Morgunblaðið - 28.06.2003, Side 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 15
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
LO
2
15
63
06
/2
00
3
gar›plöntuútsala
20-50% afslá
ttur
Öll sumarblóm, tré og
runnar á útsölu
AYMAN al-Zawahiri, hægri hönd
Osama bin Ladens, og Suleiman Abu
Ghaith, talsmaður al-Qaeda-hryðju-
verkasamtakanna, eru meðal þeirra
al-Qaeda-manna sem handteknir hafa
verið í Íran. Var skýrt frá þessu í
fréttum Al-Arabiya-sjónvarpsstöðv-
arinnar í Dubai í gær.
Sjónvarpsstöðin, sem kvaðst hafa
„vestrænar heimildir“ fyrir þessu,
sagði að auk fyrrnefndra tveggja
manna og annarra al-Qaeda-liða,
hefði einn sonur bin Ladens verið
handtekinn en hann var þó ekki nafn-
greindur. Sagði stöðin að í hópi fang-
anna væru menn frá Sádi-Arabíu,
Kúveit og Jórdaníu og íraskir Kúrd-
ar. Sagði hún að þessar handtökur
yrðu meðal umræðuefna í væntan-
legri heimsókn Jacks Straw, utanrík-
isráðherra Bretlands, til Írans.
Talsmaður Íransstjórnar sagði á
mánudag að vitað væri hverjir al-
Qaeda-fangarnir væru en gaf engar
frekari upplýsingar um þá. Aðeins
var sagt að þeir hefðu verið handtekn-
ir 12. maí sl. og hefðu þá 35 menn fall-
ið.
Bandaríkjastjórn telur, að al-
Qaeda-menn í Íran hafi komið að
þremur hryðjuverkaárásum í Sádi-
Arabíu í síðasta mánuði. Oft hafa farið
fréttir af því að háttsettir al-Qaeda-
menn væru í felum í Íran en írönsk
stjórnvöld hafa hingað til vísað þeim á
bug.
Háttsettir al-Qaeda-
menn teknir í Íran?
Dubai. AFP.
Al-Zawahiri
HOLLENSKUR dómstóll
dæmdi í gær sjö Kínverja í 18
mánaða til sex ára fangelsis
fyrir að smygla ólöglegum inn-
flytjendum frá Hollandi til
Bretlands. Voru tveir þeirra
dæmdir fyrr að hafa tekið þátt í
smygla 58 Kínverjum í einangr-
uðum kælibíl þar sem þeir
köfnuðu. Var bílstjórinn dæmd-
ur í Bretlandi í 14 ára fangelsi.
Foringi hópsins, sem var
dæmdur í gær, var þó sýknaður
af aðild að þeirri smygltilraun
en dæmdur fyrir annað í
þriggja ára fangelsi og til að
greiða hátt í eina milljón ísl. kr.
í sekt. Fram kom í réttarhöld-
unum, að smyglararnir hefðu
hótað fólki dauða, hygðist það
koma upp um þá, en gjaldið,
sem þeir tóku fyrir að koma
hverjum og einum frá Kína til
Vestulanda, var á þriðju milljón
kr.
Handtökur
vestra
BANDARÍSKA alríkislögregl-
an, FBI, handtók í gær sjö
menn í Washington og ná-
grenni en þeir eru grunaðir um
að hafa stutt Lashkar-e-taiba,
öfgasamtök múslíma í Kasmír.
CNN-sjónvarpsstöðin sagði, að
engar sannanir væru fyrir því,
að mennirnir hefðu tekið þátt í
hryðjuverkasamsæri í Banda-
ríkjunum sjálfum en samtökin
eru á lista Bandaríkjastjórnar
yfir hryðjuverkasamtök. Þau
eru einnig bönnuð í Pakistan og
voru allar eigur þeirra frysta í
janúar síðastliðnum. Hafa sam-
tökin staðið fyrir mörgum árás-
um í Kasmír frá 1993 og talin
bera ábyrgð á árás á indverska
þingið í Nýju Delhi 2001. Jók
hún mjög á spennuna milli Ind-
lands og Pakistans
„Fjölpilla“
fyrir aldraða
BRESKIR vísindamenn segja
að með nýrri „fjölpillu“, sem
hefur að geyma sex tegundir
hjartalyfja, þ.m.t. aspirín, fólín-
sýra og þrjár tegundir lyfja
sem gefin eru til að lækka blóð-
þrýsting, mætti hugsanlega
fækka hjartaáföllum 55 ára og
eldri um 80%. Fulltrúar banda-
rísku hjartaverndarsamtak-
anna hafa hins vegar lýst efa-
semdum sínum.
Frá „fjölpillunni“ nýju er
sagt í nýjasta hefti British
Medical Journal en vísinda-
mennirnir Nicholas Wald og
Malcolm Law telja að innihald
pillunnar gæti virkað vel á ein-
hvern þeirra þátta sem stuðla
að hjarta- og æðasjúkdómum.
Einkum yrðu lyfin sem gefin
eru vegna kólesterólmagns í
blóði gagnleg, kæmu hugsan-
lega í veg fyrir hjartaáfall í
þremur af hverjum fimm tilfell-
um.
Robert Bonow, forseti
bandarísku hjartaverndarsam-
takanna, lýsti hins vegar
áhyggjum sínum vegna þessara
niðurstaðna í gær og sagði
svona fjölpillu geta verið
hættulega heilbrigðu fólki en á
móti ekki nógu öfluga fyrir
hjartveikt fólk.
STUTT
Dæmdir
fyrir að
smygla
fólki