210 km. og lengdin frá úttaki strengsins að Funningsfirði í Færeyjum, þar sem strengurinn verður lagður á land, eru um 197 km. Strengur frá Reykjavík til Seyðis- fjarðar mun tengjast sæstrengnum en flutningsgeta hans verður aukin með viðbótarbúnaði. Lagning FARICE-sæ- strengsins hafin Ljósmynd/Kristján Bjartmarsson             !" # $! % &' (   )*    +, &-  )   . 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.