Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 15 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 15 63 06 /2 00 3 gar›plöntuútsala 20-50% afslá ttur Öll sumarblóm, tré og runnar á útsölu AYMAN al-Zawahiri, hægri hönd Osama bin Ladens, og Suleiman Abu Ghaith, talsmaður al-Qaeda-hryðju- verkasamtakanna, eru meðal þeirra al-Qaeda-manna sem handteknir hafa verið í Íran. Var skýrt frá þessu í fréttum Al-Arabiya-sjónvarpsstöðv- arinnar í Dubai í gær. Sjónvarpsstöðin, sem kvaðst hafa „vestrænar heimildir“ fyrir þessu, sagði að auk fyrrnefndra tveggja manna og annarra al-Qaeda-liða, hefði einn sonur bin Ladens verið handtekinn en hann var þó ekki nafn- greindur. Sagði stöðin að í hópi fang- anna væru menn frá Sádi-Arabíu, Kúveit og Jórdaníu og íraskir Kúrd- ar. Sagði hún að þessar handtökur yrðu meðal umræðuefna í væntan- legri heimsókn Jacks Straw, utanrík- isráðherra Bretlands, til Írans. Talsmaður Íransstjórnar sagði á mánudag að vitað væri hverjir al- Qaeda-fangarnir væru en gaf engar frekari upplýsingar um þá. Aðeins var sagt að þeir hefðu verið handtekn- ir 12. maí sl. og hefðu þá 35 menn fall- ið. Bandaríkjastjórn telur, að al- Qaeda-menn í Íran hafi komið að þremur hryðjuverkaárásum í Sádi- Arabíu í síðasta mánuði. Oft hafa farið fréttir af því að háttsettir al-Qaeda- menn væru í felum í Íran en írönsk stjórnvöld hafa hingað til vísað þeim á bug. Háttsettir al-Qaeda- menn teknir í Íran? Dubai. AFP. Al-Zawahiri HOLLENSKUR dómstóll dæmdi í gær sjö Kínverja í 18 mánaða til sex ára fangelsis fyrir að smygla ólöglegum inn- flytjendum frá Hollandi til Bretlands. Voru tveir þeirra dæmdir fyrr að hafa tekið þátt í smygla 58 Kínverjum í einangr- uðum kælibíl þar sem þeir köfnuðu. Var bílstjórinn dæmd- ur í Bretlandi í 14 ára fangelsi. Foringi hópsins, sem var dæmdur í gær, var þó sýknaður af aðild að þeirri smygltilraun en dæmdur fyrir annað í þriggja ára fangelsi og til að greiða hátt í eina milljón ísl. kr. í sekt. Fram kom í réttarhöld- unum, að smyglararnir hefðu hótað fólki dauða, hygðist það koma upp um þá, en gjaldið, sem þeir tóku fyrir að koma hverjum og einum frá Kína til Vestulanda, var á þriðju milljón kr. Handtökur vestra BANDARÍSKA alríkislögregl- an, FBI, handtók í gær sjö menn í Washington og ná- grenni en þeir eru grunaðir um að hafa stutt Lashkar-e-taiba, öfgasamtök múslíma í Kasmír. CNN-sjónvarpsstöðin sagði, að engar sannanir væru fyrir því, að mennirnir hefðu tekið þátt í hryðjuverkasamsæri í Banda- ríkjunum sjálfum en samtökin eru á lista Bandaríkjastjórnar yfir hryðjuverkasamtök. Þau eru einnig bönnuð í Pakistan og voru allar eigur þeirra frysta í janúar síðastliðnum. Hafa sam- tökin staðið fyrir mörgum árás- um í Kasmír frá 1993 og talin bera ábyrgð á árás á indverska þingið í Nýju Delhi 2001. Jók hún mjög á spennuna milli Ind- lands og Pakistans „Fjölpilla“ fyrir aldraða BRESKIR vísindamenn segja að með nýrri „fjölpillu“, sem hefur að geyma sex tegundir hjartalyfja, þ.m.t. aspirín, fólín- sýra og þrjár tegundir lyfja sem gefin eru til að lækka blóð- þrýsting, mætti hugsanlega fækka hjartaáföllum 55 ára og eldri um 80%. Fulltrúar banda- rísku hjartaverndarsamtak- anna hafa hins vegar lýst efa- semdum sínum. Frá „fjölpillunni“ nýju er sagt í nýjasta hefti British Medical Journal en vísinda- mennirnir Nicholas Wald og Malcolm Law telja að innihald pillunnar gæti virkað vel á ein- hvern þeirra þátta sem stuðla að hjarta- og æðasjúkdómum. Einkum yrðu lyfin sem gefin eru vegna kólesterólmagns í blóði gagnleg, kæmu hugsan- lega í veg fyrir hjartaáfall í þremur af hverjum fimm tilfell- um. Robert Bonow, forseti bandarísku hjartaverndarsam- takanna, lýsti hins vegar áhyggjum sínum vegna þessara niðurstaðna í gær og sagði svona fjölpillu geta verið hættulega heilbrigðu fólki en á móti ekki nógu öfluga fyrir hjartveikt fólk. STUTT Dæmdir fyrir að smygla fólki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.